Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.05.1978, Síða 2

Vesturland - 06.05.1978, Síða 2
2 ^mmsm ÚTGEFANDI: BLAÐNEFND: AFGREIÐSLA: Kjördæmisráö Sjálfstæöisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Guömundur Þórðarson isafirði form. Guðmundur Agnarsson Bolungavík. Einar K. Guðfinnsson Bolungavík. Halldór Bernódusson Suðureyri. Hafsteinn Davíðsson Patreksfirði. Að Uppsölum ísafirði sími 3232. RITSTJÓRI: Ásgeir Jakobsson Prentstofan l'srún hf. ísafirði. Lifandi draugar elta dauða grýlu Þaö er ekki umdeilanlegt, aö of margt fólk í okkar þjóðfélagi er láglaunafólk, og þaö er heldur ekki umdeilanlegt, aö of margt fólk er hátekjufólk. Launamismunurinn hefur aukizt í skjóli verkalýðs- foringjanna, sem eru lifandi draugar margir hverjir aö eltast viö grýlu sem eitt sinn kom aö góöu haldi í verkalýðsbaráttunni. Þá var verkalýönum kennt. aö ógæfan stafaöi frá heildsölum og útgerðarmönnum, sem rökuöu aö sér fé á kostnað ,,hins vinnandi manns.“ Þessi nátttröll í verkalýðsbaráttunni líta ekki viö þeirri staðreynd nútímans, aö beinar launatekjur eru sívaxandi hluti af þjóöartekjunum og meginmáli skiptir því núoröiö, hvernig heildarlaunatekjurnar skiptast á milli launafólksins. Verkalýösleiötogarn- ir breiöa eftir getu yfir launamismuninn innan launastettanna, og þora ekki aö ráöast á mein- semdina af pólitískum ástæöum, þeir halda áfram aö setja alla launabaráttu á sviö meö hefðbundn- um hætti. ,,Þaö eru atvinnurekendur, heildsalar og ríkisstjórnin, sem stela kaupinu ykkar“. Þessa gömlu grýlu hafa þeir stoppaö upp og bera hana til hásætis 1. maí, þar sem þeir steyta aó henni hnefanna og hóta henni öllu illu. Verkalýðurinn býr aftur á móti við þá biaKöldu staöreynd, aö vera hlutfallslega verr settur en í byrjun verkalýösbaráttu hérlendis. Þá gátu menn lifaö af dagkaupi sínu, ef þeir höfðu vinnu. í margra ára góöæri hefur hallað undan vegna falsaörar verkalýösbaráttu. ísafjarðarkanpstaðnr . - -----. UTBOÐ ísafjarðarkaupstaður óskar eftir tilboð- um í byggingu á rotþró fyrir Holtahverfi á ísafirði. Útboðsgögn verða afhent á Tækni- deiid ísafjarðarkaupstaðar, Austurvegi 2, gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000. Tilboð verða opnuð á Tæknideild mánudaginn 22. maí 1978 kl. 14,00 í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þar verða staddir. TÆKNIDEILD ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐAR UNDIR MERKI SJÁLFSTÆÐISMANNA Stefnuskrá Sjálfstæðis- manna í bæjarmálum ísafjarðar Á því Kjörtímabili sem nú er að líða hefur bæjar- stjórn Isafjarðar afgreitt til fullnustu mörg stór og þýðingarmikil mál, sem ó- hjákvæmilega verður unn- ið að á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðismenn fagna því að bæjarfulltrúar flokksins hafa haft forustu um að móta svo hin stærstu mál að fullkomin eining hefur ríkt um end- anlega afgreiðslu þeirra í bæjarstjórn. Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins munu kappkosta að vinna áfram að málum á þann veg að skapa virka samstöðu og einingu um þýðingarmestu afgreiðslur innan bæjar- stjórnar. Málefnalegar umræður og tillit til skoðana annara sem um málin fjalla eru grundvöllur eðlilegra skoðanaskipta er síðar leiða til jákvæðrar af- greiðslu mála. Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins munu á- fram vinna að málefnum Isafjarðarbæjar á þessum grundvelli, og heita á fram- bjóðendur annara flokka að koma til starfa á mál- efnalegum grunni. Kjörorð okkar Sjálfstæðismanna er: Málefnalegar umræður. Málefnaleg afgreiðsla. Auk þeirra maia sem ao fullu hafa verið mótuð og komin eru í framkvæmd munum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á eftirfar- andi mál eftir því sem að- stæður leyfa hverju sinni. Atvinnumál: Grundvöllur bættra lifs- kjara, framfara og menn- ingarlífs eru vel rekin og þróttmikil atvinnufyrirtæki. Sjálfstæðismenn fagna því sérstaklega að dugmiklir einstaklingar og félög hafa forustu um uppbyggingu atvinnufyrirtækja í bæjar- félaginu. Sjálfstæðismenn líta svo á að bæjarfélagið eigi að greiða fyrir slíkum at- vinnurekstri með því að veita þá þjónustu er eðli- leg má teljast, og hvetja eindregið til áframhald- andi aðgerða og uppbygg- ingar , í atvinnumálum kaupstaðarins. i þessu sambandi viljum við leggja áherslu á að styðja við og efla iðnað og iðnaðarfyrirtæki eftir því sem kostur er. Sjálfstæöismenn heita því að vinna að uppbygg- ingu iðnaðarsvæðisins í Neðstakaupstað i sam- vinnu við iðnaðarfyrirtæki þau er starfa á svæðinu og uppbyggingin skiptir mestu máli. Félagslegt samstarf sveitarfélaga: Á undanförnum árum hefur farið mjög vaxandi félagslegt samstarf sveit- arfélaga á Vestfjörðum, bæði um velferðarmál á- kveðinna svæða svo og fjórðungsins í heild. Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins telja þetta samstarf mjög þýðingar- mikið, og leggja áherslu á að Isafjörður ræki sitt for- ustuverk í þessu samstarfi svo sem verið hefur. Jafnframt leggjum við á- herslu á að efla heildar- samtök sveitarfélaga á Vestfjörðum. Sjálfstæðismenn fagna þeim mikilvægu áföngum sem náðst hafa í samvinnu sveitarfélaganna, og munu beita sér fyrir því að sú samvinna verði efld eftir því sem ástæður leyfa. Skipulagsmál: I tíð núverandi bæjar- stjórnar hefur verið unnið markviss að skipulags- málum. Árangurinn er mun meira lóðaframboð til hús- bygginga en áður var og meiri festa íframkvæmdum bæjarsjóðs. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins munu beita sér fyrir því, að skipulagsvinnunni verði haldið þrotlaus áfram til hagsbóta og fegrunar fyrir bæjarfélagið. I tíð núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta hefur tæknideild bæjarins verið efld til muna. Árangurinn er: Betur skipulögð og unn- in verk bæjarsjóðs Ódýrari hönnunarvinna Betri nýting á tækjum bæj- arins Betri þjónusta við bæjar- búa. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks munu beita sér fyrir enn frekari eflingu tæknideiidar og sérstak- lega endurnýjun vinnuvéla og annara tækja bæjarins. Jafnframt leggjum við á- herslu á að undirbúnlngi verka verði hagað svo að komið verði við útboðum á heilum verkum og verk- hlutum eftfr því sem kostur er. Feröa og umhverfismál: Með auknum ferða- mannastraumi um Vest- firði er mikil nauðsyn á Framhald í 3. siðti

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.