Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.05.1974, Blaðsíða 4

Vesturland - 15.05.1974, Blaðsíða 4
mmm &jsn§) afessíFWZTUfiH saúGFsaræ&jsxtOŒa Li. árgangur. ísafirði, 15. maí 1974. 4. tölublað. Óli M. Lúðvíksson: Eflum íþróttu- og æskulýðsmúl Nú nálgast sú stund að kjósa þarf í Bæjarstjórn ísa- fjarðar. Sá meirihluti sem starfað hefur undanfarin tvö ár hefur margt gott látið af sér leiða. Þó eru ýms málefni, sem ekki hafa verið tekin nógu föstum tökum. Þar á ég sérstaklega við íþróttamál- in. Á Seljalandsdal hefur ver- ið unnin mikil sjálfboðaliðs- vinna við uppbyggingu þeirra mannvirkja, sem þar hafa ris- ið. Það er ljóst að ekki er hægt að reka þessi mannvirki með sjálfboðavinnu. Þar þarf að koma til einhver fyrir- greiðsla bæjaryfirvalda. Iðk- endum skíðaíþróttarinnar hef- ur fjölgað mikið undanfarin ár einmitt vegna þeirrar að- stöðu, sem skapast sefur. Seljalandsdalur er paradís skíðafólks, því þarf að hlúa betur að því fólki sem þar vill eyða frístundum sínum. íþróttasvæðið á Torfnesi er baenum okkar lítt til sóma, þar hefur ekkert verið gert síðastliðinn áratug. Slíkt á- hugaleysi má ekki sýna æsku þessa bæjar. Aðstaða til innanhússíþrótta er í lágmarki, en nauðsynlegt er að einhverjar úrbætur verði gerðar í því sambandi sem fyrst. Það þarf að koma reglu á þessi mál í heild og það þolir enga bið. Það er sómi hvers bæjarfélags að eiga gott íþróttafólk og heilbrigða æsku. í æskulýðsmálunum þarf að gera eitthvað meira en raun ber vitni. Tel ég að bæjarfé- laginu sé skylt að vinna að eflingu æskulýðsstcirfsms Ég Sameiningartáknið Kosningablaðið, ísafjörður 1974—1978, sem út kom í s.l. viku, kynnir menn og málefni I-listans. Þar er auðséð að meistari Jón Baldvin er kynn- ir, m.a. kynnir hann listann með þessum orðum: „Hann er ekki neinn flokkslisti, sem dustað hefur verið af rykið og lagður fram af gömlum vana, eins og spjald í kröfu- göngu með snjáðu slagorði.11 Síðar í kynningunni segir: „Samstarf allra þessara aðila helgast af því...“ „Við þykj- umst þess fullviss að sá sam- starfsandi sem þessum vinnu- brögðum stýrir," — o.s.frv. Þarna lýsir Jón Baldvin, með fínum orðum hvernig honum hefur tekist að mynda I-listann. Listinn er ekki flokkslisti. — Hvar er Al- þýðuflokkurinn, og hvar eru Samtök frjálslyndra ? Ekki getur leikið nokkur vafi á hver sá samstarfsandi er sem stýrir þessu framboði, enda virðist hann nota þá vel þekktu fyrirmynd úr íslensk- um stjórnmálum sem þing- maður kallaði „stórkostleg- asta sameiningartákn allra tírna" í þingræðu nú á dög- unum. Jóni Baldvin hefur með þessu framboði tekist að ganga fullkomlega frá Al- þýðuflokknum hér í bæ. — Flokkurinn, sem hefur farið er á þeirri skoðun, að ráða eigi æskulýðsfulltrúa í fullu starfi. Skólafólki fjölgar mjög ört með tilkomu fleiri skóla. Það er því full þörf á að húsnæði verði fengið undir þessa starfsemi. Ég tel að með því að styðja það unga fólk, sem býður sig nú fram fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á ísafirði, megi tryggja trausta stjórn bæjar- mála og góða forystu í þeim málefnum, sem ég hefi hér fjallað um. Ungt framtakssamt fólk kýs D-listann 26. maí n.k. Óli M. Lúðvíksson. Almennur kjósendufundur verður haldinn í Félagsheimilinu í Hnífsdal, föstu- daginn 17. maí, klukkan 20,30. Ræður og ávörp flytja: Jón Ben Ásmundsson, skólastjóri Inga Þ. Jónsdóttir, frú Geirþrúður Charlesdóttir, frú Þorleifur Pálsson, bankafulltrúi Guðmundur H. Ingólfsson, bæjargjaldkeri. Að loknum ræðum frummælenda svara frambjóð- endur fyrirspurnum. Fundarstjórar: Jón Ólafur Þórðarson og Jens Kristmannsson. Frambjóðendur D-LISTANS stöðugt hingnandi, var talin hafa möguleika til að halda fylgi sínu frá 1971, en þá minnkaði fylgi flokksins veru- lega, vegna framboðs frjáls- lyndra, undir forustu Jóns Baldvins. Nú var innbyrðis klofningur í þessum litla flokki, og Jóni Baldvin tókst að sundra flokknum gjörsam- lega. Hvað segja gömlu al- þýðuflokksmennimir nú um það að flokksbrotið sem þó var eftir skuli nú lúta stjórn Jóns Baldvins? í herbúðum frjálslyndra er ástandið lítið skárra. Árið 1971 gengu margir mætir menn til liðs við samtökin, og náðist sá árangur að sam- tökin fengu tvo bæjarfulltrúa kjörna. Nú treystir Jón Bald- vin ekki lengur á þetta fólk. Hann treystir ekki „nýju kynslóðinni" frá 1971. Hann stýrir á ný mið. Þessi for- ingi dustar ekki rykið af sín- um fyrri stuðningsmönnum, hann notar ekki snjáð slag- orð. Finnst þeim áhugasömu mönnum sem tóku þátt í kosningunum 1971 fyrir sam- tökin ekkert skrýtið að til þeirra var ekki leitað nú. Foringinn þarf ekki á þeim að halda, hann hefur fengið sér nýja starfsmenn. Framhald á 2. síðu. Meðal annarra orða UNGKOMMÚNISTINN SKRIFAR . . . Ungkommúnistinn Þuríður Pétursdóttir hefur sent frá sér dreifibréf til ungra kjósenda, þar sem tilkynnt er að hún sé í framboði. Jafnframt tilkynnir hún að hún muni láta til sín taka, og framkvæma stórvirki í byggingu dagheimila, leikskóla og leikvalla. Þessi ungkommúnisti, sem væntanlega verður hér í bænum til hausts, hefði átt að ýta við bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, Aage Steinssyni, sem setið hefur í bæjarstjórn í fjölda ára, og aldrei sinnt neinu um uppbyggingu þessara mála. Vill Þuríður svara þeirri spurningu hvar dagheimilið á að rísa, og leikskólar og leikvellir? LÍTIL KYNNING. Kynningarfundur l-listans var haldinn fyrir nokkru. Fundurinn var mjög fá- mennur og stóð stutt. Jón Baldvin flutti ágæta ræðu um bæjarmálin almennt, og tók hún helming fundártímans. Aðrir ræðumenn töluðu hver um sig um sérstaka málaflokka, og voru ræður þeirra mjög misgóðar, og misjafnlega vel fluttar. Ekki var gerð nein grein fyrir stefnu- skrá, enda lýstu a.m.k. þrír ræðumanna því yfir að listinn hefði ekki sérstaka stefnu, heldur fylgdi öllum málum. Fundurinn leystist upp að framsögu- ræðum loknum. Kynningu l-listans var lokið. Fundarstjóri var Gunnlaugur Jónasson (óháður). HVAR ER NÝJA KYNSLÓÐIN? Við bæjarstjórnarkosningarnar 1971 var tilkynnt í blaðinu Vestra að „ný kynslóð" léti nú að sér kveða. Það vekur furðu margra bæjarbúa nú, að nýja kynslóðin skuli ekki bjóða fram á nýjan leik. Hefur „æskan og flotinn" yfirgefið nýju kyn- slóðina? Það vekur ef til vill fólk til umhugsun- ar um þessi mál, að svo mikla áherslu hefur Jón Baldvin lagt á það að fá nokkra „óháða“ borgara í framboð með Samtök- unum og Alþýðuflokknum, að hann virðist hafa gjörsamlega gleymt sínum fyrri stuðningsmönnum. Vonandi gefst tækifæri til að rifja upp framboðsraunir l-listans, a.m.k. þann þátt þeirra, sem snýr að nýju kynslóðinni frá 1971. ERU ÞEIR Á VILLIGÖTUM? í aðalgrein kosningablaðs l-listans, 1. tbl. segir m.a. með feitu letri: „Það virðist nú í tísku að skrifa og skrafa um skvldur ríkis og bæjarfélaga við borgarana en minna um skyldur ÞEIRRA við bæjarfélagið." í þessu sam- bandi er svo talað um FRUMKVÆÐI EIN- STAKLINGSINS. Eru socialistarnir nú farnir að gefast upp á stefnumálum sínum um opinbera forsjá, sem er aðalinntakiö í þeirra boð- skap, og farnir að gera stefnumál Sjálf- stæðisflokksins að sínum? Er ekki kominn tími til fyrir þá vinstri menn, sem þannig tala, að skoða hug sinn um hvort þeir eru ekki á pólitískum villi- götum? AAGE STEINSSON: „Þurfum að koma á fót lagmetisiðnaði". Gerðu svo vel Aage Steinsson, og komdu á fót lagmetisiðnaði. — Ekki munu sjálf- stæðismenn bregða fyrir þig fæti. í 5. tbl. Vestfirðings hælir Aage Steins- son sér af því að hafa lagt til í bæjar- stjórn að byggt yrði leiguhúsnæði skv. 1. gr. lana nr. 97/1965 en vondur meirihluti hafi fellt tillöguna. Veit Aage Steinsson ekki, að vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar er ekkert búin að gera í þessum leiguíbúðamálum. Ekk- ert liggur fyrir um fjárveitingu til þess- ara framkvæmda og ekkert skipulag á því hvernig íbúðir á að byggja? Aage vill e.t.v. að rokið verði til og byggð 28 ein- býlishús úti í Hnífsdal, en síðar, eftir dúk og disk, kæmi í liós að lánin væru til fjölbýlishúsa.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.