Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 7

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 7
7 Framsókn og byggða- stefna Braslegt er að lesa skrif Framsóknarmanna um svo- kallaða byggðastefnu. Það er eitthvað, sem þeir þykjast hafa fundið upp nú allra síð- ustu árin. Þeir hljóta að halda að 'kjósendur hafi mjög lélegt minni. Sannleikurinn er sá, að það var Sjálfstæðisflokkurinn, sem fyrst og fremst beitti sér fyrir byggðastefnu, sem fyrr á árunum var barizt fyrir undir hugtakinu jafnvægi í byggð iandsins. Má minna á það hér, að einn harðasti bar- áttumaður í því máli var á sínum tíma Sigurður Bjarna- son frá Vigur. Eitt veigamesta átak, sem gert hefur verið í byggðamál- unum er Vestf jarðaáætlunin í samgöngumálum. Fyrir for- göngu Sjálfstæðismanna var útvegað lán til stórbrotinna framkvæmda í samgöngumál- um Vestfjarða á síðustu ár- um Viðreisnarstjórnarinnar. Framsóknarmenn hæddust að þessari lántöku og Steingrím- -ur Hermannsson spurði eins og álfur út úr hól á framboðs- fundi: „Hvar er Vestfjarða- áætlunin". Framsóknarmenn töluðu um Viðreisnarsjóð Evrópuráðsins sem „flótta- mannasjóð" og töldu lítiilækk- andi að fá þaðan lán. Þeir voru þó ekki fyrr komnir til valda en þeir fengu lán til framkvæmda úr sama sjóði. Vestfjarðaáætlunin í sam- göngumálum hratt af stað stórfelldum framkvæmdum v.ið hafnir, vegi og flugveili á Vestfjörðum, þannig að í annan tíma hafa ekki þekkzt iafn umfangsmiklar fram- kvæmdir hér í byggðarlaginu. En hvað hefur Vinstristjórn- in gert tii þess að hrinda öðr- um liðum Vestfjarðaáætlunar- innar í framkvæmd? Lítið sem ekkert er svarið, sem við blasir. Vinstristjórnin skildi svo hraksmánarlega við, að end- urskoðun á vegaáætlun var ekki afgreidd i flýtinum við að reka þingið heim, og nú er allt í óvissu um vegafram- Vvæmdir á bessu sumri, og Vegasióð skortir hundruð millióna tii að sinna brýnustu verkefnum. ALLAR ALMENNAR MYNDATÖKUR LJÖSMYNDASTOFA fSAFJARÐAR Mánagötu 2 sími 3776 Framsóknarmenn og fleiri andstæðingar Viðreisnar- stjórnarinnar lágu henni á hálsi fyrir að veita ekki nægi- lega miklu fé til framkvæmda við Djúpveginn. En hvað heí- ur Vinstristjórnin gert í því máli? Djúpvegurinn á enn langt í land, og i stað þess að veita fé til að Ijúka hon- um, hefur verið gripið til þess ráðs að efna til happdrættis til að ljúka vegagerðinni. í sjávarútveginum þykjast Vinstristjórnarmenn hafa upp- götvað skuttogarana. Það var hins vegar á síðustu árum Viðreisnarinnar, sem hafin var smíði á fjöknörgum skut- togurum cg samið um smíði, og Vinstristjórnin hefur ekki gert annað en það, að halda áfram þeirri uppbyggingu göngumálum. fiskiskipaflotans, sem Við- reisnarstjórnin var komin vel af stað með. Stefnumótun í því máli var algjörlega í höndum Viðreisnarstjórnar- innar. Byggðastefna hefur verið baráttumál Sjálfstæðismanna í marga áratugi og má það þykja einkennileg málefnafá- tækt hjá Framsóknarmönnum, að tileinka sér höfundarrétt að þeirri stefnu. Höfundar- réttur Framsóknarmanna er í því einu fólginn, að breyta um nafn á hugtaki, sem löngu hafði unnið sér hefð og fylgi meðal íbúa strjálbýlisins, ekki sízt fólksins hér á Vestfjörð- um, sem hefur séð þá stefnu i verki, og þá mest og bezt í Vestfjarðaáætluninni í sam- Tilkynning um lögtök Hér með tilkynnist að lögtaksúrskurður fyrir ó- greiddum en gjaldföllnum FASTEIGNAGJÖLDUM, ÚTSVÖRUM og AÐSTÖÐUGJÖLDUM til bæjar- sjóðs ísafjarðar, ennfremur ógreiddum gjöldum til hafnarsjóðs ísafjarðar, var kveðinn upp þann 30. maí s.l. Lögtök mega fara fram að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Hér með er skorað á þá sem skulda bæjarsjóði og/eða hafnarsjóði framangreind gjöld að gera full skil nú þegar, ella mega þeir búast við að lögtak verði gert til fullnustu greiðslu skuldanna. ísafirði, 31. maí 1974 BÆJARGJALDKERINN ÍSAFIRÐI. TILKYNNING frá Yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördœmis Við kosningar til Alþingis, sem fram eiga að f ara 30. júní 1974, verða eftirtaldir framboðs- listar í kjöri í Vestfjarðakjördæmi: A Listi Alþýðuflokksins 1. Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri, Reykjavík 2. Vilmundur Gylfason, kennari, Reykjavík 3. Marías Þ. Guðmundsson, framkvæmdastjóri, ísafirði 4. Bárður Halldórsson, menntaskólakennari, Akureyri 5. Kristmundur Hannesson, skólastj., Reykjanesi, N.-ís. 6. Ingibjörg Jónasdóttir, húsfrú, Suðureyri 7. Kristján Þórðarson, bóndi, Breiðalæk, Barðarstr.hr. 8. Emil Hjartarson, skólastjóri, Flateyri 9. Geirmundur Júlíusson, húsasmíðameistari, Hnífsdal 10. Ágúst H. Pétursson, skrifstofumaður, Patreksfirði B Listi Framsóknurflokksins 1. Steingrímur Hermannsson, fyrrv. alþingism. Garðahr. 2. Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft, Flateyrarhreppi 3. Ólafur Þórðarson, skólastjóri, Suðureyri 4. Bogi Þórðarson, fyrrv. kaupfélagsstj. Kópavogi 5. Jónas R. Jónsson, bóndi, Melum, Bæjarhr. Strandas. 6. piríkur Sigurðsson, bifvélavirki, ísafirði 7. Áslaug Jensdóttir, frú, Núpi, Dýrafirði, V.-ís. 8. Bárður Guðmundsson, dýralæknir, ísafirði 9. Ólafur E. Ólafsson, fyrrv. kaupfélagsstj. Króksfj.n. 10. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli, Mosvallahr. D Listi Sjúlfstæðisllokksins 1. Matthías Bjarnason, fyrrv. alþingismaður, ísafirði 2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrv. alþ.m. Rvk. 3. Sigurlaug Bjarnadóttir, menntaskólakennari, Reykjav. 4. Jóhannes Árnason, sýslumaður, Patreksfirði 5. Hildur Einarsdóttir, húsmóðir, Bolungarvík 6. Kristján Jónsson, símstjóri, Hólmavík 7. Engilbert Ingvarsson, Tirðilmýri, N.-ís. 8. Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastj. Reykh. A.-Barð. 9. Jóhanna Helgadóttir, húsmóðir, Prestbakka Strandas. 10. Ásberg Sigurðsson, borgarfógeti, Reykjavík F Listi Samtuku frjálslyndra og vinstri manna 1. Karvel Pálmason, fyrrv. alþingismaður, Bolungarv. 2. Jón Baldvin Hannibalsson, skóiameistari, ísafirði 3. Hjördís Hjörleifsdóttir, húsmæðraskólakennari, ísaf. 4. Hjörleifur Guðmundsson, sjómaður, Patreksfirði 5. Hendrik Tausen, sjómaður, Flateyri 6. Ragnar Þorbergsson, verkstjóri, Súðavík 7. Stefán Jónsson, verkstjóri, Hólmavík 8. Bjarni Pálsson, skólastjóri, Núpi, Dýrafirði V.-ís. 9. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari, ísafirði 10. Halldór Jónsson, bóndi Hóli, Bíldudal G Listi Alþýðubandalagsins 1. Kjartan Ólafsson, ritstjóri, Reykjavík 2. Aage Steinsson, rafveitustjóri, ísafirði 3. Sveinn Kristinsson, Klúkuskóla, Kaldrananeshr. Strs. 4. Unnar Þór Böðvarsson, Tungumúla, Barðaströnd 5. Þuríður Pétursdóttir, fsafirði 6. Guðmundur Friðgeir Magnússon, Þingeyri 7. Bolli Ólafsson, Patreksfirði 8. Gestur Kristinsson, Suðureyri 9. Davíð Davíðsson, Sellátrum, Tálknafirði 10. Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum, Bæjarhr. Str.s. ísafirði, 31. maí 1974. í yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis, Guðmundur Marinósson Guðmundur Kristjánsson Guðmundur Magnússon Sigurður Kristjánsson Elías H. Guðmundsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.