Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 5

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 5
5 Výjar bækur frá Leiftri: Ævisaga Hafsteins Sigurbjarnarsonar frá Reykholti í Höfðakaupstað, skráð af honum sjálfum. Bókin er merk aldarfarslýsing og ljós vottur þess, hvern þátt islensk alþýða á í menningarsögu þjóðarinnar. Bjart er um Breiðaf iörð Minningar Sigurðar Sveinbjörnssonar frá Bjarneyjum á Breiðafirði. Sigurður er enginn viðvaningur á ritvellin- um. Hann á margar greinar í Dýraverndaranum og heim- ildarmaður er hann að nokkrum sögnum í bókinni „Breiðfirskir sjómenn“. Sigurður er átthagafróður og náttúruskoðari af lífi og sál. Útskæfur eftir Bergsvein Skúlason. Frásagnir í þessari hók eru misgamlar, segir Bergsveinn. Nokkrar hafa orðið útund- an í fyrri hókum um Breiðafjörð og Breiðfirðinga, aðrar orðið til eftir að bækurnar voru prentaðar. Kvöldrúnir, þriðja og síðasta bindi Minningaþátta Matthíasar bónda á Kaldrananesi. „Hér er ekki á ferð stórbrotin afreks- saga, aðeins lífsmynd manns, sem vann þjóð sinni vel og fórnaði helft ævi sinnar í þágu útskagasamfélags,“ segir á bókarkápu. íslenda, hók um forníslensk fræði, eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Petta er önnur útgáfa bókarinnar. Fyrri útgáf- an kom út 19G3, og seldist þá upp á örskömmum tíma. Þjóðkunnur fræðimaður, John Langelyth, fyrrum emb- ættismaður í danska menntamálaráðuneytinu, sem und- anfarin ár hefur unnið að athugunum á kirkjusögu, hefur nýlega samið merkt ritverk um aðdraganda kristnitök- unnar á Islandi. — I formála nefnir liann þrjá Islendinga, sem ritað hafa um kristnitökuna á Islandi: Björn M. 01- sen, Barða Guðmundsson og Benedikt Gíslason frá Hof- teigi. Hann talar um Benedikt sem einn hinna mörgu víðlesnu lærðu manna í bændastétt á Islandi og segir Islendu hafa orðið til þess að vekja áhuga sinn á að kanna söguheimildir um kristnitökuna á Islandi. Niður- staða hans á þessum rannsóknum er mjög merkileg. En það geta menn gengið úr skugga um með því að lesa bókina. Glætur eftir Sigurrós Júlíusdóttur. — I bólcinni eru fjórar ástar- sögur, sem gerast hér á landi. Af barna- og unglingabókum hafa komið út í haust: Pétur Most, 5. (síðasta hefti). — Steini og Danni í stór- ræðum. -—■ Gömul ævintýri. -— Bob Moran (Hermenn Gula skuggans). — Frank og Jói (tvær bækur): Dular- fulla merkið og Maður í felum. — Nancy (tvær bækur): Elddrekinn og Skíðastökkið. Bækur sendar um allt land gegn kröfu. Bókaútgáfan LEIFTUR hf. Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. Rækjustöðin hf. í S A F I R Ð I . Óskum öllum viðskiptamönnum okkar og starfsfólki, svo og öllum vestfirðingum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Timbuiverslunin Bjork Leikföng í úrvali Gjafavara fyrir alla fjölskylduna. Nýkomin stór vörusending: Skálasett — Glasasett — Bollasett. Jólaskraut og KERTIN — KERTIN — KERTIN. Velkomin í NEISTA Is afir ði. Óskum starfsfólki voru og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. Raf hf. ísafirði Kelvin Hughes KINGFISHER II KELVIN HUGHES Kingfisher II er frábær fiskileitarmælir. Þrjú mælisvið, þrír hraðar, hvítlína og grálína og skalastækkun. Mjög hagstætt verð. R. SIGMDNDSSON HF. Tryggvagötu 8 — Reykjavík Sími 12238. M. Bernhorðsson shipasmíðnstöð hf. Við óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samskiptin á líðandi ári. Stúlka óskast Stúlka óskast til starfa frá áramótum. Fjölbreytilegt starf við góð vinnuskilyrði. Upplýsingar í apótekinu. isafjaröar apnteh HRAFNKELL STEFÁNSSON ■ SÍMI 3009 • PÓSTHÓLF 14 • ÍSAFIRÐI Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug öllum er styrktu okkur við fráfall og útför eigin- manns míns ARA AUÐUNS JÓNSSONAR, Odda, ísafirði. Sérstakar þakkir færum við útgerðarfélaginu Hrönn hf., útgerðarmanni þess, skipstjóra og skipsfélögum öllum. Fyrir hönd barna okkar, móður og systkina Kolbrún Sigurðadóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.