Vesturland


Vesturland - 29.06.1974, Blaðsíða 1

Vesturland - 29.06.1974, Blaðsíða 1
wmm qjbu® s/estrFmzotsm S3úaFssms»smoma Ll. árgangur. ísafirði, 29. júní 1974. 13.—14. tölublað. Stefnuföst forysta Sjálfstæðisflokksins í stað sundrirar vinstri flokkanna Matthías Bjarnason Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sigurlaug Bjarnadóttir Jóhannes Árnason Hildur Einarsdóttir Kristján Jónsson Engilbert Ingvarsson Ingi Garðar Sigurðsson Jóhanna Helgadóttir Ásberg Sigurðsson Á MORGUN velur íslenzka þjóðin forystu landsmálanna næstu f jögur ár. I þrjú ár hefur þjóðin horft á blómlegt efnahagslíf í byrjun kjörtímabilsins hrynja, þrátt fyrir árgæzku til lands og sjávar og hagstætt verð á flestum tegundum útflutnings- afurða okkar. Óðaverðbólgan hefur aldrei verið meiri. — Allir stofnlánasjóðir eru galtómir og með þungar skuldbindingar í mörg ár. — Ríkissjóður er rekinn með milljarða halla. — Utflutningsatvinnuvegina skortir um 4.000 milljónir króna til þess að standa undir rekstri. — Hraðfrystihúsin eru farin að loka. — Utgerðin stöðvast næstu vikur ef ekkert verður að gert. — Niðurgreiðslur á vöruverði eru fram- kvæmdar með innstæðulausum ávísunum á Seðlabankann. Þeir, sem leitt hafa slíkt efnahagsöngþveiti yfir þjóð- ina, eru svo bíræfnir og óskammfeilnir að biðja um aðra Vinstristjórn. Islenzka þjóðin hefur fengið nóg af Vinstristjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkasta stjórnmálaaflið. Honum einum er treystandi til þess að hafa forystu þjóð- málanna og leiða þjóðina út úr efnahagsþrengingunum til heilbrigðs efnahagslífs. Það verk er mikið og vandasamt. Vestfirðingar. Eflið gengi Sjálfstæðisflokksins. Tryggjum kosningu þriggja Sjálfstæðis- x D manna á þing á sunnudaginn x D

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.