Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.06.1974, Blaðsíða 3

Vesturland - 01.06.1974, Blaðsíða 3
&J2R2) a/esamnxxxn ssABPSSÆsvsMnxMn 3 MINNINGARORÐ Börnin spyrja, hvers vegna þuríum við að gera þetta eða hitt? Við hin fullorðnu furð- um okkur á því, af hverju þarf þetta að vera svona, en hitt öðru vísi. Hvers vegna er fólk í blóma lífsins kallað yfir móðuna miklu? Einhver hlýtur tilgangurinn að vera með öllu þessu. — Óvenju stórt skarð hefur dauðinn höggvið í raðir ísfirðinga nú síðustu daga. Slík skörð tekur langan tíma að fylla og eru vandfyllt. Þessi fátæklegu orð mín verða aðeins vanmáttug kveðja til góðra vina. Iðunn Eiríksdóttir var fædd hér á ísafirði þ. 9. júní 1921. Ekki var hún eldri að árum og ung var hún í anda og létt í lund. Þar eignuðumst við aðra góða grannkonu og vinkonu. Ég læt það öðrum kunnugri eftir að rekja ævi og störf Iðunnar, því ég veit að þau voru mikil. Hún var mikil fé- iagsmálamanneskja, hugstór, djörf og ákveðin, ávallt í fylk- ingarbrjósti áhugamála sinna. Hún var stúdent að mennt og naut Gagnfræðaskólinn hér krafta hennar lengi og vel, bæði í fræðsluráði og sem prófdómara. Skólinn þakkar henni mikil og góð störf. Við hjónin þökkum alltof stutt, en mjög góð kynni og sendum ástvinum hugheilar kveðjur. kom öllum í gott skap. Slíkar mannperlur eru ómissandi í öllu samfélagi, því verður heimurinn verri, er þeim fækkar. Á fyrsta degi okkar hjóna hér á ísafirði, fyrir tæpum þremur árum, hittum við þessa góðu konu, sem tók okkur opnum örmum og bauðst til að vera okkur móð- ir hér, sem við alltaf gætum leitað til. Ekki brást hún þar fremur en annars staðar. Trygglyndi hennar og vinátta var einlæg og mikil. Við hjónin eigum ekki nóg- samleg orð til þcikkar, en hug- urinn er með þér góða vin- kona, og þínum nánustu í sorg og missi. Sunnukórinn flytur þér ein- lægar þakkir fyrir óvenju langt og heilladrjúgt starf, sem verður öðrum meðlimum til hvatningar og dáða á kom- andi tímum. Það þarf oft stór orð á stórum stundum. Um ykkur þarf ekki stór orð. Þið báruð þau með ykkur í hverju fót- máli. Tíminn líður og aldrei kemur hann aftur til baka. Dauðinn og lífið eru óaðskilj- anlegir förunautar, þó að þar taki aðeins annar frá hinum, því leitum við til hans, sem einn getur læknað öll mein. Þú einn vilt alla styðja og öllum sýna tryggð. Þú einn vilt alla biðja og öllum kenna dyggð. Þú einn vilt alla hvíla og öllum veita lið. Þú einn vilt öllum skýla og öllum gefa frið. (D. Stef.) Við biðjum hann, sem öllu ræður, að veita ástvinum öll- um styrk og blessun. J. Ben. Landsmálabarátton Framundan er nú mikil og hörð barátta í þjóðmálum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn munu ekki láta þá baráttu bitna á störfum þeirra í stjórn bæjarmála. Þeir munu samt ekki frekar en aðrir góðir sjálfstæðismenn leiða þá baráttu hjá sér. Til þess er of mikið í húfi. Nú verður barist um það, hvort íslenska þjóðin á áfram að vera viðundur í efnahagsmál- um á meðal þjóða heims, eða hvort festa í efnahagsmálum á að komast aftur á. Nú verður kosið um það, hvort batnandi afkoma al- mennings í landinu á að vera raunhæf, eða hvort við eigum enn um sinn að lifa í blekk- ingarheimi manna, sem lifa um efni fram, það er komið að skuldadögum vinstristjórn- ar á íslandi. Stjórn Ólafs Jóhannessonar veit ekki sitt rjúkandi ráð og getur ekki leyst vandann, sem verður risavaxnari með hverjum deg- inum sem líður. Það er því ekkert sældarbrauð, sem bíður þeirra manna, sem taka við stjórnartaumunum á næsta kjörtimabili. íslenska þjóðin verður því að gera það upp við sig nú, hvort hún treystir betur til að leysa þennan vanda, annars vegar þeim mönnum, sem leiddu þjóðina farsællega í gegnum erfiðustu ár Íslands 1967—1969, þegar aflabrögð brugðust og verðlag á afurðum fór lækkandi með þeim afleiðingum að útflutn- ingsverðmæti landsmanna féllu í verði um 45%, eða hins vegar þeim mönnum, sem hafa komið efnahagsmálum Íslendinga í hreint öngþveiti á mestu uppgripa árum þeirra tii lands og sjávar. Auknar flugsamgöngur Elísabet Samúelsdóttir var fædd í Hattardal þ. 18. ágúst 1913. Hún var því aðeins rétt rúmlega sextug er kallið kom. Þessi glaða, léttdansandi ung- mær, sem með návist sinni 1 SUMARÁÆTLUN Flugfé- lags íslands, sem gekk í gildi 1. maí, er gert ráð fyrir fleiri ferðum og meiri flutningi en nokkru sinni áður. Það nýmæli er í áætluninni, að teknar verða upp áætlun- arferðir milli Akureyrar og Isafjarðar tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Ferðir milli Reykjavikur og ísafjarðar eru áætlaðar 12 í viku, þar af 3 á föstudögum, 2 á mánudögum, fimmtudög- um og sunnudögum og ein ferð aðra daga vikunnar. Til Patreksf jarðar er áætlað að fljúga á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum, og til Þingeyrar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardög- um. Flugfélag íslands fékk ný- lega nýja Fokker Friendship skrúfuþotu, sem bætist í inn- anlands-flugflotann. Er þetta fimmta skrúfuþotan í innan- landsflugi félagsins. Lokahátíð Tónlistarskólans LOKAHÁTÍÐ Tónlis'tarskóla ísafjarðar og skólauppsögn verða í Alþýðuhúsinu laugar- daginn 1. júní kl. 5 e.h. Fjárir nemendur, sem nú eru að kveðja skólann, leika á ýms hljóðfæri, en þau eru Kristján Guðmundur Jóhanns- son, Halldór Jónsson, Guðrún B. Magnúsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir. Annað á efnis- skránni er: Kristinn Níedsson leikur á fiðlu, blásarakvint- ett, hljómsveit Tónlistarskól- ans, samleikur kennara á flautu, fiðlu og celló. Allir vinir og velunnarar Tónlistarskólans eru velkomn- ir á lokahátíðina. Tilkynning um aðstöðugjald í Vestfjarðaumdæmi. Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt um álagningu aðstöðugjalds í Vestfjarðaumdæmi 1974, skv. 5. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga: ísafjarðarkaupstaður — Gufudalshreppur — Flat- eyjarhreppur — Barðastrandarhreppur — Rauða- sandshreppur — Patrekshreppur — Tálknafjarðar- hreppur — Suðurfjarðahreppur — Auðkúluhreppur Þingeyrarhreppur — Mýrahreppur — Flateyrar- hreppur — Suðureyrarhreppur — Hólshreppur Súðavíkurhreppur — Nauteyrarhreppur — Snæ- f jallahreppur — Árneshreppur — Kaldrananes- hreppur — Hrófbergshreppur — Hólmavíkurhrepp- ur — Fellshreppur og Bæjarhreppur. Gjaldstigar liggja frammi á skrifstofu minni og hjá viðkomandi sveitarstjórn. Skv. greindum lögum þurfa þeir, sem hafa atvinnu- rekstur í nefndum sveitarfélögum, en heimilisfesti annars staðar að skila sérstöku framtali til að- stöðugjalds. Þeir, sem reka margþætta starfsemi þurfa að senda greinargerð um hvað af útgjöld- unum tilheyri einstökum gjaldaflokkum. Áðurnefnd gögn þurfa að berast sem fyrst, ella má búast við, að áætlun verði beitt á aðstöðu- gjaldið eða skiptingu í gjaldflokka. ísafirði, 29. apríl 1974, Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Laus staða Staða framkvæmdastjóra fyrir Smábátaeiganda- félagið Hugin, ísafirði er laus til umsóknar. Staðan veitist fyrst, sem hálfs dags starf. Umsóknir ásamt kaupkröfu sendist fyrir 15. júní til Sigurður Ólafssonar, Seljalandsvegi 75 sími 3514,, sem gefur nánari upplýsingar. S T J Ö R N I N . Til sölu bifreiðin í-1416, Land-Rover díesel, árgerð 1962, vel með fari. Upplýsingar gefnar kl. 12—1 og eftir kl. 7 e.h. GESTUR PÁLMASON sími 7325 — Bolungarvík Frá Menntaskólanum Brautskráning stúdenta frá Menntaskólanum á ísafirði fer fram í fyrsta sinn við skólaslit í ALÞÝÐUHÚSINU á (safirði mánudaginn 3. júní n.k. kl. 15,00. Vinir og velunnarar skólans velkomnir meðan hús- rúm leyfir. SKÓLAMEISTARI.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.