Vesturland


Vesturland - 01.06.1974, Blaðsíða 1

Vesturland - 01.06.1974, Blaðsíða 1
Ll. árgangur. ísafirði, 1. júní 1974. 8. tölublað. STÓRSBGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA í SVEITABSTJÓRNilRKOSNINGUNUM SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum s.l. sunnudag. Hlaut flokkurinn 50,5% atkvæða á landinu, og fylgisaukningu frá seinustu sveitarstjórnarkosn- ingum sem nemur 7,7%. I Reykjavík vann Sjálfstæðisflokkurinn glæsi- legan kosningasigur. Hlaut hann það 10% fylgis- aukningu frá seinustu borgarstjórnarkosningu og bætti við sig manni í borgarstjórn, — fékk 9 borgarfulltrúa kjörna. Svipaða sögu er að segja annarsstaðar á land- inu. Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins utan Reykjavíkur er 5,1%. — I kaupstöðum landsins vann flokkurinn 12 fulltrúa en tapaði 3. Vinstri flokkarnir töpuðu miklu fylgi, að undanskildu Alþýðubandalaginu, sem vann 0,5%. — Alþýðuflokkurinn tapaði 4,3%, Framsóknar- flokkurinn 1,1% og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 2,8%. BÆJARFULLTRÚAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS- INS Á ÍSAFIRÐI Kosningaúrslitin a Vestfjörðum ÚRSLITIN á Vestfjörðum voru Sjálfstæðisflokknum mjög í vil. Um 5% fylgisaukning var á ísafirði frá síðustu bæjar- stjórnarkosningum og veruleg fylgisaukning í Súgandafirði og á Þingeyri. Á Patreksfirði unnu sjálfstæðismenn einn mann og í Bolungarvík héldu þeir meirihluta með sama atkvæðamagni og þeir áður höfðu. Vesfirskir sjálfstæðismenn mega því vel una við úrslit kosninganna. Jens Kristmannsson Guðmundur H. Ingólfsson ÍSAFJÖRÐUR Á kjörsikrá voru 1768. 1514 greiddu atkvæði. D-listi (Sjálfst.fl.) 647 atkv. 4 menn kjörnir. B-listi (Framsókn) 176 atk. 1 maður kjörinn. G-4isti (Alþ.bandal.) 163 atkv. 1 maður kjörinn. I-listi (Jafnaðarm. og óháðir) 493 atk. 6 menn kjörnir. Bæjarfulltrúar: Jón Ben Ásmundsson (Sj.) Jón Ólafur Þórðarson (Sj.) Jens Kristmannsson (Sj.) Guðmundur H. Ingólfss. (Sj.) Jón Baldv. Hannibalss. (SFV) Gunnar Jónsson (Alþýðufl.) Málfríður Finnsdóttir (Óháð) Guðmundur'Sveinss. (Frams.) Aage Steinsson (Alþýðubl.) BOLUNGARVÍK Á kjörskrá voru 524. 467 greiddu atkvæði. eða 89,12%. D-listi (Sjálfstfl.) 244 atkv. 4 menn kjörnir. HJlisti (Jafnaðar-samv. og óh) 204 atkv. 3 menn kjönnir. Bæjarfulltrúar: Guðmundur B. Jónsscn (Sj.) Ólafur Kristjánsson (Sj.) Hálfdán Einarsson (Sj.) Guðmundur Agnarsson (Sj.) Valdimar L. Gíslason (CFV) Kristín Magnúsdóttir (Alþfl.) Guðm. Magnússon (Frams.) SUÐUREYRI Þar var kjörsókn 92,5%. Vinstri menn héldu meirihluta með 7 atkvæða mun og töpuðu miklu fylgi. D4isti (Sjálfst.fl. og óháðir) 125 atkrv. 2 menn kjörnir. H-listi Frams., Alþbl., Alþfl.) ' 132 atkv. 3 menn kjörnir. Hreppsnefnd: Halldór Bernódusson (Sj.) Einar Ólafsson (Sj.) Ólafur Þórðarson (Frams.) Birkir Friðbertsson (Alþbl.) Jón Ingimarsson (Alþ.fl.) FLATEYRI D-listi (Sjálfst.fl.) 87 atkv. 2 menn kjörnir. E-4isti (Frams. og vinstrim.) 66 atkv. 1 maður kjörinn. F-listi (Frjálslyndir) 57 atkv. 1 maður kjörinn. Hreppsnefnd: Einar Oddur Kristjánss. (Sj.) Jón T. Sigurjónsson (Sj.) Gunnlaugur Finnss. (Frams.) Kristján V. Jóhannesson (V.) Hermann Friðriksson (F.) ÞINGEYRI Þar var kjörsókn 83,2%. Á Þingeyri voru tveir listar bornir fram af sjálfstæðis- mönnum, D og I, og fengu báðir mann kjörinn. D-Usti (Sjálfst.fl.) 48 atkv. 1 maður kjörinn. I-listi (Óháðir kjósendur) 54 atkv. 1 maður kjörinn. Vnlisti (Vinstri manna 98 at- kvæði, 3 menn kjömir. Hreppsnefnd: Jónas Ólafsson (Sj.) Leifur Þorbergsson (Sj.) Þórður Jónsson (V.) Davíð H. Jónsson (V.) Gunnar Jóhannesson (V.) PATREKSFJÖRÐUR Þar unnu sjálfstæðismenn fulltrúa af Alþýðufl. og Fram- sókn. Kjörsókn var 89,83%. D-listi (Sjálfst.fl.) 172 atkv. 3 menn kjörnir. I-listi Alþ.fl., Frams.., SFV) 223 atkv. 3 menn kjörnir. H-listi (Óháðir) 69 atkvæði, 1 maður kjörinn. Hreppsnefnd: Ólafur H. Guðbjartsson (Sj.) Jakob Helgason (Sj.) Ingólfur Arason (Sj.) Ágúst Pétursson, (Alþ.fl.) Svavar Jóhannsson (Frams.) Jón Björn Gíslason (SFV) Sigurgeir Magnússon (Óháð.) BÍLDUDALUR Þar buðu stjórnmálaflokk- arnir ekki fram undir nafni. K-listi (Öháðir kjósendur) 91 atkv. 3 menn kjörnir. J-listi (Lýðræðissinnaðir kjós- endur) 63 atkv. 3 menn. Hreppsnefnd: Jakob Kristinsson (K-listi) Pétur Bjarnason (K-listi) Pálína Bjarnadóttir (K-listi) Gunnar Þórðarson (J-listi) Örn Gíslason (J-listi) Úrslilin a ísalirði I bæjarstjórnarkosningun- um nú voru fjórir listar í kjöri. Listi sjálfstæðismanna annars vegar og þrír listar vinstri manna hins vegar. Segja má með nokkrum sanni, að ekki sé grundvallarmis- munur á stefnumálum nokk- urra þessara lista, nema lista siálfstæðismanna og Alþýðu- bandalagsins. Sjálfstæðismenn birtu stefnu sína í bæjarmál- um fyrir þessar kosningar. Stefnuskráin speglar grund- vallarsjónarmið sjálfstæðis- manna í bæjarmálum. Sam- kvæmt henni eiga atvinnu- tæki í bænum að vera í hönd- um einstaklinga, en opinber rekstur atvinnufyrirtækja er þeim ekki að skapi. Stefnu- skráin er að öðru leyti þann- ig upp byggð, að gerð er grein fyrir þeim verkum, sem unnið hefur verið að undan- farin tvö ár undir forystu sjálfstæðismanna. Tekin er af- Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.