Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 5

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 5
SjStis) zísymœTo&i ssnawwisxnxM 5 Engilbert Ingvarsson, Tirðilmýri: Sjálfstæðisstefna - Vinstri stefna Nú er komin dýrkeypt reynsla af vinstri stefnu í íslenzkum stjórnmálum, það er því auð- velt að velja í kosningunum 30. júní n.k. Fólkið í landinu þarf að kjósa styrka fjármálastjórn, lýðræðislegt stjórnarfar og ábyrga forystu þjóðmála, það velur því sjálf- stæðisstefnuna og kýs D-list- ann. Sjálfstæðisstefnan boðar frjálshyggju, sem felur í sér valddreifingu og raunverulegt lýðræði. Frjálst markaðskerfi, sem gerir framleiðendum kleift að haga framleiðslu eft- ir þvá sem hagkvæmast er og þar með stuðla að meiri verð- mætasköpun, en veitir neyt- endum frjáist vöruval er býð- ur upp á frjálsa verðmyndun. Að sjálfsögðu þarf styrka landsmálastjórn og lýðræðis- legt stjórnskipulag, sem þegn- arnir geta treyst til þess að frjálshyggja fái notið sín til fulis. Vinstri stefna leiðir til skipulagshyggju, sem þýðir miðstjórnarvald og afleiðing- in verður haftastefna og þvingandi afskipti ópersónu- legs ríkisvalds. Vinstri menn tala um aukna samneyzlu, án tillits til þjóðartekna, sem þýðir hærri skatta og sífellt meira fjárstreymi um ríkis- sjóð og ríkisstofnanir. Þeir tala í orði kveðnu um dreif- ingu válds, en ótvíræð dæmi sanna hver framkvæmdin er, nefndir skipaðar af pólitísk- um ráðherrum f jalla um margs konar málefni í umboði ríkis- valdsins í stað fulltrúa, sem borgaramir sjálfir ættu að kjósa. Auðsæ er stefna enn- verandi ríkisstjórnar í raf- orkumálum, óhagkvæmar og ótímabærar samtengingarlín- ur á milli landshluta eru byggðar fyrir hundruð mill- jóna, til að efla ríkisrekna rafdreifingu, en rafveitum sveitarfélaga neitað um fjár- magn til framkvæmda. Valddreifingarstefna sjálf- stæðismanna miðar að því að ákvarðanataka og fjármála- ábyrgð fylgist að og sé sem mest útí í héruðunum, hjá fólkinu sjálfu og félagsstarf- semi þess. Ríkið á að vera til þjónustu fyrir fólkið og mynda almennan grundvöll efnahagsmála, en ekki vasast í atvinnurekstri. Sjálfstæðisflokkurinn vill aukið sjálfsforræði sveitarfé- laganna í stjórnsýslukerfinu. Sveitarfélögin og þjónustufyr- irtæki þeirra eiga að hafa á hendi verkefni, sem eru í nánum tengslum við borgar- ana, en til þess þarf að tryggja iþeim örugga tekjustofna. Með því móti á hver og einn að geta haft bein áhrif á gang mála. Þvi ber að efla sveitar- félögin svo þau séu þess megnug að takast á hendur aukin verkefni. — Á það einkum við um fámenn- ustu hreppana. Sveitahrepp- arnir verða útundan í stjórnsýslukerfinu séu þeir ekki jafnokar kaupstaðanna, það bitnar á sveitafólkinu. Minnstu hreppsfélögin verða að sameinast eða hafa sterka samvinnu um sameiginlega fjármálastjórn. Byggðastefna á að miða að því að draga úr rikisrekstri og verkefnum ríkisstofnana eða færa starfsemi þeirra út á landsbyggðina, en auka verkefni sveitarfélaga og fólksins í dreifbýlinu. Byggða stefna og framkvæmd byggða- áætlana verður að byggjast á framtaki landsbyggðar- manna en ekki skipulagningu ofan frá. Með því móti fást góðir starfskraftar, tækni- menntaðir menn og sérþekk- ingin út á landsbyggðina. Það verkar hvetjandi á fram- kvæmdir og frumkvæðis- vilja einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga, eflir þrótt og þor fólksins og treystir byggðina. í þekkingunni er fólgið afl, því má sérfræðimenntunin ekki safnast í samiþjappað vald á höfuðborgarsvæðinu, það verður að dreifa þekking- unni. Sjálfstæðisflokkurinn vill vernda einstaklinginn fyrir ofríki ríkisvalds, flóknu stjórn kerfi, fjarstýrðum áætlanabú- skap,. og pólitísku miðstjórnar- valdi. í þessari stuttu grein er ekki tækifæri til að nefna vestfirzk dæmi, en ég vil minna á sjávarútveg og fisk- iðnað, undirstöðuatvinnuveg- inn. Alldr sjá að þessi atvinnu- vegur væri ekki betur kominn undir forsjá ríkisins. Það er fyrst og fremst að þakka nánum tengslum og lífrænu starfi fólksins við fiskfram- leiðsluna að árangur er góður. Fólkið sjálft, sjómenn, útvegs- menn og þeir sem vinna hjá fyrirtækjunum og veita þeim forstöðu, þekkja sjávarútveg frá blautu barnsbeini, það væri ekki betur gert undir stjórn pólitískra kommissara. Ég get ekki stillt mig um að nefna Inn-Djúpsáætlun, sem stendur mér nærri og er nú að -komast á fram- kvæmdastig. Framkvæmdaá- ætlun þessi er fyrst og fremst sprottin frá bændunum sjálf- um. Það er á almennum fé- lagsfundi bænda í ræktunar- sambandinu hér, að samþykkt er tillaga um athugun þess- ara mála. Oddvitar, sveitar- stjórnarmenn og formenn búnaðarfélaganna fjalla svo um málið og semja um það erindi til Stéttarsambands bænda. En áður hafði stjórn Búnaðarfélags íslands fjallað um tillöguna og farið fram á aðstoð Landnáms ríkisins. Málið var svo tekið fyrir og samþykkt hjá Búnaðarsam- ibandi Vestfjarða og Fjórð- ungssambandi Vestfjarða. Eftir að allir þessir aðilar höfðu lýst eindregnum stuðn- ingi við Inn-Djúpsáætlun lagði landnámsstjóri frumdrög fyr- ir almennan fund bænda í Reykjanesi 19. júní 1972, þar sem málið fékk mjög góðar undirtektir og órofa stuðning allra bænda á svæðinu. Það er fyrst að þessum undirbún- ingi loknum, að bændanefnd ásamt landnámsstjóra leggur áætlunartillögur fyrir alþing- ismenn Vestfjarða, landbún- aðarráðherra og Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Þannig er Inn-Djúpsáætlun algjör nýjung í byggðaáætl- unum og landbúnaðarstefnu og getur orðið fordæmi að slíkri áætlanagerð. Hún er byggð á fersku upplýsinga- streymi viðkomandi einstakl- Engilbert Ingvarsson inga og á að gefa heildarsýn yfir alhliða þróun mála. Framkvæmdaáætlun þessari er ætíað að vera ráðgefandi um nýtingu landsins og hag- nýta framleiðslu. Hún á að stuðla að velferð íbúanna, styrkja sjálfstætt frumkvæði bænda og efla félagslegt framtak og samtakamátt. Inn-Djúpsáætlun er ekki komin frá pólitísku miðstjórn- arvaldi og er því ekki skipu- lagsþvingandi um framkvæmd ir eða framleiðslu. Inn-Djúpsáætlun er í sam- ræmi við frjálshyggju, hún er gerð að frumkvæði fólksins og sniðin að þörfum þess og vilja. Styrkjum stöðu Sjálfstæð- isflokksins í landinu. Eflum raunhæfa byggða- stefnu. Veitum Sjálfstæðisflokkn- um brautargengi. Engilbert Ingvarsson. F jórÖungssambandið um húsnœðismálin Eftirfarandi ályktun var gerð á stjórnarfundi Fjórð- ungssambandsins hinn 1. júní 1974: Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga harmar það sein- læti, sem varð á samningu reglugerðar fyrir byggingu 1000 leiguíbúða á vegum sveitarfélaga, og lýsir jafn- framt óánægju sinni yfir, hve þunglamalega hefur gengið að þoka málinu á fram- kvæmdastig. Stjórn Fjórðungssambands- ins vill benda á, að lögin, sem heimila byggingu leiguíbúð- anna, tóku gildi ihinn 30. apríl 1973, en reglugerðin er dagsett nálega 10 mánuðum síðar, eða 26. febrúar 1974. Síðan hefir málið verið í vandlegri athugun hjá stjórn- völdum og Húsnæðismála- stofnun ríkisins og nú fyrir nokkru er liðinn sá frestur, ' sem stofnuninni er í reglugerð ætíaður til að skila bráða- birgða áætlun um fram- kvæmdir á þessu ári og skipt- ingu íbúðanna milli lands- hluta. Að sjálfsögðu vill stjórn Fjórðungssambands Vestfirð- inga virða alla viðleitni tíl fyrirhyggju og forsjálni í opinberri starfsemi, en telur að augljóst sé að skort hafi a.m.k. framkvæmdasnerpu hjá stjórnvöldum í þessu máli. Hafi fjármagnsskortur hins vegar hamlað framgangi leiguíbúðamálsins, verður að telja það vafasama mismun- un á fjárveitingu til húsnæð- ismála, að lögheimiluðum verkefnum sveitarfélaga í þessu efni skuli haldið niðri, á meðan viðstöðulaust er unnt að vinna að bygginga- verkefnum hjá byggingafyrir- tækjum fyrir fjármagn, sem Byggingasjóður ríkisins hefir skuldbundið sig til, með allt að 18 mánaða fyrirvara, að leggja fram með reglubundn- um hætti til þeirra aðila, með- an á framkvæmdum stendur. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðingar lítur á það sem beinan hemil stjómvalda á æskilega þróun byggðamála, ef Húsnæðismálastofnun ríkis- ins dregur svo að veita láns- loforð cg láta í té nauðsynleg gögn, að ekki geti orðið af framkvæmdum við byggingu leiguíbúða á vegum sveitar- félaga á þessu ári. SIÐGÆÐI SAM- TAKANNA Frétt Morgunblaðsins s.l. föstudag um að þeir Karvel Pálmason og Jón Baldvin hafi fengið ríkisrekna flug- vél Flugmálastjórnarinnar til að sækja sig til ísafjarð- ar og fljúga með sig til Reykjavíkur, hefur vakið mikla athygli. Þeir kumpánar munu hafa notið tilstyrks sam- göngumálaráðherra, Magnúsar Torfa Ólafssonar, sem í skjóli síns embættisvalds hefur fyrirskipað að vélin skyldi send í þetta snatt á kostnað skattborgaranna. Þeir félagar fóru þessa reisu snemma á þriðjudags- morgun. Þann sama dag komu tvær flugvélar Flugfé- lags íslands til ísafjarðar, en þessum höfðingjum nægði ekki að fljúga með þeim, það var víst ekki nógu fínt fyrir þá. Þetta eru mennirnir, sem fyrir síðustu kosningar lýstu yfir því, að eitt helzta baráttumál Samtakanna væri að bæta siðgæðið í íslenzkum stjórnmálum. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er opin að Uppsölum, miðhæð, alla daga frá kl. 10—12 og 13—22. Við biðjum alla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við skrifstofuna, og einnig leggjum við áherzlu á að þeir láti vita sem fyrst um þá kjós- endur flokksins, sem verða fjarverandi á kjördegi. SÍMI SKRIFSTOFUNNAR ER 3232.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.