Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.05.1974, Blaðsíða 3

Vesturland - 22.05.1974, Blaðsíða 3
acH® a&ss-Fwzxxx saaaFss&ivsMxxn 3 Guðmundur B. Jónsson: Stuðlum uð úfrumhuldundi uppbyggingu undir forystu sjúlfstæðismunnu VATNSVEITUMÁL Bolvíkingar hafa oft á und- anförnum árum þurft að búa við nokkurn vatnsskort, þar eð vatnsveitan var orðin of Það dylst engum að við Bolvíkingar eigum mörg verk- efni óleyst, enda skapast jafnan ný viðfangsefni frá ári til árs, sem sveitarfélög þurfa að fást við, auk hinna föstu verkefna þeirra. Ég vil í stuttu máli drepa á nokkra málaflckka, sem væntanleg bæjarstjórn kemur til með að þurfa að vinna að. HAFNARMÁL Þar liggur fyrir að Ijúka við ytri hafnargarðinn, dýpka höfnina, ljúka smíði trébryggju og gera viðunandi smábátabryggju. Verði þetta ekki framkvæmt hið bráðasta mun skapast öngþveiti í höfn- inni. Einnig varf að skapa hinum minni bátum betri hafnaraðstöðu. Þá ber brýna naðsyn til að skipuleggja hafnarsvæðið, svo hægt verði að byggja þar ým- is nauðsynleg mannvirki og byggingar í sambandi við sjávarútveginn. GATNAGERÐ í gatnagerð hefur tafist sá áfangi, sem gert var ráð fyrir að ljúka á árinu 1972. Vegna hins mikla kostnað- ar við gatnagerðarfram- kvæmdir var ákveðið að leysa það mál í samvinnu við önnur vestfirsk sveitarfélög, og var félagið Átak stofnað í því augnamiði. Þetta félag hefur síðan gerst hluthafi í Olíumöl hf., sem er sameignarfélag sveitarfélaga og verktaka á Suðurnesjasvæðinu. Olíumöl hf. hefur fest kaup á vélum frá Svíþjóð, sem verða staðsettar hér á Vest- fjörðum. Eru vélarnar vænt- anlegar til landsins í júlímán- uði, en afgreiðslu þeirra seinkaði mokkuð vegna far- mannaverkfallsins. Það sem fyrirhugað er í gatnagerð í Bolungarvík í sumar er lagning varanlegs slitlags á Hafnargötu og Að- alstræti og tengigötur á milli þeirra gatna, — enfremur á Vitastíg cg Völusteinsstræti. Þá hefur verið ákveðið að undirbyggja undir varanlegt slitlag Höfðastíg, Miðstræti og Skólastíg. -— Til gamans má geta þess að lengd allra gatna í Bolungarvík, sem nú er búið við, er 7 km., og var áætlaður kostnaður við frá- gang alls gatnakerfis bæjar- ins 100 millj. kr. við seinustu áramót. SKÓLAMÁL Ég tel að fjölga þurfi náms- brautum við gagnfræðastig, helst í sambandi við smíða- störf og störf, sem snúa að sjávarútvegi, svo og aðrar hagnýtar starfsgreinar. Við þurfum að vinna að því að þeim nemendum, sem verða að sækja skóla til ísa- fjarðar, verði séð fyrir ferð- um á milli kaupstaðanna, svo að þeir geti búið á heimiium sínum í Bolungarvik. En þá er lika nauðsynlegt að kennslutilhögun verði lagfærð Frá Bolungarvíkurhöfn þannig að kennslan verði sam- fel'ldari heldur en nú er víðast hvar. En það mun vera al- gengt að nemendur iþurfi að fara fjórar ferðir á dag í skólann, vegna sundurslitinn- ar kennslu. Á meðan sú til- högun helst er að sjálfsögðu erfitt fyrir nemendur að stunda nám á ísafirði frá Bol- ungarvík. Sr. Gunnar Björnsson: Gernm átak á sviði snenn- ingar- og mannáðarmála Engu óblindu auga verður litið á Bolungarvíkurkaupstað án þess að sjá, að íbúum hér hefur fallið í skaut indæll staður. Umhverfið er ægifag- urt, undir hinum bröttu fjöll- um við hinn djúpa sjó. Afla- föng eru með ágætum og at- vinna því næg og framkvæmd- ir miklar. Fyrst af öllu ber því að viðurkenna undan- bragðalaust, að við höfum margt og mikið að þakka, sem hér ölum aldur okkar. Og ég held það isé engin hætta á því að við förum að klappa sjálfum okkur á öxlina og þakka okkur sjálfum, því að það gildir nefnilega 'lika um byggðarlög, sem einusinni var sagt um húsið, sem Drottinn þarf að byggja, ef smiðirnir eiga ekki að erfiða til ónýtis. Engu að síður veltur nokkuð á atgervi smiðanna og ég held, að því verði ekki með rökum neitað, að hér í Bol- ungarvík hefur verið unnið að sveitarstjórnarmálum af atorku, framsýni og stórhug. Samt hljótum við að standa í orðlausri undrun og þökk frammi fyrir því kraftaverki, sem hið velmegandi líf okkar er, því að við getum verið alveg viss um að þær 2,5 billjónir manna, sem svelta í veröld nútímans, vantar ekki heldur áhugann á þvi að hafa í sig cg á. Gildir þetta um íslendinga alla. Það er gamall misskilning- ur, að maðurinn lifi á einu saman brauði. Efnishyggja er höfuðmeinsemd margra mannfélaga nútímans. Óham- in kröfufrekja og ofneysla riður húsum víða um heim. í slíku umhverfi verður ólíft til lengdar. Verðmætamat allt gengur úr skorðum. Á end- anum hrynur hin kalkaða gröf eins og spilaborg. Þessi illkynjaði sjúkdómur, efnis- hyggjan, er sá ormur, sem er í óðaönn að naga í hel rót þess trés, sem við köllum Vesturlönd. Hugsjónir víkja fyrir hagfræðilegum „lögmál- um“. Enginn býður fram krafta sina nema fyrir borg- un. Brauðöflun gengur fyrir barnauppeldi. Menn verða tímalausir í tvöföldum skiln- ingi. Lærðustu sérfræðingar þjóðanna, sem varið hafa allri ævinni til að ígrunda þennan vanda, ljúka allir upp einum munni um það, að orð eins og ,,hagvöxt“ verði þegar í stað að gera útlægt úr tungumál- um manna hvarvetna á byggðu bóli, nema þar sem börnin fengu hvorki mjólkur- lögg í gær né fyrradag. Spurningin er ekki lengur: Getum við orðið loðnari um lófana? Nú er alleinasta spurt, hvort við munum hafa til hnífs og skeiðar á morgun. Slík eru hin nýju viðhorf á þessari litlu plánetu, þar sem munarnir eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Að miða framfarir og árangur við eina saman útþenslu, stækkun af ein- hverju tæi, er úrelt sjónarmið gærdagsins, aðferð, sem ber að leggja niður, eigi mannkyn að eiga sér lífsvon á yfir- fullri jörð. Enn einu sinni standa menn frammi fyrir því, að hugarfarsbreyting er ekki einasta áhugamál fá- einna sérvitringa eða skýja- glópa, heldur bein'Mnis mjög svo jarðbundin og búskapar- leg nauðsyn. Nú er að vísu hætt við að hrökkvi skammt að ætla sér að gefa alheimi tóninn hér vestan úr Bolungarvík. En því er á þetta minnst, að enn kynni að vera tími til að snúa sér og gera iðrun. Enn kynni að gefast tóm til að kasta sér flötum og segja þökk sé Guði. Með samstilltu átaki íbúa þessa nýja kaupstaðar, segir mér svo hugur um, að Bol- ungarvíkur gæti beðið björt framtíð. Verkefnum hefur verið hrundið af stað, sem spá góðu. Ný bíða úrlausnar. At- vinna er hér yfrin og margar hendur kæmust að fleiri en þær, sem fyrir eru. Það þýðir að gera þarf fólki kleift að flytjast hingað hvaðanæva að af landinu. Útvega þarf mönn- um og konum húsnæði, þar sem þau gætu átt athvarf, meðan þau kæmu upp eigin þaki. Hinn ríkulegi afli kailar á starfskrafta allra, sem vett- lingi geta valdið. Meðan svo er hlýtur að teljast mjög brýnt að koma á fót dagvist- unarheimili handa börnum, sem foreldrar þeirra vinna báðir utan heimilis, — oft myrkranna í milli. Þá þarf að koma upp aðstöðu fyrir tómstunda- og féiagsstarf unglinga, svo bjóðið verði ekki einasta viðfangsefni þegnanna, meðan þeir eru milM vita. Þetta kostar starfs- krafta, sem geta og vilja sinna slíku verkefni. Þá eru og skólamálin meðal hins nauðsynlega, og með gildis- töku laganna um grunnskóla hljóta mörg ný viðfangsefni að bíða úrlausnar á því sviði. Kennaraíbúðir þarf að reisa, svo að hæfir menn horfi ekki fram hjá þessu byggðarlagi, er þeir ráða sig til starfa. Tónlistarskólann þarf að efla. Bókasafninu þarf að hygla. Félagsheimilið þarf viðreisn- ar, svo og starfsemi hinna ýmsu félaga. Síðast, en ekki síst og kannski helst, þarf að vinda bráðan bug að endur- bótum á aðhlynningu aldr- aðra. Hvarvetna í hagsældar- mannfélögum nútímans eru augu manna að Ijúkast upp fyrir því, að frystikisturnar og sjónvarpstækin, sem við höfum verið að koma okkur upp undanfarið, eru góð, en þau eru ekki allt. Við Bolvík- ingar byggjum fagran stað við fengsæl fiskimið. Við njótum þeirrar blessunar, að þurfa ekki að Mða skort. Gleymum fyrir aMa muni ekki að þakka það. f þeim anda skulum við vinna byggð okk ar allt sem við megum. Ger- um átak á sviði mannúðar- og menningarmála, svo að kaupstaður okkar vaxi og blómgist, bæði rótin, stöng- ullinn og blöðin. Ég held, að D-listinn muni ekki liggja á liði sínu, verði honum veitt brautargengi. Gunnar Björnsson Mtil til að geta fuMnægt bæði neysluvatnsþörf bæjarbúa og frystihússins. Var því ráðist í að láta bora á nokkrum stöðum eftir köldu vatni, og hefur þegar fengist af því sá árangur, að hægt var að leigja frystihús- inu borholu, sem fuMnægir vatnsþörf þess. Síðan hefur vatsveitan oftast verið nægi- leg fyrir neysluvatnsþörf bæj- arbúa, — en hins vegar er vatnið ekki svo gott sem það þarf að vera. — Eru því hafn- ar rannsóknir í sambandi við nýja vatnsveitu, sem væntan- lega verður lokið áður en langt líður. Víða um land eiga sveitar- félög við svipaðan vanda að gMma í sambandi við vatns- veitur, og virðist ekki ósann- gjarnt að ríkið kosti rann- sóknir sem nauðsynlegt er að gera til að leysa þau vanda- mál. Sveitarstjórnir töldu að ríkissjóður eða lánastofnanir mundu styrkja sveitarfélög tíl að bæta vatnsveitur sínar, á sama hátt og búist var við því, að það styrkti sveitarfé- lög við gatnagerð í námunda við fiskverkunarstaði, — en í hvorugu tilvikinu hefur nokk- ur styrkur fengist frá ríkinu. RAFORKUMÁL Eitt hið brýnasta í rafo-rku- málum tel ég það, að koma á jöfnunarverði á raforku um aMt land, eins og á oMunni á sínum tíma. Það reyndist erf- itt hjá Sigurði Bjarnasyni al- þingismanni að kcma því máli í gegn á Alþingi, en tókst samt. Vonandi tekst það einn- ig með raforkuverðið. Ríkisstjórnin þykist bera hag dreifbýlisins fyrir brjósti, en henni hefur verið ósýnt um að sinna óskum þess og þörfum í sambandi við raf- orkumál. — Sem dæmi get ég nefnt að við í Bolungarvík höfum sótt um að fá að hita nýju sundlaugina upp með rafmagni, en engin svör feng- ið við þeirri málaleitan, þótt oft hafi verið eftir leitað, bæði hjá Rafmagnsveitum rik- isins og ráðuneyti. Á síðastl. sumri samþykkti byggingar- nefnd sundlaugar að óska eft- Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.