Vesturland

Årgang

Vesturland - 23.06.1974, Side 5

Vesturland - 23.06.1974, Side 5
5 \'J sanx tá&rFtKsxxn aaHapssæsnMroom Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Sérstaða Vestfjarða VESTFIRÐIR hafa sérstöðu í ýmsum efnum. Miklu skiptir, að tekið sé tillit til þessarar sérstöðu. Það getur ráðið sköpur.. um framtíð vestfizkra byggða. Hér skulu nefnd tvö dæmi þess, hverju það varðar, að virt sé sérstaða Vestfjarða í lífshagsmunamálum fólks- ins, sem þennan landshluta byggir. Vestfjarðaáætlunin markaði tímamót í vinnubrögðum og aðgerðum til eflingar jafn- vægis í byggð landsins. Með Vestfjarðaáætluninni var við- urkennd í verki sú staðreynd, að ekki er hægt, í þessum efnum frekar en öðrum, að gera allt fyrir alla á sama tíma. Það var gengið úr frá því, að raða yrði verkefnun- um eftir því, hvar þörfin væri mest. Með því að takmarka þannig viðfangsefnið, sem fengizt væri við á hverjum tíma, var skapaður grundvöll- ur fyrir því, að um raunhæfar aðgerðir væri að ræða, þar sem tekið væri til hendi. Þetta gat samt ekki orðið raunhæft, nema sérstakt fjármagn væri útvegað í þessu skyni. Að- gerðir til eflingar jafnvægi í byggð 'landsins ná ekki til- gangi sínum nema um sé að ræða að meira sé gert fyrir þau byggðarlög, sem í vök eiga að verjast, en aðra lands- hluta. Allt var þetta haft í huga, þegar Vestfjarðaáætluninni var hleypt af stokkunum árið 1964, Með Vestfjarðaáætlun- inni var það viðurkennt, að Vestfirðir hefðu algjöra sér- stöðu í þessu efni. Það tók af öll tvímæli um þetta, að Vest- firðir voru eini landsfjórð- ungurinn, þar sem fólki hafði ekki einungis fækkað hlut- fallslega heldur og tölulega. Þegar Vestfjarðaáætlunin hófst, va-r gert ráð fyrir að hún næði til alhliða uppbvg-g- ingar í þessum landshluta. Framkvæmd verksins hlaut að taka nokkurn tíma. Árið 1964 hófst fvrsti áfangi áætlunar- innar. Sá áfangi var í sam- görigumálum, vegamálum, haJnarmálum og flugvallar- málum. Á eftir skvldu koma aðrir áfapgar á vettvangi at- vinrmmáta. menningarmála. heitbrigðismála. almennra fé- lf.rrsmpta svo sem húsnæðis- mála o.fl. í stað þess, að fram hafi verið haldið Vestfjarðaáætlun- inni, hefir á síðasta kjörtíma- bili orðið stöðvun á þessu mikla máli Vestfirðinga. Rik- isstjórnin hefur ekkert að- hafzt í málinu. Það litla, sem hún kann að hafa aðhafzt til að stuðla að jafnvægi í by-ggð landsins, varðar aðra lands- hluta en Vestfirði. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum hafa ítrekað rekið eftir máli þessu á Alþingi, en án árangurs. Það hefur verið talað fyrir daufum eyrum valdhafanna. Jafnvel aðrir þingmenn Vestfjarða en Sjálf- stæðismenn hafa ekki sýnt áhu-ga á málinu. Hér er vissu- lega glöggt dæmi þess hverju það varðar, hvor-t tekið er tillit til eða ekki sérstöðu Vestfjarða. Annað dæmi varðar land- -helgismálið. Með landhelgis- samningnum 1961 við Breta og Vestur-Þjóðverja var þessum þjóðum veitt heimild til fiskveiða í íslenzkri land- helgi. Ein undantekning var gerð á þessu. Engar veiði- heimildir voru veittar í land- helgi úti fyrir Vestfjörðum. Þetta kom til vegna þeirrar landfræðilegu afstöðu Vest- fjarða, að njóta ekki góðs af víðáttumiklum hafsvæðum innan landhelgi vegna flóa eða eyju, sem annars staðar er að finna umhverfis landið. í þessu efni var viðurkennd sérstaða Vestf jarða. En aftur kemur þetta mál til kasta íslenzkra stjórnvalda, þegar landhelgissamningurinn er gerður við Breta í nóvem- ber s.l. Þá var Bretum veitt heimild ti-1 fiskveiða í ís- lenzkri landhelgi. Nú brá svo við, að engin undantekning Framhald af 8. síðu því að koma með hugmyndir, sem er alls ekki nóg. Okkur konum á líka að vera það kappsmál, að reyna allt okkar bezta til að koma fl-eira kvenfólki á Alþi-ngi, en verið hefur. Við sjáum í kring um okkur margar kon- ur, sem eru langtum betur til þess hæfar að sitja á Al- þingi, en margir karlmenn, var gerð vegna sérstöðu Vest- f jaröa. Þó voru nú allar sömu ástæður fyrir hendi sem voru árið 1961. Lamdiræðileg af- staða Vestfjarða breytist ekki. En annað er breytilegt. Það er breytilegt, hvort menn við- urkenna í verki sérstöðu Vest- fjarða eða ekki. Þegar land- helgissamningurinn var gerð- ur við Breta á s.l. ári, bentu þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum á mikilvægi þess, að virt væri sérstaða þessa landshluta sem fyrr, og Bretum yrðu ekki veittar neinar veiðiheimildir í land- helgi úti fyrir Vestfjörðum. En talað var fyrir dauíum eyrum valdhafanna. Meira að segja aðrir þingmenn Vest- fjarða en Sjálfstæðismenn sáu ekki ástæðu til að gera neinar athugasemdir á Al- þingi við þetta framferði gagnvart Vestfirðingum. Þeir studdu það meira að segja með atkvæði sínu, að ekki var virt sérstaða Vestfjarða í þessu mikla lífshagsmuna- máli fólksins, sem þar býr. Af þeim dæmum, sem hér hefir verið drepið á, má marka, að sköpum ræður fyrir Vestfirðinga, að sérstaða Vestfjarða sé virt. I þessu getur á ýmsu oltið. Það fer eftir því hverjir fara með ríkisvaldið. Viðreisnarstjórnin virti sérstöðu Vestfirðinga í þes-sum tveimur mikilvægustu málum Vestfirðinga, en Vimstristjórnin gerði það hins vegar ekki eins og dæmin sýna. Þetta er alvörumál. Og dapurlegt má það heita, að til þingsetu fyrir Vestfirðinga skuli hafa valizt menn, sem annað hvort gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þess, að sérstaða Vestfjarða sé virt, eða hafa ekki manndóm til að fylgja sannfæringu sinni. Það er ekki nema gott, að Vest- firðingar skuii geta dæmt um það í alþingiskosningunum 30. þ.m. hvort slíkir menn eru trausts þeirra verðir. Þorv. Garðar Kristjánsson. sem þar hafa setið. Þess vegna skulum við vona og gera okkar bezta til -þess að kona sú, sem er í baráttu sæti Sjálfstæðisflokksins fyr- ir Vestfirði, sitji ekki lengi í baráttusæti upp á von og óvon, heldur í því baráttu- sæti sem hún er verðug, á Alþingi íslendinga. Jensína Unniir Kristjáns- dóttir, Bíldudal. Hvers vegna kýs ég nú Það hefur sýnt sig, að hann er sú heild, sem gengur ó- skipt til kosninga, og hann einn, sem getur bjargað okkur út úr þessu öngþveiti frá Vinstristjórnmni, og einnig sá eini flokkur, sem getur séð um varnarmálin og þannig verndað lýðræði okkar út á við. Takmark okkar í þessum kosningum: Yfirburðasigur yfir vinstri villu. Sævar Guðjónsson, Bíldudal. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að i forystuliði hans eru atorku- og umbóta- menn úr öllum stéttum þjóð- félagsins cg af báðum kynj- um, sem jafnan reka mál sitt öfgalaust og án tillits til er- iendra kreddukenninga. Þrjú síðastliðin ár, hafa einnig sýnt mér og öðrum, að stöðugleiki í stjórn landsins var margfalt meiri á stjórn- arárum Sjálfstæðisflokksins heldur en á dögum núverandi stjórnar. Kristín Guðfinnsdóttir, Bolungarvík. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem gengur heill og óskiptur til kosninga, og því einum treystandi til að vinna að lausn þeirra miklu efnahagsvandamála, sem nú blasa við þjóðinni, af fullri einingu og heilindum. Þess er sannarlega ekki að vænta, að vinstriöflin með „sundurlyndisf jandann” hið innra með sér, séu nokkurs megnug við lausn þeirra vandamála. Það verður þá ekki í fyrsta sinn, sem Sjálfstæðisflokkur- inn tekur að sér að bjarga þjóðarhag eftir þrotabúskap Vinstristjórnar. Ég ber mikið traust til þess fólks, sem skipar lista Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi. Sérstaklega fagna ég skipan Sigurlaugar Bjannadóttur frá Vigur ' í þriðja sæti listans. Það er mál til komið, að kona gegni þingmennsku fyr- ir Vestfirðinga, enda drjúgur helmingur kjósenda konur. Vel fer á því, að Sigurlaug skipar baráttusæti listans og er það verðugt verkefni vest- firzkra kvenna að stuðla að glæsilegu kjöri Sigurlaugar Bjarnadóttur 30. júní n.k., fyrstu og einu konunnar utan Reykjavíkur, sem sett hefur verið i þingframboð, þar sem nokkur von er um kosningu. Stöndum nú saman, vestfirzk- ar konur. Elísabet Agnarsdóttir, ísafirði. Ungir kjósendur! Ég skora á ykkur að kjósa D-listann, því undir hans forystu mun þjóðarskútan örugglega kom- ast heil í höfn. Sjaldan sem nú hefur þjóð- in fengi? að kenna á mistök- um og stjórnleysi leiðtoga sinna, og því verðum við að vera ákveðin og samheldnari en nokkru sinni áður til að endurreisa styrka og trausta stjórn í -landinu. Eg skora á Vestfirðinga að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, þvi að hann hefur sýnt að hann er verðugur traustsins. Frú Sigurlaug Bjarnadóttir irá Vigur skipar þriðja sæti listans og er því í baráttu- sætinu. Vestfirðingum væri fengur að því að fá Sigurlaugu á þing. Hún er ekki einungis skörungur, henni er einni-g hægt að treysta. 30. júní verður enginn vandi fyrir vestfirzkar konur þegar þær kjósa. Þetta á ekki síður við um karlmennina. Verum samtaka — stuðlum að traustri stjórn — KJÓSUM D-LISTANN. Ragnheiður Hákonardóttir, Reykjarfirði, N.-ÍS. x D TIL VINSTRI ER VOÐINN VÍS x D

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.