Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 3
*0 *> *0 2 2 aJ >u cn Trúmál, kirkjumál, stjórnmál, Bjarmamál Vor og kosningar nálgast. Vorið fýllir loftió og kosningabar- áttan fjölmiðlana. Stjórnmál snúast, aó því er virðist, að mestu um peninga. Hvernig á aó afla þeirra og í hvað skal nota þá. Að baki býr þó gild- ismat. Almennur kjósandi á ekki alltaf jafn- auðvelt með að sjá tengslin þar á milli en þau hljóta að skipta miklu máli þegar gengió er aó kjörborði. Við viljum sjá skýr tengsl þarna á milli og vilja stjórn- málaflokkanna til aó ræða gildis- og verðmætamat, siðferði og stefnu sem á þessu byggir. Fyrir 1987 voru gjafir til kristilegs starfs og annarr- ar trúmála- og menningastarfsemi frádráttarbær frá skatti innan vissara marka. Með einföldun skattakerf- is var það afnumið en smám saman þróaóist skatta- kerfið í mikla flækju. Forsendan er því horfin. Með því að leyfa þetta á ný myndu stjórnvöld sýna vilja í verki til að styðja við bakið á starfi sem víða byggir á hug- sjónum og miklu framlagi sjálfboðaliða. Stjórnmálin rata stundum upp í prédikunarstóla landsins í ýmiss konar mynd. I sjálfu sér er ekki aó undra að svo fari. Trúin snýst um lífið og lífið um Guð hjá þeim sem trúin er gef- in. Biblían talar um frióflytjendur, kærleika og réttlæti. Allt er þaö hluti afGuðs ráði og vilja. Kristinn maður hlýturað berj- ast fýrir friði og gegn óréttlæti. Þegar hins vegar á að finna pólitíska lausn á ákveónum vanda finnur fólk ýmsar leiðir og getur lent í mismunandi stjórnmálaflokkum þó grundvallar- hugsjónin sé hin sama. Gæta þarf þess að binda ekki sam- visku fólks með því að setja fram aðeins eina færa leið sem hina algildu og þá réttu í predikunarstólnum. Kirkjumál og stjórnmál komu einnig upp á yfirborðið í tengslum við veitingu embættis vígslubiskups í Hólastifti. Oháð niðurstöðu í biskupskjöri, mönnum og málefnum, verðurað teljast eðlilegt að kirkjan sjálfvelji sinn biskup með einhverjum hætti og að málið endi ekki á borói hins pólitíska valds. Væntanlega verður unnið að breytingum á þessari skikkan á komandi misserum. Bjarmi hefur nú fengið nýjan ritstjóra. Varð niðurstaðan sú eftir nokkrar þreifingar að undirritaður gegnir starfinu a.m.k. til að byrja með. Meö þessari tilhögun nær útgefandi blaðsins fram hagkvæmni með því að fela einum starfsmanna sinna verkið. Stefna blaðsins er hin sama og verið hefur: Aó benda á gildi kristinnar trúar og Biblíunnar í þeim heimi sem við lif- um í og vera öflugur vitnisburður um frelsarann Jesú Krist. Þannig vinnum við að eflingu Guðs ríkis á Islandi. Fráfarandi ritstjóra, Gunnari J. Gunnarssyni, eru hér með færðar innilegar þakkir fyrir dugmikið starf og styrka stjórn blaósins í 22 ár. Lengst af ritstjórnartíð hans stóðu Lands- samband KFUM og KFUK, Kristilega skólahreyfingin og Sam- band íslenskra kristniboósfélaga að útgáfunni. Fyrir hönd stjórna þessara hreyfinga fær Gunnar þakkir fýrir tímafrekt og fórnfúst starf um árabil og meó fýlgja blessunaróskir í nýjum viðfangsefnum. Ragnar Cunnarsson 4Lækningar og kraftaverk, trú og bæn Eftir kraftaverkasam- komur í febrúar hafa ýmsir velt fýrir sér lækningu fýrir bæn. Hvað segir Biblían, sagan og samtíminn? Hvers skal gæta þegar boóað er til lækninga- og fýrirbænasamkoma? Ragnar Gunnarsson fjallar um málið og leggur þrjár spurningar fýrir Gunnar Þorsteinsson for- stöðumann Krossins og Kjartan Örn Sigurbjörnsson sjúkrahúsprest. 9Hvaó er lækningagáfa? Guð- laugur Gunarsson heldur áfram að fjalla um náðargjafirnar og hlutverk þeirra í söfnuðinum. Nú er komið að lækningagáfunni. 10 12 17 Hvar er veruleikinn? Sr. Siguróur Pálsson veltir fýrir sér spurningunni í pistli blaósins. 18 Enga aðra GuðiUI Sr. Ólafurjóhannsson fjallar um fýrsta boóorðió og merkingu þess fýrir okkur nútímafólk. Grein- in er sú fýrsta í röð greina sem birtast munu í næstu tölublöðum. Dalvíkingurinn dugmikli Pétur Björgvin Þorsteins- son er fræðslufulltrúi Háteigssafn- aðar. RagnarSchram tók hann tali og ræddi um þátttöku hans í kristilegu starfi, störf hans, trú, mótlæti ogvon lífsins. Englarnir og við Öll ger- um vió okkur einhverjar hugmyndir um engla og nærveru þeirra. Sr. Egill Hallgrfmsson fjallar um málió út frá Biblíunni með daglegt líf okkar í huga. <'"\ «<l Hvenær hefur þú tíma til /Lm I að hugsa um Guð? Teikningar Péturs Antonssonar sem vekja okkur til umhugsunar um hvenær við höfum tíma til að hugsa um Guð og ef við höfum það ekki til hvers það leiðir. rj Meðhjálparinn varó aó A A presti og kennara Ragn- ar Gunnarsson hitti sr. Kristján Val Ingólfsson að máli og ræddi við hann um trúarlega mótun, marg- vísleg störf, hugsjónir, kristniboð og fleira. <'""\ Upphaf sunnudagskóla- jL- O starfs KFUM á íslandi Þórarinn Björnsson minnist tíma- móta er sunnudagskói KFUM fór afstað fýrir 100 árum og dregur fram aódraganda starfsins. Q Kærleiksverk sem breytti vj öllu Grípandi ffásaga sem minnir okkur á mikilvægi breytni okkar og afstöðu til annarra. Auk þess: Falleg bæn, Ijóö um himininn, fréttir o.fl. Greinarhöfundar í þessu tölublaði Bjarma: Egill Cuðlaugur Sr. Ólafur Ragnar Hallgrímsson Gunnarsson Jóhannsson Gunnarsson I Tímarit um kristna trú 97. árg. 1. tbl. mars 2003 Útgefandi: Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson. Ritnefnd: Kjartan Jónsson, Henning Emil Magnússon, Guömundur Karl Brynjarsson, Haraldur Jóhannsson og Gunnar J. Gunnarsson. Afgreiösla: Aöalskrifstofan, Holtavegi 28,104 Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.bjarmi.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. apríl. Verð í lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson, Gunnar J. Gunnarsson o.fl. Umbrot: Tómas Torfason. Prentun: Prentmet.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.