Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.06.1974, Blaðsíða 3

Vesturland - 29.06.1974, Blaðsíða 3
3 Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur: Fólkið hugsar sitt Góðir Vestfirðingar. Kosningabaráttan er nú senn á enda. Flokkar og frarabjóðendur hafa keppzt við að skýra sjónarmið sín fyrir kjósendum, sem þurfa að vega og meta, hver hafi nú mest til síns máls, — hafi þeir ekká verið fyrir fram ákveðnir í, hvernig þeir ætl- uðu að ráðstafa atkvæði sínu í þessum Alþingiskosmngum. En þótt við höfum hart og mikið deilt á framboðsfundun- um að undanförnu, þá eigum við að sjálfsögðu eitt sam- eiginlegt; ósk um að verða landi okkar og þjóð að liði. — Okkur greinir einfaldlega á um ieiðir — og það aliveru- lega. VEKUR EKKERT TRAUST. Fulitrúar stjórnarflokkanna hafa deilt óvægilega hver á annan, kennt hver öðrum um, hvernig komið er og jafn- framt lofað þjóðinni nýrri og betri vinstri stjórn, ef hún veitti vinstri mönnum á ný umboð sitt í kosningunum. Sundrung í einu orðinu — sameining í hinu er sízt líkleg til að vekja traust á sam- starfi þessara flokka að kosn- ingum loknum. HÖFUM LIFAÐ HÁTT. Enginn neitar því, að Vinstristjórnin hefur ýmis- legt gott gert á þriggja ára valdaferli sínum. Fiskiskipa- flotinn hefir verið aukinn, hraðfrystihús byggð og endur- nýjuð, tryggingabætur hækk- aðar — næg atvinna um land altt, fólkið hefir haft nóga peninga. — Við höfum lifað hátt. U PPBYGGINGIN VAR HAFIN. Hitt veit alþjóð jafnvel, að áður en Vinstristjórnin kom 'til hafði Viðreisnarstjórnin þegar hafið sókn í uppbygg- ingu atvinnulífsins, eftir að tekizt hafði að koma á jafn- vægi eftir erfiðleikaárin 1967 og 1968 — aflaleysi og verð- hrun á íslenzkum sjávaraf- urðum á erlendum mörkuðum. EYTT UM EFNI FRAM. Þetta jafnvægi hefir nú raskazt með alvarlegum hætti. Hin stóru og hættulegu mis- tök Vinstristjórnarinnar eru þau, að hún hefur eytt marg- faldlega um efni fram, spennt bogann alltof hátt af full- komnu ábyrgðarleysi, svo að við stöndum nú, eftir ein- stakt góðæri til lands og sjáv- ar, framrni fyrir hrikalegum efnahagsvanda, —ofþenslu og óðaverðbóligu. Um þetta eru allir sammála, hvar sem þeir í flokki standa — og jafn- framt, að nú séu nauðsynleg- ar markvissar aðgerðir til að forða frá hruni, — koma á jafnvægi aftur. Það er varla von, að fólk almennt átti sig á þessum staðreyndum, svo vel sem hefir árað hjá okkur að undanfömu. FÓLKIÐ HUGSAR SITT. En hvað um það. — Fólkið hugsar sitt, vestfirzkt fólk og aðrir íslendingar. Lífið er ekki bara skuttogarar og hraðfrystihús. Vinna og aftur vinna, — peningar og meiri peningar tryggja okkur ekki þá hamingju, jafnvægi og lífs- fyllingu, sem við öl, — innst inni — þráum og leitum að. í þeirri leit verðum við að treysta á okkur sjálf, okkar eigið hugarfar, ekki síður og raunar miklu fremur en pólitísk stjórnvöld. LÍFSHAGSMUNA- MÁL. Hin svokallaða „byggða- stefna,” sem svo mikið og fallega er talað um og allir flokkax vilja eigna sér, hlýtur að stefna að öðru og meiru en því, að fólkið beri sem jafnast úr býtum fjárhags- lega, hvar sem það er búsett á lamdinu. Hverskonar félagsleg og menningarleg aðstaða, er þar ekki síður þung á metunum, og sennilega er bætt öryggi í heilbrigðis- og læknaþjón- ustu eitt allra mesta nauð- synjamál Vestfirðinga í dag. Unlausn í þeim málum mun, að mínu mati, ráða hvað mestu um, hvort fólk unir á- mægt — eða hreinlega helzt við í vestfirzkum byggðum. Við getum ekki vænzt þess, að kjarkur og seigla, ásamt óvenju sterkri og einlægri átt- hagatryggð Vestfirðinga nægi óendanlega til þess að sætta sig við ófullnægjandi aðstöðu í þessu lífshagsmunamáli. Það er staðreynd, að Vest firðingar eru innan við 5% af heildarfjölda íslendinga. Það er jafnframt staðreynd, að hlutur þeirra í verðmætasköp- un hraðfrystiiðnaðarins nem- ur 20% af landsheildinni. Það er því augljóst sarm- girnismál, að við ráðstöfun á almannafé til hinna ýmsu landsihluta má ekki miða við höfðatöluregluna, — sérstaða Vestfjarða í þessu tillitá Ugg- ur í augum uppi. KÆRU VESTFIRÐINGAR! Ferðalög mín um Vestfirði undanfarnar vikur, kynni min af fjöldamörgu ágætu fólki og frábærar viðtökur, hvar sem ég hefi komið, hafa verið mér ómetanleg uppörvun og í senn lærdómsrík og ógleymanleg reynsla, sem ég er innilega þakklát fyrir, — hvað sem líður kosningaúrslitum eða þingsæti. Megi heil og gæfa fylgja ykkur, — ölum íslendingum og því Aiiþingi og ríkisstjóm, sem við tekur að kosningum loknum. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur. Blómleg starf- semi Kubbs hf. á ísafirði FYRIR liðlega einu ári stofn- uðu nokkrir ungir menn hér á ísafirði bygginga- og verk- taka fyrirtæki, sem fékk nafnið Kubbur hf. Fyrirtækið hefur á þessum stutta tíma haft mjög blómlega og vax- andi starfsemi, og er hún gott dæmi um það hverju einstak- lingsframtak ungs fólks fær áorkað þegar það tekur til hendi. Það hefur þegar staðið fyr- ir byggingu þriggja íbúðar- húsa í Súðavík, þriggja hæða húss á ísafirði og eins íbúð- arhúss til viðbótar og gert grunn að húsi fyrir Smábáta- eigendafélagið Huginn. í sumar vinnur fyrirtækið að verulegri stækkun á húsa- kynnum Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. á ísafirði. Er þar um að ræða 480 ferm. hús næði á þremur hæðum fyrir fiskmóttöku og flökunarstöð. Þá verður einnig unnið í sumar við sorpeyðingarstöð á Skarfaskeri við Hnífsdal, um 200 ferm. hús á einni hæð, og á það að vera tilbúið í september frá hendi Kubbs hf. Hjá Kubbi hf. eru nú 12 starfsmenn. Stjórnarformaður er Jón Gunnarsson og fram- kvæmdastjóri Jens Krist- mannsson. Kubbur hf. hefur nýlega keypt afkastamikinn bygg- ingakrana, sem nýkominn er til bæjarins. Er hann franskur að gerð og getur lyft 650 kg. í 20 m. radíus í 18 m. hæð. Þessi krani er þegar kominn í notkun hjá fyrirtækinu, en hann og önnur tæki eru einn- ig leigð út til þeirra, sem á þeim þurfa að halda. BiðlaS til unga fólksins Minnisblað kjósenda Á kjördag verður kosn- ingaskrifstofa D-listans í Sjálfstæðishúsinu, mið- hæð, SlMI 3960 og 3232, almennar upplýsingar um kosninguna. Stuðningsmenn D-Iist- ans eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofuna og gefa henni allar upplýsingar varðandi kosningarnar. BILAR Á KJÖRDEGI Þeir stuðningsmenn D-listans, sem vilja lána bíla á kjördag, eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við kosn- ingaskrifstofuna. SJÁLFBOÐALIÐAR Þeir stuðningsmenn D-listans, sem aðstoða vilja við kosningarnar, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu flokksins hið fyrsta. >ý- Starfsmenn D-listans á kjördegi eru beðnir að hafa samband við kosn- ingaskrifstofuna — og mæta snemma til starfa. Vinnið vel — vinnum að góðum sigri. Herðum róðurinn. — Margir góðir stuðnings- menn hafa stutt flokk- inn með fjárframlögum, en betur má ef duga skal. — Leggið í kosn- ingasjóðinn sem allra fyrst. >f Tveir frambjóðendur í Vest- fjarðakjördæmi, þeir Stein- grímur Hermannsson og Kjartan Ólafsson, hafa sent ungum kjósendum um byggð- ir allar hér vestra sérstakt ávarp. Þeir beina báðir máli sínu til ungra kjósenda. Þeir virð- ast hvorugir hafa áttað sig á þeirri einföldu staðreynd, að áróður þeirra um að unga fólkið væri andvígt Sjálfstæð- isflokknum, og hallaðist heldur til vinstri, missti al- gjörlega marks. Sú staðreynd kom á mjög áþreifanlegan hátt fram í bæjar- og sveitarstjórnakosn- ingunum. Eða halda þessir tveir frambjóðendur, sem báðir eru sendir að sunnan, að úrslitin í Reykjavík, heima- byggð Kjartans, og í Garða- hreppi, heimabyggð Stein- gríms, að stórsigur Sjálfstæð- isflokksins í þessum bæjarfé- lögum hafi unnizt án veru- legs stuðnings unga fólksins? Hvað segja þeir svo við unga fólkið? Steingrímur heldur áfram þeim blekkingaáróðri, sem Framsóknarmenn hafa klifað á í allri kosningabaráttunni, að atvinnuleysi og samdrátt- ur á árunum 1967—1968 hafi stafað af lélegri stjórn. Treystir Steingrímur því, að unga fólkið sé svo skyni skroppið, að það geri sér ekki grein fyrir því, að 50% lækk- un á verði útflutningsafurð- anna og stórminnkandi afla- magn, eru ekki afleiðingar stjórnarstefnu, ekkert fremur en stóraukinn loðnuafli er af- leiðing stjórnarstefnu Vinstri- stjórnarinnar. Afgangurinn af bréfi Stein- gríms eru vangaveltur og bollaleggingar um það hver fái hvað af þingstyrk og hvernig fari ef þessi fái þetta og hinn hitt. Ekki orð um störf og viðskilnað Vinstri- stjórnarinnar, — ekki orð um hvernig eigi að fást við vandamálin og lausn þeirra, ef svo hrapallega vildi til, að sundrungaröflin næðu að mynda nýja glundroðastjórn. Bréf Kjartans er næsta broslegt. Hann hefur verið að rembast við það sem rjúpa við staur á öllum framboðs- fundum, að telja mönnum trú um að hann væri jafnaðar- maður. í bréfinu kveður við annan tón. Þar er talað um „nýja bylgju róttækni ... auð- hyggju, auglýsingaskrum, — samkeppnisanda hinna borg- aralegu þjóðfélaga..“ og fleira af svo góðu úr hinni margsoðnu slagorðasúpu stein- runninna harðlínukomma á borð við Kjartan Ólafsson. Ungt fólk Ijær þessu ekki eyra. Það er á framfarabraut, svo framarlega sem því er sköpuð aðstaða til þess að sýna hvað í því býr og til þess að beita kröftum sínum til hagnýtra verka í þágu lands og þjóðar. Því kýs unga fólkið Sjálf- stæðisflokkinn, flokk hins frjálsa framtaks einstaklings- ins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.