Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 4

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 4
4 'IIIII1111111IIIIIIIIIIII111111111111111111111111111IIIII lllllllllllll II lllllll IIIII llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIII llllllllll I I _ VJ a/éxmxBam sartaiwEsismmi - | Útgefandi: Kjördœmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest- | | fjarðakjöræmi. = | Blaðnefnd: Ólafur Þórðarson, Isafirði, Guðmundur Agn- | | arsson, Bolungarvík, Halldór Bernódusson, Suðureyri, | = Hafsteinn Davíðsson, Patreksfirði, Sigurður Sv. Guð- = mundsson, Hnífsdal. = Ábyrgðarmaður: Finnur Tli. Jónsson. | | Afgreiðsla: Uppsölum — Sími 3062. 1 = Prentstofan Isrún hf., Isafirði. | 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinTi Lærdómsríkur sumunburður í landhelgissamningnum milli íslendinga og Breta á árinu 1961 var samið um að Bretar létu togara sína ekki veiða innan þáverandi fiskveiðilandhelgi, á svæðinu frá Látrabjargi að Horni, allt samningstímabilið. Þá var það viðurkennt af hálfu Breta að þetta svæði hefði sérstöðu, að ef brezkum togurum yrði hleypt þar inn myndi það stofna í hættu af- komu þess fólks, sem byggir þennan landshluta og að mestu leyti á líf sitt og afkomu undir því, sem þessi fiskimið gefa. Þetta var viðurkennt af andstæðingum okkar vegna þess að þeir vissu að þeirra eigin togarar sóttu á Vestfjarðamið um 55% af öllum þeim afla, sem á íslandsmið var sóttur. Þessvegna gengu þeir inn á að friða fiskveiðilandhelgina, sem þá var, fyrir botnvörpuveiðum á þessu svæði. Þessi sérstaða Vestfirðinga er sú sama nú og þá. En nú bregður svo kuldalega við að forsætisráðherra ís- lands gerir samkomulag við forsætisráðherra Bretlands um lausn landhelgisdeilunnar tiil tveggja ára. Með því samkomu- lagi skipta þeir veiðisvæðum brezkra togara við ísland innan fiskveiðilandhelginnar í sex svæði og leyfa veiðar í hverju þeirra í 10 mánuði á ári í tvö ár. Þetta samkomulag stað- festi Alþingi með 54 gegn 6 atkvæðum. Þrátt fyrir yfirlýs- ingar margra stjórnarþingmanna að aldrei yrði við Breta samið eða að þetta væri ekki samningur heldur úrslitakostir, þá gleyptu þessir sömu menn allt, sem þeir höfðu áður sagt og fullyrt að aldrei kæmi til greina. Því miður voru það að- eins sex þingmenn, sem ekki'létu undan og töldu að ef hér væri um frjálsan samning að ræða mætti krefjast breytinga á honum. Forsætisráðherra barði höfðinu við steininn og hrópaði: Þessi samningur óbreyttur eða enginn. Þingmennimir, sem þrátt fyrir þetta greiddu atkvæði gegn samningnum, voru fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Bjami Guðnason. Fyrir nokkru síðan ræðst Halldór á Kirkjubóli í fram- sóknarblaðinu ísfirðingi að þeim Matthíasi Bjarnasyni og Þorvaldi Garðari Kristjánssyni fyrir afstöðu þeirra til þessa landhelgissamnings og fer geyst, eins og hans er vani. Það er eftirtektarvert að þetta er eina röddin, sem opinberlega hefur heyrst á Vestfjörðum, sem lofar og prísar þennan vandræðasamning. Hver trúir því, að forsætisráðherra Breta hefði neitað að ganga til samkomulags til lausnar þessari deilu, þótt Ólafur Jóhannesson hefði haldið fast á þessu máli og fylgt fram þeirri sérstöðu, sem Bretar viðurkenndu 1961, að friða fiskveiðilandhelgina úti fyrir Vestfjörðum? Það þýðir ekki að segja það nokkrum manni, að Mr. Heath hefði látið sam- komulagið stranda á því. Það skyldi þó ekki vera að forsætisráðherra okkar hafi ekki gert sér grein fyrir þeirri sérstöðu, sem hér er um að ræða, fyrr en hann var kominn heim og búinn að gera þenn- an samning? I ræðu, sem Matthías Bjarnason hélt á Alþingi í umræð- um um samkomulagið við Breta, sagði hann: að á árinu 1959 hefði aflamagn á Vestfjörðum verið komið niður í 12,2% af heildaraflamagni á landinu. En síðan sagði hann: „En hvað hefur svo gerzt síðan 1959? Afli fer að lagast, þegar svæðið er friðað innan 12 mílna fyrir erlendum veiðiskipum. Það fer aftur að byggjast upp útgerð á öllu þessu svæði. Og á síðustu vetrarvertíð var landað á Vestfjörðum 21.800 lestum af fiski bæði af togurum og bátum og 98% af þessum afla voru í 1. flokki og frystur að stærstum hluta í neyt- endapakkningar fyrir Ameríkumarkað, enda eru Vestfirðing- 85 ARA: Þórður Jóhannsson ÚRSMIÐUR Á ÍSAFIRÐI Þórður Jóhannsson, úrsmið- ur átti 85 ára afmæli 16. des. síðastliðinn. Hann fæddist að Eiðhúsum í Miklaholtshreppi á Snæ- feilsnesi 16. desember 1888. Þórður er af Hjarðarfellsætt, sonur Jóhanns Erlendssonar, bónda og söðlasmiðs, og konu hans Önnu Sigurðardóttur. Hann óist upp í Dai 1 Mikia- hoitshreppi og síðar í Ólafs- vík. Til Ísafjarðar kom Þórður 15 ára gamall með föður sín- um og vann sumarlangt í fiskvinnu í Edinborg, en árið eftir, 1904, fluttist hann til ísafjarðar og hóf nám í úr- smíði hjá Skúla K. Eiríkssyni, úrsmið, og vann við það verk- stæði um tíu ára skeið. 5. ágúst 1923 kvongaðist hann Kristínu Magnúsdóttur, Ólafssonar, prentsmiðjustjóra á ísafirði, en móðir hennar var Helga Tómasdóttir, systir Jónasar Tómassonar tón- skálds. Kristín átti 75 ára afmæli 22. ágúst s.l. og guilbrúðkaup áttu þau 5. ágúst s.l. Börn þeirra hjóna eru: Högni, bankastjóri og for- seti bæjarstjórnar ísafjarðar, kvæntur Kristrúnu Guðmunds- dóttur hjúkrunarkonu. Hjör- dís, íþróttakennari, gift Árna Guðmundssyni, skólastjóra á Laugarvatni. Anna, hárgr.- kona, gift Bjarna Bachmann, kennara í Borgarnesi. Helga, vinnur á póstmálaskrifstof- unni í Reykjavík. Ólafur, toll- vörður, kvæntur Ragnhildi Guðmundsdóttur, talsímakonu. Magnús, úrsmiður, sem vinn- ur með föður sínum. Sama árið og Þórður kvæntist stofnaði hann eigin verzlun og verkstæði í hús- inu Ásbyrgi á ísafirði og átti hann því 50 ára verzlunaraf- mæli 9. október s.l. Árið 1928 byggði hann verzlunar- og íbúðarhúsið nr. 4 við Hafnarstræti á ísafirði, og hefur hann búið þar og rekið verzlun og verkstæði síðan. Á sama tíma byggði ég og félagi minn, Einar Guð- mundsson, húsið Hafnarstræti 6 og Jónas Tómasson, tón- skáld, húsið Hafnarstræti 2, Þórður Jóhannsson en hús þessi eru öll sam- byggð. Þá hófst samstarf með okk- ur Þórði, sem leiddi til traustrar vináttu sem aidrei hefur borið skugga á allar stundir síðan. Mikil og góð vinátta hefur einnig verið með okkar fjölskyldum, bæði konum og börnum. Samstarfi okkar Þórðar var ekki lokið varðandi bygg- ingarframkvæmdir, því að ár- ið 1946, þann 4. júní, urðum við samtímis fyrir stórtjóni, sem varð vegna eldsvoða á húsum okkar, en þau urðum við þá að byggja upp að mestu leyti að nýju. Fyrir allt það samstarf, sem við þá áttum, og svo ótal margt annað, þakka ég af alhug. Á yngri árum var Þórður mjög áhugasamur um söng- og leiklistarmál, en ísfirðing- ar hafa einmitt sýnt þessum málum áhuga með góðum árangri. Hann söng í karla- kór og kirkjukór í marga ára- tugi og var góður söngmaður. í Góðtemplarareglunni hef- ur Þórður starfað manna mest hér í bæ í fjölda ára og þar sem annars staðar verið traustur félagi. Oddfellowreglan hefur not- ið góðs af s.tarfi hans, sem honum verður vafalaust þakk- að á verðugan hátt. Þá er þess að geta, að starf hans í sóknarnefnd ísafjarðar var æði umíangsmikið, þar sem hann var formaður kirkjubyggingarsjóðs og í mörg ár gekkst hann fyrir skemmtunum, sem haldnar voru 1. desember ár hvert, til fjáröflunar þeim sjóði. Því var við brugðið, hversu vel var vandað til þessa hátíða- halds, enda troðfullt hús hverju sinni. Tómstundir Þórðar hafa ekki verið æði margar, því ævi hans má heita að hafi verið þrotlaust starf. Og enn þá vinnur hann alla daga, þótt þrekið sé ekki það sama og áður var, enda farinn að kenna lasleika, en sjónin er óskert og handstyrkur einnig og mun það sjaldgæft um svo aldinn mann. Þá var það að hann byggði sér sumarbústað í því fagra 'landi Tunguskógi og undi þar hag sínum vel og dvaldi þar allmörg sumur. Þar, sem ann- ars staðar, vann hann ötul- lega að byggingunni, fegrun lóðar, skóg- og blómarækt. Er þetta hin fegursta gróður- vin. Kristín kona Þórðar hefur reynzt honum hin mesta stoð og stytta í umfangsmiklu heimilishaldi, sem og öðrum þáttum samvistar þeirra. Þórður er léttur í máli og skrafhreifinn og í engu er honum farið að förlast á and- lega sviðinu. Hann er marg- fróður og kann frá ýmsu skemmtilegu að segja, sem ekki gefst kostur á að rekja hér. Þórður hefur unnið ótví- ræðan sigur í lífsbaráttunni. Hann hefur skilað miklu dagsverki og getur nú Iitið yfir farinn veg í öruggri vissu um að hafa gert skyldu sína. Hinum megin við vegginn, sem skilur íbúðir okkar, er enn kliður frá skærum barns- röddum, Afabörnin eru þar á ferð. Þau þurfa oft að finna afa og ömmu, nóg eru erindin, ar, sem eru 4,7% af þjóðinni, nú með 26% af heildarfram- leiðslunni miðað við magn, en hærri, ef miðað er við verð- mæti að undanskildum loðnuafla. Hvað verður, þegar togur- um er hleypt inn í landhelgina í 10 mánuði á ári?“ Á Vestfjörðum verður það ekki árásarefni á Matthías Bjarnason og Þorvald Garðar að hafa greitt atkvæði gegn samkomulaginu við Breta, eins og það var í pottinn búið. Heldur er þeim almennt og öðrum þingmönnum sem at- kvæði greiddu gegn þessum samningi, þökkuð einörð and- staða til þessa undanhaldssamnings, og hefði það óneitanlega verið ánægjulegra að aðrir þingmenn Vestfirðinga hefðu gert það sama.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.