Vesturland


Vesturland - 25.05.1974, Blaðsíða 1

Vesturland - 25.05.1974, Blaðsíða 1
FYLGIBLAÐ Ll. árgangur. ísafirði, 25. maí 1974. 7. tölublað. Kosningaskrifstofa D-listans í Bolungarvík er að Hafnargötu 41 - Sími 7303. Stuðningsmenn D-listans haf ið samband við skrifstofuna. PUNKTAR FRA BOLUNGARViK Punktar frá framboðsfundi Valdimar Lúðvík talaði eins og hann hafi verið einn í sveitarstjórninni þetta kjörtímabil, „hinir" aðeins verið til að fullnægja forminu ... -*- H-listinn er sagður listi SFV, samvinnumanna og óháðra. Ætli samvinnumennirnir séu þeir Valdimar og Guðmundur Magnússon? Trúlega hefur Valdi- mar álitið sig hafa svo oft og rækilega lýst frá- bærri og hjartnæmri samvinnu þeirra Guðmundar, að ofrausn væri að nefna slíkt á fundinum. Eða hvað?* -•- ' FRJÁLSLEGA FARIÐ MEÐ hefði ræða Váldimars getað heitið.. Hann fullyrti að Hólshreppur skuldaði vegna Ráðhúss 15 millj. Hvernig væri að hafa tíma til að líta í reikninga Hólshrepps, Valdimar, og reyna að fara ekki með staðlausa stafi. Hólshreppur skuldar 12 milljónir m.a. vegna kaupa á læknisbústað, íbúð fyrir kenn- ara og Ijósmóður, landakaupa og fjölmargra ann- ara framkvæmda. Er málstaðurinn svo slæmur, Valdimar, að grípa þurfi til vísvitandi ósanninda? -*- GANDREIÐ OG TÖFRAMENNSKA Karvel Pálmason, sem hefur s.l. þrjú ár gengið í „Leikskóla þriðjaleikhússins" sýndi framúrskar- andi töfrabrögð á framboðsfundinum. — Bara að sveifla hendinni og þá voru í einni svipan komnar 7 milljónir til sundlaugarbyggingarinnar. Getur þú ekki sveiflað höndunum meira, Karvel og hjálpað hinum galtóma ríkiskassa? Hér er máske leiðin sem allir skattborgarar hafa beðið eftir? Eða hvað finnst skattborgurum H-listans um slíkt? Er ekki gott að vera laus við að greiða skatta? BOLVÍKINGAR! Undir styrkri og sam- hentri forystu sjálfstæð- ismanna í sveitarstjórn Hólshrepps um 30 ára skeið hafa orðið miklar og stórstígar framfarir í Bolungarvík og örari uppbygging en víðast- hvar annars staðar á landinu. — Þetta vita allir Bolvíkingar. Mörg verkefni eru enn framundan, sem leysa þarf, bæjarfélaginu til heilla og hagsbóta. Því ríður nú á, fremur en nokkru sinni fyrr, að Bolungarvík f ái að njóta ábyrgrar forystu sjálf- stæðismanna. Höfnum vinstri sundr- ungu og glundroða. Kjósum ábyrgan meiri hluta sjálfstæðismanna. ÞAÐ SEM H-LISTAFÓLKI VAR BANNAÐ A-Ð MINNAST Á: Til sundlaugarbyqqinqar hefur verið varið 26 milljónum. Til félagsmála 16,7 milljónum, til heil- brigðis- og hreinlætismála 5,5 milljónum, til fræðslumála 6,3, til íþrótta- og æskulýðsmála 1,7, til brunamála 1,6 millj. Kaup á læknisbústað. Og götur og holræsi 10,8 milljónir króna. -*- ... Haft er fyrir satt að sumum, sem sáu handa- vinnu skólabarna daginn eftir fundinn, hafi þótt gagnrýni Kristínar á handavinnukennara í harð- ara lagi. -*- ... Vonandi hefur Matthías Bjarnason eitthvað lært af því að sitja við fótskör meistarans — siðameistara prófessora og þingmanna — Karvels Pálmasonar — í fjárveitinganefnd Alþingis. Það er lán fyrir byrjanda að njóta leiðbeiningar snillings ... -*- BLINDINGJAR Tveir frambjóðendur Ó—HÁЗra, sem nú koma fram í fyrsta sinn höfðu allt á hornum sér og komu ekki auga á neitt, sem vel hefði verið gert hér í Bolungarvík. Slæmt að byrja feril sinn með bundið fyrir bæði augu og svartsýni og neikvætt hugarfar til bæjarmála. Vonandi fær niðurdrep- andi svartsýni og blindni þeirra afsvar við kosn- ingarnar 26. maí n.k. -*- GUNNAR RAGNARSSON, skólastjóri, vakti at- hygli Bolvíkinga á þeim slæma félagsskap sem framsóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon væri kominn í. Ekki er hann einn um það. Með því að kjósa D-listann er hægt að frelsa Guðmund.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.