Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1981, Blaðsíða 13

Vesturland - 24.12.1981, Blaðsíða 13
13 Það hefur orðið gjörbreyting — Rætt við Kristján J. Jónsson Það er ekki auðvelt að setja sig í spor foreldra sem eiga þroskaheft börn. Flest- um reynist sá vandi ærinn að ala upp heilbrigð börn. Og fyrst svo er, gefur það auga leið að sá vandi er margfaldur, sem því fylgir að eiga og ala upp þroska- heft börn. En þó vandinn við slíkt sé eflaust meiri en nógur nú, var það vafalítið, miklu erf- iðara fyrir nokkrum áratug- um, eða jafnvel árum. Mál- efni þroskaheftra voru fyrir ótrúlega mörgum hreint feimnismál. Mál sem ekki var talað um, eða rætt. Mál sem lá í láginni. Helst þó að það væri rætt í lágum hljóð- um. Það er gleðilegt að und- anfarið hefur orðið algjör hugarsfarsbreyting. Sú breyting hefur þó ekki gerst átakalaust, eða án fyrir- hafnar. Á undan gekk þrot- laus barátta fjölda fólks, margra hverra foreldra þroskaheftra barna, sem vann ötullega að því að þoka sanngjörnu réttlætis- máli fram. Kristján J. Jónsson hafn- sögumaður og kona hans Kristján J. Jónsson. Ingibjörg Bjarnadóttir þekkja það af eigin raun að ala upp þroskaheft barn. Þau eiga son, sem nú er 36 ára, er ekki náði sama and- lega þroska og flest annað fólk. Þau Kristján og Ingi- björg þekkja því erfiðleik- ana. Þau hafa líka á síðari árum starfað ötullega að málefnum þroskaheftra. Þannig er Kristján nú í stjórn Landsamtakanna Þroskahjálp og er að auki formaður byggingarnefndar sem samtökin á Vestfjörð- um skipuðu og hafði það hlutverk með höndum að vinna að smíði húsnæðis fyrir þroskahefta á Vest- fjörðum. Vesturland leitaði til Kristjáns og innti hann fyrst eftir því hvernig það hefði verið að ala upp þroskaheft barn fyrir rúmlega 30 árum á ísafirði. FÁKUNNÁTTA „Þegar við stóðum fyrst í þessari baráttu fyrir rúmum þrjátíu árum, þá blasti sá vandi við manni að enginn gerði sér í raun og veru ljósa grein fyrir við hvað væri að etja“, sagði Kristján. „Það var sama við hvern var að eiga, lærða eða leika. Þegar okkur varð það ljóst að við áttum við þetta vandamál að glíma, leituðum við okkur að sjálf- sögðu ráða. Við fengum þau svör að það væri varla neinn staður til sem gæti leyst þennan vanda. Og okkur var jafnframt sagt að þó svo um slíkan stað væri að ræða, þá væri það ekki þess virði að senda barnið þangað. Sársaukinn sem fylgdi því að barnið færi frá okkur, væri svo miklu meiri, en sú bót, er það gæti fengið. Mín skoðun er sú að þetta Sjóræningjar og öskubuskur á uppskeruhátíð. Ljósm. Sverrir Hestnes. Osborne vaxmyndasafnið f Brading er í 700 ára gömlu húsi me£ tágaþaki. Ljósm. Sverrir Hestnes Framhald af hls. 11 aðsetur á eyjunni. Mest á- hersla er lögð á smíði 9 sæta Islander véla, eins og flugfél- agið Ernir notar til áætlun- ar- og sjúkraflugs, aðallega •nnan Vestfjarða. Einnig cru framleiddar 20 sæta, Úlfar Ágústsson. þriggjahreyfla vélar sem þeir kalla Trilander. Nýlega höfðu verksmiðjurnar af- hent fyrstu vélina af endur- hættri Islandervél, með túr- hínuhreyflum og endur- hættum hemlabúnaði. Þrátt fyrir sama útlit er hér um margfalt betri vél að ræða og kom það berlega fram í reynsluferð, sem fararstjór- anum íslenska var boðið í af reynsluflugmanni verksmiðj- anna. HEIM Á LEIÐ Fólk var árla á fótum á þriðjudegi. Eftir góðan morgunverð var hafíst handa við að hlaða rúturn- ar, síðan var haldið sem leið lá að ferjubryggjunni í East Cowes þar sem „Netley Castle“ lagðist að. Eftir að stór floti bifreiða, bæði stórra og smárra, hafði yfir- gefið skipið og aðrir bílar höfðu ekið um borð, var haldið frá þessari eyju ævin- týranna. Þakklátum huga var rennt til Lionsfélaganna í Sandown-Shanklin Lions club fyrir undirbúninginn og móttökurnar á þessum ógleymanlegu dögum í þeirra fögru sveit. Flestir töl- uðu um að þarna vildu þeir dvelja einhverntíma aftur. Svipurinn leynir ekki hvað drukkið er. Karlarnlr kanna innihald glerkrúsanna meðan konurnar skoðuðu glerverksmiðju. Ljósm. Óli M. Lúðviksson. hafi verið á ákaflega miklum misskilningi byggt. Miðað við okkar reynslu, er mér ljóst að komi upp vandamál af þessu taginu með barn, þá sé það nauðsynlegt að koma því strax til sérfræð- ings. Því fyrr því betra. Hér er um að ræða svo mikið og erfitt vandamál. Ég er þess fullviss, að fenginni reynslu, að hefði sonur okkar notið þeirrar umönnunar og leiðbeining- ar, sem nú er völ á, hefði hann reynst fullgildur á vinnumarkaðinum og getað unnið margvísleg nytsamleg störf. FORDÓMAR? „Það er oft talað um að fordómar hafi ríkt hjá fólki í garð þroskaheftra. Menn hafi lítinn skilning haft á þörfum þeirra, högum og takmörkunum. Vesturland innti Kristján J. Jónsson eft- ir þessu atriði. „Ég verð að segja það eins og er að ég varð var við og frétti ýmislegt af því sem fólk sagði. Margt af því sem sagt var, stafaði ekki af ill- vilja þess, heldur af skiln- ingsleysi. Það ríkti hrein vanþekking á þessum mál- um. Það veit í raun og veru enginn, hvað það er að eiga barn sem ekki er andlega heilbrigt, fyrr en hann hefur reynt það sjálfur. Ég get vitnað um þetta, því ég hef reynt hvoru tveggja. Því var nú háttað þannig á mínu heimili að mikið af uppeld- inu mæddi á konu minni, þar sem ég var fjarri heimil- inu, heilu vertíðirnar. Það er alveg ljóst að það er allt annað að vinna að þessum málum í dag. Núna mætir manni ekki neitt nema skilningur og velvild fólks. Það hefur orðið gjör- breyting á skömmum tíma. Ég hef oft sagt það, jafnt á fundum sem og annars staðar, að á þessu sviði hefði ísland verið sem vanþróað land til skamms tíma. Það er ekki fyrr en á síðustu 10 til 15 árum að það hafa opnast möguleikar til að fá skilning á þessum mikla vanda sem við er að glíma“. STOFNUÐ SAMTÖK Á VESTFJÖRÐUM Eins og flestum er kunn- ugt, hefur nú um nokkurra ára skeið verið unnið að ýmsum málefnum þroska- heftra hér á Vestfjörðum. Þörfin var líka næg. Hér hefur ekki verið starfrækt nein aðstaða fyrir þroska- hefta, þó vitað væri um fjöl- marga hér í fjórðungnum, sem hennar þyrftu með.“ Um það sagði Kristján: „Um það leyti sem stofn- uð voru samtök um styrk við þroskahefta á Vestfjörðum,

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.