Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.11.1981, Blaðsíða 2

Vesturland - 14.11.1981, Blaðsíða 2
2 yss'/usjíUJí) ÚTGEFANDI: Kjördæmisráð Sjálfstæóisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. BLAÐNEFND: Siguröur Stefánsson, ísafirði Úlfar Ágústsson.'lsafirði Eiríkur Greipsson, Flateyri Kristín Hálfdánardóttir, Isafiröi EinarK. Guðfinnsson, Bolungarvík AFGREIÐSLA: Á II. hæð, Sjálfstæðishúslnu, ísaf., sími 4232 RITSTJÓRAR: Einar K. Guöfinnsson, Bolungarvík, ábm. Sigurður Stefánsson, Isafirði. Prentstofan ísrún hf., ísafirði. Fagurt að mæla, en... Þrátt fyrir að ráðherrar og aðrir formælendur núverandi ríkisstjórnar mæli á stundum fagurt um nauðsyn þess að vernda atvinnuöryggi fólks, er engu líkara en að þeir hyggi flátt. Hin dæmalausa atvinnu- og efnahagsstefna undan- genginna missera, er þannig að annað hvort hljóta ráða- menn landsins að vera úti á þekju, eða að þeir stefna að því vitandi vits að keyra atvinnufyrirtæki landsmanna á kaf oní fúafen óreiðuskulda og vanskilalána, og stofna þannig atvinnu þúsanda manna í bráða hættu. Margar vikur og mánuðir eru liðnir síðan að forsvars- menn vestfirskra frystihúsa boðuðu sjávarútvegsráðherra ásamt fríðu föruneyti til fundar við sig á fsafirði. Boðskap- ur hinna vestfirsku frystihúsamanna var skýr: Ef stjórn- völd sjá ekki að sér stefnir allt í það að hin forðum stæltu fyrirtæki á Vestfjörðum lognist út af. Að vanda mælti sjávarútvegsráðherra fagurt. Hann lýsti skilningi sínum á vandamálunum sem við væri að etja. Hann dró ekki í efa rök frystihúsamannanna. Síðan flýtti hann sér suður til Reykjavíkur og hefur lítið hafst að til að forða frystihúsunum undan vandanum. Sunnan úr reykvískum stjórnarráðum hafa síðan borist fréttir um að allt væri í miklum sóma í hinum íslenska þjóðarbúskap. Forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína fyrr á þessum haustmánuðum undir kjörorðinu: „Látum sem ekkert sé.“ Neyðaróp vestfirskra frystihúsamanna höfðu greinilega ekki náð eyrum hans. Þess í stað dró hann upp viðurhlutamikla glansmynd, sem átti því miður undarlega lítið skylt við raunveruleikann. Eins og fram kemur í þessu tölublaði Vesturlands er hraðfrystiiðnaðurinn í landinu rekinn með stórfelldum halla. Hefur svo verið allt þetta ár. Þrátt fyrir. síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar, tapa frystihúsin í landinu um 4 prósentum af veltu, að mati Þjóðhagsstofnunar. Það er því í senn sorglegt og lærdómsríkt að fylgjast með algjöru úrræðaleysi stjórnarherranna. Helstu leiðirnar sem þeir koma á út úr þessum gríðarlega vanda eru millifærsla á fjármunum á milli vinnslugreina og jafnvel byggðarlaga. Þessar leiðir, svo ógeðfelldar sem þær líka eru, munu duga skammt, gegn þeim uppsafnaða vanda sem við er að glíma. Að baki hugmyndinni um millifærslu á fjármagni frá saltfískverkun og skreiðarverkun til frystingar, býr vægast sagt einfeldningsleg hugmynd. Sú hugmynd er á þá leið að vegna þess að afkoma á saltfisk- og skreiðaverkun sé skárri en á frystingu, eigi menn einfaldlega að hætta að frysta fisk, en taka þess í stað til við að herða og salta. Fyrir Vestfirðinga og fjölmarga aðra er þetta engin lausn. Hins vegar er málflutningur af þessu taginu til þess fallinn að slá ryki í augu almennings og breiða yfir þann vanda sem frystihúsin í landinu standa frammi fyrir. Vestfirðingar hafa sérhæft sig í frystingu fiskjar. Hér eru aðstæður til skreiðar- og saltfiskverkunar slæmar, af mörg- um ástæðum. Það er því um tómt mál að tala að færa rekstur í stórum stíl úr frystingu til saltfisk- og skreiðaverk- unar. Eina lausnin út úr vandanum er auðvitað að tryggja frystingunni þann rekstrargrundvöll, að fólkið sem við hana starfar, þurfi ekki að vera sem á nálum um afkomu sína og atvinnuöryggi. Fyrsta skrefið til þess að svo megi vera, er að ráðherrar hætti að spinna blekkingarvef sinn; að þeir komi út úr fílabeinsturnum sínum og taki ærlega til höndunum í stað þess að sníða til glansmyndir í stjórnarráðum suður í Reykjavík. EKG. Auglýsið í Vesturlandi Gólfteppi Gólfdúkar Veggstrigi og margar gerðir af þilplötum ALLAR BYGGINGARVÖRUR Á EINUM STAÐ JÓN FR. EINARSSON Byggingaþjónustan Bolungarvík Símar: 7351 og 7353 Nýkomid MIKIÐ ÚRVALAF VEGG- OGLOFTUÓSUM ALDA ÞVOTTA VÉLARNAR KOMNAR AFTUR MJÖG HA GSTÆTT VERÐ SILFURGÖTU 5 SÍMI 3321 ///// straumur hf HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR Kaffitería Kaffiterían er opin daglega kl. 08:00-22:00. Þar bjóðum við meðal annars fast- an matseðil grillrétta ásamt ódýrari réttum dagsins. Sýnishorn af matseðli: 1. Súpa dagsins. 2. Frönsk lauksúpa. 5. Djúpsteikt ýsuflök m/frönskum kartöflum, salati og sósu. 10. Steiktar lambakótilettur m/ristuöum sveppum. 11. Lambasteik Hawai m/frönskum kartöflum og kryddsmjöri. 15. Grillaður kjúklingur m/frönskum kartöflum, salati og sósu. 20. Steikt svínakótiletta m/ananas og ristuðum spergli. 25. Enskt buff m/lauk. HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR Silfurtorg 2, sími 4111 Að lands- fundi loknum Framhald af bls. 1 málaflokkar grundvöllur þess lýð- ræðis og þingræðis, sem við bú- um við og viljum búa við í fram- tíðinni. Það verður ekki framhjá þessu gengið. Okkur sjálfstæðis- mönnum ætti ekki að vera þetta síst Ijóst vegna þess að við höfum haldið því fram og höfum raunar sannfæringu fyrir því, að einmitt okkar flokkur sé burðarásinn í þeirri stjórnmálaskipan, sem er hér á landi. Ef burðarásinn brest- ur þá fellur húsið og við vitum ekki hvað rís úr rústunum. ísland verður annað land heldur en það hefur verið, ef Sjálfstæðisflokkur- inn heldur ekki sinni stöðu í þjóð- félaginu og mótar þjóðlífið eins og hann hefurgert á undanfarinni hálfri öld. Þess vegna varðar ein- ing flokksins miklu. Landsfundurinn bar vott um, að við sjálfstæðismenn látum ekki deigan síga. Við skulum hafa það hugfast, að málstaður okkar, hug- sjón okkar, er gædd þeim eigin- leika, að hún felur í sér mátt til þess að breyta erfiðleikum og andstreymi í nýjar vonir, nýjan kraft. Það er eimitt það, sem við þurfum að gera nú. Við þurfum að snúa andstreymi upp í sókn. Við þurfum af eldmóði og bar- áttuhug að snúa okkur að því að vinna flokki okkar allt, vinna sleitulaust og markvisst með þrot- lausu starfi að framkvæmd þeirra hugsjóna, sem er grundvöllur Sjálfstæðisstefnunnar. Með því styrkjum við stöðu Sjálfstæðis- flokksins í íslensku þjóðlífi landi og lýð til heilla. Þorv. Garðar Kristjánsson. Meira magn en smærri rækja Framhaldaf bls. 1 skipt „flatt". Þ.e. helmingi kvót- ans yrði skipt þannig að allir bátarnir fengju sama magn í sinn hlut. Hinum helmingi kvótans yrði síðan miðlað til bátanna í hlutfalli við afla síðustu ára. Ljóst er að mismunurinn á milli báta gæti með þessum hætti orðið mjög mikill allt upp í tuttugu tonn. En lil samanburðar má geta þess að meðalrækjuafli á bát í fyrra var 66-89 tonn. Yrði þessi háttur upp tekinn yrði um að ræða miðlun á milli rækjuverk- smiðjanna, líkt og þegar tíðkast á milli verksmiðjanna á ísafirði. Pétur Bjarnason bætti því þó við að enn væri ekki frá þessu gengið, enda ættu fulltrúar rækjuverk- smiðjanna eftir að koma inn í dæmið. Leiðrétting Nafn Jóns G- Stefánssonar, varaformanns Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins vantaði, er nöfn stjórnarmanna voru birt í Vesturlandi, síðasta tbl. Blað- ið biður velviröingar á þessum mistökum. Helgarferð 25. — 29. nóv. GLASGOW Góð hótel með baði, sjónvarpi og morgunverði. Ferðir til og frá flugvelli. Verð kr. 3.000,00 FERÐASKRIFSTOFA VESTFJARÐA SÍMAR 3457 OG 3557

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.