Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 17

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 17
&ans> aJcsjFmxxsm sancfssæstsxwoei 17 . Hornbjargsviti í Látravík varð komist til annarra byggð- arlaga nema á sjó eða þá um fjallvegi; um Tunguheiði yfir í Aðalvík, há fjallaskörð yfir í Kjaransvík eða suður yfir hátt og bratt Fljótsskarð til Jökulfjarða. í sumar gekk ég á Hvestu milli Fljóts og Rekavíkur bak Látrum, stórfengleg ganga og eftirsóknarverð, þar sem bratt er í sjó niður og ófært er neðan hamra. Austar eða kannski norðan við Atlastaði er Kögur, mikill og góður út- sýnisstaður til austurs og vesturs. Það er eins með Fljót og Aðalvík, að þar er hægt að dvelja lengi og una sér við lengri og skemmri göngur. Kannski er það svo, að best er að taka fyrir tiltölulega lít- ið svæði í einu og skoða það þeim mun betur. Og hvar geta menn betur lært að þekkja sjálfa sig, en langt frá skarkala heimsins? Sumarið 1967 stóð ég í Fljótsskarði ásamt fleirum og horfði nið- ur yfir Fljót í frekar þung- búnu veðri, og svo í sumar kom ég af hafi og gekk síðan vestur að Látrum. Þetta voru kærleiksrík kynni. Kjaransvík og Hlöðuvík eru næst og eru eiginlega sama víkin með Álfsfell sem skil- 38* - ' , -Iw.. >- * 'r' rúm, en þó ekki svo slæmt, að ekki sé fært á milli fyrir framan fellið. Árið 1967 gengum við upp í Kjarans- víkurskarð og áfram vestur háfjöllin til Aðalvíkur. Það hafði verið ætlunin að fara þá út að Atlastöðum og gista þar, en þá rigndi úti á Al- menningum og á Kjalaránúp- inn og áætlun var breytt í samræmi við það. Kannski misstum við þá af miklu að fara ekki samkvæmt upphaf- legri áætlun og fara um AI- menninga og horfa niður í Kirfið, en baggarnir voru þungir og það munaði um hvert skref. Það varð ekki meira úr rigningunni í það skiptið og við fengum bjart og batnandi yfir fjallið. Austan Álfsfells í Hlöðu- vík virðist heldur hlýlegra og meiri gróður þrátt fyrir Jökladalanafnið norðan og austan undir Hlöðuvíkur- skarði, gömlu leiðina suður yfir fjöllin til Veiðileysu- f jarðar. Skipbrotsmannaskýlið að Búðum var gott til dvalar og lágmark er að þakka þar fyrir sig sem annars staðar með góðri umgengni. Trúlega er hægt að komast austur með Ófærubjarginu til Hæla- víkur, en var ekki talið auð- velt áður. Það skiptir öllu hver viðmiðunin er hverju sinni. Það gat líka verið erfitt að komast upp Skálakamb- inn frá Búðum en svolítið skárra til vesturs undan brekkunni, en í klaka og snjó, hvað þá? Enn sér vel fyrir sneiðingunum gömlu, þar sem farið var með stórgripi ef á þurfti að halda, í hvora átt- ina sem var. En í klakabönd- um vetrarins hlýtur allt að gegna öðru máli. Það var kraftmikið fólk sem byggði Hornstrandir áð- ur fyrr, en það þurfti líka að greiða sína „tolla“. Það er hollt hverjum nútíma ís- lendingi, vönum öllum þæg- indum, að fara um Horn- strandir og reyna að sjá hlut- ina í ljósi horfinna kynslóða. Við skulum ekki vorkenna horfnum kynslóðum, við skul- um vera stolt af þeim. Austan ófærunnar og Skála- kambs, eins versta fjallvegar á Hornströndum, er Hælavík, fyrir opnu hafi, hrjóstrug og undirlendislítil, en með bjarg- ið sitt gjöfula, eitt mesta fuglabjarg veraldar, rétt fyrir austan. Það er ævintýri að fara um brúnir Hælavíkur- bjargs eða skoða fuglalífið, helst að fara í Hvannadal og niður á Langakamb og Fjöl með Súlnastapa skammt und- an landi. Ekki gat ég betur séð en að í Hvannadal væru gamlar mógrafir. Það hefur verið harðsótt að sækja mó þangað, hvort sem það var gert frá Hælavík eða Reka- vík bak Höfn. Atlaskarð skilur á milli Rekavdkurfjalls og Hafnar- fjalls og er það með auðveld- ari fjallaskörðum á svæðinu. Norðurveggur Hafnarfjalls er tröllaukinn klettakrans, sem endar í Darra sunnan Atla- skarðs að vestanverðu og í Einbúa að austanverðu. Það er stórfengleg ganga frá Höfn í Hornvík, að fara upp austurrinda Hafnarfjalls og áfram vestur brúnirnar, líta fyrst niður yfir Hælavík og Fannalág og síðan af brún- um Jökladala niður yfir Hlöðuvík. Áfram má svo halda suður á brúnirnar, og horfa yfir Veiðileysufjörð og stóran hluta Norður-ísafjarð- arsýslu, síðan niður í Hafnar- skarð og Hornvík. Alls staðar er mikið af Jöklasóley með sínum ýmsu blæbrigðum þeg- ar upp á fjöllin er komið. Framhald á 18. síðu. .c** ~ Úr Aðalvík — Látarfjall Gleðileg jól! Farsælt komandi úr! Þökkum viðskiptin BRUNABÓTAFÉLAG l'SLANDS ísafjarðarumboð Aðalstræti 22 — Sími 3164

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.