Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 9

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 9
&0R3> a/í&TPwxxxR 33fmpsj<zs»sxnxm 9 var það afráðið að flytja prestinn til Hólmavíkur. Kirkjan, sem nú stendur á Stað, var byggð árið 1855. Séra Sigurður Gíslason lét reisa kirkjuna, sem er fremur lágreist timburkirkja með því lagi, er þá var aigengast í sveitum. Henni hefur lítt ver- ið haldið við á síðari árum og er nú illa farin af fúa. Kunn- áttumenn telja, að kirkjunni verði vart viðbjargað úr þessu, nema byggja hana al- veg upp að nýju, en til þess hefur söfnuðurinn, sem aðeins telur nú um 27 manns, ekkert bolmagn. Það eru því tak- mörk fyrir því hvað Staðar- kirkja getur staðið iengi úr þessu. Kirkjan er nú ekki messuhæf nema um hásumar- ið og varla það. Nokkra gripi á kirkjan, og minna sumir þeirra á fyrri frægð. Merkastan má telja prédikunarstólinn. Hann er skreyttur með máluðum myndum af Kristi, guðspjalla- mönnunum fjórum og postul- unum Pétri og PáU. Ártal er á stólnum 1731 og nöfn gef- enda, séra Halldórs Einars- sonar og Sigríðar Jónsdóttur. Þetta hefur verið fagur grip- ur á sinni tíð, en tvær mynd- anna á stólnum eru teknar að rnást mikið af sól. Séra Hail- dór Einarsson (d.1738) var hinn merkasti prestur og mik- ill lærdómsmaður. Hann var faðir hins þjóðkunna prests og fræðimanns séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal. Þá má nefna altaristöflu málaða á tré, spjald er yfir með tilvitnun í Davíðssálm 69, 31—34, skráð á latínu. Upphaflega hefur taflan verið vængjatcifla. Altarisstjakar tveir fornir, fyrir eitt kerti hver, ágætir gripir. Tveir messingstjakar yngri. Kaleik- ur og patína úr nýsi'lfri. Oblátuöskjur úr silfri með áletrun, gjöf séra Hjalta Jóns- sonar (d. 1827) og Sigríðar Guðbrandsdóttur. Skírnarfat úr látúni, gamalt (sennilega þýskt). Altarisklæði með ár- tali 1722, slitið. Gjöf séra Jóns Árnasonar er hann fór frá Stað og tók við biskups- dómi í Skálhoiti. Tveir korp- oraldúkar, fornir og fagrir, annar með ártcdi 1794. Hök- ul'l grænn með ártali 1760, annar rauður gamall. Tvö altarisklæði forn, annað rautt, rósótt, ísl. vefnaður með alt- arisbrún úr þrykktu skinni með gylltum rósum, hitt blátt, einhtt. Ljósahjálmur úr mess- dng fyrir sex kerti, ágætur gripur. Kirkjuklukkur tvær, önnur með ártali 1602. Allt eru þetta gamlir gripir. Auk þeirra á kirkjan nokkra nýrri hluti. Hér hefur aðeins verið brugðið upp fáeinum dráttum er varðar sögu þessa naerka kirkjustaðar, sem nú á vart nokkuð eftir annað en fyrri frægð. — Sic transit gloria mundi! Fyrrum sátu á Stað margir merkisprestar og skörungar. Þá var Staður höfuðból og Verslunin Kjartan II. Guðmundsson ÍSAFIRÐI — SÍMI 3507 AEG rafmagnsverkfæri í miklu úrvali. Járnklippur Smergelskífur Slípirokkar Heflar Borstatív Borvélar af ýmsum stærðum. Fylgihlutir í úrvali: Slípibarkar m/tilheyrandi Smergelskífur Pússikubbar Stingsagir Slípiskífur Skíði — Skíðaskór — Skíðastafir og ýmsar skíðavörur á gömlu og góðu verði. Verslunin Kjartan R. Guðmundsson ÍSAFIRÐI — SÍMI 3507 miðstöð blómlegrar byggðar. Mannaferðir voru tíðar heim að Stað og oft fjölmenni þar á messudögum. Enn sést votta fyrir reiðgötunum heim á staðinn á stöku stað, en grasið er óbælt í götunni og hófatök heyrast nú ekki leng- ur í dalnum, sem að mestu er nú í eyði. Árið 1950 var mynduð ný sókn — Hólmavíkursókn — úr hinni gömlu Staðarsókn, en nokkru áður var farið að hugsa til byggingar kirkju í Hólmavík. Sú kirkja var vígð árið 1968, hið fegursta og vandaðasta guðshús, sem stendur á fögrum og áberandi stað í Hólmavík. Hún mun standa um langan aldur og verður trúlega arftaki hinnar görnlu Staðarkirkju. Vel væri ef saga hennar á ókomnum öldum yrði ekki síðri en móðurkirkjunnar. Saga Hólmavíkurkirkju, — þótt stutt sé, er kapítuli út af fyrir sig, sem ekki verður skráður hér. Á jólaföstu 1974. Andrés Ólafsson. Utgefandi Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjör- dæmi. Ábyrgðarmaður: Finnur Th. Jónsson. Prentstofan Isrún hf. —————------------------ Prestatal Staðar í Steingrímsfirði: Þorlákur ................................ fyrir 1284 Andrés .................................. fyrir 1397 Jón Halldórsison (í Kálfanesi) ......... fyrir 1508 Hallur Ögmundcirson .................... 1527—1539 Þorleifur Björnsson .................... 1539—1547 Þórður Ólafsson ........................ 1547-—1568 Enlendur Þórðarson, prófastur .......... 1568—1596 Ólafur Halldórsson ..................... 1596 Þórarinn Sigurðsson..................... 1615—-1616 Einar Sigurðsson, prófastur ............ 1617—1670 Einar Torfason ......................... 1670 Magnús Einarss'on, prófastur ........... 1681—1707 Jón Árnason (síðar biskup) ............. 1707—1721 Halldór Einarsson....................... 1725—1738 Jón Pálsson, prófastur.................. 1739—1767 Ásgeir Jónsson, prófastur .............. 1767—1779 Jón Sveinsson, prófastur................ 1779—1798 Hjalti Jónsson, prófastur .............. 1798—1827 Böðvar Þorvaldsson ..................... 1827—1837 Sigurður Gíslason ...................... 1838—1868 Magnús Hákonarson....................... 1868—1875 Bjarni Sigvaldason ..................... 1875—1883 ísleifur Einarsson ..................... 1883—1892 Hans H. Jónsson ........................ 1892—-1907 Guðlaugur Guðmundsson................... 1908—1921 Jón Norðfjörð Jóhannesson............... 1922—1923 Þorsteinn Jóhannesson ...................1924—1929 Jón Norðfjörð Jóhannesson............... 1929—1941 Ingólfur Ástmarsson..................... 1942—1948 Andrés Ölafsson......................... 1948—1952 Árið 1952 var nafni prestakallsins breytt, það heitir nú Hólmavíkurprestakall, og hefur séra Andrés þjónað því síðan. Bestu jóla- og nýjársóskir. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.