Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.06.1974, Blaðsíða 5

Vesturland - 29.06.1974, Blaðsíða 5
scn» a/kssTnnsxxn ssilaFSJi^tsxnxm 5 Hvers vegna ég kýs nú Sjálfstæðisflokkinn Framkvæmdir við Vestf jarða- áætlun stöðv- uðust í tíð Vinstristjórnar Á framboðsundinum á ísafirði sl. mánudag var Þorvaldur Garðar Krist- jánsson meðal ræðumanna D-listans. Hér fer á eftir kafli úr ræðu hans, sem fjallar um byggðastefnuna á Vestfjörðum fyrir að- gerðir til jafnvægis í byggð landsins. En það var viður- kennt, að raða yrði niður verkefnum og Vestfirðir skyldu hafa forgang í þessu efni vegna sérstöðu sinnar. Gunnar Pálsson, Suðureyri: Því hefur verið haldið fram af forustumönnum Framsókn- arflokksins, að sá ágæti flokk- ur sé bæði ábyrgur og þjóð- hoillur, og að í þingliði og forustu sé ákveðin festa, sem í áratuga starfi hafi reynzt þjóðinni mikilvæg á örlaga- stundum. Nú er svo sannariega runn- in upp sú örlagastund, sem ætla mætti að Framsóknar- flokkurinn skyldi reynast þjóðinni mikilvægur, en hvað hefur gerzt? í stað þess að standa sameinaðir á hættu- stund verður sundrungin slík, að gjörsamlega er útilokað að mynda sameigilegt átak til bjargar þjóðarbúskapnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samstarf vinstri flokk- anna mistekst og óhætt er að segja um vinstra samstarf: „Sundraðir stöndum vér, sam- einaðir föllum vér.“ Þegar vinstri stjómin féll 1958 var ástandið ekki ósvip- að þvi í dag nema að nú er það mun alvarlegra og horfur verri. Þá, eins og nú, var engiri samstaða um úrræði til úrbóta, önnur en sú, jú, „eitt- hvað yrði að gera í málinu“. Nú ríkir sannkallað hættu- ástand: Frystiiðnaðurinn rek- inn með stórfelldum halla- rekstri, grundvöllur fyrir báta- og togaraútgerð brost- inn, viðskipti þjóðarinnar við útiönd botnlaus, lánstrausti erlendis stofnað í hættu, mik- il fjárvöntun hjá fjárfesting- arsjóðunum og rekstrarhalli á ríkisrekstrinum, svo eitthvað sé nefnt. Þorbjörn Gissurarson, Suðureyri: Eftir alþingiskosningarnar 1971 náðu vinstri flokkarndr meirihluta og mynduðu ríkis- stjórn, sem farið hefur með völd s.l. þrjú ár. Útbúin var ný forskrifta- bók, er málefnasamningur nefndist, síðan lagt til elda- mennsku og þjóðinni bornir réttir hver af öðrum, og því valdir kokkar í eldamennsk- unni og mægur matarforði í búi þjóðarinnar eftir blóm- legan viðskilnað Viðreisnar- stjórnarinnar. Ekki leið á löngu þar til veizluföngin þraut, og skyldi þá bætt úr því með því að láta aldraða og öryrkja greiða veizlukostinn, eins og alkunna Hvernig stendur á því, að samstarf vinstri flokkanna mistekst alltaf? Sjálfsagt er það vegna þess, að þessir vinstri flokkar eiga til að lofa upp í ermina og telja fólki trú um, að hægt sé að gera allt fyrir adla í einu án nokk- urrar borgunar. Nei, í stað brimróðurs og brotlendingar vinstri flokk- anna á þjóðarskútunni, skul- um við standa sameiginlega og ákveðin í því, að skipta um áhöfn með því að styðja Sjálfstæðisflokkinn í næst- komandi kosningum. Gunnar Pálsson, Suðureyri. er, því að auðveldast var að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur. Þegar slíkir réttir eru fram bornir, höfðu jafnvel prófess- orar ekki matarlyst lengur, og gengu frá matborðinu. Fór það þá eftir þvi, hvað var á matborðinu hverju sinni. Er veizlan hafði staðið í tæp þrjú ár og matarforðinn enn rýrn- að, var svo komið, að ráð- herrar og fylgisveinar þeirra gengu frá leifðu borði. Þá ákveður yfirmatsveinn- inn að segja kokkum sínum smám saman upp, en þeir sem fylltu háborðið, S'kýldu sitja sem fastast, þó ekki sá, er matarlystina hafði minnsta. Ákveðið er að ganga til kosninga 30. júní n.k. og bjóða þá þessir sömu flokkar fram nýja liðsmenn í baráttu- sætum ilista sinna, einkum þá skólastjóra, sem þjást illilega af framagirni og pólitískum Framhald á 6. síðu — Það hefur verið áber- andi á framboðsfundunum hér í kjördæminu, hvernig talsmenn stjórnarflokk- anna hafa leitazt við að draga athygli manna frá ástandi efnahagsmálanna eins og það er í dag. Kennir þar margra furðulegra grasa, eins og þið hafið nú þegar heyrt á þessum fundi. Þeir guma mjög af því, að þeir séu sérstakir byggðastefnumenn. Þetta lætur einkennilega í eyrum frá mönnum, sem eru full- trúar þeirra stjórnmála- flokka, sem hafa það að grundvallarstefnu að efla miðstjórnarvaldið, en það þýðir að draga valdið úr höndum fólksins út um hinar dreifðu byggðir, og færa það í hendur stjórn- valdanna í Reykjavík. Þá gera þessir menn sig bera að alvarlegri blekk- ingu varðandi byggðamál- in. Almennar framkvæmd- ir í landinu eru þeir farn- ir að kalla aðgerðir til jafnvægis í byggð landsins. Þetta segja þeir, þó að þeir viti jafnvel og aðrir, að almennu framkvæmda- fé er ráðstafað til alls landsins, ekki frekar til tsrjálbýlis en þéttbýlis, nema síður sé. Það verður að sjálfsögðu að gera greinarmun á slík- um framkvæmdum og sérstökum aðgerðum til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Þetta er viðurkennt með Vestfjarðaáætluninni. Það var þá viðurkennd í verki sú staðreynd, að það verð- ur ekki unnið að jafnvægi í byggð landsins nema að meira sé gert fyrir þau byggðarlög, sem í vök eiga að verjast, en hin, sem betur eru sett. Þetta er því erfiðara við- fangsefni fyrir lýðskrum- ar, sem stöðugt segjast ætla að gera allt fyrir alla á sama tíma. Það var víðar þörf en Þegar Vestfjarðaáætlun- in hófst, var gert ráð fyrir að hún næði til alhliða uppbyggingar í þessum landshluta. Framkvæmd verksins hlaut að taka nokkurn tíma. Árið 1964 hófst fyrsti áfangi áætlunarinnar. Sá áfangi var, eins og al- kunna er, í samgöngumál- unum; vegamálum, hafna- málum og flugvannamálum. Á eftir skyldu koma aðrir áfangar á vettvangi at- vinnumála, menningar- mála, hedlbrigðismála, al- mennra félagsmála svo sem húsnæðismála o.fl. í stað þess að fram hafi verið haldið Vestfjarðaá- ætluninni, hefur á síðasta kjörtímabili verið stöðvun á þessu mikla máli Vest- firðinga. Ríkisstjórnin hef- ur ekkert aðhafzt í mál- inu. Enginn undirbúningur hefur verið undir næstu á- fangafanga. Engar fram- kvæmdir hafa séð dagsins Ijós. Og hvað þýðir þetta? Engu fjármagni hefur ver- ið ráðstafað til Vestfjarða umfram almennt fram- kvæmdafé. En það sérstaka fjármagn, sem ráðstafað var í 1. áfanga Vestfjarða- áætlunar nam um 200 milljónum króna (eftir þá- verandi verðlagi). Ef ráð- stafað væri í dag hlið- stæðu fjjármagni til 2. á- fanga Vestfjarðaáætlunar, ætti sú upphæð að nema að minnsta kosti 2000 milljónum króna — tveim- ur milljörðum — miðað við sama hlutfall af fjár- lagatekjum ríkisins þá og nú. Það er þetta, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur svikið Vestfirðinga um. Svo standa hér uppi full- trúar stjórnarflokkanna til að þakka ríkisstjórninni þessi svik. Og þetta geta þeir gert án þess að blygð- ast sín. En Vestfirðingar munu dæma þá af verk- unum. Auglýsing Kosning til Alþingis fer fram sunnudaginn 30. júní n.k. Kosið verður í 4 kjördeildum. 1. kjördeild: Aðalstræti — Hjallavegur. 2. kjördeild: Hlíðarvegur — Silfurtorg. 3. kjördeild: Skipagata — Þvergata — Torfnes Grænigarður — Hraunprýði Neðstikaupstaður — Sjúkrahús Skutulsfjörður — Arnardalur. Þessar kjördeildir verða í GAGNFRÆÐASKÓLANUM. 4. kjördeild: Hnífsdalur. Kosið er í barnaskólanum þar. Kjörfundir hefjast kl. 10. Undirkjörstjórnir og umboðsmenn lista mæti hjá yfirkjörstjórn í Gagnfræðaskólanum kl. 9. YFIRKJÖRSTJÓRN ÍSAFJARÐAR.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.