Vesturland


Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 3

Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 3
\*f &tma aÆsamnxxxnsi 3 Byggðastefnan Stjórnarsinnar halda mjög á lofti í sín- um áróðri, að byggðastefna sé stefna, sem þeir hafi fundið upp. Hvað finnst þér um þá kenningu Matthías? — Þessi stjórn hefur ekki fundið upp neina nýja byggðastefnu. Hún hefur aðeins breytt einu í þeim efnum. Áður var til Atvinnujöfnunarsióður, sem fékk sínar tekjur að mestu frá álverinu í Straums- vík. Þessi sjóður mátti ekki heita sama nafni og í tíð Viðreisnarstjórnarinnar, og var því skírður upp og heitir nú Byggða- sjóður innan Framkv.stofnunar ríkisins. — Frá fyrstu fjárlögum þessarar ríkis- stjórnar hafa framlög til sjóðsins ekki hækkað um eyri, þrátt fyrir hækkun f jár- laga. Á síðasta þingi flutti ég ásamt fleiri þingmönnum Vestfjarða tillögu um að hækka framlagið til Byggðasjóðs um litlar 20 milljónir króna. Sú tillaga var felld af öllum þingmönnum stiórnarliðsins, líka þeim, sem kalla sig byggðapostula. — Vinstristjórnin eignar sér kaupin á skuttogurunum. Stefnan í þeim málum var mörkuð af Viðreisnarstjórninni, og núver- andi stjórn hefur aðeins fylgt þeirri stefnu. í tíð Viðreisnarstjórnardnnar var búið að semja um kaup á 17 skuttogurum, þar af 5 togurum hingað tdl Vestfjarða. Af þeim sex skuttogurum, sem komnir eru til Vestfjarða, er aðeins einn kominn fyrir tilstilli Vdnstristjórnarinnar. Stjórnarsinnar tala mikið um atvinnu- leysi og landflótta um og eftir 1968, og vilja kenna það slæmri stjórn. Ert þú sammála því? — Verðfall á útflutningsafurðum, sem nam 40—50% og aflamagn sem minnkaði um meira en helming á einu ári, verður varla skrifað á reikning stjórnarstefnu. Þessi þróun skapaði að sjálfsögðu ýmsa erfiðleika, einkum i iðnaði og bygginga- framkvæmdum, og dró til atvinnuleysis. Aftur á móti þekktist varla atvinnuleysi við sjávarsíðuna og sjávarútvegurinn var rekinn með eðlilegum hætti. — Atvinnuleysið fór framhjá okkur Vestfirðingum og þaðan fluttu engir út. Ég verð að segja alveg eins og er, að ég harma ekkert fólk, sem getur ekki þolað það, að smááfall hendi þjóðina. Við getum ekki byggt mikið á því hugarfari, sem lýsir sér í iandflótta. Hvað hefðu þá bænd- ur átt að gera á kalárunum? Flýja til Ástralíu? Þeir þraukuðu flestir og reynd- ust meirí íslendingar en hinir. — í þessu sambandi er athygUsvert, að kommúnistar og framsóknarmenn, sumir hverjir, beinlínis hvöttu fólk til að flýja land á þessum tíma. Hvernig værum við undir það búin nú, að mæta 40—50% verðfalli á útflutnings- afurðum og stórminnkandi afla? — Ég er nú hræddur um að þá færu margir til Ástralíu. Við erum á engan hátt búin undir það að mæta verðfalli á út- flutningsafurðunum. Að undanförnu hafa verið veltiár. Enda þótt verð á innfluttum vörum hafi verið hærra en oft áður, hefur verðlag á útfluttum vörum aldrei verið hagstæðara, en það hefur verið keyrt með benzínið í botni öll þessi ár og ekkert hugs- að um að eiga neitt til mögru áranna. — í tíð Viðreisnarstjórnarinnar stofn- uðum við stofnfjársjóð fiskiskipa. Ákveðin hlutur aflans var lagður í þann sjóð. Við stofnuðum verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins, sem fékk þúsundir milljóna tii ráð- stöfunar. Úr þessum sjóði er nú verið að greiða, m.a. verðfallið á loðnumjölinu á þessu ári. Loðnan var verðlögð í toppi, svo kom hrun, og hefði þessi sjóður ekki verið til frá viðreisnarárunum, hefði allt verið í kaldakoli í sambandi við loðnuútgerðina. — Núverandi valdhafar segja að þetta sé al'lt í lagi, reyndar aðeins bókhaldsat- riði, og þeir stinga höfðinu í sandinn þótt hvert mannsbarn í landinu viti, að fram- undan eru mjög harðar og erfiðar að- gerðir í efnahagsmálunum. — Viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir lán- töku frá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins (European Resettlement Fund) til þess að hrinda samgönguáætlun Vestfjarðaá- ætlunar í framkvæmd. Framsóknarmenn fóru þá háðulegum orðum um þessa lán- töku og töluðu um þá svívirðu, að taka lán úr „flóttamannasjóði" eins og þeir vildu kalla sjóðinn á íslenzku. — Eftir að framsóknarmenn komust til valda, hefur verið tekið lán úr þessum Við- reisnarsjóði á hverju ári og við Stein- grimur Hermannsson höfum samþykkt þessar lántökur í stjórn Framkvæmda- stofnunar ríkisinis ár eftir ár, en ég verð að segja eins og er, að nú heyri ég ekki einn einasta framsóknarmann kalla þennan sjóð „flóttamannasjóð". — í tíð núverandi stjórnar eru magn- framkvæmdir í vegamálum miklu minni en á tímum Viðreisnarstjórnarinnar. Eftir Vestfjarðaáætlun var unnið stórvirki í vegamálum okkar byggðarlags. I hafnar- málum náði þessi áætlun til allra hafna frá Patreksfirði til Isafjarðar. Vissulega hefur verið unnið að hafnarframkvæmdum síðan, en framlög til hafnargerða á Vest- fjörðum í tíð Vinstristjórnar hafa verið hlutfallslega lægri en á þeim árum, sem Vestfjarðaáætlunin var í framkvæmd. — Samgöngur á sjó við Vestfirði eru hörmulegar og í rauninni til stórskammar. Viðreisnarstjórnin lét smíða tvö ný strand- ferðaskip, en það hefur sýnt sig, að meira þurfti til. Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert gert, nákvæmlega ekkert í þessum málum, og það stendur ekki til að gera neitt. Reyndar er Vinstristjórnin búin að stuðla að kaupum á bílferju til Akraness, sem á að flytja bíla og nokkur hundruð farþega, en miilli Reykjavíkur og Akraness má aka á 1^2 tíma árið um kring. — Á sama tíma og verið er að auka þannig þægindi fólksins á þéttbýlissvæð- inu, er ekkert gert í samgöngumálum fólksins, sem býr á svæðinu frá Vestf jörð- um allt norður um og suður til sunnan- verðra Austfjarða. — I flugmálum voru unnin stórvirki í tíð Vestfjarðaáætlunar með gerð flugvalla á ísafirði og Patreksfirði og ágætri flug- stöð á ísafjarðarflugvelli. í lok Viðreisn- arstjórnar var eftir að malbika brautir og steypa stæði fyrir flugvélar, sem var liður í þessari áætlun. Þetta ætlaði Vinstri- stjórnin vitanlega að gera þegar í stað, en þar er reyndar ekki búið enn og er ekki á framkvæmdaáætlun í sumar. Vinstri stjórnin hefur ekkert gert í flugmálum á Vesitfjörðum, ef frá eru taldar byrjunar- framkvæmdir við flugvallagerð á Tálkna- firði og í Súgandafirði. Raiorkumál — Þau mál eru svo yfir- gripsmikil, að langa grein þyrfti til að gera þeim full skil. Ég vil stikla á stóru. Mín skoðun er sú, að strax eigi að hefja virkjun Suð- urfcssaár á Barðaströnd. Virkjunin, sem nefnd hefur verið Mjólká 2, var undir- búin í tíð fyri"verandi iðn- aðarráðherra, Jóhanns Haf- stein. Ákvörðun um virkj- un var þó ekki tekinfyrr en eftir kosningar 1971. — Þessar framkvæmdir máttu ekki seinna vera, og ég skal fúslega játa, að ég var orðinn mjög áhyggju- fullur út af því, hvað það tók langan tíma að taka ákvörðun um að gera þetta. — Ég held að það fari ekki á milli mála, að þingsályktunartillaga, sem við vestfirzkir þingmenn fluttum • um raforkumál 1971, hafi mjög hraðað þeirri ákvörðun, sem tekin var. Hver hafði frumkvæðið að flutningi þeirrar tiilögu, Matt'iías? — Ég hafði að því frum- kvæði cg var fyrsti flutn- ingsmaður, en bauð auð- vitað öllum öðrum þing- mönnum Vestfjarða að vera meðflutningsmenn, — sem þeir og gerðu. — Alþingi samþykkti þessa tillögu, en þar er mörkuð stefnan í raforku- málum Vestfjarða. Þar segir, að gera þurfi aðild sveiitarfélaganna sem mesta að raforkuframkvæmdum. Ég er þeirrar skoðunar, að svo eigi að vera, — ríkið má gjarnan vera meðeig- andi eða eignaraðili, en sveitarfélögin séu mest ráðandi. — Ég er ekki talsmaður þess, að leiða rafmagnið langa leið, frá einum lands- hlutanum til annars. Ég vil fyrst og fremst, að reist séu sem flest orkuver, þótt smá séu, hér á Vestf jörð- um, við þurfum að virkja allar ár og vötn, sem eru tiltæk, með því sköpum við öryggi og erum ekki háðir einni iínu, sem vitanlega getur bilað hvenær sem er. Með því að byggja orkuver hér á Vestfjörðum í eigu sveitarfélaganna, værum við að tryggja það, að ör- yggi myndi skapast í rekstrinum og starfsmenn þeirra orkuvera yrðu starfs- menn sveitarfélaganna, en ekki starfsmenn ríkisins. — Þá yrðu orkuverin undir stjórn Vestfirðinga og við þyrftum ekki að sækja allt til Reykjavíkur. Ástandið í rafmagnsmálum Vestfirðinga var ískyggi- legt s.l. vetur. Algjört sinnuleysi ríkti þegar sæ- strengurinn yfir Dýra- fjörð bilaði á s.l. hausti. Þá gekk sleifarlagið svo langt fram af manni, að ég varð að standa upp á Alþingi utan dagskrár, tíl þess að gagnrýna þau vinnubrögð, sem höfð voru uppi. Úr þessu varð hið mesta fjaðrafok, og þá kom vel í ljós, hversu vdð dreifbýlismenn erum háðir embættismannavaidinu í Reykjavik. — Þeirra var handvömmin. Málelni Vest- ijarðakjördæmis Við höfum stiklað hér á stóru í landsmálum. Víkj- um nú að kjördæminu, og þá er fyrst persónuleg spurning. Andstæðingar okkar Sjálfstæðismanna segja að þú sért að flytja frá ísafirði. Þetta er vafa- laust hluti af þeim áróðri, að hæfileikar manna fari eftir því hvar þeir sofi? — Já, Ég hefi heyrt þetta víða og margdr hafa spurt mig um þetta. Ég veit ekki hvers vegna þessi orðrómur er kominn á kreik, nema ef vera skyldi að verzlun, sem við hjónin áttum, hætti starfsemi um s.l. áramót. Það hefur ekki staðið til, að við flyttum úr bænum og það hefur aldrei hvarflað að mér. Ég og mitt fólk kann hvergi betur við sig en einmitt hér vestra, og það er ekki mín sök, að þurfa að vera langdvölum fjarri heima- byggðum. — Hér í kjördæminu er margt og mikið verk að vdnna. Úrlausnar bíða stór- átök á flestum sviðum mannlegra samskipta. Við, frambjóðendur flokksins, Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.