Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 13
sem kenndur er við Ástjörn. „Ég man vel eftir Boga á Bronco-inum að safna saman krökkum í sunnudagaskólann. Hann fóroft fleiri ferðir og byrjaði kannski klukkutíma fyrir sunnudagaskóla að smala krökkum um allan bæ. Þetta var svona „Sækjum og sendum þjónusta". Hann var með stórt sæti aftur í bílnum og þar gátu margir krakkar setið.“ Árin í sunnudagaskólanum og ferðirnar í Bronco jeppanum hans Boga reyndust þýð- ingamikil í lífi Péturs litla Björgvins. „Bogi er í raun minn andlegi faóir. Hjá honum kynntist ég biblíusögunum og hvað lifandi trú er. Sérstaklega sem 4-6 ára patti í sunnudagaskólanum. Sex ára fer ég svo í sumarbúðirnar á Ástjörn og frá sjö ára aldri er ég átta vikur á Ástjörn á hverju sumri. Við mættum 50 strákar um miójan júní og vor- um fram í miðjan ágúst. Og sá sem fór heim eftir fjórar vikur var ræfill, algjör ræfill og fýrirlitinn af hinum strákunum. Svona var þetta þá. Svo fannst mér fráleitt ef ekki var beðin boróbæn heima þegar maður kom úr þessari löngu sumarbúðadvöl því maður var orðinn svo vanur henni. En mér leið alltaf vel á Ástjörn. Þar drakk ég í mig biblíusögurnar sem Bogi sagói með aðstoð „rúllu-slides-mynda“ en það var amerískt kerfi og mjög nýtískulegt á þeim tíma.“ Það dylst varla nokkrum manni aó Pétur Björgvin á góóar minningar frá Ástjörn. Á unglingsárum sfnum hóf hann svo að að- stoða við sumarbúðirnar og starfaði þar mörg sumur. Þegar Pétur Björgvin er beðinn aó lýsa huga sínum til Ástjarnar kemur dá- lætið enn betur í Ijós. „Fyrir mig var þetta paradís á jörð og sem slíkur er hann einn allra kærasti staðursem til er á jöróu. Tjörn- in er ævintýri líkust og það sama má segja um skóginn þar sem göngustígar liggja til allra átta. Staðurinn er því algjör ævintýra- heimur fýrir krakka til að leika í. Mér er líka mjög minnisstætt frá Ástjörn þetta að læra að biðja frá eigin brjósti. Ég hafði áður lært bænavers hjá ömmu en það sem ég lærði á Ástjörn er að koma orðum að því sem mig langaði að segja Guði: „Takk fýrir að við unnum í fótboltanum í dag“. Bogi þjálfaði okkur í því að biðja þannig án þess að fara með fýrirfram gefin orð.“ Góó þjálfun hjá Hernum Eins og þegar hefur komið fram starfar Pétur Björgvin fýrir Háteigssöfnuð í Reykja- vík. Áður en hann hóf störf þar lágu leiðir hans þó víóa, bæði í námi og starfi. „Ég prófaði lögfræói og guófræði í Háskólan- um, vann sem tollari og lauk tollskólanum. Svo vann ég líka á Hjálpræðishernum, í æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar, var starfs- maður Ten-sing verkefnisins sem KFUM & KFUK ásamt Þjóðkirkjunni stóóu að og vann í Skálholti vió fermingarnámskeið.“ Hjá Hjálpræðishernum starfaði Pétur Björgvin í gestamóttökunni. „Mér líkaói starfið á Hernum mjög vel,“ segir Pétur. „Ég vann aðallega á kvöldin og nóttunni og var þá í beinum tengslum við næturlífið í Reykjavík. Á heimilinu var líka fólk sem átti erfitt meó að gæta sín í víni og á þeim málum þurfti aó taka. Svo kom líka fólk sem átti í ýmsum erfiðleikum og leitaði til Hersins í von um húsaskjól eóa aóra hjálp um miðja nóttu.“ En skyldi Pétur Björgvin hafa lært eitthvað á þessum tíma hjá Hern- um? ,Já, það er ekki nokkur spurning. Ég kynntist hliðum á mannlegu lífi sem ég vissi ekki aó voru til. Mér er minnisstæðast hvaó hjón geta verið vond hvort við annað. Það komu stundum einstaklingar sem höfðu verið hraktir aö heiman og vantaði herbergi. Stundum kom fólk jafnvel hálf- nakið og þá þurfti aó útvega því föt.“ 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.