Vesturland


Vesturland - 15.05.1974, Blaðsíða 1

Vesturland - 15.05.1974, Blaðsíða 1
wmm &jsn® a/es&Fmzxsm 83úBFssm$»sM?Œm Ll. árgangur. ísafirði, 15. maí 1974. 4. tölublað. Guðmundur H. Ingólfsson: VANDADU VAL ÞITT Þau tvö ár, sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar hefur starfað saman að bæjarmálum, bera þess glöggt vitni að ísafjörður var komin langt aftur úr öðrum bæjarfélögum um skipulega uppbyggingu. Þegar meirihlutinn var myndaður urðu þeir, sem að hon- um stóðu, að gera það upp við sig hvorn kostinn þeir tækju, að halda áfram fálmkenndum vinnubrögðum fyrri ára, eða hefja skipulegt starf. Fyrri kosturinn hefði verið auðveldari, ef nieirihlutinn hefði viljað vinna áfram eins og meirihluti vinstriflokkanna hafði gert í mörg ár. En með þeim vinnubrögðum hef ði bæjarfélagið dregist enn þá meira afturúr en orðið var eftir margra ára meirihluta- stjórn Framsóknar, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Undir forustu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins tókst sem betur fór samstaða um breytt vinnubrögð, þannig að nú liggja fyrir áætlanir og teikn- ingar um þau verkefni sem komandi bæjarstjórn byggir sínar framkvæmdir á. Markmið þess meirihluta, sem nú lýkur störfum, var ekki að framkvæma þessi verkefni, til þess var kjör- tímabilið of stutt, heldur að undirbyggja framkvæmdir með þeim hætti að við gæt- um sótt á ríkisvaldið um fjárframlög, hafið útboð verka og að öðru leyti sýnt að tilskyldum undirbúningi væri lokið. Væntanleg bæjarstjórn, sem kosin verður 26. maí n.k. verður sá aðili er fær það verkefni í hendur að fram- kvæma þau verk sem undir- búin hafa verið. Kjósendur þurfa því að hafa það hugfast að valið stendur nú, fyrst og fremst um það, hverjir það eru sem líklegastir eru til skipulegra framkvæmda. Vill meirihluti bæjarbúa fela þeim mönnum að framkvæma þau stóru verkefni sem nú blasa við, sem ekki gátu einu sinni und- irbúið framkvæmd verkefn- anna, — hvað þá framkvæmd- ir? Bæjarbúar ættu að gera sér það fullkomlega ljóst áður en þeir kjósa, að á fyrstu mán- uðum nýkjörinnar bæjar- stjórnar verður tekin ákvörð- un um niðurröðun verkefna til næstu fjögurra ára. Þá reynir á framsýni og dug bæjarfulltrúanna að sú niður- röðun sé raunhæf, og rétt mat lagt á verkefnaþörf. Kjósendur almennt verða því að meta frambjóðendur með það fyrir augum að þeir séu sem best hæfir til að vinna þetta verk. Enginn flokkur sem býður fram hér í kaupstaðnum, nema Sjálf- stæðisflokkurinn, hefur gert grein fyrir stefnu sinni í bæjarmálunum. Það ætti því hverjum og einum að vera Ijóst, að ábyrgð hinna flokkanna til bæjarmála er svo lítil að þeir nefna ekki stefnumál né held- ur að þeir ræði hvaða vinnu- brögðum þeir ætli sér að beita, nái þeir áhrifum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa sýnt í verki að þeir vilja vinna að bæjar- málunum af ábyrgð og heil- indum. Þeir hafa sýnt að þeim má treysta til þeirra ábyrgðarmiklu starfa sem frámundan eru, og þeir munu ekki bregðast í vandasömum og flóknum verkefnum. Bæjarfulltrúastarfið er vinna, þetta er vinna sem krefst áhuga og iðjusemi. Enginn getur verið hæfur bæjarfulltrúi nema að hann leggi það á sig að kynna sér sveitarstjórnarstörf almennt, og lesi sér stöðugt til um hin margvíslegustu mál, er fjalla þarf um. Fundahöld í bæjar- stjórn eru ekki sá vettvangur, sem þessi vinna fer fram á, heldur verður hver sá bæjar- fulltrúi, sem vill ræða mál á slíkum fundum, að undirbúa sig fyrirfram, og það er sú raunverulega vinna sem fylgir því að vera bæjarfulltrúi. Ákvörðun sem tekin er á bæj- arstjórnarfundi er í raun nið- urstaða þeirrar vinnu bæjar- fulltrúanna. Kjósandi góður, hver sem niðurstaða þín verður við kjörborðið 26. maí, þá vand- aðu val þitt og hafðu það í huga að þegar þú velur með atkvæði þínu á kjördegi, ert þú í raun að velja þér starfs- menn til mikilvægra verka. Gættu pess að þú treystir þeim sem þú velur, og veittu síðan þeim er þú valdir eðli- legt aðhald í starfi með því að fylgjast með því hvernig viðkomandi vinnur að bæjar- málum. Sjálfstæðisflokkurinn býður fram ungt og áhugasamt fólk til starfa. Fólk sem vill vinna bæjarfélaginu allt það gagn, sem það má, og mun leggja fram pá vinnu sem til þess þarf. Verum því samtaka og fylkjum okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfólk kynnið störf fulltrúa ykkar fyrir þeim, sem þekkja þau ekki, og verið virk í því að treysta fylgi flokks- ins. Guðm. H. Ingólfsson. Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri: ER HÚSMÆÐRA- SKÓLINN TÓMUR? Kosningar standa fyrir dyr- um og skal nú öllu til tjalda, að ná eyrum almennings með nýjar og glæsilegar hugmynd- ir um iþað, hvernig stjórna skuli þessu litla bæjarfélagi. Þessar hugmyndir og tillögur eru eðlilega misjafnar og fer það eftir iþví hver flytur þær. Ein þessara ágætu hug- mynda kom frá öðrum fram- bjóðanda á lista Alþýðubanda- lagsins hér í bænum, Þuríði Pétursdóttur, varðandi það, hvernig leysa mætti barna- heimilisvandamál okkar ís- firðinga. Tökum Húsmæðraskólann fyrir barnaheimili og fóstru- skóla og 'látum húsmæðra- skólanemendur taka þátt í rekstrinum. Þetta kann að 'þykja girni- leg hugmynd í ölíum okkar húsnæðisvandræðum, en Þur- íður, sem sjálf er útskrifuð úr Húsmæðraskóla Reykja- víkur, ætti að vita að á hug- myndinni eru ýmsir annmark- ar. Hún veit að húsmæðra- skólar útskrifa sína nemendur eftir einn vetur, en fóstru- skólinn er þriggja ára skóli með sér menntuðu kennaraliði. Mér hefur alltaf fundist það grundvallarskilyrði þess, að hægt væri að fara af stað með skrif og framkvæmdir í sérhverju máli, að hlutaðeig- andi reyndi að kynna sér for- sendur þess og allar aðstæð- ur. Hefði það t.d. ekki verið snjallt af þessari ágætu og áhugasömu konu að koma og kynna sér hvernig þetta full- komna og stóra húsnæði er nýtt, bæjar- og þjóðfélagi til gagns? Hvort kennararnir ganga iðjulausir? Hvort kennsluskipan sé úrelt og gamaldags? Fúslega hefðu henni verið veittar allar upplýsingar þetta varðandi. í mjög stuttu máli vil ég af þessu tilefni gefa bæjar- búum og öðrum, sem áhuga kunna að hafa á þessum mál- um, eftirfarandi upplýsingar: I skólanum hafa verið í vetur 13 stúlkur á 3—5 og 8 mánaða námskeiðum. Einn af kennurunum hefur að jafn- aði verið upptekinn við kennslu þeirra. Auk þess hafa verið kvöldnámskeið í vefn- aði, saumum og matreiðslu. Þessi námskeið hafa verið afarvel sótt, svo ekki hefur verið hægt að fullnægja eftir- spurn. Samtals 100 konur á öllum aldri hafa sótt þau, og nokkrir piltar hafa verið á matreiðslunámskeiðunum. Öll handavinnukennsla 90— 100 gagnfræðaskóla-stúlkha er á vegum Húsmæðraskólans og matreiðslukennsla gagn- fræðaskóla-stúlkna fer fram í aðal kennslueldhúsi Hús- mæðraskólans. Mikil þrengsli eru í Gagnfræðaskólanum og leysti það mikinn vanda hjá skólanum að losna við verk- legu kennsluna á s.l. hausti. Mötuneyti Menntaskólans hefur tvo s.l. vetur verið í kjallaraeldhúsi Húsmæðra- skólans og leigð er út íbúð í kjallara, iðnskólanema, og á heimavistargangi, mennta- skólakennara. Eina húsnæðið sem ekki er upptekið, er gestaherbergi og eitt heima- vistarherbergi. Sex menta- skólanemendur leigðu þrjú þeirra. Frá morgni til kvölds er einhvers staðar verið að kenna og vinna í húsinu. Auk þess hafa tvö stærstu kven- félögin í bænum haldið mán- aðarlega fundi sína í borðsal skólans. Þau fá líka inni fyrir námskeið og aðra starfsemi eftir þörfum. Það eru fleiri en Þuríður Pétursdóttir, sem vita lítið hvað er að gerast í Hús- mæðraskólanum daglega. — Fleiri raddir hafa komið fram á opinberum fundum í vetur um þá vanvirðu að nýta ekki betur þetta glæsilega hús. Hafa jafnvel verið gerðir útreikningar á því, hvað dvöl þessara fáu húsmæðraskóla- stúlkna kostuðu ríki og bæ. Hefur þá ekki verið minnst á allan þann f jölda námskeiðs- nemenda, sem þar hafa setið á bekk. Hefi ég látið mig það litlu skipta, því ég veit, að pem- endur skólans, hvort sem eru reglulegir húsmæðraskólanem- endur, eða konur og karlar af námskeiðunum, vita allir, að þar er mikið unnið, og ég vona að þeim hafi öllum fund- ist námstíminn þar svara kostnaði. Persónuleg skoðun mín er sú, að vel megi verja drjúgum f jármunum til verkmenningar í landinu og því fyrr því betra sem forráðamönnum þjóðar- innar skilst það. Mörg unglingsstúlkan verði betur tíma og fjármunum sínum til vetrardvalar í hús- mæðraskóla, heldur en að fokka áhugalaus við bóklegt nám. Húsmæðraskólinn Ósk var á sínum tíma stofnaður af framsýnum konum í Kvenfé- laginu Ósk, til þess að mennta ungar stúlkur til munns og handa. Konurnar í þessum bæ Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.