Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 16

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 16
16 Einar Þ. Guðjohnsen, frkv.stjári: Strandir - mér Furðustrandir Einar Þ. Guðjohnsen, framkvæmdastjóri Ferðafélags Islands, hefur átt frumlcvæði að því að efna til ferða á Strandir og veita sí- vaxandi fjölda landsmanna kost á að kynnast hinni stórbrotnu náttúru og landslagi þar um slóðir. F'áir staðir á íslandi og og ekkert stórt svæði hefur verkað eins sterkt á mig við fyrstu sýn sem Hornstrandir. Fyrstu kynni mín af Horn- ströndum voru sumarið 1966, er ég fór með Ferðafélagshóp í Hornstramdagöngu. Sumarið eftir fór ég aftur og gekk enn um Homstrandir og þá önnur svæði. Síðan hef ég haft mikil afskipti af Hornströndum, að- allega með þvi að senda þangað gönguhópa, ræða um landið og skoða myndir úr þessum ferðum. Nú í sumar fór ég enn til Homstranda og gekk fjöll og dali og sigldi með björgum fram. Strax að lokinni fyrstu ferðinni skrifaði ég stutta ferðasögu í Morgunblaðið og lét þar í Ijós þá skoðun mína, að Hornstrandir ætti að friða og geyma þær ósnertar að mestu handa framtíðinni. Ég var ekki með það í huga, að þar yrði stofnaður þjóðgarð- ur og að þar ætti ríkið að eignast allt lamdið, heldur að núverandi eigendur mættu á- fram eiga sín lönd og nytja sínar eignir svo sem hingað til. Engir eru líklegri til að ganga vel um landið en þeir, sem eru tengdir því sterkum böndum og þykir vænt um það. En marga aðra lamgar til að fá að mjóta þess með þeim og æskilegt er að öllu braski með lönd þar séu tak- mörk sett og að umferð sé sem frjálsust. En hvað er það þá sem er svo eftirsóknarvert á Horn- ströndum, sem önnur svæði hafa ekki? Þessari spumingu er erfitt að svara og verður kannski aldrei fullsvarað. Og kannski er best að láta allan samanburð eiga sig og láta hvert svæði njóta sím sér og óháð öðrum landshlutum. Það má með nokkrum sanni segja, að ísafjörður sé hinn eðlilegi áfangastaður á leið til Hornstranda, en þarf þó ekki að vera sá eini við ísa- fjarðardjúp. Vonandi verður enn langt að bíða þess að bíl- fært verði til Hornstramda. Hugsanlegt er að bílfært verði norður í Grunnavík af Snæ- fjallaströnd og í Leirufjörð en varla miklu lengra úr þeirri átt. Frá Ingólfsfirði er einnig hugsanlegt að gera bílfært langt norður eftir Ströndum en varla alla leið til Hornstranda. Þetta verða því um ófyrirsjáanlega fram- tíð einangruð svæði og utan bílaumferðar. Til þess að komast til Hornstranda verð- um við því að treysta á báta, og flugvélar til Aðalvíkur og Fljóta og jafnvel Homvikur. Einnig má að sjálfsögðu ganga úr byggð á Snæfjalla- strönd og á Ströndum, en það er ekki alveg á alira færi að gamga svo langt og bera sínar pjönkur. í þessu spjalli mun ég fjalla um allt svæðið norðan Jökulfjarða, frá Rit og austur að Horni og þaðan suður á við til Geirólfsgnúps. Sjálf- sagt er þetta nokkuð stærra svæði en Hornstrandir mega teljast í þrengstu merkingu, en við þurfum ekki að fara nánar út í þau mál hér. Það er ekki ætlunin að lýsa þessu svæði nákvæmlega né heldur að fara mörgum orðum um sögu byggðarinnar; þar svar- ar Jóhann Hjaltason í Árbók Ferðafélagsins 1949 flestum spurningum. Hins vegar get- um við litið á eitt og annað og séð hvað hægt er að gera sér til ánægju þegar þangað er komið. Ekki er það endilega nauð- synlegt að vera fleygur og fær eða göngugarpur til þess að fara um Hornstrandir. Bátar eru ágæt farartæki og í raun- inni er það undarlegt hve sjaldan íslenskur almenningur grípur til báta þegar hugsað er til íslands sem fiskveiði- þjóðar. Víða ætti fólk fremur að eiga báta en bíla, t.d. við ísafjarðardjúp. Á sumrum má oftast fara frá eimni vík til annarrar á bátum og fara í land og litast um. Stundum er að vísu þoka og stundum eru straumar og vindar and- stæðir, en þá er bara að halda kyrru fyrir og bíða; tíminn er einmitt nokkuð, sem við verðum að hafa með okkur. Það nægir ekki að koma og fara, við verðum að koma, vera og fara og aðalatriðið er að vera. Við getum skipt svæðinu í nokkrar einingar, t.d. Jökul- firði, Aðalvík, Fljót, Hornvík, Barðsvík, Furuf jörð og Reykj- arfjörð. Allar þessar einingar eða svæði verða ekki afgreidd í einu, og ekki einu sinni Jök- ulfirðir. Við verðum því að fara aftur og aftur á sömu svæði, og þá kannski á mis- munandi árstímum. Og þvi oftar sem við förum því bet- ur kunnum við að meta landið og því vænna þykir okkur um það. Aðalvík er vestast á svæð- inu norðanverðu. Þar stendur uppi f jöldi húsa, beggja vegna í víkinni og er þar yfirleitt alltaf einhver umferð allt sumarið. Margir brottfluttir hornstrendingar hafa þar sumaraðsetur um lengri eða skemmri tíma. Og það er mjög svo eðlilegt, að svo margir skuli vilja leita til Aðalvíkur, ekki bara vegna þess að þeir eru ættaðir það- an, heldur vegna landsins sjálfs og áhrifa umhverfisins. Það er um það tvennt að ræða að hafa aðsetur vestar- lega (eða sunnarlega) í Aðal- vík, nálægt Stað, Þverdal eða Sæbóli, eða þá hins vegar að Látrum. Gönguferðir á þessu svæði hljóta að beinast að Ritnum og brúnum Grænu- hlíðar, og þar er um auðugan garð að gresja. Látra-megin er heldur víðlendara og þaðan má sækja lengra í göngu- ferðir. Hvarfnúpurinn skiptir Aðalvík í tvennt og er nokkur hindrun í samgangi á milli hlutanna, en ekki þó svo að óyfirstíganlegt sé. Eitt sinn var Hyrningsgatan löguð þannig að hún yrði auðveld- ari umferðar, en nú hefur hún veðrast og er ekki alveg á allra færi. Þegar lágsjávað er má fara um Posavog. Hvarfnúpurinn hefur tvær á- sjónur, frá Látrum séður er hann langt hamrafell, en frá Sæbóli er hann brattur og tindlaga. Þaðan hlýtur að vera gott útsýni yfir alla Aðalvík. Norðan Látra er víðáttu- mikið og þverhnípt fjall með mörgum nöfnum, en einhvern veginn hefur Straumnesfjalls- nafnið orðið sterkast og í margra munni látið gilda um það allt. Þar á norðaustur- hominu eru mikil mannvirki, leifar frá radarstöð Banda- ríkjamanna, gapandi sements- tóttir oftast hálffullar af ís og snjó, þótt úti sé hlýtt. Austan undir er svo grunn vík, Rekavík bak Látrum með stóru stöðuvatni. Flugvöllur radarstöðvarinn- ar er enn nothæfur, en um- hverfi hans er heldur óhrjá- legt, ryðgað járaa- og tunnu- rusl í stórum stíl. En innan um ruslið er ilmandi fjöru- gróður, sem fær mann næst- um því til að gleyma öllu ruslinu. Og tófur eiga það til að koma þarna í heimsókn og horfa á mann forvitnum aug- um. Melasólin eða draumsól- eyin grær um alla fyrrverandi akvegi, fölgul með svörtum krossi í miðju. Það má una sér við margt í Aðalvík og koma aftur og aftur. Og þar eru meira að segja baðstrand- ir með ljósar fjörur á suð- ræna vísu. Næsta meiriháttar vík þar fyrir austan er Fljót eða Fljótsvík, þar sem bjarndýrið var unnið s.l. vor og þar sem Atli, þræll Geirmundar helj- arskinns, bjó forðum daga, fyrst í nafni höfðingja síns og síðar í eigin nafni sem frjáls maður. Mikið stöðuvatn fyllir dalinn að mestu og brött fjöll rísa á alla vegu. Þarna hefur verið búsældar- legt áður fyrr en einangrað hefur það verið, þar sem ekki Vélsmiðja Bolungavíkur hf. Við óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra ióla, árs og friðar og þökkum samskiptin á líðandi ári. GLEÐILEG JÓL! EARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Vélbátadbyigðarfélag ísfirðinga

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.