Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 3

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 3
sansi sÆspfwsxxk saHaFSJiEfijsxroom 3 Allir þeir sem greitt hafa laun á árinu 1973 í Vestfjarða- umdæmi eiga að skila, skv. 36. gr. skattalaganna, útfylltum launamiðum og launamiðafylgiskjölum til skattstofunnar á ísafirði eða umboðsmanna í hreppunum fyrir 20. þessa mánaðar. Góðar leiðbeiningar eru prentaðar aftan á ofan- greind gögn, en vísað er til þess að fullt nafn, nafnnúmer, heimilisfang, upphæð vinnulauna, lengd vinnutíma o.fl. komi fram. Alls konar vinnulaun skal gefa upp í lið A, en greiðslur fyrir vörubif- reiðaakstur, verkstæðis- og verktakavinnu, umboðs- og sölulaun í lið B og hlunnindi í lið C. Þeir, sem hafa fengið senda launamiða, en hafa ekki greitt laun á árinu 1973, skulu rita á frumrit launamiðafylgiskjalsins að svo hafi verið, undir- rita síðan skjalið og endursenda skattstofunni eða umboðsmanni. Engan frest er unnt að veita í sambandi við skil á launamiðum og launamiðafylgiskjölum, né heldur á hlutafjármiðum, stofnsjóðsmiðum og viðeigandi samtalningsblöðum, sem á að skila fyrir 20. þ.m. Þá tilkynnist hér með, að nýr umboðsmaður hefur tekið við störfum í Reykjarfjarðarhreppi í Norður- ísafjarðarsýslu. Er það hr. Hákon Salvarsson, hreppstjóri, Reykjarfirði. ísafirði, 2. janúar 1974. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. veittir eru á fjárlögum til samgöngubóta og annarar þjónustustarfsemi. Til Hf. Djúpbáturinn eru nú veittar 6.600 þús. kr., styrkir til rekstrar snjóbifreiðum og til að halda uppi vetrarsamgöng- um nema um 1.450 þús. kr. Styrkur til að halda uppi sjúkraflugi nemur 450 þús. kr. Styrkur til að halda uppi gist- ingu og byggð er 1.150 þús. kr., sem mest fer til styrktar starfsemi hótelanna í Flóka- lundi og Bjarkarlundi. Til Inn- Djúpsáætlunar er varið 5.000 þús. kr. Ennfremur eru nokkrir smærri styrkir til fé- lagsmála og menningarmála. Vegaáætlun verður afgreidd síðar á þessu þingi og verða þau mál því ekki rædd hér að sinni. Landhelgismálið og samnmgarnir við Breta. Ég ætla ekki að lengja grein þessa mikið inn land- helgismálið, því svo mikið hefur verið skrifað og talað um það á þessu ári. Hins veg- ar get ég ekki látið hjá líða að minnast á samninginn við Breta. Samningur þessi er undan- hald í landhelgismálinu, þrátt fyrir öll stóru orðin, sem ráðamenn þjóðfélagsins létu fal'la við fjöldamörg tækifæri bæði fyrir og eftir síðustu kosningar. Svæðaskiptingin, og veiðar Breta innan land- helginnar í tíu mánuði á ári í tvö ár bitnar harðar á þess- um landshluta — Vestfjörð- um — en öðrum, því að á svæðinu Látrabjarg að Horni veiða Bretar um 55% af öll- um þeim afla, sem þeir sækja á íslandsmið. Sérstaða þessa svæðis var viðurkennd í samningunum við Breta 1961, en þá sömdu þeir um að veiða ekki innan þáverandi fisk- veiðilögsögu á þessu svæði allt það samningstímabil. Ef forsætisráðherra íslands hefði haldið fast á þessu máli og minnt á hvað Bretar sömdu um á árinu 1961, þá má hver trúa því, sem trúa vill, að for- sætisráðherra Bretlands hefði látið stranda á þessu atriði til þess að ná samningum. Að öðru leyti ætla ég ekki að ræða þennan samning efnis- lega í þessari grein en mun síðar eiga eftir að fjalla um þennan undanhaldssamning, sem ég harma að Alþingi skyldi samþykkja með mikl- um meirihluta. Dauðvona ríkisstjórn og samstarf byggt á svikum leysir ekki vandamálin. Það er ekki lengur inn það deilt að ríkisstjórnin hefur um langt bil legið fyrir dauð- anum og dregur af henni með hverjum degi. Engum dettur í hug að á henni sjáist bata- merki og í raun og sannleika óska fáir að hún nái aftur heilsu. Svo gersamlega er þessi ríkisstjórn búin að spila út í vitund þjóðarinnar. Sam- starfið á stjórnarheimilinu er umvafið svikum og óheilind- um. Það eru ekki margir dag- ar síðan Lúðvík Jósepsson skipaði gamlan stofukommún- ista seðlabankastjóra og gekk framhjá þrautreyndum banka- stjóra Jóhannesi Elíassyni, sem fjórir af fimm banka- ráðsmönnum Seðlabankans höfðu mælt með. Öllu þessu kyngir forsætisráðherra. Á næstunni munu öryggis- og varnarmál íslands verða í sviðsljósinu. Ráðherrar Fram- sóknar hafa farið þar marga hringi. Kommúnistar gefa harðar yfirlýsingar um brott- för varnarliðsins. Þeir gáfu líka ákveðnar yfirlýsingar um samkomulagið við Breta í landhelgismálinu og átu alit ofan í sig örfáum dögum síð- ar. Það eru allir hættir að trúa þessum mönnum. Þess vegna dettur engiun lengur í hug að slík ríkisstjórn, sem liggur afvelta vikum saman, geti leyst þann óhugnanlega efnahagsvanda sem hún hefur leitt yfir þjóðina. Hvað er framundan á næsta ári? Ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún muni ekki segja af sér, þó að hún liggi dauðvona og ósjálfbjarga. Heyrzt hefur að Magnús Kjartansson hafi í hyggju að fara að fordæmi Hannibals og ganga úr skip- rúmi hjá Ólafi Jóhannessyni og þá eigi Ragnar Arnalds að taka við. Þetta breytir engu um gang þjóðmála. Flestir eru þeirrar skoðunar að þessi ríkisstjórn geti eng- an vegið setið út kjörtímabil- ið. Það verður að efna til nýrra kosninga eins fljótt og auðið er. Framundan er að gera aðkallandi aðgerðir í efnahagsmálum. Það verður að berjast gegn óðaverðbólg- unni og koma í veg fyrir að dýrtíðaraukningin sé miklu meiri hér en í viðskiptalönd- um okkar. Það verður að draga úr fjárfestingunni og koma í veg fyrir hið skefja- lausa kapphlaup um vinnuafl- ið. Það verður að taka upp festu við stjórn ríkisfjármála og marka þá stefnu að draga úr miðstjórnarvaldinu, og færa aukin verkefni til hér- aðanna sjálfra. Sú valddreif- ing mundi strax koma fram í lækkandi kostnaði við opin- berar framkvæmdir byggðar- laganna og verða um leið raunhæfasta leiðin til að framkvæma þá byggðastefnu, sem tekur mið af getu al- mennings og nánustu vanda- málum borgaranna. Sjálfstæðisflokkurinn óskar eftir því að til kosninga verði efnt, sem allra fyrst. Að kosn- ingum loknum verður að mynda ríkisstjórn sem tekur fjármál þjóðarinnar föstum tökum. Vinstri stjórn ræður ekki við fjármálin. Það hefur þessi stjórn sýnt og það sýndi fyrri vinstristjórn einn- ig. Alltaf þegar vandi hefur steðjað að, eins og nú gerir, hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið forystu þjóðmála. Það er gefið mál að innan ekki langs tíma þarf Sjálfstæðis- flokkurinn að búa sig undir að taka við stjórn og byggja upp það sem aflaga hefur far- ið í efnahagsmálum þjóðar- innar. Það verður mikið verk og vandasamt en það verk verður að vinna. Að lokum vil ég þakka öll- um Vestfirðingum gott sam- starf á því ári sem nú er að líða, um leið og ég vil óska þess að Vestfirðingar styrki félagsleg bönd til að vinna vel og dyggilega að öllum þeim málum sem til framfara horfa fyrir vestfirzkar byggð- ir og efast ég ekki um að allir þingmenn þeirra vilja hafa náið og gott samstarf við heimamenn um lausn allra þeirra verkefna, sem að er unnið. Heiil og hamingja fylgi Vestfirðingum og Islendingum öllum á næsta ári og um ó- komin ár. Gleðilegt þjóðhátíðarár 1974. Gamlársdag 1973. Matthías Bjarnason. þvottavélar af öllum gerðum óvallt fyrirliggjandi. NÝ CANDY þj ónustustofnun að Bergstaðastræti 7. VERSLUNIN PFAFF Skólavörðustíg

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.