Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 18

Vesturland - 24.12.1974, Blaðsíða 18
18 BÆJARSTJÓRINN Á ÍSAFIRÐI ÍSAFJARDARKAUPSTAÐUR ísafjarðarkaupstaður óskar öllum þegnum sín- um gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs og þakkar þeim fyrir árið, sem er að líða. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLTITIÁR! Þökkum viískiptin á líðandi ári. KUBBUR HF. - ÍSAFIRÐI Sparisjóður Bolungarvíkur Ráðhúsinu við Aðalstræti Bolungarvík Sími 7116 — Stofnaður 1908. Öskum öllum Bolvíkingum og öðrum gleðilegra jóla og gæfuríkrar framtíðar. — Strandir Framhald af 17. síðu. Hornvíkin er perlan á Hom- ströndum og er þá mikið sagt, því að allt Hornstrandasvæð- ið er svo stórkostlegt, að orð duga skammt til að lýsa þvi. Hælavíkurbjarg að vestan snýr andlitinu að vikinni og þó að Hornbjarg, austan vík- urinnar, snúi sínu andliti frá Hornvík, til norðurs og aust- urs, er svipurinn samt mikil- fenglegur, aRlt frá ysta Horni um Miðfell, Jörund, Kálfatind, Eilífstind og Skófnaberg. Að ganga út á Horn og síðan um bjargbrúnirnar með viðkomu á öllum tindum á leiðinni verður hverjum manni ó- gleymanlegt. Að vísu verður að víkja frá brúninni frá Jörundi á Kálfatind, því að þar er ófært. Það er ekki alveg laust við, að sumir verði lofthræddir, er þeir horfa af Kálfatindi 534 metra því sem næst þverhnípt niður í hafið, en fuglarnir una sér þar vel þúsundum saman og þögn er ekki til í þeirri byggð. Látravik, þar sem Hom- bjargsviti er, býr yfir miki- um töfrum, og útsýni þar er með eindæmum fagurt bæði f jær og nær, t.d. þegar gengið er á Axarbjarg og horft norður með Hornbjargi eða suður með ströndinni. Jóhann vitavörður hefur svo sannar- lega orðið fyrir áhrifum af þessum sterku töfrum lands- ins, annars væri hann ekki svona lengi í Látravík. Hrolleifsvík, Drífandi, Smiðjuvík, Barðsvík, Bolung- arvík eru ailt staðir sem við stöldrum við á, á leið okkar til Furufjarðar. Æskilegt er að hafa nægan tíma og geta dvalið lengi á hverjum stað eða koma aftur og aftur og velja mismunandi leiðir hverju sinni. Það má fara fjörur lengst af, fara fjalla- skörðin eða að fara eftir há- fjöllunum og fyrir botn hvers dals, og hugsanlega einnig að bregða sér yfir í Lónaf jörð cg Hrafnsfjörð. Það er hægt að ganga um Hornstrandir ár eftir ár og velja alltaf nýjar og nýjar leiðir. Einnig eru áhrif landsins mismun- andi frá ári til árs, og fer það eftir veðri og árstímum meðal annars. Furufjörður, Þaraláturs- fjörður og Reykjarfjörður, þrír syðstu firðirnir norðan Geirólfsgnúps, eru eiginlega heild eða eining, þar sem hægt er að dvelja, ganga og skoða, hvort sem dvalið er í Furufirði eða Reykjafirði, þar sem sundlaugin er göngu- þreyttu fólki til óblandinnar ánægju. Og þar er Dranga- jökuil við bæjardymar, einn auðveldasti stórjökull lands- ins fjallgöngufólki. Já, ég hef farið fljótt yfir sögu og aðeins borið niður hér og þar og ekki nefnt því nær óteljandi staði, sem eru meir en verðugir þess að vera nefndir og skoðaðir. En hvað um það, þessari grein var engan veginn ætlað að gera Hornströndum nein tæmandi skil, einungis að vekja at- hygli á óspilitu útivistarsvæði, þar sem ferðamaðurinn þarf enn að reyna svolítið á sig til þess að fá að njóta dá- semdanna. Vonandi getum við haldið Hornströndum óspillt- um áfram. Einar Þ. Guðjohnsen. Bestu jóla- og nýjársóskir. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. Tilkynning frá Stofnlánadeild land- búnaðarins Athygli bænda er vakin á því, að árgjöld 1974 af lánum við Stofnlánadeild landbúnaðarins og Veðdeild Búnaðarbankans eru fallin í gjalddaga. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS BUNAÐARBANKI ISLANDS

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.