Vesturland


Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 1

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 1
®qu® a/es&FiRsxm sdítsFssm^jsxmom Ll. árgangur. ísafirði, 5. janúar 1974. 1.—2. tölublað. Matthías Bjarnason, alþingismaður: Hugleiðingar um áramót. Þrátt fyrir vaxandi þjóðarframleiðslu hef ur stjórnleysið innleitt ef nahagskreppu Verðbólgan tröllríður íslenzku efnohagslífi Ríkisstjórnin hefur gefist upp við að stjórna landinu en ráðherrarnir ætla að sitja áfram í flestra óþökk. Árið 1973 er að hverfa í aldanna skaut. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt og mun verða talið, er stundir líða, til viðburðaríkustu ára í sögu íslands. Það sem gerir þetta ár eftirminnilegast er gosið í Matthías Bjarnason Heimaey og sú giftusamlega björgun allra þeirra, sem þurftu að flýja heimili sín. Barátta mannsins við eldinn og hið glóandi hraunrennsli verður umvafin aðdáun og ævintýraljóma kynslóðanna, sem við taka. Eins og að líkium lætur þurfti þjóðin að taka á sig nokkrar byrðar af þessu mikla áfalli, sem Vestmanna- eyingar urðu fyrir, en trauðla mun finnast sá íslendingur, sem telur eftir sér að greiða þann skatt, þó skiptar skoð- anir séu hvort nægilegrar hagsýni hafi verið gætt við björgunarstarfið, hvað kostn- að snertir. Við ísiendingar megum aldrei gleyma þeirri hugul- semi og vinarhug, sem marg- ar þjóðir sýndu okkur með því að létta byrðar okkar vegna þessa einstæða atburð- ar. Þyngst á metunum er sú stórkostlega aðstoð, sem barst frá frændþjóðum okkar á hin- um Norðurlöndunum og sá hugur og bræðraþel, sem á bak við hana stóð. Viðbrögð þeirra sannfæra okkur um að norræn samvinna er ekki að- eins í orði heldur einnig í verki. Góð afkoma tveggja höfuð atvinnuveganna. Þegar þessi atburður er frá talinn, þá hygg ég að flestir landsmenn geti verið sammála um að afkoma tveggja höfuð- atvinnuveganna, sjávarútvegs og landbúnaðar, hafi verið með betra móti og enn hafi gætt þeirrar breytingar, sem gerð var með efnahagsaðgerð- unum á árinu 1968. Iðnaður- inn hefur hins vegar átt við vaxandi erfiðleika að stríða og að verzluninni hefur verið vegið tíðar en áður. Fjölmörg þjónustufyrirtæki í landinu eru rekin með stórum halla vegna rangrar og hættulegrar stefnu í verðlagsmálum. Hin hagstæða staða í flestum greinum í sjávarútvegi er fyrst og fremst því að þakka, að verð á flestum útflutnings- vörum hefur aldrei verið hærra í viðskiptalöndum okk- ar en á þessu ári, samfara því að nýting aflans fer batn- andi, og aukning hefur orðið í framleiðslu á einstökum teg- undum sjávarafla. Batnandi afkomu landbúnaðarins má fyrst og fremst rekja til góðrar grassprettu og betri nýtingu heyja. Þá hefur hin mikla vinna og kaupgeta áhrif til að auka sölu landbúnaðar- afurða. Röng stefna í efnahagsmálum veldur verðbólgubálinu. Þegar litið er á heildina hefur árferði verið gott á ár- inu. En þegar afkoma at- vinnuveganna er góð og möguleikarnir þeir beztu, sem vitað er um, til þess að auka útflutningsverðmætið, þá er það skylda stjórnvalda að haga stefnunni í efnahagsmál- um á þann veg að beina vinnuaflinu fyrst og fremst til atvinnuveganna og stefna á þann hátt að auknum út- flutningi og notfæra út í æsar hina hagstæðu verðlagsþróun og safna peningum til mögru áranna. Til þess að þetta geti orðið verður að halda opin- berum framkvæmdum innan skynsamlegra takmarka og varast harða samkeppni við atvinnuvegina um vinnuaflið. En núverandi ríkisstjórn fór öðruvísi að. Hún hafði sjálf forystu um að kynda Framhald á 8. síðu. Minnisvarði sjómanna á ísaf irði Sjómannastéttin hér á ísa- firði og velunnarar hennar hafa um langt árabil haft mikinn hug á því a5 reisa minnisvarða til heiðurs og minningar um sjómenn fyrr og nú, bæði lífs og liðna, og jafnt þá, sem hvíla í votri og vígðri gröf. Hafa forgöngumenn þessa máls lagt áherzlu á, að vel verði til þessa verks vandað og hafa fullan hug á því, að ekkert verði til sparað að gera minnisvarða þennan sem bezt úr garði. Málið er þegar komið vel á veg. Framkvæmdanefnd þessa minnismerkis hefur starfað mikið, en hana skipa Sturla Halldórsson hafnar- vörður og skipstjórarnir Guð- mundur Gíslason, Halldór Hermannsson og Kristján Jónsson. Hefur þegar verið samið við Ragnar Kjartansson mynd- höggvara um gerð þessa minnismerkis og ákveðið út- lit þess og listamaðurinn þeg- ar hafið verkið. Þessi minnisvarði sýnir tvo sjómenn við fiskveiðar og á að vera táknmynd samvinnu gömlu og ungu kynslóðarinn- ar. Minnisvarðinn verður þrír metrar á hæð á 25—30 cm. fótstalli, sem verður á 150 cm háum grunnstöpli. Hefur varð- anum verið valinn staður á Eyrarbæjarhólnum milli sjúkrahússins og kirkjugarðs- ins. Samiö' hefur verið um að minnismerkið verði afhent í Reykjavík 1. júlí n.k. og mun það kosta röskar tvær millj- ónir króna frá hendi lista- mannsins. Þetta er að sjálfsögðu mikið fé, en framkvæmda- nefndin mun leita stuðnings ísfirðinga nær og fjær til þess að koma þessu máli fram með sameiginlegu átaki og veita nefndarmenn viðtöku framlögum í þessu skyni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.