Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 7
mánuði áðuren nokkurfórað læknast. Eft- ir það fékk hann og þau sem störfuóu með honum að sjá hvert kraftaverkið á fætur öðru. Guð notaói hann til hjálpar mörgum. Sjálfur lést hann úr krabbameini fýrir aldur fram og þó svo fjöldi fólks bæði fyrir hon- um fékk hann sjálfur ekki lækningu. I þjón- ustu hans kristallaóist þessi veruleiki, vió tilheyrum þessum heimi og hinum kom- andi. Wimber lagði mikla áherslu á gildi tákna og undra. Hann skrifaði m.ai bókina Power Evangelism, þar sem hann bendir á mikilvægi þess að tákn og undur fylgi boð- uninni. Þar sem fólk sér kraft Guðs að verki snýr það sér til hans. John Wimber er einn margra sem notaðir hafa verió sem verkfæri Guðs til lækningar og til að leiða fólks til Jesú Krists. Fyrstu ár kristniboðsstarfsins í Konsó í Eþíópíu skipti sköpum að Guð var sterkari en Satan. Máttur Guðs í lífi fólks sem var leyst úr viðjum illra anda ruddi fagnaðarerindinu leið. Öflug saga í Nýja testamentinu er af lamaða manninum sem borinn vartil jesú. Rjúfa þurfti þekjuna og láta manninn síga niður. Jesús sá vanda hans. Hann sá einnig hjarta hans. Hér var kominn maður sem þurfti á fyrirgefningu að halda. Síóan lækn- aði Jesús hann eftir á. Af sögunni að dæma var það ekki síst til að staófesta mátt hans og auglýsa aó hann væri í raun sonur Guðs og hefði vald til að fýrirgefa syndir. (Matt 9:1-8, Mark. 2:1-12). Kraftaverka- og lækningasamkomur Sumt fólk hefur sérstaka náðargjöf til að biðja um lækningu fyrir sjúkum (sjá aðra grein í blaðinu). Þessir einstaklingar sinna þessari sérstöku þjónustu vió líkama Krists og þá er gjarnan boðað til sérstakra sam- koma þar sem beóið er fyrir sjúkum. Otal dæmi eru um að fólk læknist, en langt er frá því að allir verði heilir. Þegar samkomur eru auglýstar er skynsamlegt að leggja áherslu á það sem Guð hefur þegar gert, aó margt fólk hefur læknast og að boðað sé til sam- koma þar sem viðkomandi muni þjóna. Hins vegar er ekki okkar að lofa kraftaverk- um fyrir hönd Guðs. Hann á máttinn og hann gefur lækningu þegar hann vill. Stíll og framkoma okkar mannanna eru ólík, frá einstaklingi til einstaklings, frá landi til lands og trúarhefð til trúarhefóar. A meðan allt fer sómasamlega fram er ekki okkar að dæma aóra ef það sem fram fer er í sam- ræmi við boðskap Biblíunnar. Ef eitthvað gerir þaá ekki er það köllun okkar að benda á hvað megi betur fara. I umræóunni í febrúar kom fram gagn- rýni á að geðfatlaður maður hefði hætt að Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sj ú krah ú s p res tu r Hvað er kraftaverk að þínu mati? Eg lít á kraftaverkin í Nýja testamentinu á svipaðan hátt og dæmisögurnar sem Jesús sagði um guðsríkið. Mestu skiptir fýrir okkur túlkun Jesú á máttarverkunum sem hann fram- kvæmdi og að allt sem hann sagði og gerái bendir til þess veruleika sem er framundan þegar tíminn er fullnaður og vilji Guðs verður á jörðu eins og á himnum, þegar guðsríki er komið. Fólkið sem Jesús læknaði dó allt Drottni sínum en eftir stendur að eitt augnablik fann þaó á sjálfu sér þann kærleika sem Guð ÍJesú ber til okkar dauð- legra manna. Lífið er kraftaverk. Kærleikurinn sem knýr okkur til umhyggju og samstöðu meó þeim sem eiga erfitt er gjöf Guðs og kraftaverk. Alls staóar þar sem fólk leggur lífinu lið og vill efla frið og eindrægni þar er framkvæmt kraftaverk sem vitnar um guðsríki. Þegar gott fólk í öllum trúarbrögðum eflir guðdómsneist- ann í veikri sál þá er það kraftaverk sem vitnar um þann vilja Guðs að allt verði hans og hann muni enda þessa sögu og hin kristna von er sú að Guð muni verða allt í öllu. Telur þú að fólk geti lceknast fýrir bœn? Já. Alveg er ég sannfærður um það að bænin hefur í sér fólgna bót og blessun. Hún er mikilvæg bæði fyrir þann sem bióur og þann sem beðið er fýrir. Hún opn- ar hug og hjarta fýrir þeirri græðslu sem Guð gefur og er okkur leyndardómur. Sá sem biður öðlast oft hugarró og þrek sem greiðir fýrir og opnar möguleika á lækningu sem áður var ekki fýrir hendi. Upp stígur andvarp og niður náð Guðs sem gefur frið og líkn og lækningu. Það er kraftaverk. Allir þrá heilsu óg gott líf. Þá skiptir ekki máli hvaóa trú fólk játar. Fólk í öll- um trúarbrögðum felur sig Guði, biður þess og væntir aó æðri máttur komi til hjálpar. Það er sammannlegt og Guð hlustar á bænir okkar og bænin styrkir okk- ur til lífs og lækningar. Fyrirbænin er sömuleiáis farvegur græðslu ÍJesú nafni ekki sfst fýrir þann sem biður og það samfélag sem telur sjálfsagt og eðlilegt að reka spítala og veita öll- um þeim sem eru sjúkir aðstoð og lækningu. Það er bænasvar og kraftaverk sem ást Guðs og ábyrgð manns kemur til leiðar. Hvað vi/tu segja þeim sem bíða og biðja en fa' ekki lcekningu Allt sem lifnar og lifir það deyr. Það er lögmálið sem við erum sett undir í þessu jarðneska lífi. Einnig helgir menn og bænafólk verða að lúta þeim sömu örlög- um. Öllu eru takmörk sett. En dauðans angist er ekki óalgeng og það er ákaflega vel þekkt að fólk sem er dauóasjúkt leitar allra ráða til að kaupa sér stundargrið. Hvorki fýrir hefð né valdi/ hopar dauðinn eitt strik,/ fæst síst með fögru gjaldi/ frestur um augnablik/ allt hann aó einu gildir, / þótt illa líki eóa vel,/ bón ei né bræði mildir/ hans beiska heiftarþel. ( Hallgrímur Pétursson) Bænin er handtæk þeim sem sjúkur er. Og hún bætir og blessar. En þegar lækning lætur á sér standa þá er niðurstaða bænirnar sú að segja - ekki sem ég vil heldur verói vilji þinn, Guó minn og faðir. Þar höfum við fýrirmyndina ÍJesú þar sem hann baóst fýrir í Getsemanegarðinum forðum. Og einnig á krossinum þegarjesús kallar í kvöl sinni: „Guð minn, Guð minn hví hefur þú yfirgefió mig?“ Jesús hefur einnig verió þar sem hinn sjúki og deyjandi er. En síðustu orðin á krossinum voru: „Faðir, í þínar hendurfel éganda minn!“ Það viljum við öll gera að lokabæn okkar og bænheyrslan er að treysta og trúa kraftaverkinu mesta, að látnir lifa vegna miskunnsemi Guðs. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.