Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 5

Vesturland - 05.01.1974, Blaðsíða 5
5 Ólafur H. Guðbjartsson: Oðaverðbólga og öngþveiti í efnahagsmdlum um dramót Þegar horft er til baka yfir feril núverandi ríkisstjórnar, og verk hennar og vinnubrögð borin saman við loforðin, sem fleyttu henni í valdastólana, þá er ekki að furða, þó margt af því fólki, sem studdi stjórnarflokkana til valda, telji sig bera að nokkru á- byrgð á óstjórn hennar. Það ber því æ meira á því að einmitt þetta fólk vill sem fyrst fá tækifæri til þess að velta henni úr sessi. Loforðalisti stjórnarflokk- anna fyrir kosningar var ó- tæmandi, en með stjórnar- sáttmálanum var reynt að draga úr öllum kosningalof- orðunum, eftir því sem stjórn- cU’herrarnir frekast þorðu. En þrátt fyrir það hefur stjórninni ekki tekizt að standa við stjórnarsáttmál- ann. Loforð um að stórauka kaupmátt hefur verið svikið. Loforð um lækkun skatta hafa verið svikin. Gamia fólk- svo að oft þarf úr vöndu að ráða. Hamingjan er í húsi þínu, megi hún vara sem lengst. Kæri vinur. Heill og ham- ingja veri ætíð með þér og ölum þínum ástvinum. Guð blessi þér ævikvöldið. Kristján Tryggvason. ið varð að skila til baka í sköttum öllum sínum bótum og í sumum tilvikum meiru. Fyrirheiti ríkisstjórnarinn- ar um að svo skyldi búa að Ólafur Þ. Guðbjartsson iðnaði og sjávarútvegi, að þessir höfuðatvinnuvegir þjóð- arinnar gætu staðið á eigin fótum óstuddir, og byggt sig upp af eigin sjóðum, hefur verið snúið alveg við, svo nú sligast þessir atvinnuvegir, eins og reyndar flestar aðrar greinar atvinnulífsins, undan vaxta- og skattabyrði ríkis- stjórnarinnar. Það átti ekki að vera neitt vandaverk að stöðva dýrtíð- ina, það þurfti ekki annað en að koma viðreisnarstjórninni frá. En hvernig hefur vinstri- stjórninni gengið að efna það heit? Vegna ráðleysis stjórn- arinnar herjar nú á þjóðina meiri óðaverðbólga en nokkru sinni fyrr. Þó erlendar verðhækkanir eigi hér nokkra sök, er sök ríkisstjórnarinnar mest. Hvað hefur orðið um þann sparnað í ríkisrekstri, sem var eitt af fyrirheitum stjórnarflokk- anna? í stað sparnaðar hefur komið gengdarlaus eyðsla. í stað aukningar á kaup- mætti launa, rýrnar kaup- mátturinn með hverjum degi sem líður. Launþegasamtökin hafa því gert kröfur um bætt laun, sem verður að telja eðli- leg viðbrögð við stóraukinni dýrtíð og skattpíningu ríkis- stjórnarinnar. Þó verður ekki séð hvernig atvinnuvegirnir rísa undir stórfelldum launa- hækkunum, eins og nú er að þeim búið. Ekki er annað að sjá, en að ríkisstjórnin ætli að verða ölilu efnahagslífi meiri skað- valdur en jarðeldarnir í Vest- mannaeyjum. Með landhelgissamningnum við Breta er vegið að öllu efnahagslífi Vestfirðinga. Hér á Vestfjörðum eiga allir, hvaða vinnu sem þeir stunda, allt sitt undir fiskveiðum. Hér hafa bátar stundað veiðar með línu í stórauknum mæli, en við ákvörðun um hólfa- og tímasetningu er ekkert tillit tekið til hagsmuna Vestfirð- inga. Framhald á 6. síðu Oft getur tekið langan tíma að hugsa um næsta leik. En sért þú að hugsa um reykingar og viljir ekki tefla heilsunni í tvísýnu, þá er næsti leikur augljós. Sjáðu þér leik á borði: Hættu strax! MAX-vetrar- SIMI 2 4 2 BO sjóstakkurinn Traustasta skjólflík íslenzkra sjómanno í dag. SJOKLÆÐAGERÐIN HF.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.