Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 16.06.1974, Qupperneq 1

Vesturland - 16.06.1974, Qupperneq 1
Ll. árgangur. ísafirði, 16. júní 1974. 9. —10. tölublað. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur: Dýrkeypt reynsla af vinstri stjdrn Kjósendur kveða upp sinn dóm við kjörborðið 30. júní n.k. ÁRIÐ 1974 verður fyrir margra hluta sakir merkisár í íslenzkri þjóðarsögu. Við minnumst 1100 ára byggðar á íslandi. Öll þjóðin heldur hátíð í því tilefni, islenzkir hugir sameinast í minningu um löngu liðna tíð, þar sem skiptast á skin og skuggar, sigrar og ósigrar í aldalangri baráttu smáþjóðar við óblíð Sjálfstæðismenn og jafnað- armenn og óháðir hafa nú gert með sér samkomulag um að mynda meirihluta í bæjarstjórn ísafjarðar á næsta kjörtímabili. Að baki þessum meirihluta standa fjórir bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins og þrír bæjarfulltrúar jafnaðarmanna og óháðra. Fyrsti fundur hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar var haldinn 6. júní s.l., en á þeim fundi voru ekki teknar neinar meiri háttar ákvarðanir. — Næsti fundur var svo haldinn s.l. fimmtudag og fyrir for- göngu bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins var stofnað til þessa meirihluta í bæjar- stjórn. Var samið á jafnréttis- grundvelli og gerður málefna- samningur milli flokkanna. Heitið var að vinna áfram að þeim verkefnum, sem undir- búin voru á síðasta kjörtíma- bili. Kosnir voru forsetar bæjar- stjórnar og allar nefndir bæj- arstjórnar. Forseti bæjar- náttúruöfl, innbyrðis deilur og erlenda áþján. Fyrir réttum 30 árum fögn- uðum við loks fullum sigri í sjálfstæðisbaráttu okkar með stofnun lýðveldis á íslandi. Þrítug að aldri þykjumst við að jafnaði hafa náð jafnvægi og þroska hins fulltíða manns. — Getum við því ekki nú, á þessu merkisári horft von- Jón Ben Ásmundsson forseti bæjarstjórnar stjórnar var kjörinn Jón Ben Ásmundsson skólastjóri, 1. varaforseti Jón Ólafur Þórð- arson fulltrúi og 2. varaforseti Guðmundur Ingólfsson bæjar- gjaldkeri. Þá var einnig kosið í bæjar- ráð og eiga þar sæti Guð- glöð og fagnandi fram á veg- inn sem sjálfstæð þjóð og ein hin ríkasta í heimi að verald- argæðum? DÖKKAR BLIKUR. Við hljótum að svara þeirri spurningu játandi, þótt óneit- anlega séu ýmsar dökkar blik- ur á lofti. Það er staðreynd, að þetta þjóðhátíðarár okkar, sem beðið hefir verið með töluverðri eftirvæntingu og viðbúnaði, hefir, það sem af er, einkennzt af óróa og upp- lausn í íslenzkum þjóðmálum, sem gæti reynzt alvarlegt hættumerki, ef ekki væri brugðizt við á réttan hátt — af manndómi og raunsæi. VILDI BREYTA TIL. Fyrir þremur árum kom til valda ný ríkisstjórn á íslandi, vinstri stjórn, „stjórn fólks- ins“, eins og hún hefir gjarn- an verið kölluð af fylgismönn- um hennar til að hljómi vel í eyrum „fólksins". Það er enginn vafi á því, að ein megin ástæðan fyrir því, að þessi vesalings vinstri stjórn varð til var einfaldlega sú, að fólkið vildi breyta til eftir óvenju langan stjórnarferil sömu flokka, Sjálfstæðis- mundur Ingólfsson, Jón Ben Ásmundsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Kosnar voru allar nefndir og er helmingur þeirra kosinn til eins árs, en hinn helming- urinn til fjögurra ára. Minni- hlutanum í bæjarstjórn var gefinn kostur á að velja menn í nefndir. Sjálfstæðismenn hyggja gott til samstarfs þessa meirihluta í bæjarstjórn ísafjarðar. Meirihlutasamstnrf óbreytt á ísafirði flokksins og Alþýðuflokksins. Þessi ástæða var í rauninni skdljanleg og eðlileg, ekki hvað sízt með tilliti til yngstu kjósendanna, sem ekki mundu og ekki vissu af eigin reynslu, hvað „vinstri stjórn“ þýddi í raun. Þeir, sem eldri voru og reynslunni ríkari báru vissu- lega nokkurn ugg í brjósti við valdatöku núverandi rík- isstjórnar, m.a. með þá stað- reynd í huga, að engin vinstri stjórn á íslandi hefir haldið út heilt kjörtímabil. HVERNIG FÆR ÞAÐ STAÐIZT? Ég hygg þó, að engan ís- lending — jafnvel ekki þá svartsýnustu — hafi órað fyrir að ferill þessarar ríkis- stjórnar myndi enda með slík- um ósköpum sem raun er á orðin og öllum landsmönnum kunn. Menn spyrja agndofa, hvernig það fái staðizt, að í einu mesta góðæri, sem yfir þjóðina hefur gengið skuli fjármálum ríkisins komið í slíkt öngþveiti, á sama tíma og almenningur hefur fullar hendur fjár, að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í beinan voða. ÓHJÁKVÆMILEG ÚTKOMA. Svarið liggur þó í rauninni beint við: Stjórnarstefna, sem er haldin þeirri undarlegu og háskaiegu blindu á því ein- falda lögmáli, að enginn bú- rekstur — ekki heldur rekst- ur þjóðarbúsins — fær stað- izt til lengdar, ef bústjórinn eyðir margfalt meiru en búið gefur af sér. — Sú stefna hlýtur að leiða til ófarnaðar. Gildir einu, þótt eyðslufénu væri varið til nytsamlegra hluta í sjálfu sér. Útkoman verður óhj ákvæmilega — og því fyrr sem lántökurnar eru ábvrgðarlausari og eyðslan hóflausari — hallarekstur, skuldafen og gjaldþrot. Sigurlaug Bjarnadóttir FURÐULEG KOKHREYSTI. Hallarekstur og skuldafen íslenzka þjóðarbúsins eru í dag staðreynd. Gjaldþrotið er yfirvofandi og því verðum við að bægja frá dyrum okkar, ef við viljum halda áfram að vera frjáls og fullvalda þjóð. Hér er mikið alvörumál annars vegar en það lætur allt að því hlægilega í eyrum, þegar núverandi forsætisráð- herra, sem hlýtur að teljast öðrum fremur ábyrgur fyrir því hvernig komið er, talar um það af furðulegri kok- hreysti, að hann og flokkur hans muni af „ábyrgð og festu“ ráða fram úr vanda- málunum, ef kjósendur veiti honum umboð sitt í alþingis- kosningunum, sem nú standa fyrir dyrum — á eftir allt sem á undan er gengið. LÍTUM í EIGIN BARM. Kaupæði, taumlausri kröfu- gerð og eyðslu- og útþenslu- stefnu, sem núverandi rikis- stjórn hefur kynt undir á valdaferli sínum, þarf að linna. í þeim efnum þýðir ekki að lýsa allri ábyrgð á hendur stjórnvöldum. Við hljótum, hver einstaklingur, að líta í eigin barm og taka persónulega ábyrga afstöðu. íslenzk stjórnmálaþróun, að undanförnu í valdatíð vinstri manna, sem hafa, að því er virðist vísvitandi, stefnt að því að glepja fólki sýn, hefur orðið íslenzkum almenningi í senn þörf lexía og dýrkeypt reynsla. Framhald á 2. síðu. Kjósum Sigurlðugu á þing x

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.