Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.11.1981, Blaðsíða 4

Vesturland - 14.11.1981, Blaðsíða 4
Ný virkjun eða önnur byggðalína —nauðsynleg til að auka raforkuöryggi á Vestfjörðum. „Bilunin á Vesturlínu varð til þess að við urðum að keyra díselstöðvar í um það bil tvær vikur. Endanleg niðurstaða um kostnað liggur ekki fyrir, en reikna má með að olíureikning- urinn hljóði upp á 800 þúsund- ir til 1 milljón nýkróna sagði Kristján Haraldsson Orkubús- stjóri í viðtali við Vesturland. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum henti það óhapp í septembermánuði síðastliðnum að staurar hinnar nýju Vesturlínu sem tengir Vestfiröi við aðalorku- veitusvæði landsins tóku að halla. Þegaryfir lauk var kominn halli á flest stæði línunnar. Kristján Har- aldsson sagði að leiða mætti að því getum að ástæða þessa væri sú að ekki hefði verið nógsamlega vandað til vinnubragðanna þegar staurarnir voru settir niður. Nú er liins vegar lokið bráöabirgðavið- gerð og að mati Rafmagnsveita ríkisins, sem önnuðust viðgerðina, á línan að geta staðið af sér veturinn. Á sumri komanda verð- ur hins vegar gengið frá fullnað- arviðgerð á staurunum. Rarik. eins og Rafmagnsveitur ríkisins eru oft kallaðar sá um lagningu og hönnun Vesturlínu. Eins og fram hefur komið í fréttum lagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður fram fyrirspurnir til iðnaðarráðherra um tjón það sem varð á Vestur- línunni í september. Spurningarn- ar voru í nokkrum liðum. Spurt var um orsakir tjónsins, hvenær endanlegri viðgerð myndi Ijúka og loks hverjum væri ætlað að greiða óumflýjanlegan kostnað af raforkuframleiðslu á Vestfjörðum með díselvélum á þeim tima sem viðgerð línunnar fer fram. Kristján Haraldsson Orkubús- stjóri sagði að mjög mikilvægt væri að treysta öryggið í orkumál- um Vestfirðinga. Til þess væru þrjár leiðir færar. Fyrsti kosturinn vaéri að reisa orkuver hér vestra. Sá virkjunar- kostur sem mest hefði verið rann- sakaður væri Dynjandi í Arnar- firði. Nú er búið að friðlýsa Dynj- andifoss og því væri sá virkjunar- kostur út úr myndinni. Aðrir möguleikar eru virkjun í Vatns- firði, þar sem vatnasvæði á Glámuhálendi yrðu tengd saman. Þar er völ á allt að 30 MW virkjun. Þá er líka hugsanlegt að virkja við Hvalsá á Ströndum. Annar kosturinn er að leggja nýja byggðalínu. Þriðji kosturinn er að keyra díselstöðvar í bilanatilfellum. Vit- að er þó að sá kostur yrði dýr. Og fá 'yrði á hreint ef hann yrði valinn, hver greiddi kostnaðinn af díselkeyrslu í bilanatilfellum. Ljóst er að ef sá kostnaður leggð- ist einvörðungu á raforkunotend- ur hér vestra hlyti það að þýða hærra raforkuverð. Annars sagði Kristján Haralds- son að rannsaka þyrfti valkosti vel og vandlega áður en ákvörðun yrði tekin. Bera þyrfti saman kostnaðarliði og athuga hvaða möguleikar væru hagkvæmastir til að auka raforkuöryggi Vest- firðinga. Enginn málefnaágreiningur —segir Guðmundur meistari á ísafirði. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta hafi verið mjög góður landsfundur", sagði Guð- mundur Þórðarson byggingar- meistari á ísafirði, einn þeirra Vestfirðinga sem sátu Lands- fund Sjálfstæðisflokksins nú í ár, í viðtali við Vesturland. „Ræða formanns Sjálfstæðis- flokksins, Geirs Hallgrímssonar við setningu landsfundarins var mjög góð, sú besta sem ég hef heyrt hann flytja. Það er skoðun mín að þær deilur sem nú eru uppi í Sjálf- stæðisflokknum séu ekki sprottn- ar af málefnalegum ágreiningi, eins og sumir hafa þó látið í veðri vaka. Fyrst og fremst er þarna um að ræða valdatogstreitu einstakra manna. Þetta kom afar vel fram á landsfundinum. Ég vil benda á að fiestar stefnumótandi álytanir voru samþykktar samhljóða, eða því sem næst. Það er því skoðun mín að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið sterkur út úr þessum landsfundi. Staða Sjálfstæðis- flokksins er því ekki í hættu". Guðmundur Þórðarson er full- trúi ungra sjálfstæðismanna í stjórn Sambands úngra sjálfstæð- ismanna. Hann hefur verið í stjórn SUS frá árinu 1977 og var síðast endurkjörinn á þingi þess sem haldið var á ísafirði, síðsum- ars nú í ár svo sem flestir vita. Guðmundur var því spurður hvort hann fagnaði einhverju sér- stöku á landsfundinum, sem full- trúi ungra manna. „Ég fagna að sjálfsögðu kjöri Friðriks Sophussonar í sæti vara- Þórðarson, bygginga- formanns," sagði hann. „Það er von mín að hann eigi eftir að reynast vel í þessari ábyrgðar- stöðu og ég tel að það sé vel að ungur maður gegni þessari miklu áhrifastööu hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Það er auðvitað alveg ljóst að núverandi ástand í Sjálfstæðis- flokknum er gjörsamlega óviðun- andi. Það gengur hreinlega ekki að einstaklingar innan flokksins séu bæði með og á móti ríkis- stjórninni. Það er auðvitað ófært að minnihlutaaðilar taki völdin. Það er bersýnilegt að andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis hér á Vestfjörðum munu nýta innanflokksmál Sjálfstæðis- flokksins sér og sínum málstað til framdráttar. Sú óeining sem ríkir er þeim sterkt vopn er þeir munu nota óspart. Það er því von mín að forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins haldi skynsamlega á málunum og haldi áfram að vinna að sam- komulagi milli deiluaðila, svo að menn geti náð saman og barist sem ein heild á þeim vígstöðvum, sem við eigum að berjast á, gegn andstæðingum Sjálfstæðisflokks- ins.“ Guðmundur Þóröarson, byggingarmeistari á Isafirði Friðvænlegra í Sjálfstæðis- flokknum —segir Hilmar Jónsson, sparisjóðsstjóri á Pat- reksfirði. „Þetta var líflegasti iands- fundur sem ég hef setið,“ sagði Hilmar Jónsson spari- sjóðsstjóri á Patreksfirði þegar Vesturland ræddi við hann að loknum landsfundi Sjálfstæð- isflokksins. „Þetta var kröftug- ur og skemmtilegur fundur og hans verður ekki síst minnst fyrir það að undanfarið hafa geysað eldar í flokknum. Menn fengu tækifæri til að blása út þannig að andrúmsloftið hefur hreinsast. Það var ekki meiri harka á þessum fundi en ég bjóst við. En því er auövitað ekki að neita að harkan var meiri, en verið hefur undanfarna landsfundi. Sérstak- lega voru fluttar nokkrar óvægi- legar ræður. sem settu svip sinn á landsfundinn að þessu sinni." Menn velta því nú mjög fyrir sér hvort friðvænlegar horfi í Sjálfstæðisflokknum en fyrr. Margir spyrja hvort einhver sátta- og einingavon sé. Við inntum Hil- mar álits á þessu. „Að mínum dómi auðveldaði kjör Friðriks Sophussonar alþing- ismanns í embætti varaformans, leiðina til sátta í Sjálfstæðis- þremur eða fjórum dögum. Sættir í máli sem þessu laka miklu lengri tíma. En ég tel að mjög horfi til betri vegar að loknum þessum landsfundi, ef menn vilja að honum loknum gefa sér þann tíma sem nauðsynlegur er til þess að menn, sem nú starfa ekki sam- an í einni fylkingu nái saman að nýju.“ Hilmar Jónsson á Patreksfirði er þjálfaður og reyndur sveitar- stjórnarmaður og þekkir málefni sveitarfélaga vel. Hann hefur um árabil sinnt sveitarstjórnamálum á Patreksfirði og við sveitarstjórn- arkosningarnar árið I978 skipaði hann fyrsta sæti á framboðslista Sjálstæðisflokksins á Patreksfirði. Það var því ekki úr vegi að inna hann eftir því hvernig honum lítist á sveitarstjórnarkosningarn- ar næsta vor. „Þessari spurningu er ekki auð- velt að svara. Ég á þó ekki von á Málefnaleg sam staða Mikill málefnalegur einhug- ur ríkti með Sjálfstæðismönn- um á landsfundi flokksins sem haldinn var dagana 29. október til 1. nóvember síðast liðinn í Reykjavík. Þrátt fyrir allt tal um óeiningu í Sjálfstæðismönnum sannaðist það áþreifanlega á þessum landsfundi að meðal sjálfstæðismanna er ekki deilt um málefni. Grundvallarstefnumörkun Sjáifstæðisflokksins var sam- þykkt mótatkvæðalaust á fund- inum. Svipaða sögu er að segja um flestar aðrar ályktanir í hinum ýmsu málefnaflokkum. Geir Hallgrímsson var end- urkjörinn formaður Sjálfstæð- isflokksins. Fékk hann 637 at- kvæði. Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra fékk 209 at- kvæði og Ellert B. Schram rit- stjóri 79. Friðrik Sóphusson al- þingismaður var kjörinn vara- formaður í stað Gunnars Thor- oddsen, sem ekki gaf kost á sér. Fékk Friðrik 549 atkvæði. Ragnhiidur Helgadóttir fyrrum alþingismaður fékk 381 at- kvæði. Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kaus landsfundurinn ennfremur ell- efu manns í miðstjórn. Flest atkvæði hlaut Björn Þórhalls- son varaforseti ASf eða 832, næstur honum kom Davfð Scheving Thorsteinsson for- maður Félags ísl. iðnrekenda með 749 atkvæði, þá Jónas H. Haralz bankastjóri 720, Ellert Framhald á hlx. 3 Hilmar Jónsson, spari- sjóðsstjóri á Patreksfirði flokknum. Og að minni hyggju horfir mun friðvænlegar eftir kjör hans. Þegar spurt er hvort sættir hafi náðst á landsfundinum er því auðvitað til að svara að öllum má Ijóst vera að sættir nást ekki á neinni skyndilegri breytingu I sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ef vel verður unnið, þá lít ég björtum augum til þeirra." Að lokum var Hilmar spurður um hvernig honunt þættu málin horfa við að loknurn landsfundi. Hann sagði að sér virtist að sá ágreiningur sem upp væri kom- inn, stafaði fyrst og fremst af þeim aðferðum sem voru hafðar við ntyndua núverandi rikis- stjórnar. Ennfremur sagði Hilmar Jónsson: ,,Á landsfundinum að þessu sinni voru samþykktar ályktanir um ntjög mörg og merkileg mál, sem ég tel að muni efla flokkinn og veita honum gott brautargengi. Ég er sannfærður um að þær ályktanir sem þarna voru sam- þykktar falla landsmönnum vel í geð. Ég vil sérstaklega geta ítar- legrar ályktunar um atvinnumál, undir yfirskirftinni Leiðin til bættra lífskjara, en einnig mætti nefna mörg önnur merkileg og góð mál.“ [ Minning: ■ Halldór í | Jónsson j I Halldór Jónsson fyrrum I I sjómaður á ísafirði, lést 5. I I nóvember síðasl liðinn. • [ Hann var 91 árs gamall. Halldór fæddist að Foss- . • um í Skutulsfirði 28. april | | árið 1890. Hann fluttist átta | | ára að Krirkjubóli í Skutuls- | ■ firði og dvaldist þar til full- | I orðinsára, er hann flutti sig ■ j um set út i Hnífsdal. Árið ■ ■ 1928 flutti hann til ísafjarðar | | og bjó þar til æviloka. I Lengst af stundaði Halldór I I sjómennsku á minni og ■ [ stærri bátum, en einnig á ! ! togurum. Eftir að hann var ■ ■ kominn í land vann Halldór | | almenna verkamannavinnu. | | Halldór heitinn stundaði I I vinnu af krafti fram á níræð- I I is aldur, enda var hann J J heilsuhraustur alla ævi. Kvæntur var Halldór Jóns- ■ ■ son, Kristínu Guðfinnsdótt- | | ur. Þau eignuðust fimm | | börn. Fjögur þeirra komust I I upp, en þau misstu son, er I I hann var á þriðja ári. Vesturland sendir Kristínu J J Guðfinnsdóttur ættingjum J J og niðjum Halldórs Jónsson- ■ • ar innilegustu samúðarkveðj- | ■ ur. Minning: Elísabet Hjaltadóttir Elísabet Hjaltadóttir, eig- inkona Einars Guðfinnsson- ar útgerðarmanns í Bolung- arvík lést 5. nóvember síðast liðinn 81 árs gömul. Elísabet fæddist aldamóta- árið I Bolungarvík. Hún gift- ist Einari Guðfinnssyni árið 1919. Þau einuðust 9 börn. Átta þeirra komust á legg. Sex barna Elísabetar og Ein- ars búa og starfa í Bolungar- vík, en tvö I Reykjavík. Auk umsvifamikilla hús- móðurstarfa tók Elísabet rík- an þátt í félagsmalastarfi í Bolungarvík. Var lengi for- maður í kvenfélaginu Braut- in og siðar heiðursfélagi þess. Hún starfaði í Sjálfstæðis- kvennafélaginu, sat í stjórn Sambands vestfirskra kvenna og var í skólanefnd í Bolung- arvík um tuttugu ára skeið. Vesturland sendir Einari Guðfinnssyni og aðstendum öllum samúðarkveðjur.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.