Uppeldi og menntun - 01.07.2009, Blaðsíða 9

Uppeldi og menntun - 01.07.2009, Blaðsíða 9
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(2)/2009 9 ANNA BJÖRNSdóttiR OG MARGRÉt SiGMARSdóttiR PMTO-aðferðin: Áhrif forvarna og meðferðar við hegðunarerfiðleikum leik- og grunnskólabarna í Hafnarfirði Haustið 2000 hófst í Hafnarfirði innleiðing PMTO-aðferðarinnar í þeim tilgangi að fyrirbyggja og meðhöndla hegðunarerfiðleika hjá leik- og grunnskólabörnum . Í þessari umfjöllun er gerð grein fyrir þessari aðferð og niðurstöðum athugunar á áhrifum breyttra vinnubragða . Í ljós kom að með innleiðingu PMTO-aðferðarinnar varð fjöldi tilvísana í hefðbundna sérfræðiþjónustu vegna grunnskólabarna í Hafnarfirði stöðugri og tilvísunum fækkaði en það má þó einnig skýra með öðrum þáttum . Jafnframt mátti greina mismargar tilvísanir eða óstöðugleika og aukningu á tveimur samanburðarsvæðum . Viðhorf foreldra og fagfólks til PMTO-þjónustu reyndust jákvæð og skráningum á hegðunarfrávikum fækkaði í tveimur grunnskólum sem vinna með SMT-skóla- færni og tóku þátt í athuguninni . Þessar niðurstöður eru þær fyrstu sinnar tegundar á Íslandi . inn gang ur Víða um heim er aukin meðvitund um nauðsyn þess að meðhöndla hegðunarvanda barna vegna þess alvarlega samfélagslega vanda sem af hlýst ef ekkert er að gert. Sýnt þykir að uppeldisaðferðir foreldra eru lykilatriði þegar bæta á hegðun barna (Ogden, 1999) og úrræði sem leggja áherslu á hegðunarmótun og beitt er áður en erfiðleikar verða umtalsverðir virðast gefa bestan árangur (Patterson, Dishion og Chamberlain, 1993). Mikið hefur verið skrifað um meðferð þessa vanda og má sjá ýmsa sameig- inlega þætti í aðferðum sérfræðinga (Barkley og Benton, 1998; Clark 1991; Dishion og Patterson, 1996; Forgatch og Patterson, 1989; Kazdin, 2005a; Patterson, 1977; Patterson og Forgatch, 1987; Webster-Stratton, 1992). Aðferð þróuð af Gerald Patterson og sam- starfsfélögum hjá Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene í Oregon í Banda- ríkjunum, kölluð Parent Management Training – Oregon aðferðin (PMTO-aðferðin), á sér langa sögu. Sú nálgun byggist á víðtækum rannsóknum og er að einhverju leyti fyrirmynd flestra sérfræðinga á þessu sviði. Í Hafnarfirði hefur PMTO-aðferðinni verið beitt frá árinu 2000. Í þessari grein er fjallað um hegðunarerfiðleika barna, PMTO-aðferðina sem leið til að mæta slíkum erfiðleikum, innleiðingu PMTO-aðferðarinnar í Hafnarfirði og hugsanleg Uppeldi og menntun 18. árgangur 2. hefti, 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.