Vesturland - 26.09.1981, Blaðsíða 1
58. árgangur 3. tbl. 26. september 1981
Er þetta atvinnustefna Framsóknarflokksins:
Vill leggja nýja skatta á útgerðina
—á sama tíma og undistöðuatvinnugreinar landsmanna beriast í bökkum vea fwir a° lagður yrði á svo
° kallaður auðlindaskattur. Eða
Olatur Þ. Þórðarson, alþing-
ismaður Framsóknarflokksins
hefur lagt til að nýjir skattar
verði lagðir á útgerðina í land-
inu. Vill hann að fasteigna-
skattur verði innheimtur af
fiskiskipum. Þetta gerist á
meðan hagsmunasamtök í
sjávarútvegi telja rekstrar-
grundvöll undirstöðugreina
vera brostinn. Hafa þau stutt
þetta óyggjandi rökum.
Hin athyglisverða yfirlýsing
þingmannsins kom fram á
Fjórðungsþingi Vestfirðinga,
sem haldið var að Laugahóli í
Strandasýslu, dagana 29. og
30. ágúst síðast liðinn. Þing-
menn Vestfjarðakjördæmis
ræddu þar spuminguna: „Hver
telur alþingismaðurinn vera
brýnustu viðfangsefnin til efl-
ingar byggðar og mannlífs á
Vestfjörðum og hvernig verði
best staðið að framgangi þeirra
viðfangsefna?
Meðal þess sem annar þing-
manna Framsóknarflokksins
hér vestra, Ólafur Þ. Þórðar-
son, taldi brýnast til að efla
mannlíf og byggð í kjördæminu
var að heimta fasteignaskatt af
fiskiskipum.
Og hver voru rökin? Jú,
sagði hinn vísi maður, Ólafur.
Með því að leggja á fiskiskip
fasteignaskatt, mætti koma í
með öðrum orðum: Með því að
leggja á eina tegund af skatti,
er hægt að koma í veg fyrir aö
annar skattur verði lagður á.
Nokkrum vikum eftir að þessi
spöku orð út gengu af munni
Ólafs þingmanns komu frysti-
húsamenn víðs vegar að af
Vestfjörðum saman. Á þeim
fundi kom fram að hraðfrysti-
húsaiðnaðurinn í landinu er
rekinn með 6 til 10 prósent
halla.
Um svipað leyti upplýsti
Kristján Ragnarsson formaður
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna að 7,6 prósent
vanti upp á að endar nái saman
hjá útgerðinni.
Nú liggur fyrir hvað Olafur Þ.
Þórðarson alþingismaður
Framsóknarflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi vill gera til að
leysa þennan vanda- og svona
rétt í leiðinni efla mannlíf og
byggð hér í kjördæminu; hann
vill leggja nýjan skatt á útgerð-
ina.
Hótel (safjörður var opnað við hátfðlega athöfn miðvikudaginn
16. september sfðast liðinn. Ólafur B. Halldórsson bauð gesti
velkomna og bað því næst Harald L. Haraldsson bæjarstjóra á
fsafirði að opna bygginguna formlega með því að klippa á borða.
Að því búnu voru bornar fram veitingar. Ólafur B. Halldórsson
rakti byggingarsögu hótelsins og gat þess að fjölmargir hefðu
sýnt málinu vinsemd, þó við margháttaða erfiðleika hefði verið að
etja ádur en unnt var að taka byggingu hótelsins í notkun.
Nú er búið að taka í notkun Jarðhæð. Þar er veitingasalur og
einnig aðstaða til fundahalda. Veitingasala verður opin frá
klukkan átta á morgnana og fram tll klukkan tíu á kvöldin. Ellefu
tveggja manna herbergi hafa þegar verið tekin í notkun á
hótelinu, en framkvæmdum verður framhaldið í vetur.
Hótelstjóri er Sigurður Stefánsson.
Aðalfundur Kjördæmisráðsins:
Engilbert endur
kjörinn formaður
Miklar almennar umræður
urðu á aðalfundi Kfördæmis-
ráðs Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum sem haldinn var á
Patreksfirði dagana 21 .-22. ág-
úst síðast liðin.
Fundurinn hófst á setningar-
ræðu formanns Kjördæmis-
ráðsins, Engilberts Ingvarsson-
ar. Fundarstjóri var kjörinn Hil-
mar Jónsson, sparisjóðsstjóri á
Patreksfirði og honum til að-
stoðar Sævar Guðjónsson,
Bíldudal. Úlfar Thoroddsen,
sveitarstjóri á Patreksfirði var
kjörinn fundarritari og honum
til aðstoðar Hafsteinn Davíðs-
son, rafveitustjóri á Patreks-
firði.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins í kjördæminu, þeir Matthías
Bjarnason og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson ræddu og reifuðu
stjórnmálaviðhorfið. Að þeim
loknum hófust almennar um-
ræður. Ræddu menn þjóðmálin
yfirleitt og ýmis þau mál sem
sérstaklega snerta hag kjör-
dæmisins. Kom fram mikill ein-
hugur á meðal þingfulltrúa.
í lok aðalfundar kjördæmis-
ráðsins ræddi Einar K. Guð-
finnsson starf og stefnu ungra
sjálfstæðismanna. Gerði hann
grein fyrir baráttumálum þeirra
og þeim forsendum og hug-
myndum sem að baki liggja.
Stjórnmálaályktun var samin
á þinginu, borin upp og sam-
þykkt án mótkvæða. Birtist hún
á öðrum stað í blaðinu.
Engilbert Ingvarsson var
endurkjörinn formaður Kjör-
dæmisráðsins. Aðrir í kjördæm-
isráðsstjórninni eru: Geirþrúður
Charlesdóttir, Sævar Guðjóns-
framhald á bls. 3
Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum:
„Verðbólgan klædd í
dulargervi en ekki sigruð"
Stjórnmálaálytun Kjördæm-
isráðs Sjálstæðisflokksins á
Vestfjörðum var borin upp og
samþykkt án mótatkvæða á
fundi Kjördæmisráðsins á Pat-
reksfirði. Fer ályktunin hér á
eftir.
Síðustu misserin hefur verið
við völd á íslandi ríkisstjórn sem
á margan hátt er einstæð. I
upphafi valdaferils hennar
bundu margir vonir við að hún
gæti skilaö raunverulegum ár-
angri í mörgum þeim málum,
sem hafa veriö meginviðfangs-
efni íslenskra stjórnvalda. Nú-
verandi ríkisstjórn hét því að
viðhalda fullri atvinnu. Sam-
kvæmt opinberum hagskýrslum
hefur hver vinnufús hönd nóg
að starfa, en ekki er allt sem
sýnist. Hópar (slendinga taka
sig upp ár hvert og flýja land.
Stjórnvöld hyggja ekkert aö því
að búa atvinnurekstrinum þau
skilyrði að dugi til sköpunar
nýrra atvinnufyrirtækja. Þetta er
hiö dulbúna atvinnuleysi, sem
ekki kemur fram í hagskýrslum,
en hlýtur að brenna á komandi
kynslóðum.
Á næstu áratugum mun virkj-
un fallvatna og jarðvarma svo
og sá stóriðjurekstur, sem því
fylgir, hafa grundvallarþýðingu
fyrir bætt lífskjör (slendinga.
Ljóst er að þessi uppbygging
mun að mjög óverulegu leyti
verða á Vestfjörðum. Sjávarút-
vegurinn mun því í næstu fram-
tíð svo sem endranær verða
meginstoð atvinnulífs í þessum
landsfjórðungi og raunar á
enginn landshluti eins mikið
undir þróun og hag þessarar
atvinnugreinar og Vestfirðir.
Rétt er að benda á þau alvar-
legu tíðindi að hlutdeild Vest-
firðinga í þorskafla landsmanna
hefur farið mjög minnkandi,
15% fyrstu sex mánuðina árið
1979, 12,9% fyrstu sex mánuö-
ina árið 1980, 10,4% fyrstu sex
mánuði þessa árs. Þessi þróun
er svo ískyggileg að allri byggð
á Vestfjörðum er stórlega ógn-
að, ef svo heldur fram sem
horfir.
Sýndaraðgerðir þær sem
nefnast niðurtalning munu lítt
duga gegn dýrtíðinni, sem
geysað hefur í landinu. Til að
sigrast á verðbólgunni þarf að
ráðast að rótum vandans. A
síðasta ári, fyrsta stjórnarári rík-
isstjórnarinnar, jókst verðbólg-
an. Sú hjöðnun, sem hefur orð-
ið á þessu ári er vart umtals-
verð og alls ekki til frambúðar.
Fiktað hefur verið við vísitölu,
ríkisfyrirtæki jafnt og einkafyrir-
tæki rekin með stóríelldum
halla. Þannig hefur verðbólgan
verið klædd í dulargervi en ekki
sigruð.
Kjördæmisráðið harmar
myndun núverandi ríkisstjórnar
og þá sundrungu sem hún hef-
ur valdið meðal sjálfstæðis-
manna. Kjördæmisráðið bendir
á nauðsyn þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn gangi heill og óskipt-
ur til átaka við þau miklu og
vandasömu mál, sem nú er við
að glíma í okkar þjóðfélagi.
Kjördæmisráöið hvetur því til
eindrægni og sátta innan Sjálf-
stæðisflokksins og treystir
framkvæmdastjórn og þing-
flokki, til að finna farsæla lausn
á þeim deilumálum, sem risið
hafa, hið allra fyrsta.
Ályktun um samgöngumál
Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins í Vestfjarðakjördæmi
hefur fjallað um samgöngumál
fjórðungsins og vill hvetja alla
Vestfirðinga til virkrar sam-
stöðu um leiðir til úrbóta. Kjör-
dæmisráðið telur að eðlilegast
sé að þingmenn kjördæmisins
og sveitarstjórnarmenn móti
meginstefnu í uppbyggingu
samgangna innan fjórðungsins
mikilvægustu verkefna ertryggi
búsetu alls fjórðungsins og
sem greiðastar samgöngur inn-
an hans og einnig að og frá
vestfirskum byggðum til
annarra landshluta. Kjördæmis-
ráðið fagnar þeirri samstöðu
vestfirskra sveitarstjórnar-
manna, sem þegar hefur tekist í
þessum málum, og hvetur þá til
frekari umræðna um sam-
göngumálin, og að fyllsta sam-
heldni ríki meðal Vestfirðinga
um röðun verkefna í þessum
málum. Kjördæmisráðið áréttar
fyrri samþykktir í samgöngu-
málum og bendir á mikilvægi
þeirra í öllu mannlífi innan
fjórðungsins.
Ályktun um orkumál
Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum lýsir
fyllsta stuðningi við stefnu og
störf Orkubús Vestfjarða í upp-
byggingu orkumannvirkja inn-
an fjórðungsins. Kjördæmisráð-
ið hvetur alla Vestfirðinga til að
standa.fast saman um málefni
og framkvæmdaáform Orkubús
Vestfjarða þar til fullum sigri er
náð og öllum Vestfirðingum
tryggð afnot þeirrar orku, sem
þeir þarfnast á hagkvæmustu
kjörum. Kjördæmisráðið bendir
á að Vestfirðingar búa í dag við
eitt hæsta orkuverð á (slandi og
gera kröfu til þess að Vestfirð-
ingum verði ekki gert að greiða
hærra orkuverð en meirihluti
landsmanna býr við. Kjördæm-
isráðið styður því heilshugar þá
kröfu Vestfirðinga að stjórnvöld
standi við gefin fyrirheit um
jöfnunarverð orku.
Ráðstefna
og árshátíð
Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum ætla að efna til
ráðstefnu um sveitarstjórnarmál í Bolungarvflc dagana
10. og 11. október næst komandi. Verður ráðstefnan
sett síðdegis þann tíunda, en siðan haldið áfram
daginn eftir.
Að kvöldi hins tíunda, verður haldin árshátíð Sjálf-
stæðismanna hér í kjördæminu.
Ráðstefnan og árshátíðin verða nánar auglýst innan
tíðar.