Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.05.1974, Blaðsíða 2

Vesturland - 15.05.1974, Blaðsíða 2
2 1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII I I | \*f snns a/ésjFmzww saíteFsaiEsistrnxxn g | Útgefandi: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest- | fjarðakjöræmi. 1 | Blaðnefnd: Ólafur Þórðarson, Isafirði, Guðmundur Agn- | | arsson, Bolungarvík, Halldór Bernódusson, Suðureyri, | | Hafsteinn Davíðsson, Patreksfirði, Sigurður Sv. Guð- = mundsson, Hnífsdal. | | Ábyrgðarmaður: Finnur Th. Jónsson. | Afgreiðsla: Uppsölum -— Sími 3232 | | Prentstofan Isrún hf., Isafirði. | 'IIIMIIIIIIIÍIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIMIIJIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIII Framkvœmd sam- einingarinnar Engum bæjarbúa dylst að undir forustu sjálfstæðismanna hefur kjörtímabilið, sem nú er að líða, verið vel notað. IVlikil vinna hefur verið af hendi leyst, og stefna í þýðingarmestu málefnum bæjarfélagsins mörkuð. Árið 1971 fór fram sameining sveitarfélaganna Eyrar- hrepps og ísafjarðar. Þá komu til ný og breytt verkefni, sem varð að leysa strax. Þessi verkefni urðu að sitja í fyrirrúmi, — þau voru hin raunverulega sameining. Framkvæmd sameiningar sveitarfélaganna, var á sínum tíma samþykkt af yfirgnæfandi meirihiuta íbúanna, í al- mennri atkvæðagreiðslu. Allir sveitarstjórnarmenn þess tíma voru samþykkir sameiningunni, þó að þeir gerðu sér manna best Ijóst, að framkvæmd hennar væri viðamikið og vand- meðfarið mál. Höfuðmarkmið sameiningarinnar var að sjálfsögðu það að ná fram sterkari og öflugri heild, til að fást við fjár- frekar og erfiðar framkvæmdir, nýtt og öflugra sveitarfélag. Á þeim tveimur árum, sem sameiningin hefur verið í gildi, hefur mörgum orðið enn Ijósara en áður, að íbúarnir, sem sameiningin náði til, voru áður orðnir svo nátengdir á flestum sviðum hins borgaralega samfélags, að tiltölulega fáir þeirra hafa veitt framkvæmd sameiningarinnar athygli. í Hnífsdal hefur þó borið á óánægju með framkvæmd ýmissa mála, t.d. ýmsa þjónustustarfsemi, sem bæjarfélaginu ber að láta í té. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt. Engir létu meira af hendi við sameininguna en þeir, þegar þess er gætt að í Hnífsdal sat sjálfstæð sveitarstjórn Eyrarhrepps og hafði þar starfsfólki á að skipa við bein þjónustustörf við íbúa hreppsins. Einmitt þess vegna var ákveðið í upphafi að eftir sam- eininguna yrði séð svo um, að ýmsir aðilar, sem mesta þjónustu veita, hefðu viðtalstíma í Hnífsdal, einu sinni til tvisvar í viku eftir atvikum. Þeir aðilar, sem hófu þessa starfsemi, voru Bæjarsjóður, Rafveita ísafjarðar, Brunabótafélag íslands, umboð Trygg- ingastofnunar ríkisins og sjúkrasamlag. Reyndin varð hins vegar sú, að þessi þjónustustarfsemi lognaðist útaf, vegna þess að þeir notfærðu sér hana ekki. Það má því segja að Hnífsdælingar tækju strax upp breytta hætti, þótt þeim væri boðið upp á að halda þessum málum í lítið breyttu formi. Annað, sem Hnífsdælingar voru sumir hverjir kvíðnir fyrir, var að sameiningin yrði til þess að þeir yrðu útundan með þjónustu og framkvæmdir bæjarfélagsins. Staðreyndin er sú að á þessum tveimur árum hefur bæjarfélagið reynt að veita þá þjónustu á hverjum tíma, sem óskað hefur verið eftir og nauðsyn hefur verið á. Það er svo mat hvers og eins, sem í hlut á, hvort vel eða illa hafi til tekist. En vart er hægt að meta slíkt af sanngirni nema hafa yfirsýn yfir alla þjónustustarfsemi bæjarfélagsins. Niðurstaða um á- rangur sameiningar sveitarfélaganna getur vart orðið önnur en sú, að allvel hafi til tekist um framkvæmd hennar, og ber að stefna að því í framtíðinni, að þau atriði, sem laga þarf, verði löguð, og að sú þjónusta, sem bæjarfélaginu ber að veita, verði veitt í öllum kaupstaðnum eins vel og fært er. íbúarnir verða að vera minnugir þess, að framkvæmd sameiningarinnar er ekki eingöngu mál bæjarfélagsins. Þeir sjálfir geta ávallt tortímt allri góðri viðleitni bæjarfélags- Sameiningar... Framhald af 4. síðu. Hluta af liði sínu kallar Jón Baldvin óháða. Margt af þessu fólki er allvel þekkt í sambandi við störf sín að bæj- armálum, enda margt starf- andi í hinum ýmsu nefndum og ráðum sem bæjarstjórn kýs. Þetta fólk er þar tilnefnt af pólitísku flokkunum, og er í starfinu sem fulltrúar flokkanna. Það er sjálfsagt að upplýsa þetta til fulls ef á- stæða er til síðar. ins, ef þeir eru ekki jákvæðir til sameiginlegra átaka um að framkvæmd sameiningarinnar takist vel. Sjálfstæðismenn munu ávallt, svo sem þeir hafa gert hingað til, kosta kapps um að vinna þannig að bæjarmálum, að allir íbúarnir fái sem jafnasta og besta þjónustu af hendi bæjarfélagsins. Sjálfstæðismenn heita því á alla bæjarbúa að koma til starfa og ræða hreinskilnislega um þau atriði, er máli skipta hverju sinni. Framkvæmd sameiningarinnar, svo og öll önnur verkefni bæjarfélagsins, verða því aðeins vel og rétt af hendi leyst, að nauðsynleg tengsl séu milli bæjarfulltrúa og hins almenna borgara. Tökum því saman höndum og vinnum vel. SAMGÖNGUR Það geta flestir verið um það sammála, að bættar sam- göngur landsbyggðarinnar við Reykjavík sé eitt af grund- vallarskilyrðum fyrir því að byggð eflist út um landið. Nýir tímar kalla á nýja siði. Það þýðir ekki fyrir einn eða neinn að loka augunum fyrir því, að í nánustu framtíð mun Reykjavík hafa upp á margt að bjóða, sem fámennari staðir geta ekki boðið upp á. Hins ber einnig að gæta, að lands- byggðin hefur upp á ýmislegt að bjóða, sem ekki er á boð- stólum í Reykjavík. Ekki þarf að fjölyrða um, hvernig við ísfirðingar erum staddir í þessu efni. Við megum samt ekki gleyma því, að lausn samgönguerfiðleika er dýrt viðfangsefni, og gífurleg- um fjármunum hefur verið varið til þessara mála á undan- förnum árum og þá einkum til vegamála. Um áratuga skeið hafa ísfirðingar beðið þess með óþreyju að vegasamband opnist Djúp-leiðina og óhætt að segja að flest séum við orðin langeyg eftir þeim vegi. Vegalagning þessi gæti þýtt vegasamband til Reykjavíkur í a.m.k. þrem mánuðum lengri tíma á ári en nú er. Þess vegna er Djúp- vegurinn í raun réttri eitt af bæjarmálum ísfirðinga, og þeir ættu ekki að láta sér neitt tækifæri úr greipum ganga til að reka á eftir þessu máli. Framboðsfundur vegna bæjarstjórnarkosninganna á ísafirði verður í Alþýðuhúsinu mánudaginn 20. maí og hefst klukkan 20,30. Útvarpað verður frá fundinum. Röð listanna verður: D-LISTI B-LISTI l-LISTI G-LISTI FRAMBJÖÐENDUR. Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur vegna fráfalls eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður DANÍELS RÖGNVALDSSONAR. Soffía Helgadóttir, Kristín R. Daníelsdóttir, Engilbert Ingvarsson, Halldóra Daníelsdóttir, Magnús Jónsson, Haukur S. Daníelsson, Valgerður Jakobsdóttir, bamaböm, sytskini og vinir hins látna. Óháði blærinn á þessu fólki er sá hjúpur sem stjórnand- anum Jóni Baldvin hefur þótt vera vænlegastur til að hylja með sundrungu samtaka sinna og fylgistapið sem nú blasir við. Jón Baldvin er ekki búinn að starfa lengi að pólitik hér í bæ, en það hlýtur að vera lærdómsríkt fyrir alþýðu- flokksmenn að líta til baka og kanna þann starfsferil. Þeim getur ekki yfirsést markmiðið sem þessi foringi hefur ávallt stefnt að, og hefur nú náð. í dag er enginn Alþýðuflokkur. Er húsmæðra... Framhald af 1. síðu. héldu honum gangandi, oft við kröpp kjör, um áratuga skeið. Nú njóta þær góðs af þessu sjálfar, aldrei hafa þær haft eins greiðan gang að námskeiðum í tómstundum sínum og nú. Meðan skólinn var fullskipaður ungum stúlk- um, vannst ekki tími né rúm til námskeiðahalds. Ég tel að Húsmæðraskólinn hafi nú sem fyrr miklu hlut- verki að gegna fyrir þetta byggðarlag, og hefur skóla- stjórnin öll fullan hug á að gera starf hans sem fjöl- breytilegast, til gagns og gleði þeim sem þar stunda nám. Eðlilegt er að húsmæðraskól- ar, eins og aðrir þættir í skólakerfinu, breytist eftir kröfum tímans, en þar með er ekki sagt að leggja eigi þá niður. Enn er í fuliu gildi sú stefna, sem mörkuð var með stofnun þeirra í upphafi, að mennta ungar stúlkur, — og pilta, ef þið viljið hafa þá með — í hússtjórnarfræðum. Hvort sú kennsla fer fram í námskeiðum eða heils vetrar skólum, fer eftir aðstæðum á hverjum tíma. Skoðun mín er sú, að kennsla í hússtjórnarfræðum íþurfi að fara fram á skyldu- námsstiginu sem skyldufag, vel skipulagt, en ekki sem hornreka fyrir bóknáminu eins og það er nú. Það var síst af öllu ætlun mín að fara að leggja orð í belg varðandi komandi kosn- ingar, en þó vil ég ráðleggja Þuríði Pétursdóttur að kynna sér betur alla málavexti, áður en hún fer á flot með hug- myndir sínar, ef hún vill að tekið sé mark á henni. ísafirði, 12. maí 1974, Þorbjörg Bjarnadóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.