Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 3

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 3
3 Hildur Einarsdóttir, Bolungarvík: Strjálbýlið njóti fyllsta jafnréttis FRÚ Hildur Einarsdóttir í Bolungarvík, sem skipar nú fimmta sæti á framboðslista Sjáifstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi, átti sæti á Alþingi sem varamaður á sl. vori. Eftirfarandi ræðu flutti hún við aðra umræðu í Efri deild frumvarps tii laga um Þjóð- hagsstofnun og Framkvæmda- stofnun ríkisins. Fjallar hún þar um hina ýmsu erfiðleika, sem samfara eru því að búa í strjálibýlinu, og hverra úr- bóta sé þörf til að bæta að- stöðu fólksins þar: Það er í senn forvitnilegt og nýlunda fyrir mig, að eiga þess kost að sitja nokkra þingfundi á löggjafarsam- komu þjóðarinnar. í sölum Alþingis má segja, að varð- veitt sé fjöregg þjóðarinnar, hér eru málefni hennar rædd og úrskurðuð, enda Alþingi æðsta vald í þeim efnum. Fyrir þjóðfólagsþegnana varð- ar það miklu að vel að mál- um sé staðið, og vel á haldið, svo þau geti orðið alþjóð að sem mestu gagni. Að undanförnu hefur verið mjög tíðrætt um efnahags- mál, sem brýna þörf ber að finna fullnægjandi lausn á, og það þo'li enga bið, að öðr- um kostd fari allt í glundroða, eigi að síður líða dagar og vikur, en ekkert raunhæft gerist, tækni og aðstoð efna- hagsráðunauta hefðu átt að geta flýtt hér fyrir, en hvað veldur? Mikil spenna hefur ríkt í peningamálum og er nú svo komið, að margir hafa keppzt vði að eyða, eða breyta pen- ingum sínum í einhvers konar annað eignarform. Jafnvel fólk í strjálbýli hefur talið hyggilegra að festa kaup á einhvers konar stein- kössum í Reykjavík heldur en að leggja peninga sína á vöxtu, þrátt fyrir að það hyggist ekki nota hina keyptu aðstöðu til búsetu. Slík er vantrúin því miður orðin á gjaidmiðli þjóðarinnar. Bank- ar og sparisjóðir eru svo til lokaðir sem lánastofnanir enda aðeins tap fyrir ótryggt sparifé, sem fólk verður nauðsynlega að hafa við hend- ina frá degi til dags og spari- fé barna og gamalmenna, sem það síðarnefnda hefur varðveitt og geymt sér í ör- yggisskyni til elliáranna. Þessa óheiliaþróun verður að stöðva og sem fyrst, enda óhæfa að forsjálu fólki, sem leggur fé sitt á vöxtu til að tryggja framtíðarstöðu sína, jafnframt því sem það með sparnaði sínum gerir kleift að lána fé til ýmiss konar nauðsynlegra framkvæmda, sé hegnt fyrir slíka holiustu við þjóðfélagið. Sparifé verð- ur að verðtryggja og þeir sem fá það lánað verða að greiða fyrir þá þjónustu eins og hún raunverulega kostar. Ég hef aldrei getað skilið að þessu réttlætismáld skuli á- vailt hafa verið ýtt til hUðar í áranna rás. Ég kem úr strjálbýli, þar sem ég er fædd og upp aiin. Þar hef ég af fremsta megni reynt að taka þátt í ýmis konar félagsmálastarfsemi, sem þar hefur þurft að vinna. Mér eru því ofarlega í huga nú á þessum stað ýmiss mál- efni strjálbýlisins og vænti að mér verði ekki legið á hálsi, þó að ég víki máli mínu að þeim vandamálum, sem þar er helzt við að glíma. Mikið hefur verið rætt og ritað um þau mál. Höfuð vandamál hinnar strjálu byggðar tel ég fyrst og fremst fólgin í skorti á íbúðarhúsnæði og heilbrigðis- þjónustu. Það var alvarlegt áfall fyrir strjálbýlið, þegar samningarnir um byggingu Breiðholtsíbúðanna voru gerð- ir. Þeir mismunuðu mjög að- stöðu og hafa sogað ótaldar fjölskyldur utan af lands- byggðinni til Reykjavíkur. Þar sem atvinnuástandið er gott og ég þekki til, er alls ekki hægt að fullnægja eftir- spurn eftir íbúðarhúsnæði sem skyldi. Fylgja verður fast eftir að húsnæðisskortur hamli ekki eðlilegri byggða- þróun. Heilbrigðisþjónustan er vægast sagt langt frá því að vera samboðin siðmenntuðu þjóðfélagi. Menntun og tækni hefur fleygt fram, en að sama skapi hnignar heilbrigðisþjón- ustunni víðast hvar, þeirri þjónustu sem manneskjunni er svo imikilvæg. Þar sem ég þekki bezt til er stöðugt unn- ið allan ársins hring löngum vinnudögum að þjóðnýtum störfum og verður það ekki þolað öllu lengur að við skul- um vera líkt á vegi stödd á sviði heilbrigðisþjónustu og gerzt hefur víða á meðal van- þróaðra ríkja. Læknir kemur til okkar þrjá daga í viku og losnar jafnan ekki sökum mikiils annríkis fyrr en nýr dagur ihefur hafið göngu sína. Menn hafa skiptar skoðanir um, hverjar munu helztu á- stæður fyrir þessu ófremdar- ástandi. Að mínu mati eru þær ástæður helztar, að lækn- ar hafi fardð í sérnám og ekki talið vera næg verkefni og svigrúm í greinum sínum úti á landsbyggðinni, en jafn- framt ihafa forráðamenn heil- brigðisþjónustu ekki gert sér grein fyrir að leggja þurfi á- herzlu á menntun heimilis- lækna til að leysa af hólmi gömlu héraðslæknana sem smám saman voru að týna tölunni. Úr þessu ófremdar- ástandi verður að bæta. Óum- flýjanleg eru stór átök hið bráðasta ef ekki á illa að fara. Hraða verður uppbygg- ingu læknamiðstöðvanna. Alla starfsaðstöðu þar og í læknis- héruðum verður að byggja upp með beztum fáanlegum búnaði miðað við aðstæður á hverjum stað eftir ráðlegg- ingum sérfróðra manna þar um. Slíkt auðveldar áreiðan- lega að fá lækna sem vanizt hafa í námi og störfum þar að lútandi beztu starfsaðstöðu á nútíma mælikvarða. Okkur finnst við ekki hafa unnið til þess að vera með- höndluð sem nokkurs konar annars flokks fólk ef ég mætti nefna það svo, hvorki í heil- brigðisþjónustu eða öðru. Það á að vera stolt þjóðarinnar, að íbúar striálbýlisins njóti á hverium tíma iafnréttis á við aðra þeana þjóðfélagsins. Ýmsa aðra þætti mætti nefna í sambandi við byggða- jafnvægið, svo sem jöfnunar- verð á rafmagni, símgjöldum, vöruverði vegna flutnings- kostnaðar í mörgum tilvikum og ranglátan söluskatt af til- fallandi flutningskostnaði. — Mér er ekki kunnugt um að fólk í strjálbýli fái hærri laun fyrir vinnu sína eða útflutningsatvinnuvegimir hærra verð fyrir afurðir sín- ar þó að tilkostnaður sé hærri í þessum tilvikum. Gjörbreyta þarf stjórnsýsluháttum. Flytja þarf aukinn sjálfsákvörðunar- rétt til hinna ýmsu byggða eftir því sem frekast er unnt að framkvæma, úr höndum .stjórnvalda í höfuðborginni út til íbúanna í strjálbýlinu. Tryggja verður að við getum notið sambærilegrar almennr- ar aðstöðu, þjónustu og þæg- inda eins og það bezt gerist á þéttbýlissvæðum. Þar sem á annað borð eru stunduð þjóð- nýt störf er óréttlátt að mis- muna þegnum á þessum svið- um. Til þess þurfa einingarn- ar að sjálfsögðu að vera það mannmargar, að eðlileg sam- Húsmæðraskólanum Ösk á ísafirði var slitið 29. maí og hafði þá starfað í 8 mánuði. Þorbjörg Bjarnadóttir skóla- stjóri skýrði frá skólastarf- inu á liðnum vetri. 13 nem- endur voru í heimavist á þriggja, fimm og átta mán- aða námskeiðum og luku 7 prófi að loknu námi í heilan vetur. Hæstu einkunn hlaut Þór- hildur Ásgeirsdóttir frá Höfn í Hornafirði, 8,82. Hlaut hún verðlaun úr sjóði Camillu Torfason. Haldin voru fjögur nám- skeið fyrir bæjarbúa og fólk úr nágrenni ísafjarðar í saum- um, vefnaði og matreiðslu. Voru þau mjög vel sótt og ekki tök á að fullnægja eftir- spurn. Um 100 konur og nokkrir piltar sóttu mat- reiðslunámskeið. Húsmæðraskólinn sá um kennslu í handavinnu stúlkna í gagnfræðaskólanum og sá skóli hafði einnig afnot af kennslueldhúsi húsmæðra- skólcms og var þar kennd matreiðsla, bæði piltum og -stúlkum. Hildur Einarsdóttir skipti og þjónusta geti farið að kröfu tímans. Hér hefur tímans vegna að- eins verið stiklað á stóru í málefnum strjálbýlisins, þó að freistandi væri að koma inn á fleiri þætti þess. Mér finnst vera vaxandi skilning- ur á þessum málum og fagna því heils hugar. Við höfum ekki efni á að leggja niður lífvænlegar byggðir landsins, slíkt væri einnig þjóðarskömm. Ef þjóð- in á að lifa efnahagslega sjálfstætt verður hún að nýta gæði landsins þar sem þau er að finna. Rými í heimavist var leigt menntaskólastúlkum og fleiri aðilum. Fastir kennarar við skólann voru fjórir. SkóMnn mun starfa með svipuðum hætti næsta skólaár. Stofnað hefur verið nem- endasamband eldri og yngri nemenda skólans. Var stofn- fundurinn haldinn 27. maí og sóttu hann um 100 konur. Nemendur, sem útskrifuðust 1949, höfðu forgöngu í þessu máli og hafði frú Anna Helga- dóttir, ísafirði, orð fyrir þeim. Kvað hún markmið samtak- anna að efla og styrkja starf- semi skólans og vinna að ýmsum þörfum verkefnum í nafni hans. Hvatti hún nem- endur til að sýna áhuga og samhug í framgangi þeirra mála. Fjöldi gamaUa nemenda skólans var við skólaslitin og færðu skólanum höfðinglegar gjafir. Tóku fulltrúar ýmissa árganga til máls við athöfn- ina. Skólastjóri þakkaði gjaf- ir og heillaóskir og bauð gest- um síðan til kaffidrykkju. Lauk þar með 54. starfsári Húsmæðraskólans á ísafirði. Vestfiröingar! Ef framkvæmdir eru fyrirhugaðar og þið þurfið á tæknilegri aðstoð að halda, hafið þá samband við vestfirzk hönn- unarfyrirtæki. Við höfum á okkar vegum tæknifræð- inga í byggingargreinum, skipasmíði, vélbúnaði og rafmagni. TÆKNIÞJÓNUSTA VESTFJARÐA HF. ÍSAFIRÐI — SÍMI 3601 ATVINNA Starfsmaður óskast til afleysinga vegna sumar- leyfa á póstafgreiðsluna. Upplýsingar hjá póstfulltrúa. PÓSTUR og SÍMI, ísafirði. HÚSMÆÐRASKOL- ANUM ÓSK SLITIÐ

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.