Vesturland

Árgangur

Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 1

Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 1
Ll. árgangur. ísafirði, 23. júní 1974. 11.—12. tölublað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur byr — Rœtt við Matthías Bjarnason um lands- málin, hagsmunamál Vesttjarðakjördœmis og horfurnar í kosningunum á sunnudag 1 miðri kosningahríðinni gafst stund milli stríða til að ræða við Matthías Bjarnason fyrrv. alþingismann um landsmálin, hagsmunamál kjördæmisins og afstöðu Sjálfstæðismanna til þeirra — Þrír málaflokkar eru efst á baugi í þessari kosningabar- áttu, er fyrsta svar Matthíasar við spurningum YESTUR- LANDS. Landhelgismálið, utanríkis- og vamarmál og efnahags- málin. — Auðvitað eru mörg önnur mál, sem hvetja hugann, en þetta verða aðalþættir þeirra mála, sem barizt verður um í þessum kosningum. Hér í blaðinu verða nú rakin svör Matthíasar Bjamasonar við hinum ýmsu spurningum VESTURLANDS. Landhelgismálið — Meginstefnan er sú, að færa efna- hagslögsöguna út í 200 mílur fyrir lok þessa árs. Sú ánægjulega þróun hefur orðið á skömmum tíma, að æ fleiri þjóðir eiga samleið með okkur um þessa stefnu, og allt bendir til þess, að yfirgnæfamdi meirihluti fáist fyrir samþykkt 200 míln- anna á hafréttarráðstefnunni, sem nú er hafin í Venezuela. — Útfærslu í 200 mílur þurfum við að hraða sem mest vegna sívaxandi ásóknar og ágangs erlendra fiskiskipa hér út af, eins og t.d. Austur-Þjóðverja, sem eru hér með heilan flota ryksuguskipa, þótt sjávarútvegsráðherra þrætti fyrir. Þessi skip, og fjölmörg önnur, koma í veg fyri-r að fiskur gangi hér á grunnslóð. Vest- firðingum er þetta meira alvörumál en flestum öðrum landsmönnum. Þið voruð andvígir samningnum við Breta, nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Af hverju? — Við töldum að forsætisráðherra hefði gengið alltof lamgt til móts við Breta. í samningunum við Breta 1961 var skýrt tekið fram, að Bretar fengju ekki að veiða innan 12 mílnanna. Bretar, jafnt sem allir íslendingar, vissu það vel þá, að erlend fiskiskip hafa fengið um 55% af heildar- afla sínum á svæðinu frá Bjargtöngum að Horni. — Núverandi forsætisráðherra virtist ekki skilja þetta lífsbjargarmál vestfirzkra sjómanna. Hann samdi um það, að brezkir togarar mættu veiða í hvaða hólfi sem væri 10 mánuði á ári. — Ég lít svo á, að hægt hefði verið að ná samningum við Breta miklu fyrr en gert var, ef ríkisstjórnin hefði ekki verið jafn klofin í landhelgismálinu og raun bar vitni. — Sá megingalli er á samkomulaginu við Breta, að hér er aðeins um að ræða samkomulag til bráðabirgða, og í því felst engin viðurkenning á 50 mílunum. — í samningunum 1961 viðurkenndu Bretar 12 mílumar og samþykktu jafn- framt mikla stækkun á landhelginni frá 1958. — Ég harma mjög, að meirihluti þing- manna Sjálfstæðisflokksins skuli hafa sam- þykkt þessa samninga, sem Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið kölluðu „úrslitakosti“ og „nauðungarsamninga“, þó allir þing- menn Alþýðubandalagsins yrðu svo að éta þetta ofan 1 sig á Alþingi. — Þessi samningur hefur reynzt illa fyrir vestfirzka sjómenn. Mér voru það mikil vonbrigði, að þingmenn Vestfirðinga í röðum stjómarsinna skyldu greiða þess- um samningi atkvæði. Framhald á 2. síðu. Utanríkis- og varnarmdl Um þau mál segir Matthias meðal annars: — Ég var einn þeirra, sem bar mikið traust til Ein- ars Ágústssonar er hann var skipaður utanrikisráð- herra. Ég taldi að hann myndi marka skýra og ábyrga stefnu í utanríkismálum og viðhalda góðu samstarfi og samvinnu við vinveitt ríki. — Ég verð, því miður, að segja eftir þriggja ára feril hans í þessu embætti, að ég hefi orðið fyrir mikl- um vonbrigðum. Allar yfirlýsingar hans í varna- og öryggismálum íslendinga eru með ólíkindum. Annan daginn ber hann fram skoðanir meirihluta þjóðarinnar í þessum málum, — hinn daginn hafa kommúnistar náð tökum á honum og þá hefur hann snúið við blað- inu. Þá koma frá honum hæpnar yfirlýsingar, þó ekki sé staðið við eitt eða neitt. — Einar Ágústsson og frambjóðendur Framsóknar- flokksins í Vestfjarðakjördæmi líta svo á, að herinn eigi að fara strax. Þar eru þeir einlæglega sammála kommúnistum. í framboðsræðum hér á Vestfjörðum hafa Framsóknarmenn í rauninni verið að hirta þær þúsundir Framsóknarmanna, sem skrifuðu undir áskor- un „Varins lands“. — Ég held að vonbrigði þessa fólks, sem stóð að viljayfirlýsingu um varið land með meirihluta kjósenda, hljóti að vera sízt minni en okkar Sjálfstæðismanna yfir slíkri stefnu. — íslendingar hljóta að vera samstarfsaðilar vest- rænna þjóða og aðilar að Atlanzhafsbandalaginu. Sjálf- ir erum við ekki færir um að sjá um tryggar varnir landsins og því verðum við að leita samvinnu sterkari aðila til að tryggja þær. — Við Sjálfstæðismenn lítum svo á, að varnarsamn- ingurinn skuli í heiðri hafður, en það útilokar á engan hátt nauðsynlega endurskoðun á þeim samningi. — Keflavíkurflugvelli þarf að skipta í tvær einingar. í fyrsta lagi þarf alít flug óbreyttra borgara að vera út af fyrir sig, um íslenzka flugstöð. í öðru lagi þarf að aðgreina varnarliðið og starfsemi þess frá hinu daglega, borgaralega flugi um völlinn. Vel kemur til Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.