Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.05.1974, Blaðsíða 2

Vesturland - 10.05.1974, Blaðsíða 2
2 'lllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliillliillllllllliillllllllillllllllllllllllllllllllllli Guðmundur H. Ingólfsson: Treystum stunstöðu — Byggjum upp | Útgefandi: Kjördœmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest- | 1 fjarðakjöræmi. 1 | Blaðnefnd: Úlafur Pórðarson, Isafirði, Guðmundur Agn- | | arsson, Bolungarvík, Iialldór Bernódusson, Suðureyri, | = Hafsteinn Davíðsson, Patreksfirði, Sigurður Sv. Guð- = | mundsson, Hnífsdal. = 1 Ábyrgðarmaður: Finnur Tli. Jónsson. | Afgreiðsla: Uppsölum -— Sími 3062. | | Prentstofan Isrún hf., Isafirði. = lll!llllllll!IIIIIIIIIII!II!IIIIIIIIIIIIIi:il!lllllllllll!llllllll!ll!lllllllll!ll!l!lllll!llllllll!lll!ll!ll!ll!l!lll!llll!llllllllllliri Lýðræðið fótum troðið Þingrof og nýjar kosningar til Alþingis 30. júní n.k. Þjóðkjörnir þingmenn sviptir umboði. ÞEIR FURÐULEGU atburðir hafa nú gerzt, að forsætis- ráðherra, sem ekki nýtur trausts meirihluta Alþingis, rýfur þing og sendir þingmenn heim, en ætlar síðan, ásamt komm- únistum, að stjórna landinu með tilskipunum og bráðabirgða- lögum. Vinstri stjórnin hefur nú komið efnahagsmálum landsins í slíkt öngþveiti, að gera verður stórfelldar efnahagsráðstaf- anir, ef útflutningsframleiðslan á ekki að stöðvast á næstu vikum. Ástandið á þó eftir að versna að mun, þegar verðbólgan nær hámarki síðari hluta ársins. Vinstri stjórnin, sem lofaði í málefnasamningi sínum: — að halda niðri verðbólgunni — að nota ekki gengisfellingar — að lækka vexti — að jafna launakjörin í landinu — hefur gjörsamlega svikið öll þessi atriði. Verðbólgan hefur aldrei leikið jafn lausum hala. Beitt hefur verið gengisfellingum, og nú er nýjasta úrræðið „að láta gengið síga“ og það gerist nú daglega. Vextir hafa verið hækkaðir og enn stórkostlegri vaxtahækkun er í að- sigi. IMýgerðir kjarasamningar, sem þrír ráðherranna tóku þátt í að leysa, leiddi til þess að launamisréttið varð mun meira en áður. „Kjarabótin" fór beint út í verðlagið og gufaði upp, áður en fyrstu launaumslögin voru opnuð. Þetta eru afrek vinstri stjórnarinnar, sem kallaði sig „stjórn hinna vinnandi stétta". Þetta er önnur vinstri stjórnin, sem gefst upp við að leysa efnahagsmálin, eftir að hafa komið þeim í öngþveiti. Er nú ekki nóg komið? Finnst fólki nú ekki fullreynt? Almenningur hefur að undanförnu fylgst með uppgjörinu á þessu „kærleiksheimilií'. Ráðherrarnir hafa komið fram í fjölmiðlum og gefið yfir- lýsingar, sem gjörsamlega stangast á. Þeir hafa borið hvern annan lyga- og svikabrigzlum, þó að enn eigi eftir að hitna að mun í kolunum, þegar nær dregur kosningum. „En bróðernið er flátt mjög, og gamanið er grátt" — og þar vegur hver annan, án nokkurrar góðsemi — má segja um samstarf vinstri flokkanna. Er nokkur furða, þótt margt fari úrskeiðis, þegar starfað er af slíkum óheilindum.? Framundan eru nú tvennar kosningar. Bæjarstjórnarkosningar 26. maí og Alþingiskosningar 30. júní n.k. Nú hafa kjósendur tækifæri, til þess að gera upp hug sinn og segja álit sitt. Nú er tækifærið til þess að veita ríkisstjórnarflokkunum öllum verðuga ráðningu og velja trausta og heilsteypta for- ystu sjálfstæðismanna í bæjarstjórn og á Aiþingi. EFTIR bæjarstjórnarkosning- arnar 1971 gerðu vinstri flokk- arnir ítrekaðar tilraunir til myndunar meirihluta um stjórn bæjarmála, en iþær til- raunir urðu árangurslausar, þar sem alla samstöðu vant- aði. Mönnum er áreiðanlega í fersku minni það sem þá gerðist, og óþarfi að rifja það upp. Sjálfstæðismenn tóku þvi forustu um myndun meiri- hluta og tókst samkomulag um meirihluta með þeim, Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðu- flokknum. Frá því í júlí 1972 er málefnasamningur þessara flokka var undirritaður hefur verið fullt samkomulag um meðferð hinna ýmsu mála, og framkvæmd málaefnasamn- ingsins að verulegu leyti lok- ið. Sjálfstæðismenn hafa veitt þessum meirihluta örugga forustu, og samstarfsaðilar allir verið einhuga um að tak- ast á við umfangsmikil og vandasöm verkefni. Öllum sem að þessu samstarfi stóðu var það fullkomlega ljóst að þetta stutta kjörtímabil yrði að nota til að undirbúa og skipu- leggja framtíðaruppbyggingu hins unga sameinaða sveitar- félags. Nú þegar þessu kjörtíma- bili er að ljúka, er sjálfsagt að staldra við og hugleiða hvort markmiðinu, sem að var stefnt, sé náð. Ég heid að það dyljist engum sem vill skoða þessi mál af raunsýni og sanngirni, að verulegum áföngum hefur verið náð, til þess að hægt sé að hefja skipulegar framkvæmd- ir þeirra stóru verka sem framundan eru. Hitt skal hins vegar fúslega játað, að engu lokamarki er náð þó skipulega hafi verið að unnið, og auð- veldara sé að vinna að þess- um verkefnum í næstu fram- tíð, heldur en ef ekki hefði verið búið að vinna þau und- inbúningsverk sem nú er lokið við. Það er vert að leggja á það mikla áherzlu, að þegar velja á menn til bæjarstjórnar- starfa nú, ber að taka tillit til þess að þeir taka við þess- um störfum af núverandi bæj- arfulltrúum, og þeim ber að halda starfinu áfram, enda verður ekki séð að annað sé hægt. Starf þeirra sem sitja í bæjarstjórn næstu fjögur ár verður miklum mun auð- veldara, og vænlegra til sýnilegs árangurs heldur en starf núverandi bæjarfulltrúa. Það dylst engum að nú rík- ir meiri festa og öryggi í fjármálum bæjarsjóðs en oft áður. Innheimta hefur lagazt, þó að hún sé enn ekki nógu góð, og tekizt hefur að end- urvekja traust lánastofnana og viðskiptaaðila á bæjar- sjóði Framkvæmdir bæjarsjóðs hafa á s.l. tveimur árum ver- ið miklar, ef litið er á þau stóru verkefni sem unnið hef- ur verið að og eru nú að komast á lokastig undir framkvæmdir. Þessi verkefni eru m.a.: Gerð aðalskipulags, deili- skipulags ýmissa bæjarhverfa, undirbúningur að uppbygg- ingu heilbrigðismála og dval- arheimili aldraðra, áætlanir að varanlegri gatnagerð, end- urnýjun á vinnuvélum bæjar- ins, byggingu sorpeyðingar- stöðvar, hafnarframkvæmd- um o.fl. Allir þessir liðir hafa kost- að bæjarsjóð milljónir króna nú þegar, því flest þessi und- irbúningsverkefni eru á loka- stigi, og væntanleg bæjar- stjórn verður að taka ákvörð- un um framkvæmdir. Þó samvinna núverandi meirihluta hafi verið góð og eining ríkt um að vinna með skipulögðum hætti að fram- gangi þessara mála, þá hefur áhugaleysi og algjört vilja- leysi minnihlutans um fram- gang bæjarmála verið heldur letjandi en hvetjandi á með- ferð málanna. Minnihluti sem sinnir ekki þeirri skyldu sinni að fylgjast með störfum meirihlutans, hvað þá að halda uppi eðlilegri gagnrýni, bregzt þeim skyldum sem á honum hvíla, og verður utan- gátta í öllum málum. Þannig er einmitt komið fyrir minni- hlutanum í bæjarstjórn ísa- fjarðar nú. Ég ítreka það að samvinna sjálfstæðismanna og sam- starfsaðila þeirra í bæjar- stjórn hefur verið með eðli- legum hætti, og fullt traust ríkt milli aðila. Nú hafa þessir samstarfsflokkar Sjálf- stæðisflokksins myndað sam- eiginlegt framboð, með nokkr- um svonefndum óháðum borg- urum. Þessir flokkar stefna því alveg ótvírætt að því að mynda vinstri meirihluta eft- ir þessar kosningar, svo fremi að þeir fái fylgi. Nú verða kjósendur því að gera það upp við sig, hvort þeir vilja afhenda stjórn bæj- arfélagsins í hendur sundruð- um öflum vinstri flokkanna, eða kjósa ábyrga bæjarstjórn sjálfstæðismanna. Treystum því samstöðu um lista Sjálfstæðisflokksins. Fel- um einum ábyrgum aðila stjórn bæjarins, hrindum af stað framkvæmdum sem gera ísafjörð meiri og betri bæ um alla framtíð. Skipulegar framkvæmdir á vegum bæjar- sjóðs eru forsenda þess að hér fjölgi fólki og að áfram ríki hér sú almenna gróska er nú ríkir. Sundraðir vinstri flokk- ar byggja ekki upp. Þeirra starfsþrek fer í innbyrðis deilur og átök. Treystum samstöðu. — Byggjum upp — eru eink- unnarorð hvers þess bæjarbúa sem vill vinna heilshugar að uppbyggingu ísafjarðar. Kjósum lista Sjálfstæðis- flokksins. Guðmundur H. Ingólfsson. Jón Ben Ásmundsson: Höldum vöku okkur Fátt er ofar í hugum okkar eða oftar á vörunum en veðr- ið.Ýmist bölvum við því eða blessum það. Þetta er e.t.v. eðlilegt, enda grípur veðrið svo mjög inn á okkar daglega líf. Það eru einnig tveir aðrir þættir, sem mjög verða á milli tanna okkar, en það er ríki og bær. Sjaldan eru þess- ir aðilar blessaðir. En hvers- vegna erum við á móti þeim? Þetta erum við þó sjálf. Er þetta vani, eða erum við svona bölvuð? Sjálfsagt er hvort tveggja til, en ég held þó, að hér sé um að ræða vanþekkingu og áhugaleysi. Vanþekkingu á þörfum og nauðsynlegum störfum og á- hugaleysi á málefnunum. — Fjórða hvert ár, eða oftar ef þurfa þykir, er þetta áhuga- leysi vakið eða reynt að vekja það. Það þarf misjafnlega mikið fyrir því að hafa að vekja okkur við sofum ekki öll jafn laust. Nú er enn kominn fótaferða- tími, þó að ekki séu liðin fjögur ár frá síðustu kosning- um hér. Enn stöndum við frammi fyrir því að velja úr okkar hópi fulltrúa til að standa fyrir störfunum næstu fjögur árin, svo að hinir megi hverfa aftur til Þyrnirósar- svefnsins. Vakni einhver fyrr er gagnrýnin uppi og öllum bölvað fyrir slóðaskap og iðjuleysi. Þannig gengur þetta fyrir sig í stórum atriðum ár eftir ár. Vissulega er þetta svolitið ýkt, en öll þurfum við að halda vöku okkar. Við verðum að fylgjast með sem flestu er okkur varðar, taka þátt í störfunum, svo að á- rangurinn komi fljótt í Ijós og verði sem mestur. Það verður að virkja sem víðast og sameina aflið. Bæjarstjórn hverju sinni verður að virkja bæjcirbúa, ná til sem flestra. Frá þeim fást nýjar og nýjar hugmyndir, nýir möguleikar til bættrar þjónustu og auk- innar velferðar. Slíkt hefur, sem betur fer, tekizt áður í ýmsum málum, en betur má ef duga skal. Sjálfstæðisfólk í bæjar- stjórn mun vinna ötullega í öllum slíkum málum. Upplýs- ingastarfsemi verður haldið uppi með ákveðnum viðtals- tímum bæjarfulltrúa, þar sem öllum er opin vettvangur með þau vandamál og áhugamál sín, er varða bæjarfélagið og rekstur þess. Þannig teljum við að gott samband náist, sem geti orðið flestum til góðs.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.