Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.11.1981, Síða 1

Vesturland - 14.11.1981, Síða 1
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður: Að landsfundi loknum Þaö ber vott um þá stöðu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur í hug og vitund þjóðarinnar, að nýlokinn landsfundur hans er mesti stjórnmálaviðburöur ársins hér á landi. í hálfa öld hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið meginaflið í íslenskum stjórnmálum. Hann hefur veitt forystu í sókn þjóðarinnar til sjálfstæðis og leitt hana frá fátækt til bjargálna. En nú er ekki efst í huga fólks það, sem flokkurinn hefur afrek- að, heldur hitt, sem miður hefir farið. Margir töldu, að nú væri Sjálfstæöisflokknum voði búinn og landsfundurinn reyndist hans ragnarrök. Þetta snerist á annan veg. Landsfundurinn var magnþrung- inn þeim frumkrafti Sjálfstæðis- stefnunnar, sem stafar frá hug- sjónum frelsis, framtaks og fram- fara. Á landsfundinum deildu menn af hreinskilni og einbeitni um vandamál flokksins. Þessar Frystihúsin í landinu hafa verið rekin með umtalsverðum halla allt þetta ár. Að mati Þjóðhagsstofnunar nemur hall- inn nú um 4 prósentum, eftir síðustu efnahagsaðgerðir rfk- isstjórnarinnar. Þetta kom fram í viðtali sem Vesturland átti við Ólaf Davíðsson forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, síðast liðinn miðvikudag, 11. nóvember. Ólafur sagði að halli á fryst- ingu hefði verið um tvö til tvö og hálft prósent á síðustu vetrarver- tíð og gekk svo fram í júní síðast liðinn, þegar nýtt fiskverð var ákveðið. Útreikningar Þjóðhags- stofnunar á afkornu hraðfrysti- húsanna miðuðust við framleiðslu samsetningu ársins 1980. Framlegðarútreikningar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna umræður báru ekki vott um, að Sjálfstæðisflokkurinn væri á fall- andi fæti, heldur þvert á móti gáfu þær fyrirheit um framtíðina. Samt sem áður er ekki enn leyst úr þeim tímabundna vanda Sjálfstæðisflokksins, sem svo mjög setti mark sitt á landsfund hans. Menn deila sjálfsagt áfram um, hvað sé orsök eða hvað sé afleiðing í þeim vanda. Það er ekki svo, að allt sé á eina bókina lært í þeim sökum. Það er stað- reynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir á undanförnum árum orðið fyrir hinum alvarlegustu áföllum. Sjálfstæðisflokkurinn beið mik- inn ósigur í Alþingiskosningunum árið 1978. Sama ár varð hann fyrir mesta áfalli I sögu sinni, þegar meirihlutinn tapaðist í borgarstjórn Reykjavíkur. f Al- þingiskosningunum 1979 missti flokkurinn af stórum sigri, sem hefði átt að geta fallið honum í skaut. En hvað sem þessu líður snýst nú vandinn um núverandi ríkis- bentu hins vegar til þess að hall- inn á frystingunni væri talsvert meiri. Því var það þegar líða tók að fiskverðákvörðun í október síðast liðnum að Þjóðhagsstofnun endurskoðaði útreikning sinn, enda lágu þá fyrir upplýsingar um framleiðslu frystihúsanna fyrstu átta mánuði ársins. f Ijós kom að talsverð breyting hafði átt sér stað á samsetningu afla og einnig kom á daginn sem þegar var vitað að samdráttur hafði orðið í fram- leiðslu. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar, sem miðaðir voru við framleiðslu frystihúsanna fyrstu átta mánuð- ina, leiddu í Ijós að tap frystihús- anna var sex til sex og hálft prósent af veltu. Ólafur Davíðs- son sagði að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir þegar afkoma stjórn. Stjórnmálaflokkur, sem er sjálfum sér sundurþykkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er nú í af- stöðu til ríkisstjórnar fær ekki staðist. Flokkurinn verður að ná samstöðu um afstöðu til ríkis- stjórnar sem fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu Alþingiskosningar. Ef þetta tekst ekki er vá fyrir dyrum. Þess vegna skoraði landsfundur- inn á ráðherra úr röðum Sjálf- stæðismanna að ganga úr ríkis- stjórninni og þá þingmenn, sem stutt hafa hana, að láta af þeim stuðningi. Santa afstaða til ríkisstjórnar er forsenda þess, að um sameigin- legt framboð geti orðið að ræða í næstu Alþingiskosningum. Á sama framboðslista verður ekki skipað mönnum á öndverðum meið um slík grundvallaratriði. Það er ekki heldur fær leið, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fleira en eitt framboð í sumum eða öllum kjördæmum landsins. Með slíku framferði væri dómgreind og raunar siðgæði kjósenda svo frystihúsanna var athuguð fyrri hluta ársins er ljóst að tap frysti- húsanna hefði verið meira fyrri hluta ársins, en sem nam 2 til 2 og hálfu prósenti. Fiskverð var sem kunnugt er hækkað l. október síðast liðinn. Eftir það var hallinn á rekstri frystihúsanna kominn yfir 9 pró- senl, miðað við viðmiðunargengi á dollar sem var 7,76 krónur. Gengislækkunin sem gerð var 10. nóvember leiddi í raun tii 7 prósent hækkunar dollars, en ein- ungis 5 prósent hækkunar ef mið- að er við viðmiðunargengið. Þrátt fyrir gengisfellinguna nú, er halli á rekstri frystihúsanna, enn um fjögur prósent, að sögn Ólafs Davíðssonar forstjóra Þjóð- hagsstofnunar. misboðið eða ofboðið, að flokk- urinn yrði rúinn öllu trausti og raunar ekki trausts verður. Landsfundurinn markaði ekki afstöðu sína til ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að auka á sundr- ungu i Sjálfstæðisflokknum. Þvert á móti var haft í huga, að flokkur- inn gæti orðið einhuga og sam- einaður eins og það var orðað í samþykkt landsfundarins. Hættan sem Sjálstæðisflokkur- inn stendur frammi fyrir nú er sú. að sundrungin í afstöðunni til ríkisstjórnarinnar geti leitt til end- anlegs klofnings flokksins. Við- brögð okkar Sjálfstæðismanna og athafnir þurfa að miðast við þennan raunveruleika. Með tillili til þessa ber okkur Sjálfstæðis- mönnum, hvar í fylkingu, sem við kunnum að standa, skylda til að gera allt, sem hver og einn okkar fær megnað til að koma í veg fyrir slíka þróun mála. En þetta er enginn leikur að fast við, hvorki fyrir stjórnarand- stæðinga eða stjórnarliða. Með sterkum vilja og einbeitni þarf þó ekkert fyrirfram að vera útilokað. Til þess að von sé um árangur er samt nauðsynlegt, að hver styðji annan í gagnkvæmu trausti, þannig að báðir aðilar hafi virð- ingu af viðleitni sinni til að bjarga einingu flokks okkar. Er óraunhæft að ætla, að Sjálf- stæðisflokkurinn nái saman í síð- asta lagi fyrir næstu Alþingis- kosningar? Höfum í huga, að það hefur löngum verið svo, að sam- steypustjórnir hafa rofnað áður en til kosninga hefur komið. Það hefur jafnvel verið stundum sagt, að þetta hafi verið venja, þegar Framsókn hefur átt aðild að ríkis- stjórn. Er það þá óskhyggja ein- ber að láta sér til hugar koma. að Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn geti átt ágreiningsefni við kommún- ista og Frantsókn og Sjálfstæðis- menn allir sameinist í afstöðu til slíkra mála í næstu Alþingiskosn- ingum? Þegar liður að næstu Alþingis- kosningum, geta Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hvort sem er ekki umflúið að gera sín mál upp í einhverju formi. Annað hvort verða þeir að segja, að ætlun þeirra sé að halda áfram núver- andi stjórnarsamvinnu fái þeir aðstöðu til eða ætlunin sé að slita stjórnarsamstarfinu. Ef þeir tjá sig ekkert um þetta, segir það lika sína sögu. Sjálfstæðismenn í ríkis- stjórn verða sjálfs sín vegna að taka afstöðu hvað sem líður tilliti Þorvaldur Garðar Kristjánsson til Sjálfstæðisflokksins. En eining Sjálfstæðisflokksins getur oltið á því, hver sú afstaða verður. Ég hafði gert mér vonir um, að landsfundurinn gæti stutt að ein- ingu í flokknum en ekki að sund- rungu. Að loknum landsfundi hef ég von um að svo hafi reynst. Samstaðan, sem fram kom um stefnumótun flokksins á lands- fundinum, hlýtur að gefa vonir. Þetta er þeim mun athyglisverð- ara, þar sem stjórnarliðar úr röð- urn sjálfstæðismanna hafa borið fyrir sig ágreining um stefnumál. Þeir segjast ekki hafa náð sínum málum fram innan Sjálfstæðis- flokksins. En svo er um fleiri. Þar eiga hlut að máli ýmsir, bæði stjórnarandstæðingar og stjórnar- liðar. En við þessu er ekki annað ráð en að þreyja þorrann og gó- una. Flokksmenn hafa ekki ein- ungis rétt til að halda sjónarmið- um sínum heldur ber þeim sið- ferðisleg skylda til að vinna að framgangi þess, sem þeir ætla að sé flokki þeirra til trausts og halds. Á hinn bóginn hljóta flokksmenn að verða að hlýta því, sem meiri hlutinn ákveður með lýðræðislegum hætti og enginn annar megnar að ráða ráðum flokksins utan vébanda hans. í þessu sambandi er stundum minnst á, að mönnurn beri að fylgja samvisku sinni. Allir erum við Sjálfstæðismenn flokks- bundnir. vegna þess að við höfum samvisku til þess að ganga í flokkinn og starfa í flokknum. Það verðum við að hafa hugfast í þessu efni, að hvað sem menn kunna að segja um flokksræðið og hvað sem menn kunna að segja um ókosti þess að vera í stjórnmálaflokkum, þá eru stjórn- Framhald á bls. 2 Tap á frystihúsum allt þetta ár Mikið seiðamagn tafði rækjuvertíð: Meira magn en smærri rækja —24 bátar stunda rækju á ísafjarðardjúpi í vetur. Bátum sem stunda rækju- veiðar á isafjarðardjúpi hefur fækkað mjög á síðustu árum. Á rækjuvertíðinni í ár verða 29 bátar, þar af einungis átján frá ísafirði. Til samanburðar má geta þess að í fyrra stunduðu 24 bátar rækjuveiðar á ísafiröi, en 27 bátar árið áður. Þessar upplýsingar fékk Vesturland hjá Pétri Bjarnasyni á isafirði, en hann er eftirlits- maður með rækjuveiðum á vegum Sjávarútvegsráðuneyt- isins. Eins og kunnugt er hefur það dregist mjög að rækjuveiðar gætu hafist á þessu hausti frá ísafirði, Súðavík og Bolungarvík. Að jafn- aði, ef allt er með felldu. hefjast rækjuveiðar á þessum stöðum í byrjun október og standa fram á vorið; Það er því kominn um einn og hálfur mánuður frá því að rækjuveiðar hefjast að öllu jöfnu og þar til að þær byrjuðu 10. nóvember síðast liðinn. Pétur Bjarnason sagði þó í sam- tali við Vesturland, að það væri ekki einsdæmi að rækjuveiðar hæfust svo seint sem nú. Árið 1977 gátu rækjuveiðar til að mynda ekki hafist fyrr en eftir áramót. vegna þess hve seiða- magn var mikið á rækjumiðun- um. Þegar það gerðist, beitti þá- verandi sjávarútvegsmálaráð- herra, Matthías Bjarnason sér fyr- ir því að rækjusjómenn fengju greitt úr aflatryggingasjóði og var þeim þannig bættur skaðinn að nokkru. Mikið seiðamagn. Ástæðan fyrir því að rækju- veiðar hefjast svo seint nú er sú að mikið seiðamagn fannst á rækjumiðunum í ísafjarðardjúpi og í Jökulfjörðum. Eins og kunn- ugt er kom það í Ijós við árlega seiðaathugun Hafrannsóknar- stofnunar að mjög lítið fannst af seiðum. Meginþorri þess sem fannst á annað borð var á rækju- miðunum í Isafjarðardjúpi og í Jökulfjörðum. Eins og kunnugt er kom það í ljós við árlega seiðaat- hugun Hafrannsóknarstofnunar að mjög lítiö fannst af seiðum. Meginþorri þess sem fannst á annað borð var á rækjumiðunum í ísafjarðardjúpi og í Jökulfjörð- unum. Þvi þótti ekki ráðlegt að leyfa rækjuveiðar strax. Við síð- ustu athugun kom á hinn bóginn i Ijós að seiðamagn var komið vel niður fyrir hættustig. Aukið magn en smærri rækja. „Það hefur fundist veruiegt magn af rækju", sagði Pétur Bjarnason jafnframt i viðtalinu við Vesturland. „En rækjan er mjög smá, síst betri en i fyrra“, sagði hann. „Það virðist sem rækjan hafi smækkað, en magnið á hinn bógin aukist. Sumir telja að orsakanna sé að leita til mikill- ar nýliðunar, en aðrir telja að um sé að ræða ofsetningu, það er að of lítið sé veitt úr stofninum. Það hvað rækjan hefur smækk- að sést best ef viðmiðun síðustu ára er borin saman. Fyrir fimm árum var miðað við 3I0 rækjur i kílóinu og þá kom aðeins sára- sjáldan fyrir að um yfirtalningu væri að ræða. í fyrra var viðmið- unin hins vegar 340 og yfirtalning hafði margfaldast", sagði Pétur Bjarnason. Ný kvótaskipting? Pétur sagði að í ár yrði leyft að veiða 2400 tonn af rækju. I fyrra var leyft að veiða 2600 tonn, enda bætt við hinn upphaflega kvóta. Ekki er þó endanlega búið að ganga frá kvótanum á rækjunni fyrir þetta árið. Pétur sagði líka að fiskimenn hefðu undanfarið fundað um nýja tilhögun á skiptingu rækjukvót- ans. Hugmyndin sem sett hefði verið fram og nyti nú stuðnings rækjusjómanna á öllu svæðinu væri sú að helmingi aflans yrði Framhalil á bls. 2

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.