Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 12
Dalvíkingurirm dugmikli Viötal viö Pétur Björgvin Þorsteinsson fræöslufulltrúa Háteigssafnaöar Ragnar Schram Addis Ababa Hún vekur hrifningu hjá mörgum veg- farandanum. Hún er einstök í sinni röó, fagurlega hönnuó og Reykjavíkurborg til sóma. Háteigskirkja með turna sína fjóra og sóknarmörk ofar skilningi leikmanns er athvarf fýrir fjölda yngri og eldri sóknar- barna í hverri viku. í horni einu á annarri hæó snoturs safnaóarheimilis situr Dalvík- ingur við skrifboró. Ekki veit ég hvort Apple tölvan á skrifboróinu segir eitthvaó um per- sónuleika hans en um sögu hans segir hún fátt. I spjalli okkar kemur hins vegar fram aó hann hefur m.a. búið í Þýskalandi, lært til djákna, tekió á móti hálfnöktu fólki á gistiheimili, hafið nám í guðfræói og lög- fræöi, unnió í tollinum og sitthvað fleira. f dag er hann með reyndari starfsmönnum kirkjunnar sem hafa með æskulýósmál aó gera. Sorgin hefur einnig heimsótt fjöl- skyldu hans ítrekað en á máli hans er ekki að finna biturleika eða reiði vegna þess. Pétur Björgvin sést vart öðruvísi en með bros á vör. Þessi mikilvirki en umfram allt skipulagði maður heitir Pétur Björgvin Þorsteinsson, sonur Steina P. löggu, skáta og Gíd- eosmanns á Akureyri, eins og Pétur skil- greinir föóur sinn. Faðir Péturs heitir með réttu Þorsteinn Pétursson og móóir Péturs er Snjólaug Aðalsteinsdóttir. Sárt að missa börnin 20 mánaða gamall flutti Péturs Björgvin með foreldrum sínum til Akureyrar þar sem hann ólst upp til tvítugs. „Ég ólst upp í Glerárþorpi - það er mjög mikilvægt. Ég er sko enginn brekkusnigill eða innbæjareitt- hvað“ segir Pétur Björgvin einbeittur á svip en brosið leysir þó fljótt hikleysið af hólmi. „Svo á ég tvo bræður, Alla (Aðalstein) sem er kennari í Litlulaugaskóla í Reykjadal og Jóa (Jóhann) sem er kennari og æskulýðs- fulltrúi KFUM & KFUK á Akureyri. Kona Péturs Björgvins heitir Regína og kemur betur við sögu síðar í spjalli okkar. Þegar Pétur er spurður um börn svarar hann, „Vió eigum tvö núlifandi börn. Samúel Örn níu ára og Helenu Rut sex ára“. Orðin tvö núlif- andi börn fá þig, kæri lesandi, e.t.v. til að hika við frásögn Péturs Björgvins, en slík voru einmitt viðbrögð mín þar sem við Pét- ursátum í safnaðarheimili Háteigskirkju og ræddum hagi hans. Á orðavali fræðslufull- trúans er þó einföld skýring. Já, okkur hef- ur ekki gengið sérstaklega vel að eignast börn“ segir hann. „Mörg þeirra hafa dáið í móðurlífi og sum hafa verið komin þaó langt á leið að við höfum jarðaó þau. Þess vegna segja börnin okkar ef þú spyró þau, að þau séu fjögur systkinin og telja þá tvö með á himnum. Okkur finnst við þurfa að vera miklu duglegri að tala um þessa hluti. Þegar við vorum í Þýskalandi upplifðum við þaó að það var mjög erfitt að tala um börn sem deyja um 20. viku meðgöngu eða 25. viku því sumum finnst fóstrið ekki vera oró- ið barn ennþá. Það er alveg sama í hvaða viku meðgöngunnar þetta gerist, upplifunin getur verió mjög sár fyrir foreldrana." Góóar minningar úr æsku Þegar maóur gegnir starfi fræðslufulltrúa kirkjusafnaðar er ekki langsótt að ætla að hann sé trúaðuryfir meðallagi. Pétur Björg- vin hlaut ekki bara trúarlegt uppeldi hjá for- eldrum sínum og afa og ömmu heldur einnig - og einna helst - hjá Boga nokkrum, Pétur Björgvin Þorsteinsson fræóslu- fulltrúi Háteigssafnaóar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.