Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.09.1981, Blaðsíða 4

Vesturland - 26.09.1981, Blaðsíða 4
iriiiiiiii Éiiniiii ~i i > ti' MíMmmmmmmmmmmmmmmí I Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags ísafjarð- ar verður haldinn föstudaginn 2. október klukk- an 21 að Uppsölum (uppi). 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Kjör fulltrúa á 24. lands- fund Sjálfstæðisflokksins 4. Önnur mál Eiga kvennaframboð rétt Kvenréttindamál eru jafnan til umræðu. Sjaldan þó eins og nú. Hugsaniegt kvennafram- boð á Akureyri, í Reykjavík og jafnvel víðar hafa hrist upp í mönnum og kvenréttindaum- ræðurnar blossað upp. Hugs- anlega á líka þátt í þessum vaxandi áhuga á málefnum kvenna, sú staðreynd að kona, Vigdís Finnbogadóttir var kjör- inn forseti íslands í fyrra. Er hún fyrsti kjörni þjóðarlelðtog- inn í heiminum. Konur fengu kosningarétt til- tölulega snemma á fslandi, eða árið 1915 Fyrsta konan Ingi- björg H. Bjarnason var kjörin á þing af kvennalista við lands- kjör árið 1922. Furðu fáar kon- ur hafa fetað f fótspor hennar. Og spurningin vaknar: hvers vegna? Það er til dæmis at- hyglisverð staðreynd að kona var ekki kjörin til setu á Alþing- is, úr kjördæmi utan Reykjavík- ur, fyrr en árið 1974. Það var Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vig- ur, sem þá skipaði þriðja sæti framboðslista Sjálfstæiðs- flokksins hér í Vestfjarðakjör- dæmi og varð landskjörin. Sig- urlaug er nú fyrsti varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins. Vesturland taldi ástæðu til að reifa þessi mál frekar og leitaði til fjögurra Vestfirðinga og bað þá að svara spurning- unni: Telur þú kvennaframboð eiga rétt á sér? Þeir sem spurningunni svara eru: SIGURURLAUG BJARNA- DÓTTIR frá Vigur, mennta- skólakennari. Hún er varaþing- maður og sat á Alþingi á árun- um 1974 — 1978, en hafði áður verið borgarfulltrúi í Reykjavík um árabil INGIBJÖRG INGIMARS- DÓTTIR húsmóðir á Patreks- firði, er reykvísk að uppruna, en hefur búið á Patreksfirði undanfarin ár, og m.a. stundað þar kennslu við Grunnskólann. GUÐMUNDUR AGNARSSON á sér? framkvæmdastjóri. Hann hefur tekfð virkan þátt f störfum Sjálf- stæisflokksins um margra ára skeið og starfað mikið að bæj- armálum í Bolungarvík, þ.á.m. verið bæjarfulltrúi. EINAR K. GUÐFINNSSON stjórnmálafræðingur og rit- stjóri Vesturlands. Hann er nú annar varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksns í Vestfjarða- kjöræmi og vinnur við skrif- stofustörf í Bolungarvík. Sigurlaug Bjarnadóttir: Pólitísk markleysa Spurt er: Eiga kvennafram- boð rétt á sér? Væri ekki fullt eins mikil ástæða til að spyrja: Eiga karlaframboð rétt á sér? Ég veit ekki betur en að í öllum almennum kosningum á ís- landi komi fram fleiri og færri karlalistar og rekur enginn upp ramaóp. A öðrum bregður fyrir einstaka konu í öruggu sæti og svo örfáum öðrum í vafasæt- um. Svona er nú þetta af göml- um vana. FORDÆMI SÖGUNNAR Hvað sem því líður, þá sýnist mér það engan veginn bera vitni heillavænlegri stjórnmálaþróun í okkar landi, að nú á ofanverðri 20. öldinni skuli vera uppi bolla- leggingar um sérstök kvenna- framboð, á Akureyri og Reykja- vík, I almennum kosningum nú á næsta leyti. Þar með erum við í rauninni að hverfa um þrjá aldar- fjórðunga aftur í tímann til 1908, Þegar kvennaframboð til bæjar- stjórnar í Reyjavík skilaði fjórum konum kjörnum í glæsiiegum kosningasigri. Við munum það líka, að annað kvennaframboð, árið 1922 fleytti fyrstu konunni, Ingibjörgu H. Bjarnason inn á Alþingi. Fordæmi sögunnar eru því óneitanlega hvetjandi fremur en hitt. STANDA ÁLENGDAR- ÁHRIFALAUSAR Það er á hinn bóginn furðulegt og heldur dapurlegt, að stóraukin menntun kvenna og kröftug jafn- réttishreyfing skuli ekki hafa leitt til almennari þátttöku þeirra og áhrifa í íslenskum stjórnmálum. Hér er annars vegar stærra mál og viðurhlutameira en svo, að hægt sé að skoða það aðeins frá al- mennu jafnréttissjónarmiði eða sem metnaðarmál kvenna. Það felur jafnframt í sér þá mikilvægu spurningu, hvort við höfum efni á, að svo margar hæfileikakonur með víðtæka þekkingu og reynslu standi álengdar og áhrifalausar þegar teknar eru - í sveitarstjórn- um og á Alþingi - afdrifaríkar ákvarðanir í málum, er varða daglegt líf og velferð alls almenn- ings I landinu. Einar K. Guðfinnsson: Kvennaframboð á fúnum stoðum Fyrstu fréttum um kvenna- framboð, sem bárust frá Akur- eyri, tók ég af miklu alvöru- leysi. Mér varð á að líta á daga- tal til að vita hvort þessar fréttir gætu verið fyrsta apríl gabb. Svo var þó ekki. Konurnar á Akureyri voru að tala í alvöru (það er kannski aukaatriði, en fregnir herma að kvennafram- boðið megi rekja til karls eins þar nyrðra, hversu þversagnar- kennt sem það kann nú að hljóma). Það virðist Ijóst að hugmynd- in um kvennaframboð á umtals- verðan hljómgrunn. Af þeim á- stæðum er eðlilegt að ræða hana á pólitískum vettvangi. Þegar kvennaframboð er rætt, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir aö hér er á ferð- inn| pólitísk hreyfing. Hún er pólitísk vegna þess að hún tek- ur afstöðu til mikilvægrar hug- myndar, sem snertir jafnrétti kynjanna. Slíkt gera raunar margir aðrir hópar beint og ó- beint. Þrýsti- og hagsmunahóp- ar eins og Kvenréttindafélag ís- lands eða Rauðsokkur eru beinlínis myndaöar utan um hugmyndina um jafnrétti kvenna og karla. Stjórnmála- flokkar hafa orðið að gera upp við sig afstöðuna til þessa mikil- væga máls. Kvennaframboð er þó nýr flötur á þessu öllu. Aðstand- endur kvennaframboðsins sam- einar afstaðan til jafnréttis kynj- anna. Öfugt við kvenréttindafé- lög og rauðsokkur ætla þeir hins 'vegar að stofna stjórn- málafélag, efna til framboðs. Það gerir gæfumuninn. ÆTTI FRAMBOÐ UNGS FÓLKS RÉTTÁ SÉR? Að baki kvennaframboðs liggur sú hugmynd að konur hafi verið settar hjá í stjórnmál- um. Þetta má vel til sanns vegar færa. Menn deila um hver setti hvern hjá. Settu karlar konur hjá með frekjunni, eða dæmdu Framhald á bls. 3 VANTAR SJÁLFSTRAUST Konum er sjálfum um að kenna, er gjarnan svarað til, og víst er nokkuð til í því. Konur hafa ekki enn öðlast það sjálfs- traust sem til þarf að brjótast fram og beita sér á opinberum vettvangi. Þær vantreysta sjálfum sér - og um leið öðrum konum. Það hefir t.d. komið berlega fram framhald á bls. 3 Guðmundur Agnarsson: Hefðbundin flokks- framboð ekki einhlít Ég svara spurningunni ját- andi, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um rétt eða rangt í þessum efnum, einfald- lega vegna þess, aö hlutur kvenna er of lítill í pólitískri stjórn lands- og sveitarfélaga. Ætla má, að sérstök kvenna- framboð geti aukið áhrif kvenna í stjórnmálum, og náð þannig þeim markmiöum, sem að er stefnt. Að öðru leyti tel ég, að sam- eiginleg baráttumál, líkar skoð- anir og samstarfsvilji, muni öðru fremur ráða tilhögun fram- boða, enda geti þá allt eins verið um sérframboð að ræða eins og sameiginleg framboð beggja kynja. í mínum augum eru hin hefð- bundnu flokkaframboð ekki einhlít, ef hægt er að ná betri árangri með öðrum. Guðmundur Agnarsson. Ingibjörg Ingimarsdóttir: Flokkarnir taka konum opnum örmum Nú þegar hópur kvenna hef- ur lýst vilja sínum til að efna til sérstaks kvennaframboðs í næstu sveitarstjórnarkosning- um, hefur fólk farið að skoða hug sinn um það, hvort slíkt bæti stöðu íslenskra kvenna í stjórnmálum. Mín skoðun hefur ætíð verið sú, að kvenfrelsis- baráttu okkar sé best borgið ef við höslum okkur völl á sama vettvangi og karlar, en ekki sem einhver einangruð fyrirbæri. Það er afskaplega sárt að vita til þess að konum fjölgar sáralítið í sveitarstjórnum og á Alþingi, þrátt fyrir breyttar þjóð- félagsaðstæður. Ég held aö á- stæðan sé alls ekki sú, að kon- ur geti ekki komist til áhrifa á þessu sviði, af því þær eru kon- ur, heldur að þær konur sem hafa boðið sig fram í prófkjör- um eða til uppstillingar á lista hafa ekki gert það af sömu alvöru og karlar. Þær hafa hugsað með sér, að það væri allt í lagi að vera með, en ef þær hlytu ekki kosningu, skipti það ekki öllu máli. Mér hefur alltaf verið meinilla við að þær konur, sem hafa náð kosningu til sveitastjórna og Al- þingis, hafa oft einbeitt sér að vissum málaflokkum eins og menningarmálum og félagsmál- um, í stað þess að starfa á sem framhald á bls. 3 Aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi: Góður afli í ágúst Afli var yfirleitt góður hjá togurunum í ágúst. Sterk þorskganga kom á miðin út af Vestfjörðum um miðjan mán- uðinn og fengu skipin, sem þá voru á þorskveiðum, ágætan afla á stuttum tíma. Afli var aftur á móti mun misjafnari hjá þeim skipum, sem voru á karfaveiðum. Færaafli var einn- ig dágóður í mánuðinum. [ ágúst stunduðu 12 (13)tog- arar og 110 (107) bátar botn- fiskveiðar frá Vestfjörðum. Flestir bátarnir voru á handfær- um. 21 (27) bátar stunduðu rækjuveiðar. Botnfiskaflinn í mánuðinum var 7.996 lestir, en var 6.432 lestir í ágúst í fyrra. Er botn- fiskaflinn frá áramótum þá orð- inn 68.227 lestir, en var 67.918 lestir á sama tíma í fyrra. Rækjuaflinn í ágúst reyndist 451 lest, sem er nákvæmlega sama aflamagn og síðasta ári. í ágúst á Botnfiskaflinn í verstöðum: einstökum Patreksfjörður: lestir ferðir Núpur I. 84,2 20 handfærabátar 312,4 Tálknafjörður: Tálknfirð. tv. 600,3 4 Bíldudalur: Sölvi Bjarnason tv. 479,0 3 Helgi Magnússon dr. 31,0 9 Snæberg dr. 19,9 5 Þingeyri: Framnes I tv. 555,5 9 færabátar 52,2 Flateyri: Gyllir tv. 530,8 8 færabátar 53,6 Suðureyri: Elín Þorbjarnard. tv. 161,5 Ingimar Magnúss. 1. 31,7 Jón Guðmundss. l/f. 12,3 9 færabátar 29,4 Bolungarvik: Dagrún tv. 723,2 Heiðrún tv. 382,5 Kristjá i n. 32,7 Páll Helgi n. 22,6 Haildóra Jónsd. 1. 10,4 Haukur f. 20,2 18 færabátar 134,0 ísafjörður: Páll Pálsson tv. 606,6 Guðbjörg tv. 584,9 framhald á bls.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.