Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 8

Vesturland - 16.06.1974, Blaðsíða 8
Fyrsti fundur bœjar- stjórnar Bolungarvíkur Fyrsti fundur hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar Bolung- arvíkur var haldinn í ráðhúsi Bolungarvíkur laugardaginn 1. júní s.l. Á fundinum var Ólafur Kristjánsson málarameistari kosinn forseti bæjarstjórnar. 1. varaforseti var kosinn Guð- mundur Agnarsson skrifstofu- maður og annar varaforseti Hálfdán Ólafsson vélstjóri. í bæjarráð voru kjörnir Guðmundur B. Jónsson vél- smíðameistari, Ólafur Krist- jánsson og Valdimar L. Gísla- son leigubílstjóri. Guðmundur Kristjánsson, sem verið hefur sveitarstjóri Hólshrepps um skeið, var nú kosinn fyrsti bæjarstjóri hins nýja kaupstaðar og hlaut hann atkvæði allra bæjarfull- trúa til starfsins. Ólafur Kristjánsson forseti bæjarstjórnar. Ekki var kosið í nefndir á þessum fyrsta fundi, enda ekki búið að setja bæjar- stjórninni fundarsköp. 17. júní ú Isaiirði Hátíðahöldin á þjóðhátíðar- daginn hefjast á ísafirði með því að safnazt verður saman í Neðstakaupstað kl. 13,30. Þar mun Jóh. Gunnar Ólafs- son fyrrverandi bæjarfógeti og sýslumaður flytja ávarp og Sunnukórinn syngur undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Þá verður afhentur minn- ingarsteinn um Ásgeir Ás- geirsson kaupmann. Síðan verður skrúðganga upp að barnaskólanum og verða skát- ar bæjarins í fararbroddi. Hátíðinni verður haldið áfram á bamaskólalóðinni og hefst með ávarpi. Hátíðaræð- una flytur Hannibal Valdi- marsson fyrrv. ráðherra, Fjal'l- konan kemur fram og þjóð- söngurinn verður sunginn. Þá dansa telpur undir stjórn Bryndísar Schram, Ól- afur Jónsson óperusöngvari syngur, Kvenfélagið Hlíf sýnir þjóðdansa, Jón B. Gunn- laugsson flytur skemmtiefni og Sunnukórinn syngur undir stjórn Ragnars. Strax að l'okinni þessari dagskrá verða opnaðar mynd- listarsýningar. í gagnfræða- skólanum verður sýning á verkum Jóns Hróbjartssonar og verkum í eigu Listasafns ísafjarðar. í barnaskólanum sýna nokkrir félagar úr mynd- listarsamtökunum SÚM. Merki dagsins verður selt á götunum. Clœsilegur fundur kvenna á Flateyri Sjálfstæðiskvennafélögin á ísafirði og í ísafjarðarsýslum efndu til kjósendafundar í samkomuhúsinu á Flateyri á föstudagskvöldið og var fund- urinn mjög fjölsóttur. Komu á hann konur frá ísafirði, Hnífsdal, Bolungarvík, Suður- eyri Þingeyri og Flateyri. Frummælendur á fundinum voru þær Sigurlaug Bjarna- dóttir frá Vigur og Hildur Einarsdóttir, Bolungarvík. — Fluttu þær framsöguræður um stjórnmálaviðhorfið og um þátt kvenna í íslenzkum stjórnmálum. Fundarstjóri var Jónína Ásbjörnsdóttir. Að loknum framsöguræðum urðu miklar og fjörugar um- ræður og tóku þessar konur til máls: Gunnhildur Guð- mundsdóttir, Ósk Ólafsdóttir, Þorbjörg Bjarnadóttir, Inga Jónsdóttir, Geirþrúður Charl- esdóttir, Lovísa Ibsen, Anna Magnúsdóttir, Áslaug Ár- mannsdóttir og Unnur Gísla- dóttir. Að fundinum loknum þáðu fundargestir kaffiveitingar, sem sjálfstæðiskonur á Flat- eyri sáu um af mikilli rausn. Á fundinum ríkti mikill sóknarhugur og voru fundar- konur einhuga um að vinna sterklega að því að efla hag Sjálfstæðisflokksins við þing- kosningarnar 30. júní og gera sitt ýtrasta til þess að koma Sigurlaugu Bjarnadóttur á þing. Hvers vegna við kjós- um Sjálfstæðisflokkinn Undanfarin ár hef ég haft öllu meiri áhuga á listum en pólitík, enda þótt ég hafi alltaf haft sjálfstæða skoðun á þeim málum og ekki látið villa mér sýn. Nú sé ég brostinn hlekk í íslenzkum stjórnmálum — efnahagsmál- in. Þau hafa hreinlega gleymzt og allt hefur verið látið reka á reiðanum. Hvernig færi fyrir húsmóð- ur á stóru heimili sem léti launin ganga til þurrðar á miðjum mánuði? Ég vil sterka stjórn á þeim málum sem og öðrum, sem snerta sjálfstæði þjóðarinnar og eðlilega uppbyggingu til lands og sjávar. Ég tel mikið lán að fá frú Sigurlaugu Bjarnadóttur frá Vigur í framboð fyrir Vest- firði. Konur vita oft betur hvar skórinn kreppir að en karlmenn. Og hún mun sinna af áhuga og heilum hug að okkar málum hér vestra. Það er mín sannfæring. Guðrún Vigfúsdóttir, ísafirði. Vegna þess að ég treysti Sjálfstæðisflokknum einum til þess að leysa þau vandamál, sem skapazt hafa í þjóðfélag- inu. Hann hefur ötula og trausta menn í forystu. Hann hefur sannað það, að aðeins undir hans forystu er hægt að stjórna svo vel sé. Og ef maður virðir fyrir sér kaldar staðreyndir heimsmála og landsmála, cg hugsar um öryggi þjóðarinnar, þá held ég að valið sé auðvelt 30. júní næstkomandi. Þess vegna kýs ég D-list- ann, og hvet alla Vestfirðinga til að gera slíkt hið sama. Anna Magnúsdóttir, Suðureyri. Vestfirzkar konur! Þegar ég var spurð álits varðandi framboð Sjálfstæðisflokksins í höndfairandi alþingiskosn- ingum kom mér einkum þrennt í hug. í fyrsta lagi: Hafið þið veitt því athygli, að Sjálf- stæðisflokkurinn er sá eini, sem sýnt hefur okkur þann sóma hér á Vestfjörðum, að láta konu skipa baráttusætið á lista sínum, og sem jafn- framt er eina konan, sem komið getur til með að verða kjörinn fulltrúi okkar hér á næsta Alþingi. f öðru lagi: Hafið þið gert ykkur grein fyrir því, að und- anfarin ár höfum við barizt fyrir jafnrétti á sem flestum sviðum þjóðlífsins og höfum að vísu náð umtalsverðum árangri, þó enn sé langt í land svo okkar takmarki verði náð. Þetta verður því eitt af okkar gullnu tækifærum vegna þess, að fleiri konur í bæjar- og sveitarstjórnir og fleiri konur á þing, er eitt af brýnustu stefnumálum okkar. í þriðja lagi: Sú kona, sem skipar þetta sæti fyrir okkar hönd, frú Sigurlaug Bjarna- dóttir frá Vigur, er vestfirzk kona. Kona úr okkar hópi, komin af góðum ættum og vel menntuð. Kona, sem hefur unnið mikið og gott starf í félags- og sveitarstjómarmál- um, sem borgarfuliltrúi í Reykjavík, en kemur nú til starfa fyrir okkur Vestfirð- inga með heilum cg óskiptum huga, hún lofar ekki gulll og grænum skógum, en segir: ,.Ég mun gera mitt bezta“, og bví getum við treyst. Ég hefi átt þess kost að kynnast frú Sigurlaugu lítil- lega. já ég segi lítillega því miður, því þau kynni segja mér að þar fari einlæg kona, traust cg heilsteypt, persónu- lei'ki, sem við getum verið stoltar af, allar konur, hvar í flokki sem við stöndum. Ég skcra þvi á ykkur allar vestfirzkar kcnur, látið það verða ykkar baráttumál í næstu alþingiskosningum, að með samstilltu átaki eignumst við enn einn fulltrúa úr okk- ar röðum á Alþingi íslend- inga. Stöndum allar saman, kjósum D-listann og stuðlum þannig að kjöri frú Sigurlaugar Bjarnadóttur frá Vigur hinn 30. júní næstkomandi. Sigrún Þorleifsdóttir, Suðureyri. Framboðs- fundirnir SAMKOMULAG hefur orðið um sameiginlega framboðs- fundi í Vestfjarðakjördæmi. Fundimir verða haldnir sem hér segir: Sunnudagur 16. júní: Kl. 15,00 í Árnesi og á Hólma- vík og kl. 20,30 í Króks- fjarðarnesi. Þriðjudagur 18. júní: Kl. 15,00 í Reykjanesi N.-ís. Fimmtudagur 20. júní: Kl. 20,30 á Patreksfirði og í Tálknafirði. Föstudagur 21. júní: Kl. 20,30 á Bíldudal og á Þingeyri. Laugardagur 22. júní: Kl. 15,00 í Súðavík og kl. 20,30 á Flateyri. Sunnu- dagur 23. júní: Kl. 20,30 í Bolungarvík og Suðureyri í Súgandafirði. Mánudagur 24. júní: Kl. 20,30 á ísafirði. Þeim fundi verður útvarpað. Ræðutími hvers flokks verður 45 mín. og skiptist hann í þrjár umferðir — 20 mín., 15 mín. og 10 mín. Að lokinni fyrstu umferð verður fundarmönnum heim- ilað að bera fram fyrir- spurnir til framsögumanna og er hámarkstími, sem leyfður er fyrir hverja fyrir- spum, 3 mín.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.