Vesturland


Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 7

Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 7
MinruMi Guðmundur H. Ingólfsson: Höfnum stjórnleysi vinstri • r stjornar í kosningunum á sunnudaginn kemur verður fyrst og fremst lagður dómur á verk vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Sá dómur kjósenda getur vart orðið á annan veg en þann, að slíkri forystu verði hafnað. Vonbrigði almennings með vinstri stjórnina nú, eru enn meiri en með vinstri stjórn Hermanns Jónassonar áður. Þegar stjórn Ólafs Jóhann- essonar tók við völdum, voru gefin stór og mikil fyrirheit um breytt stjórnarfar; nú skyldi Handsmálum stjómað með þeim hætti að allir lands- menn gætu vel við unað. Al- menningur gerði sér því vonir um að allt færi vel, þótt allir vissu að aldrei yrði við öll fyrirheit staðið. Flestir viðurkenna að á stjórnarárum þessarar vinstri stjórnar hafi verið samfellt góðæri til lands og sjávar, og því öll skilyrði fyrir hendi til að afkoma þjóðarinnar ætti að vera góð. Vonbrigði al- mennings eru þess vegna enn meiri nú, að Vinstristjórnin skuli hrökklast frá völdum vegna innbyrðis sundrungar og algers stjórnleysis á þýð- ingarmestu málum þjóðarinn- ar, einmitt á þeim tíma, sem allt ætti að leika í lyndi með afkomu þjóðarbúsins. En þótt vonbrigði alrnenn- ings hafi verið mikii þá er undrun þeirra, sem fylgzt hafa með kosningabaráttu stjórnarflokkanna, enn meiri, þegar þessir sömu menn biðla nú um fylgi kjósenda með það að markmiði að mynda nýja vinstri stjórn sömu aðila og hrökklast nú frá völdum vegna eigin stjórnleysis. Það er furðuleg ósvífni þessara frambjóðenda, að þeir skuli gera svo lítið úr dómgreind kjósendanna, að nefna við þá slíka firru. Svarið við þeim ósvífna áróðri, sem frambjóðendur stjórnarflokkanna hafa sett á svið fyrir þessar kosningar, er ekki nema eitt, þ.e. að efla Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokknum einum er treystandi til að koma þjóðinni út úr þeim ógöngum, sem stjórnleysi og glundroði vinstri manna hefur komið henni í. Sjálfstæðisflokkurinn á traustu fylgi að fagna hér á Vestfjörðum, en nú hljótum við að setja okkur það mark, að flokkurinn nái þremur þingmönnum kjörnum hér í kjördæminu. Einmitt slík fylgisaukning væni verðugt svar við áróðri frambjóðenda vinstri stjórnar. Allir Vestfirðingar, sem vilja trausta forystu Sjálf- stæðisflokksins á stjórn þjóð- mála, sameinast því um að gera kosningasigur flokksins sem glæsilegastan á sunnu- daginn kemur. Það ættá einnig að vera okkur hvatning til mikilla og góðra starfa fyrir framboð Sjálfstæðisflokksins að í þriðja sæti listans, baráttu- sætinu, er ung og fjölhæf kona með mikla reynslu á sviði félagsmála, Sigurlaug Bjarnadóttir, frá Vigur. Vestfirzkar konur vænta þess að frú Sigurlaug nái kosningu, því þær vita að frú Sigurlaug er glæsilegur full- trúi vestfirzkra kvenna á þingi. Sjálfstæðisfólk, notum vel þá fáu daga sem eru eftir til kosninga og vinnum af fullum krafti að þvi að efla fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fylkjum liði og leggjum okkur fram um að vinna vel en drengilega að glæsilegum sigri flokksins. Guðm. H. Ingólfsson. PHILIPS vörur eru heims-þekkt gæðavara PÓLLINN HF STEREO Utvörp—Scgulbiind—l'lötiispilarar Kosningaskrifstoia SjálfstæSisflokksins er opin aS Uppsölum, miShæS, alla daga frá kl. 10—12 og 13—22. ViS biSjum alla stuðningsmenn SjálfstæSisflokksins aS hafa samband viS skrifstofuna, og einnig leggjum við áherzlu á að þeir láti vita sem fyrst um þá kjós- endur flokksins, sem verSa fjarverandi á kjördegi. SÍIVII SKRIFSTOFUNNAR ER 3232. Húseign tíl sölu íbúðar- og verzlunarhúsið Hafnarstræti nr. 1 — suðurendinn — er til sölu, ásamt lóð. Tilboð óskast í eignina í einu lagi eða í hvora hæð fyrir sig og verzlunarplássið sér í lagi. Upplýsingar gefur ELÍAS J. PÁLSSON. Framkvæmdastjóri Óskum að ráSa nú þegar framkvæmdastjóra fyrir h/f Djúpbátinn, ísafirSi. Umsóknir um starfiS sendist h/f Djúpbátnum, pósthólf 4, ísafirSi. Starf vélstjóra á m/s Fagranesi er laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 10. júlí n.k. H/f DJÚPBÁTURINN, ÍSAFIRÐI. Þökkum innilega auSsýnda samúS og vinarhug viS frá- fall og útför mannsins míns, föSur, tengdaföSur og afa ÓLAFS SIGURÐSSONAR, skipstjóra, ASalstræti 8. GuSrún SumarliSadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Vestfirzkir sjómenn aS störfum. I LAUS STAÐA StaSa læknaritara viS FjórSungssjúkrahúsið og heilsuverndarstöSina á fsafirSi er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launasamningi F.O.S.Í. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur sjúkrahúsráSsmaSur. Umsóknarfrestur er til 10. júlí n.k. og ber aS skila umsóknum til undirritaSs. ísáfirSi, 19. júní 1974. BÆJARSTJÓRINN Á ÍSAFIRÐI.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.