Vesturland


Vesturland - 10.05.1974, Blaðsíða 1

Vesturland - 10.05.1974, Blaðsíða 1
wsm &jsn® a/es&Fwzxm ssúGFss-æmsMmcm Ll. árgangur. ísafirði, 10. maí 1974. 3. tölublað Högni Þórðarson: Bæjarmál ísafjariarkaupstaðar Meirihluti Sjálfstæðisflokks, SFV og Alþýðu- flokks hefur á tæpum tveimur árum undirbúið mörg stórmál, sem nú eru komin á framkvæmda- stig. Starfað hefur verið af fullum heilindum, eins og ætíð, þar sem forustu Sjálfstæðisflokksins gætir. í júlímánuði 1972 var myndaður í bæjarstjóm ísa- fjarðar meirihluti sjálfstæðis- manna, Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðu- flokks. Þessi meirihluti hefur því aðeins starfað í tæp tvö ár. Meirihlutanum var að sjálf- sögðu fullljóst, að á tæpum tveimur árum væri enginn vegur að hrinda í framkvæmd, hvað þá ljúka, stórfram- kvæmdum, sem ekkert höfðu verið undirbúnar. Stærstu málin, sem úrlausn- ar biðu, voru skipulagsmál, hafnarmál, bygging heilsu- gæzlustöðvar, sjúkrahúss og elliheimilis, sorpeyðingarstöð, bætt neyzluvatn, varanleg gatnagerð, lóða- og húsnæðis- mál. Hér eru aðeins allra stærstu málin nefnd, en að sjálfsögðu hefur verið unnið að fjöl- mörgum öðrum málum. UNDIRBÚNINGUR STÓRRA VERKEFNA. Því fer fjarri, að nægilegt sé, að bæjarstjórn samþykki að hefjast handa um fram- kvæmd fjárfrekra og veiga- mikilla verkefna, og að þá sé unnt að hefjast handa. Því miður er þetta ekki svo einfalt. Ríkissjóður er þátttakandi í flestum stærri verkefnum sveitarfélaganna, en framlög- in eru misjöfn, eftir því, hver verkefnin eru. Varðandi þau verkefni, sem ríkissjóður fjármagnar með sveitarfélögunum, gilda fast mótaðar reglur, sem ríkisvald- ið hefur sett, og fram hjá þeim verður ekki gengið. Sýna iþarf fram á þörfina fyrir viðkomandi verk, stað- setningu, samkvæmt skipu- lagi, jarðvegsboranir, teikn- ingar, kostnaðaráætlun o.fl. Viðkomandi ráðuneyti eða ríkisstofnun verður að sam- þykkja allan undirbúning, auk stofnunar á vegum fjármála- ráðuneytisins. Vinna verður að því að f jár- veitinganefnd og Alþingi veiti fjármagn á fjárlögum og leita eftir lánsfjármagni. Þannig verður að berjast fyrir hverju verkefni á öllum þessum stigum, sem nefnd hafa verið. Geta má því nærri, að veru- legur tími fer til undirbún- ings stórra verkefna, enda öll sveitarfélög í landinu með fjölmörg verkefni í gangi, og öll knýja þau á ríkisvaldið um fjárframlög. SKIPULAGSMÁL Höfuðáherzla hefur verið lögð á að ljúka gerð aðal- skipulags fyrir kaupstaðinn. Skipulagshópurinn, sem samið var við, hefur skýrt hugmynd- ir sínar með útgáfu blaða, en efni þeirra hefur síðan verið rætt á opnum fundum með bæjarbúum. Næsta skipulagsblað mun koma út strax og prentar- verkfalli lýkur, og mun það fjalla um gömlu bæjarhverf- in. Stefnt var að því, að nýja aðalskipulagið yrði staðfest nú í vor, en á því hafa orðið tafir, sumar óviðráðanlegar, en þess verður þó að kref jast, að skipulagshópurinn standi við gerðan samning og hraði störfum sínum. HAFNARMÁL Gerð hefur verið fjögurra ára áætlun varðandi hafnar- framkvæmdir. Að mestu hefur verið lokið við endurbyggingu Hnífsdals- bryggju og byggð hefur verið flotbryggja í Sundahöfn. Hafin er dýpkun Sundanna og efninu dælt upp til land- aukningar. Þessu verki verð- ur framhaldið í sumar. í vet- ur var gerður varnargarður frá Sundahöfn í átt að Suður- tanga og mun verða dælt sandi inn fyrir þennan garð og ennfremur aukið við land utan við Suðurtanga til að auka athafnasvæði skipa- smíðastöðvarinnar. I sumar verður steypt þekja á neðri hluta hafskipa- bryggjunnar, en það verk verður boðið út í lok þessa mánaðar. Vegna fyrirhugaðrar leng- ingar hafskipabryggjunnar til norðurs, hafa farið fram botn- ransóknir með borunum og borkjarnarnir sendir til Dan- merkur til rannsóknar. í ljós hefur komið, að botn er mjög lélegur á þessu svæði og mikil hætta á sigi. Pantað hefur verið stálþil í 40 m. lengingu í beina stefnu, en síðar verður tekin ákvörðun um stefnu kantsins úr því. Hafizt verður handa við verkið, þegar stálþilið kemur til landsins. HEILBRIGÐISMÁL — ELLIHEIMI í vetur hefur verið fyllt upp í Torfnesbót, þar sem fyrirhugaðar heilbrigðisstofn- anir munu rísa. Vegna þrá- látra bilana á Háki hefur þessu verki miðað mun hægar en ráð var fyrir gert. Þess er þó að vænta, að verkinu verði lokið innan táð- ar, þegar Hákur tekur til starfa á ný eftir gagngerða viðgerð. Þarna 'hef ur myndazt mikið land, þar sem heilsugæzlustöð, sjúkrahús og elliheimili munu rísa, auk væntanlegs fjöl- brautarskóla. Ennfremur myndast þarna fyrsti áfangi að fyrirhugaðri hraðbraut með sjó inn í fjarðarbotn. Deiliskipulag lóðarinnar hefur dregizt og þar með teikningar mannvirkja, þrátt fyrir mikin eftirrekstur. Bæjarstjórn hefur harðlega átalið iþennan seinagang á verki, sem lofað hafði verið fyrir sumarið. Fyrsti áfangi byggingar- framkvæmda verður heilsu- gæzlustöðin og elliheimilið og hefur verið lögð á það mikil áherzla, að útboð á verkunum fari fram í sumar. Mikil vinna hefur verið lögð í byggingarlýsingu heilsu- gæzlustöðvar og sjúkrahúss og tillögur lagðar fyrir full- trúa frá Læknafélagi íslands og Hjúkrunarfélagi íslands til umsagnar, sem hafa gert fjölda athugasemda, sem teknar hafa verið til greina. Þessi vinnubrögð eru að dómi sérfróðra manna til mik- illar fyrirmyndar og ættu að minnka hættuna á því að mis- tök verði gerð, sem því miður hafa verið tíð varðandi bygg- ingu heilbrigðisstofnana víða um land. SORPEYÐINGARSTÖÐ Bæjarsjóður hefur í sam- vinnu við nærliggjandi sveit- arfélög fest kaup á sorp- brennsluofni frá Svíþjóð og verður hann settur upp í sumar. Ofninn er af sömu gerð og sá, sem settur var upp á Húsavík, en nokkru stærri. Húsvíkingar hafa lát- ið mjög vel af sínum ofni. BÆTT NEYZLUVATN Jarðfræðingur hefur rann- sakað lindir á Dagverðardal, sem hann telur að muni full- nægja vatnsþörfinni fyrir Isa- fjörð. Gerðar hafa verið mælingar á annað ár, en talið var nauð- synlegt, að mælingar færu fram í tvö ár, áður en hafizt yrði handa um virkjun Und- anna. Jafnframt er unnið að und- irbúningi á lagfæringu og endurbótum á vatnsveitunni í Hnífsdal. VARANLEG GATNAGERÐ Malbikunartæki bæjarins eru öll ónýt. Þar sem sama vandamál varðandi varanlega gatnagerð blasti við öllum þéttbýlisstöðunum á Vest- fjörðum og stofnkostnaður mjög mikill, var ákveðið að leysa málið sameiginlega og félagið Átak var stofnað. Þetta félag hefur síðan gerzt hluthafi í Olíumöl hf., sem er sameign sveitarfélaga og verktaka á Reykjanessvæð- inu. Olíumöl hf. vinnur nú að því að kaupa malbikunarsam- stæðu, sem staðsett verður á Vestfjörðum. Áætlun hefur verið gerð um varanlegt slitlag á allar götur í kaupstaðnum á næstu ár- um. LÓÐA- OG HÚSNÆÐISMÁL Hér á ísafirði hefur um mörg undanfarin ár verið mikill skortur á íbúðum. Margs konar erfiðleikar hafa verið á því að úthluta lóðum vegna skipulagsmála. Þrátt fyrir þetta hefur tek- izt að úthluta fleiri lóðum s.l. tvö ár en áður. Unnið hefur verið að gerð nýrra gatna á ísafirði og í Hnífsdal. Bæjarsjóður hefur lagt til byggingar 20 íbúða í verka- mannabústöðum við Fjarðar- stræti hámarksframlög, skv. lögum. Alls hefur verið lagt til þessara íbúða 7,6 millj króna og á fjárhagsáætlun þessa árs eru 5,3 millj. kr. Framhald á 3. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.