Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 2

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 2
2 Þrótt íyrir... Framhald af 8. síðu einstökum málaflokkum og er þar unnið mikið starf og fram á nætur vikum saman. Ég hefi átt sæti í fjárveit- inganefnd öll árin, sem ég hefi setið á Alþingi, að undan skildu mínu fyrsta þingi. Mér er það bæði ljúft og skylt að þakka samstarfið innan nefndarinnar, þó ágreiningur sé í einstökum málum. Á for- manni nefndarinnar hvílir mikið og vandasamt starf og hefur hann lagt sig fram um að viðhalda þeim góða anda sem verið hefur ríkjandi inn- an nefndarinnar öll þau ár sem ég hefi verið þar og þekki til. Framlög til verklegra framkvæmda í Vestfjarðakjördæmi. Ég hefi orðið var við að fólk hefur mikinn áhuga fyrir að fá upplýsingar um framlög til einstakra verkefna í kjör- dæminu. Því hefi ég tekið saman úr fjárlögunum öll helztu framlög til verklegra framkvæmda eftir málaflokk- um og nokkrar aðrar upplýs- ingar mönnum til fróðleiks og vonandi til nokkurrar ánægju. (Tölurnar eru í þús- undum króna). HEILBRIGÐISMÁL 1. Patreksfjörður: heilsugæzlustöð 8.000 læknisbústaður 400 2. Þingeyri: Undirbúningsframkv. 1.000 3. Flateyri: sjúkraskýli 400 elliheimili, undirb. 800 4. Bolungarvík: læknisbústaður 400 heilsugæzlustöð 1.000 5. ísafjörður: heilsugæzlustöð 9.800 læknisbústaður 350 elliheimili 800 6. Súðavík: læknamóttaka 2.000 7. Hólmavík: læknisbústaður 1.500 Samtals 26.450 HAFNAMÁL 1. Patreksfjörður 5.000 2. Þingeyri 400 3. Flateyri 9.900 4. Súgandafjörður 3.800 5. Bolungarvík 21.500 6. ísafjörður 25.200 7. Súðavík 1.500 8. Drangsnes 2.600 Samtals 69.900 FERJU BRYGGJU R 1. Brjánslækur 200 2. Gemlufall 2.000 3. Hjarðardalur 200 4. Múlanes 1.000 5. Vigur 2.300 Samtals 5.700 SJÓVARN ARGARÐAR 1. Flateyri 300 FLUGVELLIR 1. Patreksfjörður 3.000 2. Tálknafjörður 3.000 3. Bíldudalur 4.000 4. Þingeyri 1.300 5. Súgandafjörður 4.000 6. ísafjörður 1.400 Samtals 16.700 SKÓLABYGGINGAR OG STOFNBÚNAÐUR í SKÓLUM 1. Reykhólar 2.710 2. Barðastrandarhrepp. 2.261 3. sami, íbúð 342 4. Patreksfjörður 820 5. Bíldudalur 300 6. Þingeyri 300 7. Mýrahreppur 1.372 8. Núpur 6.000 9. Flateyri 3.502 10. Súgandafjörður 715 11. Bolungarvík 8.339 12. ísafj. gagnfr.skóli 3.138 13. sami barnaskóli 5.384 14. sami samkomusalur 500 15. sami íbúð Hnífsdal 323 16. sami menntaskóli 48.000 17. Súðavík, íbúð 2.384 18. sami skóli 300 19. Reykjanes 14.500 20. Kaldrananeshreppur 1.766 21. Hólmavík 1.946 22. Fells- og Óspakse.hr. 300 23. Borðeyri 5.945 Samtals 111.147 Auk þess eru veittar 13,0 millj. kr. til Reykjaskóla í Hrútafirði, en þann skóla sækja Strandamenn ekki síður en fólkið í því kjördæmi, sem skólinn er staðsettur í. ÍÞRÓTTAM ANNVIRKI 1. U.m.f. Barðastrandar 20 2. Patreksfjörður 145 3. Þingeyri 165 4. Flateyri 25 5. Súgandafjörður 35 7. ísafjörður 230 8. Hólmavík 8 9. Kirkjubólshreppur 3 Samtals 851 RAFORKU MÁL Unnið verður á næsta ári að virkjunarframkvæmdum við Mjólká fyrir um það bil 122.500 þús. kr. og í fram- kvæmdum við stofnlínur og aðveitustöðvar verður fram- kvæmt fyrir 13.000 þús. kr. vegna spennuhækkunar á lín- unni ísafjörður Bolungarvík. Það er öllum ljóst að meira hefði þurft að gera í fram- kvæmdum við stofnlínur á Vestfjörðum. Áfram verður unnið á vegum héraðsveitna við virkjunarframkvæmdir og lagningu raflínu sveitanna við Djúpið, en vonir standa til að allir fjórir innhreppar Djúpsins verði aðnjótandi raf- orku fyrir árslok 1975. Fyrr- verandi ríkisstjórn hafði und- irbúið framkvæmdaáætlun um sveitarcifvæðingu á næstu fjórum árum en núverandi ríkisstjórn ákvað að þessi á- ætlun skyldi framkvæmd á þremur árum. Nú eru liðin tvö ár af þessum fram- kvæmdatíma og er sjáanlegt að þessari áætlun verður ekki lokið á þremur árum. Þegar eru nokkrar framkvæmdir á Vestfjörðum orðnar á eftir, eins og í Strandasýslu og við- ar. Ennþá eiga nokkrar sveit- ir að búa í óvissu um fram- vindu raforkumála sinna eins og Gufudalshreppur í Barða- strandarsýslu en vonandi verður ákvörðun tekin á þessu ári um framkvæmdir þar, og á öðrum þeim stöðum sem biða, og munu þingmenn Vestfirðinga sameiginlega fylgja þeim málum fast eftir. Ýmsir styrkir til samgöngumála og þjónustu. Þá má ennfremur geta um nokkra rekstursstyrki, sem 6. Bolungarvík 220 >f DÚN mýkir þvottinn >f- DÚN eykur endinguna >ú DÚN afrafmagnar >f- DÚN gerir strauningu auð- veldari og jafnvel óþarfa >f- DÚN í allan þvott og upp- þvottavélar Sápugerðin Frigg

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.