Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.05.1974, Síða 1

Vesturland - 22.05.1974, Síða 1
Þa6 góða, sem við viljum, það gerum við Mállríður Finnsdóttir sak- aði mig um að innleiða ill- indapólitík í kosningabELrátt- una. Ég geri ráð fyrir því, að Málfríður hafi dregið eitthvað úr höfundarrétti mínum að illindapólitk með grein sinni. Ég vil ennfremur benda á að 2. tbl. kosningablaðs jafnað- armanna og óháðra er ekkert annað en skammir á fram- bjóðendur annara lista. Ég vil árétta það, að sá hluti greinar minnar, sem mest virðist fara í taugarnar á Málfríði Finnsdóttur er fyrst og fremst fræðilegs eðlis. Stjórn bæjarfélagsins er stjórnmál og stjórnmál er ís- lenska orðið yfir póliták. Ég fullyrði því, að hver sá, sem tekur iþátt í stjórn bæjarfé- lags, tekur þátt í póiitík, og taki sá aðili afstöðu til ein- hvers bæjarmáls, tekur hann pólitíska afstöðu. Ópólitískt framboð til bæjarstjórnar og ópólitísk stjórn bæjarfélags er því hreint öfugmæli. „KRUMLA STJÓRNMÁLA- FLOKKANNA“ Máifríður Finnsdóttir hefur að mínu mati staðfest með umræddri grein, að það að vera óháður, sé að fylgja engum ákveðnum póiitískum flokki, eða eins og hún segir í grein sinni, að það sé hægt að vinna heiis hugar að bæj- armálum „án þess að krumla stjórnmálaflokkanna þurfi að setja sín fingraför á vinnu- brögðin." Ég vona af öllu hjarta, Málfríður Finnsdóttir, að krumla kratanna setji ekki fingraför sín á þig fremur en neinn annan. EIGIN EINKUNNARGJÖF KRATANNA Það er athyglisvert hvaða einkunn I-listamenn gefa þeim flokkum, sem þeir hafa barist fyrir um árabil: Þar er talað um þröng flokkspólitísk sjón- armið og snjáð slaðorð. Hvað kemur þessmn heiðruðu mönn- um til að kasta nú allt í einu flokksgærunni og reyna að telja fólki trú um að þeir muni eftir en áður vinna af meiri heilindum í bæjar- stjórn? Ég held ég þurfi ekki á þessu stigi málsins að rekja það hér hvemig farið er fyrir flokkum þessara manna í dag. Mér þætti líka gaman að vita hvort umræddir flokkar æth að bjóða fram til alþing- iskosninga nú í vor, og ef svo er, hvers á þá Alþingi ís- lendinga að gjalda? Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að það sjái það ekki hver maður, hvernig lands- málapólitíkin speglast í þessu framboði I-listamanna. Mér finnst sameining flo'kka með svipaða eða eins stefnu- skrá sjálfsögð og eðhleg, ekki síst vinstri flokkanna, sem hafa skipt sér eins og amaba á undanförnum árum. Ég get hara ekki orða bundist, þegar þessir menn flagga hlutleysis- flaggi til þess að reyna að koma í veg fyrir pólitískt skipbrot flokka sinna og nota til þess fólk eins og Málfríði Finnsdóttur, sem ég efast ekki um að sé þarna til þess eins að láta gott af sér leiða. Ég virði menn fyrir að vera trúir hugsjónum sínum, þó svo að ég geti ekki falUst á þær, og ég trúi því tæpast, að hugsjónir jafnaðarmanna hafi ekki verið háleitari en svo á undanförnum árum, iþegar þeir börðust fyrir flokka sína, að þeir geti gefið þeim frí nú. „MEIRIHLUTA- SAMSTARFIÐ" Málfríður tæpir á því í grein sinni, að við sjálfstæðis- menn höfum verið stoltir af samvinnu núverandi bæjar- stjórnarmeiriihluta. Það er rétt Málfríður. Við erum stoltir af henni. Þótt ég hafi ekki átt þar hlut sem bæjar- fulltrúi, þá veit ég að sam- vinna þessara manna var ágæt. En stór meirihluti hefur sínar dökku hliðar. Á undan- förnum stjórnarárum núver- andi meirihluta hefur minni- hlutinn, skipaður aðeins tveimur fulltrúum, verið þess gersamlega ófær að halda uppi nauðsynlegri gagnrýni. Við frambjóðendur D-listans erum ekki óskeikulir og frambjóðendur I-listans eru það ekki heldur, frekar en aðrir dauðlegir menn. Það er ekki síður nauðsynlegt að minnihluti bæjarstjórnar gegni sínu hlutverki en meiri- hlutinn. Á valdatíma núverandi meirihluta hafa verið unnin verk, sem deila má um hvort séu skynsamleg. En minni- hlutinn hefur aldrei haldið uppi eðlilegri gagnrýni á þessi verk, heldur hefur tillag hans til bæjarmála verið sýndartillögur og ósannindi um að ekkert hafi verið gert í bæjarmálum. „ILLINDASTEFNAN" Ég legg á það áherzlu, Mál- fríður Finnsdóttir, að gagn- rýni á vinnubrögð annara manna eins og ég viðhafði í Vesturlandi er engin illinda- stefna. Ég hefi aldrei haldið því fram að einn eða neinn frambjóðandi í þessum kosn- ingum sé að bjóða sig fram af illum hug. Ég fullyrði það aftur á móti að hver einasti frambjóðandi í þessum kosn- ingum vill láta gott af sér leiða. En það er bara ekki nóg. Við sjálfstæðismenn leggj- um spilin á borðið. Við ger- um grein fyrir því, hvaða verkum við höfum staðið að í núverandi bæjarstjórnar- meirihluta og hvernig. Við höfum gert rækilega grein fyrir því hvaða verkefnum við ætlum að vinna að, og hvernig við ætlum að standa að þeim. Við sjálfstæðismenn höfum sýnt það og munum sýna, „að það góða, sem við viljum, gerum við“ Post scriptum: Svar til Málfríðar: „Magnús Reynir Guðmundsson." Eftir Jón Ólaf Þórðarson Þorleifur Pálsson: HITAVEITA Getum við vænst upphitunar húsa með jarðvarma næstu ár? LÍTIÐ hefur verið um skipulegar rannsóknir í leit að jarð- varma hér á ísafirði. Segja má að aðeins einn aðili hér í bæ hafi sýnt þessum málum þann áhuga er skyldi og hefur hann upp á sitt eindæmi rannsakað þessi mál í áratugi á þann hátt, er einstaklingum er kleift, og hefur einnig leitað sér sérfræðilegrar umsagnar. Bolungarvík fœr kaupstaðarréttindi ÞANN 5. apríl s.l. voru samþykkt á Alþingi lög um kaupstaðarréttindi til handa Bolungarvíkurkauptúni, og hlutu þau staðfestingu forseta fslands 10. apríl. Bolungarvík hlaut löggildingu sem verzlunarstaður 27. nóvember 1903. Nú verður kosin bæjarstjórn í Bolungarvík í fyrsta sinn og verða bæjarfulltrúar 7 að tölu. Greinar um bæjarmálefni Bolungarvíkur eru á blaðsíðum 3—7. Það eina sem hér mun hafa verið gert af bæjarfélaginu, er að fram hafa farið svo- kallaðar rafleiðnimælingar og boraðar hafa verið tvær borholur. Rafleiðnimælingum er beitt til að finna hvar hiti er í jörðu. Jarðhiti á Vestfjörðum er einkum í tengslum við bergganga, sem eru kletta- belti er best má sjá í fjöllum. Rafleiðnimælingar hafa reynst heldur laklegar við slíkar að- stæður og koma því hér að mjög takmörkuðum notum, nema þá sem aðferð til að meta stærð og lögun jarð- hitasvæði. Þær mælingar, sem að mestu gagni koma, eru segul- mælingar. Með þeim má finna og rekja ganga og sprungur er leiða heitt vatn og ekki eru sjáanlegar á yfirborði jarðar. Slíkar rannsóknir eru að vísu ekki gerðar nema uppi séu áform um boranir eða víðtæka leit að heitu vatni, því þær eru nokkuð dýrar. Miðað við dýpt þeirra tveggja borhola er hér hafa verið unnar, hefur önnur skilað þeism árangri, að vert er að veita þessum málum meiri athygli. Úr henni fékkst Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.