Vesturland

Volume

Vesturland - 25.03.1981, Page 1

Vesturland - 25.03.1981, Page 1
Einar K. Guðfinnsson skrifar: Niðurtalning — eða þannig sko! Alþingiskosningar á fs- landi eftir stríð hafa fyrst og fremst snúist um efnahags- mál. Ríkisstjórnir hafa verið myndaðar til að ráðast að efnahagsvandanum. Þetta eru gamalkunnar staðreynd- ir. Það má því segja að ekki sé neitt sérstætt við það að í síðustu kosningum var sem endranær fyrst og fremst rætt um efnahagsmál. Eng- ar rannsóknir liggja, mér vitanlega, fyrir um mikil- vægi einstakra kosninga- mála, í augum kjósenda. En ekki þarf mikla skarp- skyggni til að geta sér þess til, að í síðustu kosningum gerðu menn upp hug sinn til stjórnmálaflokkanna, að verulegu leiti, með hliðsjón af efnahagsmálastefnuskrám þeirra. Sérstaða síðustu kosninga fólst í því að staða efnahags- mála á íslandi var öll alvar- legri en hún hafði verið um langt skeið. Við líkjum stundum efnahagsvanda við sjúkdóm. Helstu sjúkdómseinkenni ís- lenska efnahagslífsins eru þau að verðbólga á íslandi er miklu meiri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Verðbólgan á íslandi er tólf sinnum meiri en í Vestur Þýskalandi, fimm sinnum meiri en í Bretlandi og í Bandaríkjunum, svo dæmi séu tekin af mikilvægum markaðslöndum okkar. BILLEG FORMÚLA Það þurfti ekki að koma neinum á óvart, sem las það í upphafsorðum bláleits bæklings, sem nefndist „Stjórnarsáttmáli ríkis- stjórnar Gunnars Thorodd- sens“, að „Meginverkefni ríkisstjórnarinnar er að treysta íslenskt efnahags- og atvinnulíf.“ Sjálfsagt hefð- um við undrast, ef orð í þessa áttina hefðu ekki markað upphaf þessa sátt- mála. Núverandi ríkisstjórn mótaði ákveðna stefnu í dýrtíðarmálunum. Hún byggði í fyrsta lagi á töfra- formúlu, sem Framsóknar- —Um niðurtalningu og kraftaverks að ári. flokkurinn hafði fengið fyrir lítið frá Noregi, og kallaði niðurtalningaleið. En í við- bót fengu alþýðubandalags- menn því framgegnt að ekki skyldi gengið á kjör vinn- andi fólks, enda höfðu þeir þegar sjálfir gert það sleitu- laust í þrettán mánuði. Nú er auðvitað þarflaust að fjölyrða um hið síðara. Alþýðubandalagsmenn hafa svikið. Skv. skýrslu forsætis- ráðherra um þjóðhagsáætl- un rýrnaði kaupmáttur kauptaxta um heil fimm prósent á síðasta ári. En að auki má bæta því við, að ráðstafanatekjur hafa stór- lega dregist saman þar sem skattheimta hefur verið auk- in, að hætti vinstri stjórnar- innar. ORЗOG GERÐIR Núverandi ríkisstjórn hét því að vinna að hjöðnun verðbólgu í áföngum. í fyrra átti að telja hana niður, þannig að verðhækkunum voru sett ákveðin mörk. Upp fyrir þessi mörk mátti ekki fara. Samkvæmt þess- ari hátimbruðu áætlun, átti verðbólgan að nema 31 pró- senti í fyrra.-En hver varð raunin? Samkvæmt upplýsingum eins af málgögnum ríkis- stjórnarinnar varð verdbólg- an í fyrra 60.78 prósent, eöa nærri því helmingi hærri en ætlun ríkisstjórnarinnar var! Og mun hærri en árið 1979! ÞÖGNIN MIKLA Þetta var þó ekkert á við það sem á eftir kom. Ný- gerðir kjarasamningar gerðu það að verkum að ef halda átti uppi fullri atvinnu, þá virtist sem verðbólgan færi upp í 70 prósent, nema eitt- hvað yrði að gert. Stjórnarandstaðan spurð- ist stöðugt fyrir um ætlun stjórnarinnar, enda var ein- lægt látið í veðri vaka „að eitthvað yrði gert“ í kjölfar myntkerfisbreytingarinnar. En þá gerðust undrin. Ráð- herrar og þingmenn stjórnar misstu bæði mál og heyrn, svo vitnað sé til fleygra orða Matthíasar Bjarnasonar og hin vandræðalega þögn rofnaði ekki fyrr en forsætis- ráðherrann fékk málið í sjónvarpssal á gamlárskvöld ríkisstjórn, sem bíöur og sagði þjóðinni að vilji væri allt sem þyrfti og nú vildi hann skerða kjörin enn meira. HVAÐ MEINTU ÞEIR? Meginmarkmiðið með efnahagsráðstöfunum sem tilkynntar voru á gamlárs- kvöld var að lækka verð- bólguna oní 40 prósent á þessu ári, að því er forsætis- ráðherrann sagði. Það er níu prósentustigum meira en verðbólgan átti að vera í fyrra, svo einhvern veginn finnst manni að niðurtaln- ingin verki á öfugan veginn. í stjórnarsáttmálanum er ekki að finna neinar tölur um áætlaða verðbólgu á þessu ári. Þar segir aðeins á blaðsíðu fimm: „Á árinu 1981 verði ákveðin tímasett mörk í samræmi við mark- mið um hjöðnun verð- bólgu.“ Auðvitað má toga þessi orð og teygja á alla vegu. En eitt er þó víst. Þeir sem settu þessi orð inn í stjórnarsáttmálann hafa ekki ætlast til að þau þýddu að verðbólgan yrði um 40 prósent á árinu, eins og for- sætisráðherra sagði í ára- mótaávarpinu. Enn síður, að verðlag hækkaði um 50 prósent á árinu, eins og sjálfur verðlagsmálaráðherr- ann Tómas Árnason frá Há- nefsstöðum, segir. Og síst af öllu hefur það verið hug- myndin að verðbólgan hækkaði þaðan af meira, eins og sumir alþýðubanda- lagsmenn hafa verið að gefa í skyn. ORÐIN TÓM Stjórnarsáttmálinn kveð- ur heldur ekki neitt á um verðbólgustigið á næsta ári. Aðeins er sagt; „Ríkisstjórn- in mun vinna að hjöðnun verðbólgu þannig að á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og í helstu viðskipta- löndum íslendinga.“ Hug- takið „helstu viðskiptalönd íslendinga“ er ákaflega ó- ljóst. Helsta viðskiptaland Islands er auðvitað Banda- ríkin. Þar er verðbólgan nú um 12 eða 13 prósent. Eng- inn veit auðvitað um, hvað verðbólgan verður í því á- gæta Iandi að árí. En hver er ætlun ríkisstjórnar lýð- veldttóifsj ij Koma verðbólgunni oní svipað stig og hún er nú í Bandaríkjun- um, ellegar að rígbinda sig við efnahagsstefnu Reagans, þannig að verðbólgan hér hundelti verðbólgustigið þar fram á næsta ár? Annað helsta viðskiptaland okkar er Sovétríkin. Þarlendir ráðamenn segja þar enga dýrtíð. Er ætlun ríkisstjórn- ar íslands að ná þeim ár- angri fyrir árslok 1982? Eða má kannske nefna til Vestur Þýskaland þar sem verð- bólgan er um 5 prósent, en enginn veit hvað hún verður að ári? BEÐIÐ EFTIR KRAFTAVERKI Hvað sem svörum við þessum spurningum líður, er það eins ljóst að ríkis- stjórnin er alveg jafn fjarri því að ná endanlegum markmiðum sínum í dýrtíð- armálum nú og hún var þegar hún hóf lífshlaup sitt fyrir rúmlega ári. Verð- bólgustigið í öllum „helstu viðskiptalöndum“ okkar er langt fyrir neðan það sem við búum við núna. Sleifar- lag ríkisstjórnarinnar mun skila okkur lítið nær þessu markmiði á árinu. Ef ráð- herrarnir stefna.enn að upp- haflegum markmiðum, er ljóst að þeir treysta á að kraftaverk gerist. Varla trúa þeir því ennþá að norska lánsformúlan, niðurtalning- in, sé til einhvers brúkleg. Verðbólga er sjúkdóms- einkenni eins og fyrr var sagt. Eina leiðin til að lækna sjúkdóm, er að graf- ast fyrir um orsakirnar og vinna á þeim. Núverandi ríkisstjórn fer þveröfugt að. Hún keppist við að fela sjúkdómseinkennin með því að fitla við vísitöluna og falsa verðskyn manna með ómarkvissu niðurgreiðslu- fári. Á meðan að ríkisstjórn- in einbeitir sér ekkert að orsökum verðbólgunnar er hún dæmd til að verða und- ir í glímunni við verðbólgu- dreuginn. Reynsla síðasta árs hefur sýnt það þegar, og það mun koma betur í ljós á næstunni. Þveröfugt við orð skálds- ins Einars Benediktssonar, sem stjórnmálamaðurinn dr. Gunnar Thoroddsen gerði að sínum á gamlárs- kvöld, þá er vilji ekki allt sem þarf. -Menn þurfa að minnsta kosti líka að vita hvað þeir vilja og þora að framkvæma það. -Punktar- Sjúkrahús ; Við upphaf áætlunar aö byggingu sjúkra- hússins á ísafirði var gert ráð fyrir því, að það yrði tekið í notkun árið 1983. Útséð er að það verður ekki, Innkaupastofnun hefur legið á útboðum, þar til að nú er um það bil verið að bjóða út heilsugæslustöð fyrir 4.3 milljónir og þjónustumiðstöð fyrir 1.5 millj. Heildarfjár- vöntun til þess að fullgera þessar tvær deildir er um 9.5 millj. Geymt af fjárlögum fyrra árs 1.0 millj. Fjárveiting nú 3.3 millj. og þá vantar 1.5 millj. til að fullgera húsið og síðan 3.7 millj. i til kaupa á búnaði. Þetta þýðir, að ef opna á í J lok október 1982 þurfa aðeins 5.2 millj. að koma á fjárveitingu næsta árs. Vegagerð j Ennþá er vegaáætlun óafgreidd. Margt bendir samt til þess að í bundið slitlag út frá i Þingeyri verði varið 1.8 millj. í Dagverðardal- inn 0.5 millj. við Súðavík 0.3 millj. og í þjóðveg milli Holtabrautar og flugvallar á Isafirði 0.9 millj. og er þetta fyrir utan skuldir. Minna má á samkomulag Vegagerðarinnar og ísafjarðar- kaupstaðar fyrir komu malbikunarstöðvarinn- ar í fyrra, og verður að treysta því að það standi í sumar. 333410

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.