Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.06.1974, Blaðsíða 8

Vesturland - 29.06.1974, Blaðsíða 8
Einar Jóhannsson, skipstjóri: Bretarnir veiða við bæj- ardyr ísfirðinga Á íraraboðsfundinum á ísa- firði hinn 24. þ.no. talaði frambjóðandi kommúnista, Kjartan Ólafsson, af miklu yfirlæti um afrek Lúðvíks Jósepssonar í landhelgismál- um Islendinga fyrr og siðar. Sjálfur hef ég verið togara- sjómaður í yfir 30 ár og er enn og get því upplýst þennan kokhrausta kommún- ista, Kjartan Ólafsson, um nokkrar sitaðreyndir í þessu máli. í ráðherratíð Lúðvíks Jósepssonar í hinni fyrri vinstri ríkisstjórn var land- helgin færð út í 12 mílur. En ailan þann tíma, sem sú Vinstristjórn sat að völdum, veiddu Bretar upp að fjórum mílum, þar sem þeim sýndist, og þegar þeim sýndist. Það var svo loks þegar sú stjórn hafði lagt upp laupana, og aðrir þjóðholiari menn höfðu tekið við stjórnartaum- unum, að íslendingar fengu 12 mílna landhelgi í reynd. En á áðurnefndum framboðsfundi átti Kjartan Ólafsson varla nógu sterk orð til þess að lýsa fyrirlitningu sinni á þeim samningi, sem þá var gerður og færði okkur 12 mílna fisk- veiðilandhelgi, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Eitt af fyrstu verkum Lúð- víks Jósepssonar eftir að hann varð ráðherra 1 Vinstri- stjórn númer tvö, var að færa landhelgina út í 50 miiur, og nú þegar sú óstjórn er að syngja sitt síðasta vers er ekki 50 mílna landhelgi við ísland frekar en 12 mílna þegar Lúðvík hljóp frá stýr- inu í tíð fyrri vinstri stjóm- ar. Athngasemd ÚT AF grein, sem birtist í síðasta tbl. Vesturlands um veitingu embættis umdæmis- stjóra pósts og síma á ísa- firði, vill blaðið taka fram, að þær heimildir, sem blaðið hafði varðandi afskipti Jóns Baldvins Hannibalssonar af þessu máli, voru ekki á rök- um reistar. Harmar því blaðið, að nafn hans hafi að ósekju verið nefnt í þessu sambandi, og er hann beðinn velvirðingar á því. Hins vegar telur blaðið, að rétt hafi verið skýrt að öðru leyti frá efnisþáttum þessa máls. Vel hefði frambjóðandinn mátt geta þess, að rétt í þann mund sem hann var að stíga í pontuna á fundinum í Al- þýðuhúsinu, var að leggja úr höfn hér á ísafirði brezkur togari, einn af mörgum, sem hingað hafa komið undan- farna daga til að taka ís eftir að þeir höfðu fyllt sig af smá- fiski rétt við bæjardyr ísfirð- inga, eða nánar tiltekið um 30 sjómílum fyrir innan 50 mílna landhelgi Lúðvíks Jósepssonar. Það þarf vissulega að bera mikla fyrirlitningu fyrir dóm- greind sjómanna til þess að geta í sjávarplássi sem ísa- firði flutt mál sitt á þann hátt sem Kjartan Ólafsson gerði á fundinum í Alþýðuhúsinu, og minnir helzt á hina al- ikunnu persónu Matthíasar Jochumssonar, Jón sterka í Skugga-Sveini. ísfirðingar og aðrir Vest- firðingar ættu því á kjördag að vera þess minnugir hverjir það voru, sem í reynd öfluðu okkur 12 mílna landhelgi og svo hverjir gerðu smánar- samninginn á síðastliðnu hausti. Þar fengu Bretar allt sem þeir óskuðu, en létu ekk- er af hendi í staðinn, ekki einusinni viðurkenningu á 50 mílunum að samningstíman- um loknum. Einar Jóhannsson, skipstjóri. Glæsileglr kjósenda- fundir d ísafirði og Fiateyri D-LISTINN efndi til almennra kjósendafunda á Flateyri og á ísafirði í fyrrakvöld. Á fundinum á ísafirði var meðal ræðumanna Geir Hall- grímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sem kom beint af hinum stórglæsilega kjósendafundi D-listans á Lækjartorgi í Reykjavík, þar sem þúsundir manna komu saman til að efla sókn Sjálf- stæðismanna til sigurs. Geir Hallgrímsson flutti yfirgripsmikla og mjög sköru- lega ræðu um landsmálin. Matthías Bjarnason fyrrv. al- þingismaður flutti ræðu um landsmálin og málefni Vest- fjarðakjördæmis. Á fundinum á Flateyri tal- aði Þorvaldur Garðar Krist- jánsson fyrrv. alþingismaður um landsmálin og málefni kjördæmisins, og Pétur Sig- urðsson fyrrv. alþingismaður ræddi um sjávarútvegsmál. Á báðum fundunum voru flutt stutt ávörp. Fundir þess- ir voru mjög fjölsóttir og ríkti mikill hugur fundar- Geir Hallgrímsson form. Sjálfstæðisflokksins. manna fyrir því að gera hlut Sjálfstæðisflokksins sem stærstan í kosningunum á morgun. Vítavert gdleysi ráðamanna raforkumála :: Vestfjörðam ÞESSI ATHYGLISVERÐA IVIYND er tekin í Arnar- firði fyrir fáeinum dögum. Hún sýnir einn staurinn í háspennulínunni frá Mjólkárvirkjun. Staurinn brotn- að í vetur og var þá eitthvað klastrað upp á hann. Myndin er hróplegur vitnisburður um það sinnuleysi og aðgerðaleysi, sem ríkir í raforkumálum Vestfjarða undir Vinstristjórn. Falli þessi staur, eru tugmilljóna verðmæti í voða. Sleifarlagið í þessum málum er á ábyrgð ráðamanna Rafmagnsveitna ríkisins. Það má furðu gegna, að annar maður á lista kommúnista hér á Vestfjörðum, skuli láta slíkt og annað eins og að reisa einn staur, dragast svona mánuðum saman. Við hvað hefur maðurinn eiginlega verið svona upptekinn, að hann skuli ekki hafa sinnt þessu lítil- ræði? Endemis viðbrögð ráðamanna í raforkumálum þegar sæstrengurinn yfir Dýrafjörð bilaði í vetur, eru mönn- um í fersku minni. Þá var einhver danskur sérfræð- ingur að dunda við lítt aðkallandi sæstreng yfir Elliða- vog, sem ekki á að taka í notkun fyrr en í haust, en ekkert var sinnt um að gera við strenginn hér vestra fyrr en Matthías Bjarnason vakti athygli alþjóðar á þessari hneisu með því að taka upp málið utan dag- skrár á Alþingi. Skyldi sá danski vera í sumarfríi?

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.