Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.09.1971, Blaðsíða 4

Vesturland - 10.09.1971, Blaðsíða 4
&Q71Z) aÆs^FWXXXn S3fíCFSXE»)SXmXR Framboösraunir vinstriflokkanna Framboðslistar við bæjarstjórnarkosningarnar 3. okt. nk. hafa nú verið birtir. Frá framboðslista Sjálfstæðisflokksins er skýrt á öðrum stað hér í blaðinu, en rétt er að víkja nokkrum orðum að framboði vinstriflokkanna. Sjaldan eða aldrei hafa framboðsraunir þeirra hér í bæ verið jafn miklar og listar barðir saman með jafn miklum harmkvælum og nú. Eru þær fæðingarhríðar raunar ekki annað en spegilmynd af þeirri sundrung og upplausn, sem ríkt hefur í bæjarmálasamstarfi vinstrimanna hér á ísa- firði mörg undanfarin ár, sem lauk svo með ósköpum snemma á hinu nýbyrjaða kjörtímabili. EIMBJÖKN í TVÍBJÖRN Undanfarnar vikur hafa vinstriflokkarnir farið á fjör- urnar hver við annan og minna þær aðfarir einna helzt á söguna um Einbjörn o.s.frv. Leikurinn hófst með því, að Alþýðubandalagið bauð Al- þýðuflokknum og Framsóknarflokknum samstarf um sam- eiginlegt framboð þessara þriggja flokka. Þeirri málaleitan höfnuðu Alþýðuflokksmenn þegar í stað án nokkurra við- ræðna. Þegar svo var komið, tóku Framsóknarmenn í sama streng. Þá lagði skólastjóri kommúnista upp laupana, en við tók sínu kjörsviði, stjórnmálunum, að nú var á síðustu stundu rokið til að berja saman lista Hannibalista. Var ætlun meistarans, að látast þar hvergi nærri koma, og ota fram öðrum mönnum, sem gætu þá með sanni sagt: Stattu að baki mér, skræfa. Skömmu áður en framboðsfrestur rann út, var það á allra vitorði, að meistarinn hafði lýst yfir því að hann hefði valið. Hann myndi ekki sinna stjórnmálum, hann hefði öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Meistarinn fann að vísu sinn Kára, en hann komst að raun um það, að ,,berr er hver að baki,“ og neyddist til að gegna hinu gamla hlutverki að standa að baki Kára, því annars hefði listinn aldrei séð dagsins Ijós. Hann varð að hrökkva eða stökkva, og kaus að stökkva. Þessar framboðsraunir hinna nýju siðbótarmanna í ís- lenzkum stjórnmálum, mannanna, sem voru yfirhafnir af helgislepju fyrir síðustu Alþingiskosningar og töldu mönn- um trú um, að þei rætluðu að „siðbæta" íslenzk stjórnmál, eru í rauninni harmsaga; harmsaga þeirra manna, sem fá glýju í augun af stundaruppgangi og kasta fyrir róða sínum hugsjónum og því trausti, sem til þeirra var borið. Kosniog hafin Við bæjarstjórnarkosningarn ar á ísafirði og í Eyrarhreppi 3. okt. nk. má búast við að kjósendur á kjörskrá verði um 1750, en endanleg tala kjósenda á kjörskrá liggur ekki fyrir, að því er formað- ur yfirkjörstjórnar, Marías Þ. Guðmundsson, tjáði blaðinu. Kjörfundur hefst á ísafirði kl. 10 fh., en ekki er full- ráðið hvenær kjörfundur hefst í Hnífsdal. Á ísafirði verða þrjár kjördeildir og ein í Hnífsdal, en kjósendur í Skut- ulsfirði og Arnardal eiga að kjósa á ísafirði. Utankjörfundarkosning gat hafizt sl. sunnudag og er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppsstjórum á öllu land inu, en hins vegar verður ekki hægt að kjósa hjá ís- lenzkum sendiráðum eða ræðis mönnum erlendis í þessum kosningum. annar skólastjóri og var mikið niðri fyrir. Minna aðfarir hans átakanlega á gleðikonu, sem falbýður sig hverjum þeim, sem hafa vill. Meistarinn lagði fyrst til atlögu við Alþýðuflokkinn og Framsóknarmenn og bauð upp á sameiginlegt framboð með Hannibalistum. Kratarnir voru ekki andvígir blíðuhótum við ungfrú Hanni balista, en neituðu skilyrðislaust að ganga til sængur með Framsóknarmaddömunni. Þar með var sá draumur búinn. En meistarinn var ekki af baki dottinn. Hann telur mögu- leika á að ná ástum kratanna og býður þeim sameiginlegt framboð krata og Hannibalista. Var nú karpað um kjörin, en þegar kratar heimtuðu tólf sæti af 18 á framboðslistan- um, var viðræðum slitið því að drósinni fannst of lítið boðið. Þá er gerð örþrifatilraun til að komast í einhverja sæng, og nú býður ungfrúin upp á samstarf við Framsókn og komm únista. Hófust þá viðræður og sýndu allir blíðuhót, enda vinna þessir flokkar saman í ríkisstjórn, og verður ekki betur séð, en að Hannibalistum líði vel í einni sæng með kommúnistum og Framsóknarmaddömunni, hvað sem líður yfirlýsingum Hannibals fyrir kosningar um að hann starfi aldrei með „ólýðræðislegum öflum", sem sagt kommúnistum. En meistarinn er enginn ættleri og lét sig ekki muna um það, að feta dyggilega í fótspor gamla mannsins og leita samstarfs við kommúnista í bæjarmálum hér á ísafirði. En hér fór á annan veg en syðra. Postular kenningarinn- ar um nauðsyn „sameiningar vinstriaflanna" voru komnir það langt á veg, að þeir voru farnir að raða saman lista, semja stefnuskrá og tilnefna sína fulltrúa á listann. En þá sprakk blaðran og hugsjónir urðu að víkja fyrir hags- munum. Deilan stóð um menn, en ekki málefni og sú deila varð til þess, að ekkert samstarf tókst. Nú þótti meistaranum illt í efni. Hann hafði haft uppi hvers konar fagurgala og blíðuhót við hvern af öðrum, en allt án árangurs. En svo mikið lá við að hann gæti sinnt Kommarnir vitna um einkarekstur Fyrir nokkru var Þjóðvilj- inn borinn inn á hvert heimili hér í bæ. Tilefnið mun hafa verið, að í blaðinu birtist langt viðtal við hugmynda- fræðing kommúnista hér á ísafirði, Aage Steinsson. í þessu viðtali kemur svo sem ekkert merkilegt fram, sem ísfirðingar ekki vissu áður. Bæjarfulltrúinn vekur athygli á, að atvinnuástand sé gott á ísafirði og atvinnulíf standi hér í blóma. Bent er á, að ,,á undanförnum árum hafi verið keyptir nokkrir stórir bátar hingað, og núna hafi útgerðarmenn fullan hug á að kaupa skuttogara." Séu þrír skuttogarar væntanlegir til bæjarins, og telur hugmynda fræðingurinn það „djarflega og stórmannlega hugsað." í viðtalinu kemur einnig fram, að ekkert sé byggt á vegum bæjarfélagsins „eins og er“. Það var þó gert áður en Aage Steinsson tók sæti í bæjarstjórn. Hins vegar standi byggingameistarar í bænum í stórframkvæmdum og hafi fullan hug á að gera stórátak, til að bæta úr tilfinn anlegum skorti, sem nú sé á íbúðarhúsnæði hér í bæ. Allar eru þessar upplýsingar hinar athyglisverðustu fyrir þá, sem ekki þekkja til hér á ísafirði, og ekki síður fyr- ir þá, sem hafa tekiö áróður þessa manns alvarlega. Sem helzti hugmyndafræð- ingur kommúnista á ísafirði hefur Aage Steinsson að sjálf sögðu boðað það, að ríkis- rekstur með hæfilegu ívafi af bæjar- og samvinnurekstri væri hið æskilegasta reksturs- form, sem til væri, og tryggði bezt atvinnuöryggi borgar- anna. í þessu sama Þjóðviljablaði birtist einnig viðtal við helzta leiðtoga kommúnista á Siglu- firði, Óskar Garibaldason, og er næsta fróðlegt að kynnast viðhorfum hans til þessara mála. Hann segir, að á Siglu firði hafi „verið viðvarandi atvinnuleysi árum saman". „Það var þó ekki lýðum Ijóst, hvað það hefur verið mikið, fyrr en farið var að greiða at vinnuleysisbætur, sem hafa farið upp í 10—11 milljónir á ári hjá okkur." Á hvern hátt skýrir svo þessi kunni baráttumaður kommúnismans þetta fyrir- bæri? Hann segir: „En í raun og veru er það ríkið, sem hefur sett bæjarfélagið á hausinn. Það hafði allan at vinnurekstur, sem máli skipti um áratugi hér í bæ, þegar síldin var og hét. Aðrir gátu ekki blómgast við hliðina á atvinnurekstri þess. (leturbreyting VI.) Þar af leiðandi er hér miklu minni útgerð, en ella hefði verið.“ Á sömu síðu blaðsins birtist svo mynd af m.b. Siglfirð- ingi, sem íshúsfélag ísfirð- inga hf. hefur nú keypt hing að til bæjarins. Yfir mynd- inni stendur með feitu letri: „Af hverju var Siglfirðingur seldur? “ og skýringin stend- ur svo undir myndinni: „Sigl- firðingur var seldur vegna þess að kaupfélagið var komið á hausinn.“ Nokkru aftar í þessu sama blaði er svo grein undir fyr- irsögninni: „Bolungarvík er athafnabær" og segir þar ma.: „Það hefur varla farið fram hjá neinum, sem með fréttum hefur fylgzt undan- farið, að Bolungarvík ereinn mesti uppgangsbær á land- inu. Þar hefur atvinna verið yfrið nóg um áraraðir. Sem Framhald á 2. síðu

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.