Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 01.06.1974, Qupperneq 4

Vesturland - 01.06.1974, Qupperneq 4
Framboð Sjáífstœðis- flokksins í Vestfjarða- kjördœmi við alþingis- kosningarnar 30. júní Á FUNDI Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi þann 20. maí s.l. var endanlega gengið frá framboði Sjálfstæðisflokks- ins til alþingiskosninga í Vestfjarðakjördæmi hinn 30. júní n.k. Þeir Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjáns- son skipa sem fyrr tvö efstu sæti listans, í þriðja sæti er frú Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, mikilhæf kona, gjörkunnug málefnum Vest- firðinga, enda Vestfirðingur sjálf, og í 4. sæti listans er Jóhannes Árnason, sýslumað- ur á Patreksfirði, sem um langt árabil hefur tekið virk- an þátt í sveitarstjórnarmál- um í sinni heimabyggð og er nákunnugur vandamálum Vestfirðinga. I öðrum sætum listans eru flestir hinir sömu og voru á framboðslistanum við síðustu alþingiskosningar. — Þó er Kristján Jónsson, stöðvar- stjóri á Hólmavík, nýr maður á listanum, en hann hefur áður verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vest- fjörðum í alþingiskosningum, og nýtur trausts og virðingar þeirra, er til hans þekkja. Sjálfstæðismenn á Vest- fjörðum telja að vel hafi til tekist með framboð sitt, og ganga ótrauðir til kosninga- baráttunnar í fullri vissu um að sjálfstæðisfólk á Vest- fjörðum og aðrir, sem treysta Sjálfstæðisflokknum betur til forystu en hinu sundraða liði vinstri manna, muni tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsileg- an sigur á Vestfjörðum í kosningunum 30. júní. Framboðslisfinn 1. Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri, ísafirði. 2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkv.st., Reykjavík. 3. Sigurlaug Bjarnadóttir, frú, Reykjavík. 4. Jóhannes Árnason, sýslumaður, Patreksfirði. 5. Hildur Einarsdóttir, frú Bolungarvík. 6. Kristján Jónsson, stöðvarstjóri, Hólmavík. 6. Engilbert Ingvarsson, bóndi, Mýri. 8. Ingi Garðar Sigurðsson, Reykhólum. 9. Jóhanna Helgadóttir, frú, Prestbakka. 10. Ásberg Sigurðsson, borgarfógeti, Reykjavík. Fyrstu bœjarfulltrúar Sjálfstœðis- flokksins í Bolungarvíkurkaupsfað Guðmundur B. Jónsson Ólafur Kristjánsson Hálfdán Einarsson Guðmundur Agnarsson SJÁLFSTÆÐISMENN hafa haft meirihluta í hreppsnefnd Hólshrepps um 30 ára skeið og haft forystu um stórstígar framkvæmdir í byggðarlaginu. Þrátt fyrir mikinn viðbúnað vinstri mana, og sameiginlegt framboð við sveitarstjórnarkosningarnar, tókst þeim ekki að hnekkja meirihlutaaðstöðu Sjálfstæðismanna, enda þekkja Bolvíkingar af langri renyslu, að Sjálfstæðismönnum er bezt treystandi til að hafa forystu um áframhaldandi upp- byggingu bæjarins. Matthías Bjarnason Þorvaldur G. Kristjánsson Sigurlaug Biarnadóttir Jóhannes Árnason Hilriur Einarsdóttir Kristján Jónsson, Engilbert Ingvarsson Ingi Garðar Sigurðsson Jóhanna Helgadóttir Ásberg Sigurðsson

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.