Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 8

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 8
8 A Stað er kirkja Séra Andrés Ólafsson: - Staðarkirkja Staður í Stemgrímsfirði er ævaforn kirkjustaður og prestssetur. Ekki kann ég að greina frá því hvenær fyrst reis þar kirkja, en trúlega hefur það verið skömmu eftir kristnitöku, og þar hefur staðið kirkja aliar götur síð- an. í Staðardal í Steingríms- firði var áður blómleg og fjöl- menn byggð, þótt lítt sjáist- þess merki nú. Dalurinn er grösugur og búsældarlegur yfir að líta og beitarland gott. Þaðan kemur vænst fé á Vestfjörðum. Ekki er vitað með vissu hverjir voru fyrstu búendur að Stað. Munnmæli segja að Steingrímur trölli landnáms- maður, sá er nam Steingríms- fjörð og bjó í Tröllatungu, hafi einnig átt bú að Stað. Til sannindamerkis um það er sú sögn, að hann sé heygður á fjallinu fyrir ofan Stað, þar sem heitir Steingrímshaugur, en heldur má það tedjast ó- sennilegt að það mikla kletta- holt sé gjört af manna hönd- um. Á þjóðveldisöld hét kirkju- staðurinn Breiðabólsstaður og dalurinn Ljótárdalur. Bæði þessi nöfn koma fyrir í Njálu og í gömlum máldögum kárkjunnar. Gegnt Stað, en nokkru neð- ar í dalnum er fornt eyðibýli, er heitir Hofstaðir. Þar hefur í heiðnum sið staðið hof dal- búanna, og vottar þar enn fyrir hofrústinni all greini- lega. Þegar kristni komst á í landinu lagðist hofið að sjálfsögðu niður, en guðs- dýrkunarstaður hins nýja sið- ar reis öndvert í dalnum að Breiðabólsstað. Því er trúlegt að kirkja hafi risið að Stað í Steingrímsfirði fljótlega eft- ir kristnitöku, snemma á 11. öld. Táknræn er staðsetning þessara tveggja Guðsdýrku- arstaða. Hofið stóð mót norð- austri, sem er aðalátt kulda og snjókomu í dalnum, en kirkjan stendur undir norður- hlíð dalsins mót suðri og veit vel við sumri og sól. Þar sér vítt um daiinn allan og grös- ug hlíðin fyrir ofan skapar hlýlegan bakgrunn. Er þetta táknrænt um reginmun hins heiðna og kristna siðar. Staður þótti eitt af tekju- meiri brauðum Vestfjarða. Heyskapur var nægur og landgæði góð, enda ráku ýms- ir prestar þar stórbú fyrr á öldum. Staður átti miklar eignir í jörðum og hjáleigum. Þaðan fengust landsskuldir, leigur og lambaeldi, sem skap- aði Staðarprestum drjúgar tekjur. Elsti máldagi Staðarkirkju, sem kunnur er, er frá árinu 1286. Það er máldagi Áma biskups Þorlákssonar, Staða- Árna. Þar er kirkjan nefnd „AILra heilagra kirkja á Breiðabólsstað í Steingríms- firði.“ Skrá er um eignir kirkjunnar fastar og lausar og segir þar að lokum, að þar skuli vera 2 prestar og 2 djáknar, en biskup hafi for- ræði á staðnum og yfir öllu kirkjufé. Af þessu má marka að kirkjan hefur verið höfuð- kirkja og Staður hefur snemma verið talinn með meiriháttar brauðum, enda hefur Staðardalur vafalaust verið fjölbyggður á þeim öld- um. Staður var eftir siða- skiptin eitt af fimm brauðum á Vestfjörðum, er skylduð voru til þess að ala önn fyrir gömlum uppgjafaprestum. — Hin prestssetrin voru: Selár- dalur, Holt í Önundarfirði, Vatnsfjörður og Staður í Grunnavík. Um aldamótin 1400 var biskup í Skálholti danskur maður, Vilkin Hinriksson (1394—1406). Hann þótti framkvæmdasamastur er- lendra biskupa er hér sátu. Hann fékk þau eftirmæli að hafa verið „yfinleitt einn hinn merkilegasti og gagnlegasti maður.“ Hið merkasta, er eft- ir hann liggur frá hans bisk- upstíð, er án efa máldagabók Skáiholtsbiskupsdæmis (Vilk- ins-máldagi), en þar eru inm- færðir allir máldagar sem hann og hinir fyrri biskupar höfðu sett og allar eignir kirknanna, eins og þær voru um hans daga. Er þetta hið markverðasta rit, sem oft er leitað til, þegar rannsaka skal aldur fornra máldaga og eign- ir kirkna. Um Stað í Steingrimsfirði segir svo í Vilkins-máldaga: „Maríukirkja og allra heil- agra að Stað í Steingrímsfirði á heimaland allt, Kleppustaði, Kirkjuból, Hóla, Víðivöllu, Grænanes, Kolbjamarstaði, Ásmundarnes, Asparvík, Eyj- ar.“ Þá er talin upp áhöfn Staðar og instrumenta og omamenta kirkjunnar, sem Séra Andrés Ólafsson er löng upptalning. Þar er meðal annars talað um að kirkjan eigi skrín með helg- um dómum og „glerglugg víða stokkinn“ (sprunginn). Trúlega hafa glergluggar ekki verið algengir í þá daga. Öll „herbergi á staðnum fyrir ut- an kirkjuna" voru metin á fjóra tugi hundraða. Staður á þá „Ljótárdal til ummerkja um Hrófberg og Geirmundarstaði og þá dali er þar ganga af. Kolbjarnar- staði, Hvanndcd og Selárdal tveim meigin til ummerkja við Bólsstaði og Gilsstaði. Öðsey og Þórðarey á Bjamar- firði með öllum gögnum og gæðum; gras, eggver, selver, hvalreka, viðreka og ágóða. Asparvík með öllum gögnum og gæðum nema sjöttung hvalreka, fjórðung í reka á Brúará og hálfan hvalreka og viðreka á Reykjamesi. Lýsis- tollar af öllum mönnum þeim er gjalda eiga millum Hrófár og Selár, að fráteknum lög- heimilismönnum í Kálfanesi og Skeljavik. 12 merkur smjörs af hverju búi innan taldra takmarka. Þar á að fæða prest og djákn, ala lík- menn og bamamenn. Item gefið til hundrað og annað hundrað í lérefti." Af þessari upptalningu, sem þó er aðeins brot af máldag- anum, má sjá, að eignir kirkj- unnar hafa verið all miklar og hlunnindin af ýmsu tagi. En nú er frægðarsól Staðar í Steingrímsfirði löngu geng- in til viðar og hlunnindin rokin út í veður og vind, ým- ist glötuð með öllu eða seld. Eftir er þó kirkjan og heima- jörðin, 'sem er með lélegum húsakosti. Hún er þó í ábúð. Með lögum frá 1952 um skipun prestakalia var Staður í Steingrímsfirði lagður niður sem prestssetur, en prestsset- ur lögfest í Hólmavík. Jafn- framt var breytt nafni á prestakallinu. Það heitir nú ekki lengur Staðarprestakall í Steingrímsfirði heldur Hólmavíkurprestakall. Síðasti prestur er sat á Stað var séra Ingólfur Ást- marsson, sem sat þar stuttan tíma. En síðasti prestur hins forna Staðarprestakalls í Steingrímsfirði er sá, er þetta ritar, en hann hefur hins veg- ar aldrei setið á Stað, því þegar hann tók við brauðinu Vélsmioja Bolungovíkur hl. STOFNUÐ 1944 BOLUNGAVÍK — SlMI 7370 og 7380 Járniðnaður - Biíreiðaverkstæði - Verslun Vélaviðgerðir - Rennismíði - Járnsmíði - Álvinnsla - Rafsuða Logsuða - Argonsuða - Pípulagnir - Blikksmíði. BIFREIÐAVERKSTÆÐI Vélaviðgerðir - Yfirbyggingar - Sprautun - Vélastilling - Hjólastilling Gufuþvottur - Ryðvörn - Hjólbarðaviðgerðir - Hjólbarðanegling Munsturskurður í hjólbarða - Geymahleðsla - Smurstöð. Höfum tekið að okkur umboðsþjónustu fyrir: Svein Egilsson hf., Velti hf., P. Stefánsson hf., Datsun-umboðið o.fl. eftir sérstakri beiðni. Munið 2500 km yfirferð, 10.000 km skoðun fólksbifreiða. Bifreiðaeigendur: Notið veturinn til að yfirfara bílinn. Á sumrin þurfið þið meira að nota hann, og þá er verra að komast á verkstæði vegna anna og sumarleyfa. Þeir, sem ekki geta ekið hingað vegna ófærðar, senda bílana með Fagrar nesinu eða Ríkisskip, og við sendum þá til baka að viðgerð lokinni. Reynið viðskiptin. VÉLSMIÐJA BOLUNGAVÍKUR HF. Bolungavík — Sími 7370 og 7380

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.