Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.05.1974, Blaðsíða 6

Vesturland - 22.05.1974, Blaðsíða 6
Framboðslisti Sjálfstæiisfélaganna við fyrsfu bœjar- stjórnar- kosningar í Bolung- arvíkur- kaupstað Guðmundur B. Jónsson Ólafur Kristjánsson Hálfdán Einarsson Guðmundur Agnarsson járnsmíðameistari málarameistari skipstjóri skrifstofumaður Hálfdán Ólafsson vélstjóri Gunnar Björnsson sóknarprestur Elísabet Guðmundsdóttir skrifstofustúlka Finnbogi Jakobsson skipstjóri Guðmundur Halldórsson stýrimaður Hallur Sigurbjörnsson vélsmíðameistari Þorleifur Ingólfsson bifreiðastjóri Daði Guðmundsson sjómaður Ösk Ólafsdóttir húsfrú Jónatan Einarsson forstjóri Nýgræðingar, öldungis óvanir refjum Hannibalista voru ný- teknir við í stjórn Fram- sóknarfélags Bolungarvíkur, og eins og einn af samninga- mönnum Hannibalista sagði: „Hvað hafa svona 'lömb að gera í gamma eins og okk- ur?“ Ekki tókst með nokkru móti að koma á sameiginlegu framboði Framsóknar og SFV. Samkomuiag var ekki um niðurröðun listans. Þriðja aðilann varð að finna til sam- starfsins og skyldi hann virka sem stuðpúði milli hinna stríðamdi afla. Þriðji aðilinn kallar sig ,,óháðir“. Það eru fjórir heiðurs borgarar, sem pólitísk öfl í áðurnefndum flokkum samþykktu, að væru óháðir. Sameiginlega er þessi flatsæng kölluð Samtök jafn- aðar-samvinnumanna og ó- háðra. (???) Ég spyr óháða kjósendur í Bolungarvík, vor- uð þið boðaðir á fund til þess að mynda sarntök óháðra kjósenda? Var rætt um sér- stakan lista á ykkar vegum til framboðs, óháðan pólitískum flokkum? Eða tilnefndu þess- ir fjórir heiðurs borgarar sig sjálfir? Mikið lýðræði það. Enda brosa Bolvíkingar al- mennt að slíkri nafngift. Hvernig getur fólk verið óháð sem háð er pólitískum flokk- um. H-listinn skyldi þó ekki eiga eitt nafn til viðbótar hinum mörgu, -— eða HÁÐ- listi? Að mínu mati er hér um algjöra atkvæðagildru að ræða. Blekkja á saklaust fólk með nafninu óháðir til að kjósa einn framsóknarhöfð- ingja, og síðan í réttri röð þrjá aðila sem koma til með að tilheyra — ef af verður — hinum væntanlegu samtökum Hannibals, sem hann nú sem svo oft áður berst fyrir að koma á. Takið eftir því við næstu þingkosningar hvar þessir óháðu munu leggja fram krafta sína. Hvernig halda svo Bolvíkingar að samkomulagið verði á milli Framsóknarmanna og SFV daginn eftir kosningar til bæjarstjórnar, þegar fara á að berjast um sömu atkvæðin til alþingiskosninga. Ætli það verði hlýleg og elskuleg orð sem falla — eða dans á rós- um? — Skyldu framsóknar- menn þá vera búnir að gleyma „vinarkveðju" Hanni- bals og fylgisveina til for- manns síns cg forsætisráð- herra Ólafs Jóhannessonar? Góðir Bolvíkingar. Með því að veita H-listanum brautar- gengi er stefnt í átt mikillar óvissu. Á öllu er von úr þeim herbúðum. Menn geta hlaupið úr skiprúmi þegar iþörf er hvað mest fyrir samstöðu. Hver vill hafna traustum meirihluta fyrir eitthvað, sem ekki er vitað hvað er eða hvað verður. Ég skora á hvern kjósanda að íhuga vel þau atriði sem ég hefi í þess- ari grein dregið fram. Það er engan veginn sama hver fer með stjórn hins nýja kaup- staðar okkar. Við sjálfstæðis- menn leggjum heiður okkar að veði. Áfram verður stefnt í framfara átt, Bjartsýni skal ríkja í störfum, kröftum beitt í þágu byggðarlagsins en ekki í innbyrðisdeilur. Skyldi það vera vegna þeirrar harðvít- ugu baráttu, sem framundan er hjá og á milli Framsóknar- manna og SFV við kosning- arnar til alþingis hinn 30. júní n.k., að fela þarf svo vandlega þessi nöfn við bæjarstjómar- kosningar og láta svo sem þau séu ekki til. Styðjum styrkan meirihluta. Höfnum óvissu. — Hálfdán Ólafsson í bæjarstjórn. — Það gerum við með því að setja X við D-listann við þessar kosningar. Ölafur Kristjánsson

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.